Hvað er eiginlega í gangi!?

Það er kannski bara ég sem fyllist myrkri af því að fylgjast með forsíðu mbl.is í dag og í gær. Miðað við fréttirnar þar mætti ætla að það mikilvægasta sem er að gerast í samfélaginu í dag séu landsfundir þingflokkanna tveggja sem stýrðu laskaðri þjóðarskútunni út á hyldýpishaf og sökktu henni án nokkurrar sýnilegrar iðrunar

Mbl.is birtir útdrætti og tilvitnanir í ræður flokksgæðinga hvors flokks án nokkurar gagnrýni þrátt fyrir að hugsandi almenningur sjái ekkert annað í ræðum þeirra en yfirklór og kattarþvott. Það er kannski frétt fyrir suma að skipstjórarnir velti því upp núna að það hefði verið gáfulegra að hlusta á veðurfréttirnar og taka björgunarbátana með í þessa glannaför?Hinn dýrkaði foringi:-/

Mér finnst þessi fréttaflutningur ekki gera annað en grafa undan trausti mínu til þessara flokka en um leið þeim sem standa að slíkum fréttaflutningi. Það má þó velta því fyrir sér hvort það er óbein ætlun þeirra á mbl.is að færa þjóðinni fréttir af því að þessir flokkar snúast báðir um sjálfa sig?

Þeir hafa ekkert lært heldur fagna og klappa þegar Ingibjörg mætir í stól hjá Samfylgingunni og það þarf ekki annað en nefna nafn Davíðs á landsfundi Sjálfstæðismanna til að allt bresti í háværa fagnaðarbylgju. (Myndin hér til hliðar er fegnin að láni frá Jónasi Viðari Sveinssyni myndlistarmanni)

Þeir sem stýra mbl.is halda kannski að á slíkum trúarsamkomum sem þessum slái hjarta þjóðarinnar en það er öðru nær. Sú veruleikafirring sem kemur fram í ræðum langflestra sem þarna taka til máls sýnir okkur svart á hvítu að þessir flokkar eiga ekkert erindi inn á þing! Hagsmunum okkar og velferð er best borgið með því að þeir sitji inni í sínum einkakirkjum áfram. Þar geta þeir stytt sér stundir undir sjálfsblekkingarprédikunum leiðtoganna sem þeir tilbiðja.
Hámark sjálfsblekkingarinnarMig langar reyndar til að taka það fram að innan Samfylkingarinnar er fólk sem ég treysti enn þá til að vinna með öðru óspilltu og skynsömu hugsjónafólki til að vinna að hag þjóðarinnar. Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar hef ég aldrei treyst honum til að vinna að hagsmunum mínum eða þjóðarinnar í heild.

Svo vil ég líka vekja athygli á því að það er greinilegt hvorn landsfundinn þeir á mbl.is telja mikilvægari enda ljúka þeir hverri frétt af honum á eftirfarandi: „Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér á mbl.is“


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér finnst myndin af Davíð til skammar og ekkert annað en rasismi. Þessi Jónas ætti að hugsa sinn gang.

Hilmar Gunnlaugsson, 28.3.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sé ekki alveg rassismann í henni en ákvað að nota hana þar sem mér finnst hún tengjast því sem ég var að fjalla um. Kórónan og fiðlan eru vísanir sem mér finnst eiga jafnvel enn betur við nú eftir að Davíð hefur flutt ræðu sína á landsfundinum. Viðbrögð landsfundargesta fullkomna svo það sem myndin gefur til kynna um að Davíð drottni enn. A.m.k. sums staðar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 01:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hjartanlega sammála þér....ég held ekki að þjóðin bíði spennt eftir fréttum af þessum fundum og ekki nenni  ég að fylgjast með þeim

Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega, Hólmdís

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel ég þakka þér fyrir þennan pistil. Þetta eru ótrúlegar leiksýningar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.3.2009 kl. 00:21

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ekkert að þakka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband