Ég finn til

Eg sendi styrk, von og trúÞað tekur á að lesa svona fréttir. Manni verður orðavant. En guð hvað ég skil sársauka og reiði starfsfólksins. Þvílíkt tillitsleysi að láta það heyra fyrst af slíkum örlögum í gegnum fjölmiðla! Fyrrverandi starfsfólk SPRON á alla mína samúð núna.

Ég finn djúpt til með þeim ört vaxandi hópi sem hefur misst vinnuna frá síðastliðnu hausti. Ég finn til með þeim sem hafa og/eða stefna í gjaldþrot. Ég finn til með þeim sem þurfa að líða hvers kyns hörmungar sem má rekja beinlínis til efnahags- hrunsins. 

Ég minni á orð Evu Joly í þættinum Silfri Egils að það er áríðandi fyrir þetta fólk að réttlætinu verði fullnægt. Það verður að hraða rannsókn á fjárreiðum þeirra sem liggja undir grun um að bera ábyrgð á þeirri djúpu efnahagslægð sem við stöndum frammi fyrir.


mbl.is Tilfinningaríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 00:40

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Litlar líkur á því að það gerist meðan sama fólk stjórnar og hefur alltaf gert.

Ellert Júlíusson, 23.3.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við verðum bara að vona að eitthvað annað komi út úr komandi kosningum...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.3.2009 kl. 11:32

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Hjartanlega sammála þér. Við verðum að sýna ábyrgð og standa við bakið á þeim sem verða illa úti í efnahagshruninu.

Helga Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir orð Helgu. Ábyrgð og mannúð skiptir miklu máli fyrir mótun nútímasamfélags

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála ykkur kæru konur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.3.2009 kl. 12:42

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tímasetningin var einstaklega klaufaleg. Íslenskt þjóðfélag verður ekki byggt upp aftur fyrr en þjóðin hefur fengið það réttlæti sem hún á skilið. Það getur tekið tíma trúi ég. En til þess þarf að endurnýja á þingi og í stjórnkerfinu og þar kemur að okkur sem höldum á atkvæðum og getum látið þau tala.

Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband