Meira af ásökunum en minna af afsökunum

Mér sýnist nú meira fara fyrir ásökunum og yfirklóri en afsökunum í setningarræððu fyrrverandi forsætisráðherra. Mér finnst merkilegasta yfirklórið koma fram í því sem er haft eftir honum um það að vissulega hafi Sjálfstæðislflokknum „orðið á margs konar mistök við stjórn landsmála“. Mig skortir kannski tilfinnanlega eitthvað af umburðarlyndi þar sem ég er þeirrar skoðunar að þeir sem gera margs konar mistök á slíkum vettvangi eigi skilyrðislaust að draga sig í hlé.

Geir H. Haarde biðst afsökunar á mistökum sem hann segir að sjálfstæðisflokkurinn hafi gert í sambandi við einkavæðingu bankanna en það liggur greinilega á milli línanna í málflutningi hans að þeir bera ekki ábyrgðina einir. Það er líka alveg rétt. Geir dregur hina meðseku svo fram síðar í ræðu sinni þar sem hann segir: „Það  hefðu verið  mistök að fallast á kröfu framsóknarmanna um 90% húsnæðislán að loknum kosningunum 2003.“

Það er kannski til vitnis um það hvað ég er mikill tortryggnistrítill þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar að ég sjái meira af ásökunum en afsökunum í máli Geirs. Það er hins vegar langt í frá að vera af ástæðulausu sem ég tortryggi hann og flokksbræður hans. Ástæður vantrúar minnar á öllu því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir hefur aldrei komið jafnberlega í ljós eins og nú um þessar mundir.

Því miður verð ég að taka það fram að aðrir flokkar sem eiga fulltrúa inni á þingi hafa alls ekki staðið sig þannig að ég sjái ástæðu til að ljúka á þá mörgum lofsyrðum. Núverandi þingmenn virðast þvert á móti því miður flestir vera orðnir alltof hallir undir eiginhagsmunastefnu Sjálfstæðisflokksins sem er í aðalatriðum þessi: Ég og mínir og allt sem okkur viðkemur númer eitt, tvö og þrjú en þjóðarheill og hagsmunir almennings síðast.

Það er a.m.k. undarlegt að horfa upp á forgangsröðun stjórnvalda við að reisa við efnahag landsins. Þar virðast heimilin í landinu eiga að mæta algerum afgangi nema það sé rétt sem kemur fram í eftirfarandi fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem þeir skora á stjórnvöld og fjármálastofnanir að taka stöðu með heimilunum:

Það er þyngra en tárum tekur að stjórnvöld skuli ekki hafa í hyggju, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur samtakanna, að eiga frumkvæði að leiðréttingu ósanngjarnra og hugsanlega ólöglegra hækkana höfuðstóla lána, í formi hvoru tveggja gengis- og verðtryggingar. Þvert á móti stefnir í að umræddar hækkanir eigi að mynda grunn fyrir stórfellda eignaupptöku fjármálastofnana á heimilum landsmanna. Stofnana sem flestar eru nú í ríkiseigu eða í gjörgæslu ríkisins með einum eða öðrum hætti.

Stofnanir þessar eiga sjálfar að fá í meðgjöf himinháar afskriftir á innlendum lánasöfnum en ætla ekki að gefa spönn eftir sjálfar. Hagsmunasamtökum heimilanna finnst eðlilegt og sanngjarnt að heimilin í landinu njóti þessarar meðgjafar á sama hátt og aðrir skuldarar bankanna. Stjórn Hagsmunasamtakanna óttast að innheimta eigi lán heimilanna að fullu til að fjármagna skuldir fyrirtækja og fjármálastofnana sem ekki fást greiddar. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að endurfjármagna þannig bankakerfið með fasteignum heimilanna.

Hagsmunasamtök heimilanna telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega. Vonast samtökin til þess að fá nokkra einstaklinga til að taka þátt í slíkri lögsókn. Samtökin telja slíka málsókn mikilvæga til láta reyna á neytendasjónarmið, þar sem annar aðili í lánasamningi hafi sjaldnast nokkra sérþekkingu á lánamálum, hugsanlega breytingu höfuðstóls lánanna til langs eða skamms tíma eða geti haft á nokkurn hátt áhrif á slíka þróun, meðan hinn aðilinn hefur öll tök á að hafa áhrif á forsendur lánasamningsins sér í hag.

Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn. Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls. (Sjá alla fréttatilkynninguna r)

Ef einhver alvara býr að baki afsökunarbeiðini Geirs H. Haarde þá treysti ég því að hann styðji ofantaldar kröfur talsmanna Hagsmunasamtaka heimilanna.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Meira af ásökunum og minna af afsökunum, er þetta ekki eitt af höfuðeinkennum flokksins ?

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega! Þeir breytast ekkert þessar „elskur“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:27

3 identicon

Mistök er orðið sem sjálfstæðismönnum er tamt á tungu til að þurfa ekki að finna nafn á almennt vanhæfi.

Kolla (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góð Kolla

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2009 kl. 21:11

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Á, var það ekki, þetta var þá framsóknarmönnum að kenna eftir allt saman!!!

Það sem ég tel aftur á móti saknæmt hjá stjórnendum bankanna var að þeir voru með lánaflokk til að lána fé til að kaupa hlutabréf í bönkunum. Þessi lán vöru aldrei það ég veit til boðin almenning. En valdir gæðingar gátu fengið milljarða að láni. Þetta er sjálfsprottið hrun af mannavöldum

Þetta er sú ósvifnasta svikamylla sem fundin hefur verið upp og er öllum orðin ljós núna og almenningur ætti bara að standa saman og kæra þetta

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.3.2009 kl. 22:16

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr Þorsteinn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:56

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sjálftökuflokkurinn er flokkur lýðskrumara og eiginhagsmunaseggja.  Ég er sammála ykkur öllum, smá "mistök" fólksins í flokknum er orsök hrunsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2009 kl. 01:00

8 identicon

Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.

Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:09

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Valsól: Takk fyrir þarft og gott innlegg!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.3.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband