Bankarnir greinilega mikilvægastir:-/

Ég rakst á myndina hér að neðan hjá bloggaranum Þórði Birni Sigurðssyni. Mér finnst hún svo grátbrosleg að ég gat ekki staðist þá freistingu að stela henni og birta hana líka. Mér finnst hún nefnilega lýsandi fyrir forgangsröðunina í undangengnu björgunarstarfi sem er reyndar hvergi nærri lokið en enn beinast brunaslöngurnar að þessari sömu hít.
 
Ég reikna með að ég sé ekki ein um það að setja spurningarmerki við það hvers Bankarnir hafa forgangvegna það er svona mikið atriði að bjarga bönkunum að annað er látið sitja á hakanum. Ég spyr mig reyndar líka af hverju ríkið, sem hefur verið að taka bankana yfir með því að bjarga þeim frá gjald- þroti, hefur ekki betra taumhald á þeim heldur en raun ber vitni. Þar á ég einkum við bankaleyndina en ekki síður það að bankarnir eru að leysa til sín húsnæði þrátt fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar um að hlífa þeim sem komast í greiðsluþrot vegna húsnæðislána. 
 
bankahítinÞað er reyndar stórskrýtið að ríkið, sem er orðið æðstráðandi í bönkunum, hafi ekki stjórn á sínum eigin stofnunumPinch Í þessu ljósi er það kannski engin furða að ég hafi áhyggjur af þessri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Ég hef nefnilega töluverðar áhyggjur af því hvað verði  um peningana sem er verið að taka frá öðrum brýnum verkefnum og dæla inn í bankakerfið. Hver segir að þeir eigi ekki eftir að hverfa eins og þeir peningar sem eiga að heita horfnir þaðan sporlaust...
mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert yndisleg.takk fyrir

zappa (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 02:53

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 02:55

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lýsandi fyrir forgangsröðunina hjá stjórnvöldum. Bankarnir komu okkur á hausinn án þess að við fengum nokkuð um það að segja. Samt sem áður virðast þeir skipa æðstan sess í samfélagi manna hvar sem er á hnettinum. Þeir virðast fá alla þá fjármuni sem þeir óska. Þó fjármunir séu skilyrtir líkt og í UK og USA til að hefja lánsveitingar til heimila og atvinnulífs þá liggja bankarnir á þeim og lána ekkert. Allt snýst um bankana. Ég er farin að hafa miklar efasemdir um að þeir skulu einkavæddir aftur í fyllingu tímans. Það er eins og þeir séu orðnir ríki í ríkinu, þó þeir séu á hvínandi kúpunni.

Svo tek ég undir hvert orð Zappa

Arinbjörn Kúld, 22.3.2009 kl. 06:02

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mér finnst þetta vera svona næstum endapunkturinn á því að segja "fólkinu" sem þeir héldu að væru fífl og gætu ekki tekið dánarfregninni nema í mörgum skömmtum:  "Mér þykir það leitt, við reyndum allt en meinið var óyfirstíganlegt, ástvinur þinn (Ísland) lést kl. 16.05 í dag.

Punkturinn er þessi:  Ísland dó, kl. 16.05 fyrir tæpum sex mánuðum síðan.   Í venjulegu sorgarferli sex mánuðum síðar væri fólk búið að ná áttum og gera áætlanir um að byggja sig upp aftur, því lífið, já þetta dásamlega líf heldur áfram.

Íslendingum var haldið í angist og örvæntingu milli vonar og ótta, og engar fréttir voru "vondar fréttir" og allar fréttir voru skelfilegar fréttir.   ´

Er enn að vona að við náum að lenda á planinu sem við náum viðspyrnu.

Þetta plan heitir einfaldlega RÉTTTLÆTI  og það mun gefa Íslendingum þann kraft sem þarf til að spyrna okkur til hærri hæða og betra lífs.

Nei ég er ekki norn, og ég hygg ekki á neinar nornaveiðar.  En það er mín dýpsta sannfæring að ef þetta réttlætisplan verður ekki steypt, þá muni það leiða til áframhaldandi glötunar og það mun aldrei nást nauðsynleg samfélagsleg sátt.

Fyrirgefðu málæðið og háfleygnina Rakel,  en svona er líðanin á þessu fagra vorkvöldi hér í skjóli Klettafjalla.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.3.2009 kl. 08:01

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rakel, Þórður fékk hana hjá mér og ég fékk hana hjá Agli og síðan man ég ekki hvaðan Egill fékk hana.  Um að gera að nota skemmtilega myndskreytingu.

Segðu mér eitt, Rakel.  Eru einhverjar fjármálastofnanir þarna í nágrenni við þig, sem eru í virkilega góðum málum.  Ég hef svo sem heyrt að minn fyrrum félagi í handboltadómgæslunni, Guðmundur Lárusson, er að gera það gott á Laugum, en hvernig er með aðra sparisjóði á svæðinu?

Marinó G. Njálsson, 22.3.2009 kl. 11:30

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlit og góðar viðbætur.

Arinbjörn: Ég er alfarið á móti einkavæðingu bankakerfisins. Í heild a.m.k. Ég tala nú ekki um í ljósi þess að þrátt fyrir að þeir ættu að heita einkafyrirtæki þá er þjóðin ábyrgðaraðili þegar þeir fara á hausinn. Af hverju á þessi ríkisábyrgð aðeins við einkarekna banka en ekki önnur fyrirtæki? Ekki það að ég mæli með því að almenningur gangist í ábyrgð fyrir önnur fyrirtæki. Alls ekki. En þar sem bankar framleiða engin verðmæti finns mér það yfirgengilegt að bankarnir geti gengið að ríkisábyrgð þegar eigendur þeirra keyra þá í þrot.

Jenný: Mér finnst alltaf sérstaklega vænt um innleggin þín. Sérstaklega þó þetta um tímann í áfalli og viðspyrnuna í réttlætisplanið. Einhver fræðingur sagði mér að það tæki einstaklinginn u.þ.b. ár að komast yfir stærri áföll. Ég hef því miður reynslu af því að það er nokkuð mikið til í því. Kannski þessi tímaáætlun eigi líka við um þjóðaráfallið sem við urðum fyrir síðastliðið haust. Ég er reyndar svolítið hissa á því hvað margir eru enn í afneitun. Þannig er það a.m.k. með marga sem eru í kringum mig.

Marinó: Takk fyrir þessa ættfærslu myndarinnar Ég er nú kannski ekki nógu vel inn í málum til að geta bent með óyggjandi hætti á velreknar fjármálastofnanir í nágrenni við mig. Ég hef þó heyrt að félagi þinn sé að gera það gott á Laugum og svo hef ég heyrt að Sparisjóður Mývetninga standi mjög vel en honum er stýrt af Kára í Garði.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 15:17

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að það sé hægt að treysta Kára Starrasyni í Garði.

Marinó G. Njálsson, 22.3.2009 kl. 19:40

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, enda hefur mér skilist að eftir hrunið hafi föstum viðskiptavinum sparisjóðsins sem hann rekur fjölgað verulega.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 21:28

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Marinó! Nú verð ég að játa að ég hef tekið eitthvað sem enginn fótur var fyrir trúanlegt. Sparisjóður Mývetninga er víst ekki lengur til og heyrir nú undir Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Það var einhver óheiðarlegur sem setti þann fyrrnefnda á hausinn. Kári í Garði stýrir þess vegna tæplega nokkrum banka.

Hins vegar er það rétt að Sparisjóður Suður-Þingeyinga er vel rekinn undir stjórn Guðmundar Lár. Svo er Sparisjóðurinn á Þórshöfn líka í fyrirmyndarrekstri. Biðst afsökunar á marklausu gapsri mínu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.3.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband