Er þetta stefnan sem þjóðin þarf á að halda núna?

Þeir hafa skjalfest það hjá Sjálfstæðisflokknum að það sé fólkið sem hafi brugðist en ekki stefnan. Við skulum þess vegna átta okkur á því að það er engrar stefnubreytingar að vænta hjá þeim flokki. Ég hef reyndar ekki orðið vör við neinar afgerandi mannabreytingar þar heldur.

Það vita það flestir, sem eru tilbúnir til að horfast í augu við það á annað borð, að það var fyrst og fremst stefna Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum sem leiddi yfir þjóðina það alvarlega efnahagsástand sem hún stendur frammi fyrir núna. Það er þess vegna í hæsta máta undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli telja það sæmandi að bjóða upp á óbreytt ástand við núverandi aðstæður.

Það er afar fróðlegt að hlusta á orð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að átta sig á því hvað Sjálfstæðisflokkurinn átti við með uppáhaldslagorði sínu í síðustu kosningabaráttu. Það er heldur ekki úr vegi að hugsa um Enron-málið í Bandaríkjunum þegar Hannes lýsir þessu „frábæra efnahagsundri“ sem hann og flokksfélagar hans fengu svigrúm til að vinna brautargengi á síðasliðnum tveimur áratugum.

Til glöggvunar skal það tekið fram að þetta viðtal er tekið í september árið 2007. Það er kannski líka rétt að minna á uppáhaldsslagorð Sjálfstæðismanna úr kosningabaráttunni vorið 2007. Það var: Þegar öllur er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið!

Hér læt ég líka fylgja myndband frá Láru Hönnu Einarsdóttur þar sem hún hefur tekið saman Gullkorn Hannesar Hólmsteins Gissurarasonar um fólkið sem brást og stefnuna sem heldur enn...


mbl.is Atkvæði talin í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tilheyri engum flokki. Ég hef ekki aðeins gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn heldur líka þá sem störfuðu með þeim og aðra sem hafa setið á þingi fyrir gagnrýnis- og aðgerðarleysið í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

???

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 16:28

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill að vanda Rakel og gott upprifjunarefni

Rosalega er Þrymur reiður og pirraður

Sigrún Jónsdóttir, 21.3.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Blessuð Sigrún! og takk fyrir innlit og falleg orð Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað Þrymur er að fara... gæti verið að það stafaði einmitt af því að hann er of reiður og pirraður til að koma því skilmerkilega frá sér sem hann vildi sagt hafa

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er alveg óborganleg færsla og revía, ég hló mig máttlausan og varð að styðjast fram á klósett vegna ákveðinna ástæðna.

Hannes Hólmsteinn er af Guðlaugsstaðaætt. Og nú er sú sem fer fyrir ættinni, Guðrún Guðmundsdóttir bóndi á Guðlaugsstöðum líklega alveg búinn að fá nóg og er í 1. sæti L-listans lista fullveldissinna í NV- kjördæmi í hönd farandi Alþingiskosninga og mun sópa að sér fylgi bæði frá Framsókn- og Sjálfstæðisflokkum því hún getur talað, eins og höfuðeinkenni ættarinnar er. En það verður nú ekki svona grín hjá Guðrúnu.

Ég vona bara að Sigurði mínum frá Geitaskarði gangi vel. Hann hefur mikinn kjörþokka, svarthærður og fríður, gengur aðeins álútur eins og hann sé að fara að ljósrita mikilsverðan lagatexta, ef þið sjáið hann tilsýndar. Endurreisnarmaður.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 18:03

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Athugasemdin þín er ekki síður hláturvekjandi þó ekki hafi hún kallað á neinar náðhúsferðir þeirrar sem þetta skrifar Sérstaklega finnst mér lýsing þín á Sigurði frá Geitaskarði skemmtileg Minnir á óborganlegan húmorinn í mannlýsingum Halldórs Laxness.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála þér Rakel. Þetta er sami leikur og kommúnistar í sovét reyndu þegar þau hrundu og reyndu að kenna fólki um en ekki stefnunni. Merkilega stutt á milli blás og rauðs í mörgu.

Arinbjörn Kúld, 22.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband