Er eitthvert samhengi?

Mér finnst ég alltaf vera að lesa fréttir af því að fíkniefni hafi verið gerð upptæk í heimahúsun. Síðastliðnar vikur hefur hver fréttin um slíkt rekið aðra. Annaðhvort er fíkniefnalögreglan í Reykjavík orðin svona öflug eða þá fíkniefnafaraldurinn er stóraukið vandamál.

Það er gott til þess að vita að lögreglan stendur sig vel í því að hafa hendur í hári þeirra sem stunda framleiðslu á þessum efnum. Hins vegar vekja allar þessar fréttir upp spurningu í mínum huga um það hvers vegna það eru svona margir að framleiða og selja fíkniefni? Ég spyr mig líka hvort það er eitthvert samhengi á milli efnahagsástandsins í samfélaginu og þess fjölda sem brýtur fíkniefnalöggjöfina?

Var þessum mönnum gert viðvart um það í hvað stefndi? Reiknuðu þeir dæmið þannig út að nú væri lag til að græða á neyð fólks og selja þeim dóp? Það er gott að lögreglan stendur sig vel í að stöðva þessa menn hvort sem þeir hafa stundað dópsölu um lengri eða skemmri tíma. Það síðasta sem við þurfum á að halda núna eru stórskemmdir fíkniefnasalar sem stjórnast af engu nema græðgi og losta. Við höfum ekkert að gera með menn sem dreymir um völd í krafti illa fengins gróða.
GræðgispúkiVið höfum svo sannarlega fengið yfir okkur nóg af slíkum! Þess vegna langar mig til að þakka fíkniefnalögreglunni fyrir atorkuna og vona að starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar taki þá sér til fyrirmyndar.


mbl.is Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta vera algjör eyðsla á skattpeningum. Um leið og þessi kannabisræktun er stöðvuð poppa upp tvær nýjar. Og afhverju í ósköpunum gera eitthvað eins saklaust kannabis ólöglegt. Hver eru rökin fyrir því að leyfa tóbaksreykingar en ekki kannabisreykingar? Þessum spurningum virðist aldrei vera svarað.

Eiríkur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:28

2 identicon

nei það er rett Eiríkur og þu getur alveg sleft að reyna að tala við fáfróða og fordóma mikið fólk þvi það mun aldrei opna hugan fyrir þessu..það er svipað að reyna að snúa komonista við og fá hann til að viðurkenna að þeirra kerfi virkar ekki..

jon hjalpar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:53

3 identicon

"Var þessum mönnum gert viðvart um það í hvað stefndi? Reiknuðu þeir dæmið þannig út að nú væri lag til að græða á neyð fólks og selja þeim dóp?"

Þetta verður að kallast yndisleg kaldhæðni í ljósi þess að ríkið sjálft sér um að selja bæði áfengi og tóbak, og það er nokkuð augljóst að fyrrv. ríkisstjórn Samfó og Sjálfstæðisflokksins sá fyrir þetta efnahagshrun.

Auk þess vitum við öll hvað ríkinu er mein illa við samkeppni ;)

Ég vil líka þakka fíkniefnalögreglunni fyrir grófa aðför að sjálfsögðum mannréttindum, og fyrir að sóa skattféi auðtrúa almennings, án þeirra (og eiginlega ríkisstjórnarinnar í heild sinni) gæti ég aldrei skemmt mér jafn vel og raun ber vitni.

kv. Maynard - sem er farinn að hafa alvarlegar áhyggjur af því að hann muni deyja úr hlátri yfir ástandinu í samfélagi geðsjúkra apa.

Maynard (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Inn á hvaða vitleysingjaplánetu opnaði þessi færsla mín eiginlega

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.3.2009 kl. 23:10

5 identicon

"Við höfum ekkert að gera með menn sem dreymir um völd í krafti illa fengins gróða."

Einmitt. Ef þetta er löglegt þá lækkar verðið og öll glæpastarfsemi í kringum kannbisefni hverfur.  

Lol (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:18

6 identicon

afhverju kaupum við ekki bara dóp fyrir allar evrurnar okkar í stað þess að styðja íslenska framleiðslu.?!!!.....

Fávitar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:25

7 identicon

"Inn á hvaða vitleysingjaplánetu opnaði þessi færsla mín eiginlega"

Hvernig væri að þú kynntir þér málefnið almennilega áður þú kallar þá sem hér hafa commentað af "vitleysingjaplánetu",  og horfðu svo í eigin barm. Þegar þú ert búin að því, lestu þá endilega þessa færslu þína yfir aftur og þá muntu fatta að það sem þú skrifar er svo illa smitað af allskyns áróðri og vitleysu sem aðeins fáfróðir láta mata sig af.

Ólafur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:39

8 identicon

ja eg er samála þer ólafur ..þetta er ekki mjög fróð manneskja og eg finn fyrir miklu fáfræði og fordómum...en hun um það

jon hjalpar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:56

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ólafur! Ég skil ekki orð af því sem þú segir. Það á a.m.k. ekkert af því við skrif mín. Hvorki í færslunni sjálfri né svolítið glannalegri ábendingu minni. Mér finnst hún hins vegar vera í fullu samræmi við athugasemdirnar sem voru komnar á undan og reyndar líka þær sem fylgdu í kjölfarið. Þar á m.a. þína.

Ég veit að það er hrokafullt að segja að það sem þið leggið til málanna er í meginatriðum tæplega svaravert. Ég leyfi mér hins vegar að segja það því þeir sem styðja dópsölu og -neyslu hljóta að vera illa sokknir í þann heim sjálfir. Þið getið haldið áfram að halda því fram að slíkt sé skynsamlegt en ég ætla ekki að blanda mér frekar í slíkt vitleysingjahjal!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.3.2009 kl. 23:58

10 identicon

rakel er þetta ekki scarface mynd tony montana ? sem er bíomynd? og hann seldi kokain ekki grass..en ja eg er ekki að nenna að rökræða við þig

jon hjalpar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:59

11 identicon

Rakel þekir þu enhvern á þunglyndis lyfjum?

afhverju eru þeir sem reykja gras dóp istar ..hvað flokið þið undir dop istar dop er stytting á dópamin sem er efnasamskifting i heilanum  er það ekki ..eg veit ekki betur en áfengi ýti þar undir þegar það er drukkið..en það er nu svoleiðis að þegar þu reykir gras verður likamin slakur og oft á tíðum þungur..fer eftir hvort þu reykir indica eða sativa..en eg er 100% að þu veist ekki mikið um hvað er verið að tala um..

mer þykir rosalega leiðinlegt að færa þer fréttir að þu eða þinir sem notið þunglyndis lyf og áfengi og fleiri efni sem ýtir undir dópamínið i likamanum...jjaaa þa ert þu .það sem þu kallar dópisti

jon hjalpar (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:08

12 Smámynd: Finnur Kári Pind Jörgensson

Hvet þig til þess að lesa vefsíðu Rakel: http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.html

Þar er að finna ýmislegt fróðlegt um kannabis sem þú hugsanlega vissir ekki áður. Mín skoðun er einfaldlega sú að bann gegn kannabisneyslu er hreint og klárt mannréttindabrot. Hver hefur rétt á því að skipta sér að því hvað fólk gerir í frítímum sínum, svo fremi sem það er ekki að skaða aðra?

Og hugsanlega dálítil hræsni á meðan áfengi og tóbak er löglegt, sem hver rannsóknin á fætur öðrum sýnir fram á það með óyggjandi hætti að eru hættulegri efni en kannabis. Til dæmis er þessi mynd fengin úr rannsókn sem birtist í The Lancet, virtasta læknisfræðitímariti Evrópu:

 <IMG SRC="http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/9/9c/Rational_scale_to_assess_the_harm_of_drugs_(mean_physical_harm_and_mean_dependence).svg">

Góðar stundir,

Finnur

Finnur Kári Pind Jörgensson, 19.3.2009 kl. 00:40

13 Smámynd: Finnur Kári Pind Jörgensson

Ahh myndin mistókst, en hægt er að copy-paste-a slóðina og sjá myndina þannig. (Hún er einnig á wikipeda undir http://en.wikipedia.org/wiki/Cannabis_(drug) )

Finnur Kári Pind Jörgensson, 19.3.2009 kl. 00:42

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Rakel: Ég ætla að útskýra fyrir þér á hvaða vitleysingjaplánetu þú opnaðir. Það er nú bara þannig að allt tengt kannabis er gríðarlegt tilfinningamál í ákveðnum hópi jarðarbúa. Og eins og alltaf þegar tilfinningarnar ráða för, er skynsemi og rökhugsun ekki í fullum fúnksjón, sérstaklega stuttu eftir að fírað hefur verið í einni feitri.

Páll Geir Bjarnason, 19.3.2009 kl. 02:29

15 identicon

RAKEL, ég styð þig heilshugar í þessari færslu.... þeir sem að eru svona mikið á því að lögleiða þetta eru greinilega bara svo mikið á kafi í þessu sjálfir... og Jón Fannar, sorry aftur, það er ekki nokkurt vit í neinu sem þú segir... svo ég tali nú ekki hversu allt sem þú skrifar er illskiljanlegt.

OOOOg, hvernig getið þið ákveðið að Rakel sé dópisti og noti áfengi og tóbak???? kom það einhversstaðar fram að hún reykti eða drykki áfengi?....

Ég held það viti það nú t.d. flestir að reykingar eru fjandsamlegar og það mundi ekki skaða nokkurn mann að banna þær líka, en því miður soldið erfitt að fara til baka í því eftir allan þann árafjölda sem það hefur verið leyft....

Og áfengi... auðvitað vita það líka allir að ofneysla áfengis fer illa með fólk.... en það er það sama og með reykingarnar, það er svo langt síðan það var leyft að það er erfitt að fara til baka....

En mesta afturförin held ég að væri að leyfa þessi efni sem að um er rætt... ég held í alvöru að það væri löngu búið að lögleiða þau ef það væri pottþétt að það mundi leysa einhvern vanda.

Og núna bið ég fleiri um að OPNA HUGANN.... ég er nefnilega ekki viss um að það séu réttu aðilarnir sem eru að biðja um að opna hugann... eða réttu aðilarnir sem eru að segja öðrum að horfa í eigin barm...

Nína (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 02:37

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Páll Geir, þakka þér fyrir að skýra þetta út fyrir mér og Nína, þakka þér fyrir að svara því sem ég hirti ekki um sjálf. Í aðalatriðum sýnist mér að þeir sem voru búnir að kommenta á þessa færslu á undan ykkur Páli Geir hafi misskilið tilgang hennar og innihald í meginatriðum. Gat ekki séð að það hefði neinn tilgang að reyna að útskýra það frekar. Finnst samt vænt um það að þú skulir taka upp hanskann fyrir mig á þann hátt sem þú gerir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 02:51

17 identicon

Nína min eg er ekki að kalla þig dópista þó þu sert á enhverjum þunglyndis lyfjum en það er augljóst að sumir eru á þeirri skoðun þvi þunglyndis lyf ýta undir serotin og dopamín magns heilans..voðalega ertu reið ut i mig..eins og að stríða mer á skriftinni og eg er ekki að reykja i dag og ekki buin að reykja i ágætis tima..þanig eg er ekki vel sokin i þetta..en það er alltaf leiðinlegt að tala við fólk sem er með foróma og veit eiginlega ekkert hvað Það!! og ég!! er að tala um..

   Vona að eg hafi ekki sært neinn með þessari umræðu..þvi það er ekki Markmiðið

jon hjalpar (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:28

18 identicon

Ekkert mál Rakel mín ;).... við stöndum bara saman í þessu... það er sama hvað þessir kjánar segja, það hefur engum tekist að sannfæra mig ennþá.... hehe

 Og Jón Fannar, ég er ekki á þunglyndislyfjum eða nokkrum öðrum lyfjum og hefur alla tíð verið illa við lyf svo því miður fyrir þig þá gætirðu hvort sem er ekki kallað mig dópista þó þú vildir..... Og nei, þú ert ekki að særa mig á nokkurn hátt... ég hafði nú meiri áhyggjur af því að ég mundi særa þig... en gott að þú tekur þessu svona vel... þá þurfum við ekkert að ræða þetta meir... Þó þú hafir bætt við þarna nokkrum línum þá hefurðu ekki komið með neitt ennþá sem mér finnst vera nokkuð vit eða skilningur í ....

Vonum bara núna Rakel og Páll Geir að fleiri hugsi skýrt eins og við :)

Nína (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:00

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 18:03

20 identicon

Elsku Rakel,

Endilega lestu þetta: http://alit.blog.is/blog/alit/entry/832604/

Ólafur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband