Til allra kvenna
22.2.2009 | 15:00
Það er konudagurinn í dag og þess vegna langar mig til að senda öllum konum sem rekast hingað inn sérstaklega hlýjar kveðjur! Ég bið karlmennina að lesa kveðjuna hér að neðan líka og velta því fyrir sér hvort það sem þar segir eigi ekki einmitt við þær konur sem þeir dást mest af.
Ég er svo heppin að ég á margar frábærar vinkonur. Þær eru sterkar og hlýjar. Þær hlusta þegar ég þarf á þeim að halda og styðja mig. Lífið væri innantómt án þeirra. Þær eru gjöf sem ég get seint fullþakkað fyrir.
Konur, nær og fjær, til hamingju með daginn! Vonandi fáið þið margar staðfestingar á því í dag hversu ómentanlegar þið eruð. Ég vona að bræður ykkar, synir, feður, afar og eiginmenn keppist um að segja ykkur hversu mikils virði þið eruð þeim en við verðum líka að muna að segja hver annarri það sama. Ég segi fyrir mig að ég gæti aldrei hugsað mér lífið án minna dásamlegu dætra og allra minna dásamlegu, kraftmiklu, hugmyndaríku og sterku vinkvenna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2009 kl. 03:38 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, sem nú er að kveldi kominn. Þetta er aldeilis mögnuð lýsing á hinni sterku konu. Það væri gaman að kynnast henni! O, jæja, ætli ég hafi ekki þegar gert það.
Stefán Þór Sæmundsson, 22.2.2009 kl. 23:03
Ég trúi því að þú eigir eina
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:51
Hummm... ég er svo léleg með að muna daga að ég gleymi jafnvel afmælisdögum minna nánustu og mínum eigin líka Dóttir mín var hins vegar í heimsókn um helgina þannig að ég gat ekki annað en munað eftir konudeginum að þessu sinni!
Takk fyrir síðbúnar kveðjur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.