Get bara ekki á mér setið...

Ég hef oft furðað mig á þeim sem virðast ekki hafa annað að gera en snúa út úr og setja út á fréttaskrifin á mbl.is en núna get ég bara ekki á mér setið og dett þar með væntanlega í sama pytt og slíkir. Þessi frétt vakti sem sagt fyrst og fremst athygli mína fyrir innhaldið í innihaldssleysi sínu.

Í fréttinni eru sem sagt hinar og þessar upplýsingar um algengi og orsakir húðkrabbameins en það sem vakti mesta athygli mína er þetta upphaf fréttarinnar: „Mikil fækkun utanlandsferða mun væntanlega draga úr því að Íslendingar sólbrenni. Það gæti síðan leitt til fækkunar húðkrabbameinstilfella.

Síðan kemur frekar ruglingsleg miðja þar sem kemur m.a. fram að ljósabekkjanotkun getur valdið húðkrabbameini en tíðni þess er ekkert borin saman við það sem hlýst að því að liggja á sólarströnd. Fréttinni klikkir svo út með þeim upplýsingum að útlit er fyrir að sólarlandaferðir Íslendinga muni dragast saman um 40%!!

Pirringur minn í sambandi við þessa frétt stafar fyrst og fremst af því að einhvern veginn finnst mér að það megi túlka þessa frétt þannig að þeir sem gráta það að þeir komist ekki í ferðalög til sólríkari landa ættu bara að láta huggast við það að þessi staðreynd minnkar líkurnar á því að þeir fái húðkrabbameinShocking

Ég meina mér finnst þessi framsetning út í hött! En kannski er ég bara að misskilja þetta allt saman vegna þess að ég er eitthvað meira pirruð en venjulega á því hvernig fjölmiðlar viðhalda meðvitunarleysi þjóðarinnar ýmist með þögn eða stórfurðulegu fréttamati.


mbl.is Minna húðkrabbamein vegna fækkunar ferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Nei þú ert ekki að misskilja neitt, þú ert akkúrat að hitta naglann á höfuðið. Fréttamennska og fréttamat, síbylja og endalaust suð um eitthvað sem skiptir engu máli er í raun alvarlegt mál. Það er verið að halda fólki frá að hugsa og þroskast svo að það nenni ekki, geti ekki, tekið þátt - hafi ekki tíma né áhuga á að móta umhverfi sitt og samfélag.

Virkjaðu gribbuna í þér góða

Þór Ludwig Stiefel TORA, 22.2.2009 kl. 06:41

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fréttir af þessu tagi eru einfaldlega uppfyllingarefni. Ber að lesa þær sem slíkar.

Arinbjörn Kúld, 22.2.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Ekki er svo með öllu illt að ei boði gott, það má finna út.....", held að Þór sé með þetta, Pollýönnu leikur og þöggun í einhverri mynd.

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka ykkur fyrir innlit og kveðjur, þó einkum Þór! Kveðjan hans er sú langskemmtilegasta 0g -dásamlegasta sem ég hef fengið lengi

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband