Sólargeisli

Ég verð að setja athugasemd við þessa frétt. Ég verð, vegna þess að mér finnst hún orka á mig sem sólargeisli réttlætisins og vegna þess að mig langar til að vekja athygli á því að við sem höfum talað máli réttlætisins höfum áhrif. Við sem höfum staðið fyrir mótmælum, borgarafundum og stofnum grasrótarhópa skiptum máli fyrir þróun þeirra mála sem ógna framtíð okkar í dag.

Hér á Akureyri var haldinn fundur undir yfirskriftinni Landráð af „gáleysi“ þann 8. febrúar sl. Fundurinn var haldinn í samstarfi borgarafundarnefndanna hér á Akureyri og í Reykjavík. Frummælendur voru ekki af verri endanum enda sköpuðust líflegar umræður um þetta efni og margir í salnum komu með ábendingar sem vógu þungt.

Sumir hafa jafnvel gert því skóna að ein slík hafi ekki síst orðið til þess að Valgerður Sverrisdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér aftur í framboð. Ég skal ekki segja til um það. Atli Gíslason, einn þeirra sem var í Silfrinu í dag, var á þessum fundi. Atli, sem er einn af okkar betri lögfræðingum, myndi ekki tala um landráð og þjóðníðinga nema að vel athuguðu máli.

Orð hans um það að þeir sem settu landið á hausinn skuli sæta ábyrgð vekja mér von. Mér finnst það liggja í augum uppi að eiginhagsmunaæði sem sökkvir heilli þjóð í hyldýpi skulda og örbirgðar er einn alvarlegasti níðingsháttur sem hægt er að hugsa sér. Slíkur níðingsháttur er svo alvarlegur glæpur að það er útilokað að lögin nái ekki yfir hann.

Mér sýnist Atli Gíslason vera á sama máli. Við skulum þess vegna halda áfram að krefjast þess að þeir sem komu þjóðinni í það alvarlega efnahagsástand sem nú blasir við með vafasömum fjármálaviðskiptum og beinni rányrkju verði rannsakaðir og sakfelldir í samræmi við glæpi sína. Þjóðin á rétt á því að allir séu jafnir fyrir lögunum. Auður og völd eiga ekki að hefja neinn yfir það að taka út refsingu ef hann gerist brotlegur við lögin.

Mér finnst vera tilefni til að hvetja þá sem hafa lagt sín mikilvægu lóð á vog réttlætisskálarinnar hingað til að halda því áfram. Höldum áfram að standa saman og biðja um réttlæti fyrir okkur sjálf og íslensku þjóðina alla. Trúum því að við höfum áhrif. Ég er sannfærð og vona að þeir séu fleiri sem eru sannfærðir með mér.Beðið fyrir framtíðinni


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð kenning um hana vinkonu mína Álgerði. 

Ég vil að það sé núna STRAX rannsakað hverji voru að borga hverjum síðustu 18árin.  Hverjir voru vinir hverja og afhverju er komið svona fyrir okkur?

Ég bendi á heimildarmyndina um Enron sem Lára Hanna setti inn á síðuna sína.

Hvað gekk á hérna og afhverju er ekki búið að yfirheyra einn né neinn?

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég fylgist nokkuð vel með skrifum Láru Hönnu enda er hún okkar besti fréttamiðill um þessar mundir en ég hef sennilega misst að heimildamyndinni um Enron. Þú mættir gjarnan setja krækju á færsluna hennar þar sem þessa heimildamynd er að finna ef þú hefur tíma til

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 16:17

3 identicon

Ef þú ætlar að ráðast á alla sem hafa sett landið á hausinn þá þarftu að reka megnið af fólki úr landi sem verður gjaldþrota á næstu mánuðum. Upphæðirnar sem fólk tók að láni í innlendri sem erlendri mynt eru svo svívirðilegar að hálfa væri nóg. Fjöldinn allur af fólki fór of geyst. Ég efa það að nokkur maður hafi viljandi sett landið á hausinn og það er ekki glæpur að græða.

Ef þú vilt tala um réttlæti þá bið ég þig um að kjósa engna sem hækkar skatta eða leggur auknar álögur á fólk. Það ætti þá að hætt að neyða fólk til að halda úti sameiginlegu heilbrigðiskerfi. Hvaða réttlæti er í því að ríkið steli mínum eignum til að borga undir nám annarra eða sjúkrakostnað fólks sem reykir og drekkur, áhættufýkla og offitusjúklinga.

Farðu varlega mín kæra að tala um réttlæti því þú gætir verið að traðka á eigin skoðunum.

Landið (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:45

4 identicon

hér er færslan, RÚV er einnig að fara að sýna myndina.

Já Lára Hanna er frábær!

Kær kveðja

Unnsteinn J (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:56

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Landið: Ég sé að hugmyndir okkar um réttlæti eru mjög illsamræmanlegar. Ég sé það best á því þar sem þú lítur á það sem þjófnað að stuðla að því að hér ríki velferðarkerfi og túlkar það sem árás að benda á þá staðreynd að það auki mér bjartsýni að Atli Gíslason viðurkenni að hér hafi örfáir græðgispúkar framið landráð.

Ég vil líka benda þér á þann mun sem er á einhverra milljóna neysluláni sem vel flestir Íselndingar þurfa að borga margfalt til baka og margra milljarða, og jafnvel billjóna láni, sem þeir sem tengdust bönkunum beint og óbeint skömmtuðu sér og hafa nú velt yfir á þjóðarbúið. 

Allur almenningur þarft að standa skil á sínum skuldum auk viðbótarinnar sem leggst ofan á höfuðstólinn vegna verðtryggingarinnar og vaxtanna. Hann þarf auk þess að borga upp tap bankanna og þjóðarbúsins eftir að nokkrir tugir óprúttinna ræningja létu greipar sópa þar innan veggja.

Farðu þess vegna sjálfur varlega, minn kæri, áður en þú traðkar á réttlæti heillar þjóðar með þínum skoðunum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 18:48

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, kærlega Unnsteinn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 18:48

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Landið mér sýnist þú ekki vera með allt á hreinu. Skuldir heimilana sköpuðust vegna spillingar eða heimsku framsóknarmanna sem hækkuðu veðstofn til íbúðakaupa, vegna uppsprengds íbúðarverðs í boði lóðabraskara og okurlánastefnu. Ekki bætti úr skák svínsleg fasteignagjöld og ólögmæt lækkun vaxtabóta.

Ekkert af þessu eru ungu fólki að kenna heldur sjálfstæðisflokki og framsókn og bröskurum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:22

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel Takk fyrir frábæran pistil.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:23

9 identicon

Það var gott að Atli tók þetta mál upp þegar þegar það virðist stefna í þessir auðmenn séu ósnertanlegir og muni halda áfram að drottna í viðskiptalífi landsins.

En það mælir allt með þvi að þessir gaurar fái réttarstöðu grunaðra fjársvikara og eigur þeirra séu frystar til öryggis á meðan mál þeirra eru rannsökuð. það er enginn að tala um að dæma án dóms og laga - eins og Atli benti á þá þarf ekki einu sinni lögfræðing til að sjá að grunur er til staðar.

En það er athyglisvert að Atli, sem er stjórnarþingmaður, virðist ekki skilja frekar en við af hverju lögreglan og saksóknari gera ekkert í þessum málum.

Sjálfstæðismenn hafa haldið þvi fram að frysting eigna myndi grafa undan réttarríkinu en það er í raun þvert á móti - Það myndi auka tiltrú þjóðarinnar og alþjóðasamfélagsins á íslensku stjórnkerfi ef það væri sýnilegt að þessir aðilar væru undir rannsókn.

Þjóðníðingur er orð sem ég hef ekki heyrt fyrr en hljómar mjög lýsandi fyrir þennan hóp auðmanna og stjórnmálamanna sem spiluð fjárhættuspil með framtíð þjóðarinnar að veði og töpuðu.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:50

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill hjá þér Rakel.  Byltingin er ekki yfirstaðin, við þurfum samstöðu nú sem aldrei fyrr.

Sigrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur Sérstaklega ánægð með viðbótina frá Þráni! Innleggin frá henni Jakobínu eru líka alltaf beinskeytt og mögnuð.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:55

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill, ég vona að við munum sjá handtökur og frystingu eigna mjög fljótlega.  Ég treysti Atla Gíslasyni til þess. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:10

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Rökin sem "Landið" kemur með má umorða svona: "Það þarf tvo til að plata, einn til að plata og einn til að vera plataður." Ef glæpur er framinn, eru þolandi og gerandi jafnsekir samkvæmt þessum rökum. Athyglisvert sjónarmið, ekki satt?

Vésteinn Valgarðsson, 23.2.2009 kl. 17:39

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður, Vésteinn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2009 kl. 20:29

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 21:53

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir góðan pistil.  Við megum ekki sofna núna.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2009 kl. 15:01

17 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Flottar færslur hjá þér Rakel.

Áram á þessarri braut.

Kv.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 24.2.2009 kl. 23:28

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, Benedikt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband