Landráð af „gáleysi“ verða til umræðu á borgarafundi á Akureyri

Næstkomandi sunnudag, 8. febrúar, verður þriðji borgarafundurinn á þessu ári haldinn hér á Akureyri. Fundurinn verður haldinn í Ketilhúsinu og hefst kl. 15:00.

Undirbúningur þessa fundar var unnin í samstarfi við borgarafundarnefndina í Reykjavík og eigum við von á fulltrúum hennar hingað norður. Þau munu að sjálfsögðu sitja fundinn enda einn þeirra í pallborði.

Yfirskrift fundarins er Landráð af „gáleysi“ enda stendur til að ræða um efnahagshrunið, aðdraganda þess og afleiðingar. Á fundinum verður ekki aðeins horft í baksýnisspegilinn heldur líka rætt um hugsanlegar leiðir og lausnir. 

Frummælendur á fundinum eru:
Sigurjón Þórðarson
, líffræðingur
Margrét Heinreksdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri
Andrés Magnúsdóttir, geðlæknir
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur

Frummælendur munu allir vera í pallborði en auk þeirra verða eftirtaldir þar líka:
Sigurður Kristinsson, dósent í heimspeki og deildarforseti hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri
Atli Gíslason, lögfræðingur
Vésteinn Gauti Hauksson, fullttrúi Hagsmunasamtaka heimilanna
Lilja Skaftadóttir, fulltrúi nýstofnaðs landráðahóps
Arinbjörn Kúld, fulltrúi sama hóps og Lilja
Ólafur Elíasson, fulltrúi Indefence-hópsins. Væntanlega tekur hann annan með sér.

Rögnu Árnadóttur, nýskipuðum dómsmálaráðherra, hefur líka verið boðið að taka þátt í pallborði en henni hefur ekki unnist tími til að svara enn.

Fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar og þingmenn kjördæmisins hafa fengið boð um að sitja fundinn. Sigrún Jakobsdóttir, bæjarstjóri og Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður reikna báðar með að koma.

Fundarstjórn verður í höndum Edwards H. Huijbens. Við sem stöndum að þessum fundi reiknum svo að  sjálfsögðu með því að fólk fjölmenniSmile Það væri heldur ekki óeðlilegt að fjölmiðlar sýndu þessum fundi áhuga! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þið eruð dugleg, það er ekki annað hægt að segja.  Mjög athygli verðar umræður, sem þarna er boðið uppá og verður fróðlegt að fá fréttir að fundi loknum.

Vonandi munu okkar borgarafundir hér í Reykjavík halda áfram af sama dampi og hjá ykkur norðan heiða.

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég efast ekki um það Sigrún mín! Borgarafundanefndin ykkar er búin að standa fyrir einum á Selfossi og hún hefur líka unnið að þessum sem verður núna um helgina hjá okkur. Við eigum m.a.s. von á einhverjum hluta hennar hingað norður um helgina

Ég vona að fjölmiðlar taki eftir þessum fundi og fjalli um hann. Ég reyni líka að segja eitthvað frá honum. Gæti þó dregist fram í næstu viku að ég láti verða af því.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kraftur í þér Rakel. Ég hlakka til að mæta.

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er ekki ónýtt að eiga bloggvini þegar kemur að því að skipuleggja borgarafund

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:57

5 identicon

Vel skipaður fundur. Ég er full af sjálfvorkunn yfir því að verða fjarri fróðlegum fundi.

Ef yfirmenn RÚV skilja hvert er hlutverk stofnunarinnar þá verður þessum fundi sjónvarpað eða útvarpað beint. Eruð þið skipuleggjendur kannski í aðstöðu til að senda hann beint út á netinu ef RÚV skilur ekki hvert er hlutverk þess?

Til hamingju með virkilega vel skipulagðan fund og gangi ykkur vel.

Helga (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Helga: Ég reikna með að þú sést sú sama og ég hef séð gera athugasemdir inni hjá Jakobínu og Láru Hönnu. Miðað við það sem þú hefur skrifað þar þá myndi ég svo sannarlega vilja kynnast þér og þess vegna hefði ég endilega viljað fá þig á fundinn!

Við hittumst einhverjar úr nefndinni á morgun og þá skal ég spyrja nánar eftir þessu með RÚV því það ert ekki bara þú sem hefur sýnt þessum fundi sérstakan áhuga. Við erum auðvitað með svæðisútvarp hér og þess vegna ætti a.m.k. að vera hægt að taka þáttinn upp. Hver veit nema ég hafi svo bara samband sjálf því muna nú einhverjir eftir mér þarna enn þá

Svo þakka ég þér fyrir fallegar óskir og kveðjur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:26

7 identicon

Sæl Rakel, jú ég er sú hin sama. Þakka þér fyrir falleg orð.

Helga (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband