Þeirra stærsti glæpur eru landráðin sem liggja í gegndarlausri sókn þeirra við að hámarka sinn eigin gróða
22.1.2009 | 15:47
Einhverjir þeirra sem liggja undir grun um að hafa framið auðgunarbrot í skjóli bankaleyndar hafa stigið fram og viðurkennt viðleitni sína við að hámarka gróðann með misjöfnum hætti. Þeir skýla sér þó á bak við það að gjörningar þeirra standist lög! Fjármálaeftirlitið hefur tekið undir það að ekkert ólöglegt hafi komið upp á yfirborðið enn í þessu sambandi.
Mér þykir það liggja í augum uppi að þó græðgisboltarnir hafi e.t.v. ekki brotið skráðan lagabókstafi þá hafa þeir brotið gegn öllum siðferðislögmálum! Lögin eru ekki lengur marktæk ef það er löglegt að einhverjir komist upp með það að nýta tengsl sín við fjármálastofnanirnar til að græða svo gengdarlaust í eigin þágu að það stefnir hag landsins í voða! Og ekki nóg með það heldur endaði þetta allt saman á því að þeir settu þjóðina á hausinn.
Lögin segja líka að einhver þurfi að borga og snillingarnir sem hafa misst alla siðvitund í aðdáun sinni á lagabókstafnum hafa kveðið upp þann dóm að það séu ekki gerendurnir heldur almenningur í landinu. Það þarf auk þess að skera niður í ríkisrekstrinum því græðgishundarnir sem fundu smuguna í lögunum til að hirða sparifé hins almenna borgara kom þjóðarskútunni einnig á vonarvöl hvattir áfram af hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar.
Það er ljóst að peningar sem þeir öfluðu sér með því að láta greipar sópa liggja einhvers staðar. Í Markaðinum í gær var frétt sem varpar einhverju ljósi á það í hvar þá er að finna. Fréttin varpar líka ljósi á hina gengarlausu og siðspilltu græðgi sem stýrði gjörðum þessara böðla íslensku krónunnar.
Isesave-viðræður ekki í bið vegna landsfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Athugasemdir
Fínn pistill Rakel, og sorglega sannur.
Kveðja til Akureyrar
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.1.2009 kl. 16:06
það læðist að manni sá grunur að þetta sé toppurinn á ísjakanum í svona málum. Það er ótrúlegt hvað þessum mönnum hefur dottið í hug til að moka undir sig.
Hluti af þvi að endurheimta orðstír okkar í samfélagi þjóðanna er að sýna að við erum ekki þeir bjánar að láta þessa einstaklinga ganga lausa á meðan sífellt fleiri fréttir berast af fjárhættuspili þeirra með framtíð íslensku þjóðarinnar.
Það er réttlætismál fyrir almenning að "eigur" þeirra verði frystar strax á grundvelli neyðarlaga og rannsókn hafinn strax með viðeigandi yfirheyrslum og gæsluvarðhaldsúrskurðum og farbönnum. Þeir sem stíga fram og segja frá spillingunni eiga að fá sérstaka vernd.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:17
Takk Jenný og nákvæmlega Þráinn! Ég held að það sé líka rétt hjá þér að okkur vantar sárlega vitni. Það þarf að útvega þeim vitnavernd. Ef ríkisstjórnin heldur áfram að kynda jafnduglega undir reiðinni eins hún hefur verið að gera undanfarna daga (þó sérstaklega Geir og Björn) þá gætum við staðið frammi fyrir því að þeir seku og fjölskyldur þeirra þurfi líka vernd.
Ég reyni að fókusa á það sem kom í ljós í haust. Það er aðalatriðið! Síðan koma viðbrögð ríkisstjórnarinnar sem líka eru stórmál að viðbættu það hirðuleysi þeirra að láta þetta óáreitt og taka þátt í græðgisvæðingunni. Stjórnir fjármálaeftirlitsstognanna eru líka í öðru sæti eða því þriðja því ég trúi ekki öðru en ný stjórn myndi setja það sem eitt af sínum forgansverkefnum að hreinsa til þar.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar nota hvert tækifærið til að fá okkur til að hugsa um eitthvað annað eins og t.d. fjölmiðlafárið í kringum neikvæða hlið mótmælanna. Það væri nær að þeir gerðu fár út af svona upplýsingum. Ef við fengjum þessa peninga til baka þá gætum við t.d. byggt meðferðarheimili fyrir unga fíkla sem er ábyggilega hluti þess hóps sem réðs á lögregluna í nótt. (sjá hér)
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:02
Rakel mín, þeir brutu lög, það er engin spurning. Sem dæmi um lögbrot þeirra bendi ég þér á þetta: http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/500
Hvað landráðalögin varðar þá eru þau með þeim annmarka og haltu þér nú að engin getur ákært fyrir landráð NEMA dómsmálaráðherra. Makalaust alveg og enn eitt dæmið um fáránleika íslensks veruleika.
Auk þess hafa þeir án vafa brotið ýmsar lagagreinar um umboðssvik, fjárdrátt ofl. Málið er bara eins og þú veist að einhverra hluta vegna virðist sem stjórnvöld geti ekki eða vilji ekki rannsaka málið.
Arinbjörn Kúld, 22.1.2009 kl. 23:33
Já Ari þeir brutu lög. Þetta er gjörsamlega siðspilltir einstaklingar og það virðist vera svo að það hafi ekki verið gerðar nokkrar einustu kröfur til manna sem voru að stjórna bönkum. Þetta er endalaust skadalaferli því ég get lofað ykkur því að það versta á eftir að koma upp á yfirborðið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:26
Jamm Jakobína, the worst is still to come!
Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.