Gott framtak en betur má ef það á að duga

Ég hef litlu sem engu við þessa frétt að bæta en langar til að fagna framtaki foreldrafélags VMA. Það er full ástæða til að mótmæla þessari skerðingu á þjónustu geðdeildarinnar við FSA. Það er ótrúlegt að horfa upp á hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru í lélegum tengslum við almenning í landinu þegar hún sker niður í þjónustu við þá sem glíma við andleg veikindi á sama tíma og hún leiðir yfir þjóðina myrkasta tímabil sem nokkur núlifandi Íslendingur hefur upplifað.

Ef við horfum til Finnlands þá er það borðliggjandi að allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess fallnar að hér muni þó nokkur fjöldi standa frammi fyrir geðröskunum, glæpum mun fjölga, heimilisofbeldi verða alvarlegra og hvers kyns neysla mun aukast gífurlega. Sigurbjörg Árnadóttir, sem var búsett í Finnlandi, á tíma kreppunnar þar, hefur varað við því að á tímum sem nú hafa skapast í íslensku samfélagi muni holskefla fíkniefna ríða yfir landið.

Geðdeildin hér á Akureyri hefur verið í fjársvelti eins og aðrar slíkar á höfuðborgarsvæðinu. Það er til vitnis um það „góðæri“ sem reynt hefur verið að halda að þjóðinni að hafi ríkt í samfélaginu á undanförnum árum. Þeim sem eiga við geðraskanir af ýmsu tagi að stríða hefur því miður fjölgað en ekki fækkað á þessu tímabili sem er góður vitnisburður um lygina sem sem lá í öllu góðærishjalinu!

AngistFölsk skilaboð valdhafa um góðærið sem hér átti að ríkja fór illa með geðheilsu fólks. Afleiðingarnar voru þær að þeim sem þurftu á þjónustu geðdeilda fjölgaði. Er stjórnvöldum fyrirmunað að átta sig á því að á tímum atvinnuleysis og alvarlegrar kjaraskerðingar hafa þeir búið andlegri heilsu þjóðarinnar enn alvarlegri ógn? Það er því miður hætt við því að enn fleiri bogni eða brotni undan þunganum nú en endranær. Það er algert lágmark að krefjast þess að þeir sem þannig fer fyrir fái þá umönnun sem þeir eiga skilið á vel reknum geðdeildum eða öðrum meðferðarstofnunum!

Þess vegna er óskandi að stofnanir, samtök og félög um allt land taki undir með mótmælum foreldrafélags Verkmenntaskólans á Akureyri og mótmæli niðurskurði í þjónustu geðdeilda og áþekkra meðferðarstofnana yfirleitt!


mbl.is Mótmæla breytingum harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta svo dapurlegt að það tekur ekki nokkru tali. Greinilegt að heilbrigðisráðherra vor er ekki í neinum tengslum við veruleikann. Verði þetta að veruleika þá verður þetta viðkomandi stjórnvöldum til ævarandi skammar.

Páll Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála.  Góðærið fór alveg framhjá velferðarmálaflokkunum, sem núna mun reyna á svo um munar.

Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er grafalvarlegir hlutir sem munu hafa enn alvarlegri afleiðingar. Við megum ekki bíða bara og sjá. Við verðum að koma þeim frá sem taka auðgildi svo langt fram yfir manngildi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:04

4 identicon

Bestu þakkir fyrir þessa grein! Þetta er nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég fyrst heyrði af þessum breytingum. "Góðærið" hefur ekki aukið samkennd þessarar þjóðar og eflaust verður nú að endurskoða öll gildi! Hlin Bolladóttir, formaður Foreldrafélags VMA

Hlín Bolladóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér miklu frekar fyrir að hafa stuðlað að því að þessum mótmælum var komið á framfæri! Spurning hvort það hefði ekki staðið ýmsum heilbrigðisstofnunum í bænum eða bæjaryfirvöldum nær!? En því miður er svo komið að nú liggur það alfarið á herðum almennings að sporna gegn þeirri aðför sem er gerð að velferðakerfinu og standa vörð um mannvænleg lífskjör í landinu. Foreldrafélag VMA hefur svo sannarlega sýnt gott fordæmi með sínu framtaki!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:58

6 identicon

Sæl öll

Hvernig væri nú að fylgjast með fréttum. Það er ekki niðurskurður í heilbrigðismálum frá síðasta fjárlagaári. Nú er verið að minnka aukninguna frá því sem ákveðið var í haust fyrir hrun.

Auk þess eru aðhaldsaðgerðir sem þessar ekki frá ráðuneyti konar, heldur ákveðnar í heimabyggð.

Kv.

Sveinbjörn

SveinbjornK (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 03:13

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skil ekki alveg hvað þú átt við Sveinbjörn en ég get ekki svarað fyrir aðra en mig. Niðurskurðurinn í heilbrigðisþjónustu var kynntur 7. janúar sl. Það má vera að þú vitir meira en við hin hvað það varðar að lokun dagdeildar geðdeildarinnar hafi verið í farvatninu lengi en ástæða þess að hún er lokuð er sannarlega vegna þess að FSA telur sig ekki hafa efni á að reka hana miðað við þau fjárframlög sem þeim eru skömmtuð. Finnst þér ekki skjóta skökku við að hún er loka henni miðað við aðstæðurnar í samfélaginu?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband