Segið mér hver þeirra er sjálfstæðismaður...

... og ég skal segja ykkur hver fær stöðuna. Það er e.t.v. ljótt að fullyrða svona en það hefur vakið athygli skólamanna að á undanförnum virðist flokkshollusta ráða meiru en færni þegar kemur að skipun skólameistara. Því er staðan orðin þannig að í langflestum framhaldsskólum landsins eru skólameistarar þeirra yfirlýstir Sjálfstæðismenn.

Í sjálfu sér ætti það ekki að skipta máli hvaða flokk viðkomandi skólameistari kýs en það má kannski spyrja sig hvaða skilaboð þetta vinnulag við mannaráðningar sendir til ungs fólks. Hitt er alvarlegra að þetta skiptir miklu máli í því sem snýr að kjaramálum þar sem kjör kennara eru nú að nokkru háð stofnanasamningum. 

Kennarar hafa ekki aðeins staðið frammi fyrir því að menntamálaráðherra reyni að fjarstýra skólastjórnendum hvað varðar kjör þeirra, sem skólastjórnendur hafa yfir að segja, heldur hefur Þorgerður Katrín unnið að því leynt og ljóst að rjúfa þá einingu sem hefur ríkt fram að þessu á milli kennara og stjórnenda. Það er mál margra að núorðið sé það eins víst að skólastjórnendur standi gegn kennarahópnum og með skipunum Menntamálaráðuneytisins hversu fagmannlegar eða heillavænlegar þær kunna að vera.

Miðað við þetta veðja ég á að það verði sá umsækjendi sem er yfirlýstur Sjálfstæðismaður sem fær skólameistarastöðuna við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nema þeir vilji losna við Lilju Mósesdóttur úr bænumWoundering

><>      ><>      ><>      ><>      ><>      ><>    ><>      ><>      ><>      ><>  

Es: Ég hef áður skrifað um framhaldsskólann. Bæði hér og hér. Báðar greinar fjalla fyrst og fremst um nýju framhaldsskólalögin sem vel að merkja stendur til að innleiða þrátt fyrir þann kostnað sem innleiðing þeirra mun óhjákvæmilega skapa.!


mbl.is Tíu sóttu um stöðu skólameistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Heil og sæl unga mær, þú hefur lög að mæla. Því miður er alltof oft flokksskipan viðkomandi umsækjenda sem ræður því hver ráðin er. Ég segi enn og aftur menntamál eru eitt af þremur mikilvægustu málefnum þjóðarinnar og það er hart að horfa uppá það að fagmennska skuli þurfa að víkja fyrir FLOKKSKÍRTEINUM, ég hef unnið að skólamálum hér í Kópavogi í um tuttugu ár, verið í stjórnum foreldrafélaga og foreldraráða, gengt formennsku í þeim ásamt því að hafa verið í þeim hóp sem stofnaði SAMKÓP á sínum tíma (Samkóp=samtök foreldrafélaga og foreldraráða í Kópavogi), ég sat í yfir þrjú ár í skólanefnd Kópavogs sem fulltrúi foreldra og æ ofaní æ voru flokksvinir ráðnir í þægilegar stöður, en þó má segja að stundum var fagmennskan látin sitja í fyrirrúmi, en þá var oft karpað fast á fundunum. Fjölbraut Snælfellinga er glæsilegur skóli og aðeins það eitt skilið að halda þar uppi fagmennsku í hví vetna.

Svo er þetta með lagabreytinga, þæru eru oft breytingana vegna en ekki til hagræðingar, hvað þá til ávinnings. NEI það er mín skoðun að þa&#39;ð þurfi ekki alltaf að vera að finna upp hjólið, það á mikið heldur að halda því vel við og gefa því kanski nýjan slitflöt og bóna koppana.

Kær kveðja Nonni

Jón Svavarsson, 13.1.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg! Ég sé að við lítum sömu augum á það sem hefur verið að gerast hér í menntamálum um alllangt skeið. Verst að almenningur er í langflestum tilvikum mjög illa upplýstur um það sem hefur gengið á, á þeim vettvangi að undanförnu.

Menntamálayfirvöld hafa líka verið mjög iðin við að ýta öllum hagsmunasamtökum um menntamál frá borðinu. Þar skiptir engu hvort um er að ræða nemendur, foreldra, kennara eða hagsmunasamtök þeirra. Enda kennarar bara þjóðflokkur sem hugsar um peninga og meiri peninga samkvæmt ímyndaráróðrinu sem margir þar á bæ hafa viðhaft.

Fór ég nú kannski aðeins yfir strikið

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.1.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Nei aldeilis ekki, það eru engin strik í þessum málum bara hjá "stjórnvöldum" það er að segja þeir sem kunna að stjórna  og þeir sem halda sig kunna að stjórna, þeir síðar nefndu eru því miður of margir eða amk 95% þeirra og svo búa þeir til alskyns skrímsli úr kennurum, fégráðuga egoista, en gleyma því að á meðan vísifingur þeirra bendir á hina, þá eru hinir þrír fingurnir að benda á þá sjálfa, sem undirstrikar fávisku þeirra.

Það er alkunna að þar sem góð samvinna er á milli foreldrasamfélagsins og skóla (kennara og starfsmenn) þar ganga hlutirnir miklu betur, samhygðin meiri og þekking miklu meiri, því fylgja færri vandamál og fleiri lausnir, þar af leiðandi líður öllum mun betur. Þannig er það á góðum heimilum kkv Nonni

Jón Svavarsson, 13.1.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

ér sýnist á öllu að við séum bara hjartanlega sammála hvað þessi málefni varðar! Engu við þetta að bæta Og enn og aftur takk fyrir þitt innlegg.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel og Jón það þarf að endurskoða hvernig við menntum fólk og hverjir fá að ráða því hvernig fólk er menntað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála í því efni!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband