Laugardagsmótmælin á Akureyri beinast gegn niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni

Að venju verður hist við Samkomuhúsið hér á Akureyri á morgun klukkan 15:00 og gengið þaðan niður á Ráðhústorg. Að þessu sinni beinast mótmælin fyrst og fremst gegn niðurskurði heilbrigðisráðherra sem kemur niður á velferð og öryggi aldraðra og sjúkra hér á Akureyri. Í tilkynningu fundarstjóra segir:

 

Við mótmælum hreppaflutningum á eldri kynslóðinni, lokun dagdeildar geðsjúkra við Skólastíg, uppsögnum ljósmæðra og allri skerðingu á þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri.

 

Á torginu mun Rósa Eggertsdóttir taka til máls en í lokin munum við takast í hendur og hugleiða réttlæti.

 
Eins og alþjóð veit ætlar heilbrigðisráðherra að ná fram umtaldverðri hagræðingu í rekstri heilbrigðisstofnana víðs vegar um landið. Fyrir Norðurland þýðir það að allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar verða sameinaðar í eina undir forystu sjúkrahússins á Akureyri sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
 
Á mannamáli þýðir þetta auðvitað að öll heilbrigisþjónusta á Norðurlandi verður fyrir stórkostlegum niðurskurði. Ég vek líka athygli á því að samkvæmt skipulagsbreytingu Heilbrigðisráðuneytisins stendur til að auka samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri. (Sjá hér)
FSAÉg hef það fyrir satt að þessi sameining þýði það að eftir hana muni engin heilbrigðisstofnum landsins bera ábyrgð á jafnmörgum á jafnstóru svæði og heilbrigðisstofnunin sem verður hér á Akureyri. Það þýðir að hagræðingar-niðurskurður heilbrigðisráðherra ógnar hvergi jafnmörgum og á Norðurlandi. Ef Norðlendinga hefur vantað tilefni til að mæta á mótmælin hingað til ætti þessi staðreynd að þjappa þeim saman á þau á morgun.
 
Mig langar til að vekja sérstka athygli þeirra, sem ekki hafa lesið öll bloggin við fréttina sem ég tengi færslunni minni, á mjög skeleggum skrifum Þorsteins Tómasar Broddasonar sem ég hvet alla til að lesa. Hann fullyrðir, með vísun til laga, að framgangurinn í kringum skipulagsbreytingarnar á heilbrigðiskerfinu brjóti í bága við íslensk lög um heilbrigðisþjónustu.
 
Hann vekur líka athygli á því að það sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kýs að kalla hagræðingu í rekstri heilbrigðisstofanna á Norðurlandi er beinlínis hættulegur niðurskurður fyrir íbúa Skagafjarðar og víðar á svæðinu.  Hér er brot af vel útfærðum rökum hans:
 

Hagfræðin kennir að hagræðing er ekki það sama og niðurskurður, hagræðing þýðir að veitt verði sama þjónusta og áður en með lægri kostnaði. Niðurskurður er hins vegar í þessu tilviki lækkun þjónustustigs samhliða lækkun kostnaðar. Samkvæmt tillögum ráðherra eru tvær aðgerðir af sex augljóslega niðurskurður en ekki hagræðing.[...]

Endurskoðun á rekstri sjúkraflutninga er ein undarlegasta aðgerðin í þessum flokki. Stærri þjónustusvæði, lengri vegalengdir á sjúkrahús og niðurskurður í sjúkraflutningum er einungis til þess fallinn að draga úr öryggi borgaranna og jafnvel stefna lífi þeirra í hættu.

Þessar aðgerðir heilbrigðisráðherra eru þannig til þess fallnar að minnka öryggi borgaranna, draga verulega úr þjónustu, auka kostnað íbúanna í heilbrigðisþjónustunni og hugsanlega stuðla að auknum þjóðhagslegum kostnaði.
 
Halldór Jónsson, forstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, var á blaðamannafundinum þar sem hagræðingaráform Heilbrigisráðuneytisins voru kynnt. Þeir sem þekkja til vita að hann er yfirlýstur Sjálfstæðismaður og þess vegna koma viðbrögð hans þeim alls ekki á óvart. Hann talar eins og sannur flokksmaður þegar hann segir: „Norðurland vissulega vera stórt heilbrigðisumdæmi og samlegðaráhrifin verði mismikil.“ Samlegðaráhrif!? þvílíkur klisjudulbúningur! Í framhaldinu er haft eftir honum á mbl.is:
 
„Að mínu mati eru möguleikarnir fyrir hendi innan hluta af svæðinu og milli ákveðinna staða. Við hljótum að eiga að líta jákvætt á þetta verkefni, þegar það verður sett í gang. Jafnframt þurfum við að átta okkur á því sem kann að verða neikvætt eða erfitt viðureignar og hvernig við bregðumst við því. Ég trúi að í þessu séu möguleikar sem geti bætt og styrkt þjónustuna á svæðinu, sérstaklega til lengri tíma. Núna búum við við þrengingar sem setja okkur vissulega takmörk,“
 
Miðað við flokkshollustuna, sem kemur fram í þessum orðum Halldórs og ekki síður í þessari yfirlýsingu framkvæmdastjórnar FSA, velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki rétt að líta það sem  ég hef heyrt haft eftir heilbrigðisstarfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu hér á Akureyri grafalvarlegum augum. Ég hef nefnilega frétt að sumir þar séu alveg sammála mörgu því sem við höfum verið að mótmæla en leggi ekki í að taka þátt í mótmælunum af ótta við að með því skipi það sér undir niðurskurðarhnífinn þegar kemur að uppsögnum innan heilbrigðisstofnananna hér fyrir norðan!
 
Mér finnst reyndar að þetta ætti að hafa þau þveröfugu áhrif að allt starfsfólk Sjúkrahússins taki sig saman og fjölmenni á hver einustu mótmæli hvar sem er!!! en a.m.k. þau sem eru hérna fyrir norðan.
 
Þeir sem hafa ekki þegar lesið þessa færslu Láru Hönnu Einarsdóttur ættu endilega að kíkja á kraftmikil rök hennar fyrir því að við mótmælum öll. Sumir komast reynar alls ekki á mótmæli af einhverjum ástæðum en langar til að mótmæla samt. Það er auðvitað hægt með því að óska eftir nýjum kosningum og skrá sig hér.
 
Það hefur hlaupið greinilegur fjörkippur í skráninguna á allra síðustu dögum. Í þessum skrifuðu orðum eru þeir orðnir 6034 sem eru tilbúnir að skrifa undir yfirlýsingu þar sem óskað er eftir nýjum kosningum vegna þess að þeir treysta ekki núverandi valdhöfum.

mbl.is Áformum ráðherra mótmælt á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi ykkur vel með fundinn og ég vona að mætingin verði góð.

Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir að vekja athygli á vanhugsuðum vinnubrögðum heilbrigðisráðherra sem er í raun í framvarðasveit þeirra sem kunna að breyta merkingu hugtaka.

Það er verið að stórskaða heilbrigðiskerfið og ráðherra er að nýta sér ástandið til þess að einka(vina)væða í heilbrigðiskerfinu.

Ég vona að þið eigið góðan fund

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband