Nú er kominn tími til fá sér lögfræðing!

Ég fanga því að einhverjir sem fjölmiðlar taka mark á skuli stíga fram og spyrja þeirrar mikilvægu spurningar sem snýst um það hvort eigendur bankanna hafi blekkt starfsfólk sitt til að gabba þá sem treystu bönkunum fyrir ávöxtun sparifjár síns.

Spurningarnar, sem vakin er athygli á í fréttinni sem ég tengi þessari færslu, snúa reyndar ekki að almennum sparifjáreigendum heldur útflutningsfyrirtækjum og lífeyrissjóðunum í landinu. Þær eru:

  1. Hvöttu eigendur stóru viðskiptabankanna starfsfólk sitt vísvitandi til þess að selja útflutningsatvinnuvegunum og lífeyrissjóðum í landinu gjaldeyrisskiptasamninga þar sem staða var tekin með með krónunni?
  2. „Unnu þeir svo sjálfir að því að fella gengi krónunnar með verulegum hagnaði og vógu þannig að sjávarútvegsfyrirtækjum, lífeyrissjóðunum og íslensku þjóðinni um leið?"

Það er Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík og varaformaður LÍÚ, sem velti þessum spurningum upp í ræðu á fundi auðlindahóps Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. Við það tækifæri sagði hann það víðtæka skoðun þeirra sem gerðu þessa samninga við bankana að þar hefði verið „maðkur í mysunni.“ (Sjá fréttina í heild inni á vef LÍÚ. Mbl.is hefur tekið hana þaðan nær óbreytta til birtingar hjá sér) 

Það er ljóst að þó Eiríkur sé fyrst og fremst að fjalla um galdmiðlaskiptasamninga (sem ég hef aðeins óljósan skilning á um hvað snúast og hvernig virka) þá vekur hann athygli á því sem fyrst sló mig við hrun bankanna og kveikti á báli tortryggni minnar og vandlætingar gagnvart eigendum bankanna, ríkisstjórninni og öðrum fjármálaeftirlitsstofunum í landinu.

  • Ég get engan vegin keypt það að sá stórkostlegi gróði sem íslensku bankarnir státuðu sig af árfjórðungslega á síðastliðnum árum hafi bara gufað upp!
  • Ég get ekki keypt það að sparifé viðskiptavina bankanna hafi gufað upp öðru vísi en eigendur þeirra hafi verið að leika sér með fé sparifjáreigenda á einhverjum stórvafasömum áhættumörkuðum úti í heimi.
  • Ég get alls ekki keypt það að eigendur bankanna beri ekki ábyrgð á því að þessir peningar eru „horfnir“.
  •  Ég get heldur ekki keypt það að sparifjáreigendur eigi að líða fyrir það að þeir voru ekki upplýstir um að með einkavæðingu bankanna breytust gömlu ríkisbankarnir í peningaryksugur fyrir „rússnesk rúllettufyrirtæki“.

Við megum leika okkur með krónunaÉg get bara ekki skilið hvaða greind ráðherrarnir, sem afhentu siðblindum græðgisgosum úr röðum vina og ættingja sinna alla stærstu banka landsins, búa yfir. Þá skortir a.m.k. alla mannþekkingu! nema að við gerum ráð fyrir að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera?

Ég get heldur ekki skilið hvaða greind ráðherrar og aðrir opinberir starfmenn,sem áttu að hafa eftirlit með íslensku viðskipta- og efnahagslífi, búa yfir þegar aðrar eins peningaryksugur og raun ber vitni hafa sogað burt allan íslenskan peningaforða fyrir framan nefið á þeim. Þá skortir a.m.k. alla hagsýni og fyrirhyggju! nema að við gerum ráð fyrir því að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera?

Því er stóru spurningarnar þessar: Skortir ofantalda greind til að gegna þeim störfum sem þeim hefur verið trúað fyrir eða unnu þeir með glæpamönnunum sem þeir gáfu bankanna. Það skiptir ekki máli þeir eru fullkomlega vanhæfir í báðum tilfellum!! Siðblindan og hrokinn, sem kemur svo fram í því að þeir hylma yfir öllu saman í skjóli útþvælrar klisju um bankaleynd og neita að kalla nokkurn til ábyrgðar eða taka ábyrgð sjálfir á nokkrum hlut, er svo berasta dæmið um algera vanhæfni ofantaldra. 

Í mínum huga blasir það við að eigendur bankanna hafa gerst sekir um efnahagslagabrot. Fréttir af því að hluthafasamtök (eða hvað þessi fyrirbæri þykjast vera) eins og Kjölur og Exista geri kröfur í „sjálfan sig“ virkar þess vegna aðeins sem dropi í minn svikamæli en ekki „byr í vængi“ hugmynda um svikamyllu Kaupþings eins og formaður LÍÚ orðar vaxandi tortryggni meðal aðildarfélaga Landsambands íslenskra útflugningsmanna. (Sjá hér eða fréttina á mbl.is)

Sannfæring mín um sekt nýsprottins bankaauðvalds er svo sterk að þess vegna fullyrði ég að núverandi ríkisstjórn þarf að víkja skilyrðislaust! Skiptir ekki máli hvort þeir gáfu eigendum bankanna fullar veiðiheimildir í íslenskri peningamarkaðslögsögu fyrir heimsku sakir eða í vissunni um að hagnast þannig sjálfir. Skiptir en síður máli hvort heimska þeirra eða siðspilling villti starfsmönnum íslenskra peningaeftirlitsstofnanna sýn þannig að þeir sáu ekki afleiðingarnar af ofveiði þeirra fyrir. Þeir hafa, hvor sem staðreyndin er, allir gert sig seka um alvarlega vanhæfni í starfi.

Það að neita ábyrgð gerir brot þeirra gegn þjóðinni svo alvarlegt að það ætti að kæra þá! Mér finnst að íslenskir sparisjóðseigendur og aðrir sem töpuðu beinlínis fé í bankahruninu sjálfu ættu að leita allra leiða til að sækja eigendur bankanna til saka. Ráðherrum ríkisstjórnarinnar á heldur ekki að líðast að koma eigendum bankanna undan ábyrgðinni sem þeir bera gagnvart viðskiptavinum sínum.

Ríkisstjónin má ekki komast upp með að vernda fjárglæframennina sem hreiðruðu um sig í bönkunum á hennar ábyrgð og trampa í staðinn á íslenskum almenningi á jánhæluðum skóm. Í vægast sagt grunsamlegri áherslu sinni á að vernda sökudólgana níðast íslensk stjónvöld nefnilega ekki aðeins á þeim sem töpuðu sparifé sínu við bankahrunið heldur varpa þau afleiðingunum yfir á herðar allrar þjóðarinnar.

Glæpur ríkisstjónarinnar er ekki síst sá að fullrtrúar hennar neita að viðurkenna að hrun efnahagslífs landsins eru fyrst og fremst afleiðingar fjárglæfrastarfsemi bankaauðvaldsins og vægast sagt vafasamra og stórskaðlegra björgunaraðgerða hennar gagnvart fjárhættuspilafíklunum sem þeir höfðu gefið bankana. Með þessari afneitun réttlæta þeir áframhaldandi veru sína við stjórnvölinn og vernda alla glæpastarfsemina sem við, íslenskur almenningur, þurfum að blæða fyrir.

Íslenska þjóðin á að sækja alla þessa glæpamenn til saka fyrir marháttuð brot þeirra gegn efnahag lansins og lífskjörum þjóðarinnar! Ásetningur Jóns eða Jónu um að vinna efnahag einstaklings eða atvinnufyrirtækis tjón er glæpur! Heimska Jóns eða Jónu sem veldur efnahag einstaklings og atvinnufyrirtækis tjóni er ekki síður alvarlegur glæpur. Slík mál eru rekin fyrir dómstólunum og yfirleitt vinna þeir sem urðu fyrir tjóninu!

Hvort sem það er heimska eða ásetningur eigenda bankanna og íslenskra stjórnvalda sem lagði efnahag íslensku þjóðarinnar í rúst þá er slíkt stórglæpur! Ég lýsi þess vegna eftir lögfræðingum sem eru tilbúnir til að reka mál þeirra sem töpuðu beint við bankahrunið og líka allrar íslensku þjóðarinnar.

Þjóðin situr nefnilega uppi með ríkisstjórn sem leyfir ekki aðeins glæpum bankaauðvaldsins að viðgangast heldur varpar afleiðingum hrunsins yfir á allan almenning og tekur þannig þátt í margítrekuðum efnahagshryðjuverkum gegn þegnum þessa lands. Fulltrúar stjórnvalda, hvort sem þeir sitja á þingi eða í öðrum viðskipta- og fjármálaeftirlitsstofnunum landsins, eru því samsekir eigendum bankanna!

Seyttur hnefiÉg steyti hnefann á móti þessum einstaklingum til að leggja áheslu á vandlætingu mína og reiði þegar ég hrópa: Viljið þið drulla ykkur úr stólunum ykkar áður en vanhæfni ykkar, hrokafullt tilfinningaleysi og gerspilling vinnur íslensku þjóðinni meira tjón en orðið er! Viljið þið drulla ykkur svo að fólk sem hefur hæfileika, þekkingu og manndóm til að hreinsa út eftir ykkur skítinn og setja plástur á sárin komist að. Viljið þið drulla ykkur út á stundinni!!

Það getur verið að þá renni mér reiðin þannig að ég geti fyrirgefið einhverju ykkar en það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður! Ef þið drullið ykkur ekki þá neyðist ég til að fá mér lögfræðing gegn ykkur líka. Ég vinn! þannig að ég veit að þið borgið. Ekki aðeins tjónið sem þið hafið unnið mér og þjóð minni heldur málkostnaðinn líka. Þið þurfið að borga úr ykkar eigin vasa! Ekki mínum.


mbl.is Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband