Drepa aðalatriðunum á dreif
8.1.2009 | 01:19
Það er merkilegt hvernig er hægt að drepa aðalatriðum á dreif í araþrasi um smáatriði! Í alvöru talað þá skil ég ekki af hverju það er verið að jagast um hulin andlit eða ekki hulin andlit. Hvað með það sem er hulið með bankaleynd, nafnleynd, launaleynd, persónuvernd... sem eru nokkrar mikilvægar ástæður þess sem þjóðin þarf að líða í formi stórfelldra kjara- og lífsgæðaskerðingu.
Er nóg að minna á atvinnuleysið og alvarlegan niðurskurð í velferðarkerfinu!? Þarf ég að segja meira til að útskýra að það eru þessir hlutir sem skipta máli ekki það hvort einhverjir mótmælendur kjósa að hylja andlit sín eða ekki!? Mér sýnist þeir sem það gera hafi útskýrt sínar ástæður með mjög góðum rökum.
Leyndin sem við erum að líða fyrir og mótmæla hefur hins vegar ekki verið útskýrð með neinu nema þögninni og áframhaldandi árásum á lífskjör allrar þjóðarinnar! Við þurfum öll að sameinast um að mótmæla þessu og hætta að mótmæla mismunandi aðferðum. Þær miða allar að sömu markmiðum og sameinuð nánum við markmiðum okkar! Notum bara hvert okkar mótmælaaðferð en verum ekki að sóa kröftum okkar gegn hvert öðru.
Elín borin út úr bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl; Rakel !
Vel mælt; hjá þér, sem vænta mátti.
Mikið rétt; hjá þér - það er, í þágu myrkraaflanna, þá aukaatriðin eru gerð, að aðalatriðum, sem oftar hefir sýnt sig, í að vera.
Með baráttukveðjum; góðum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 01:40
Rakel þú kemur þarna að kjarna málsins sem er þessi endalausa valdanýðsla og krafa um þægð af hálfu almennings.
Það er nýðst á merkingu atburða. það að gasa fólk heita varnir og mótmæli ofbeldi o.s.fr.....og aðalatriðin falin bak við smáatriði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.1.2009 kl. 01:48
Fínar viðbætur hjá ykkur báðum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.