Botnlaust ástæðugímald!

Það bætast alltaf við ástæður til að mótmæla. Í rauninni er útlit fyrir að hér sé ekki um að ræða einhverja netta spillingargryfju eða viðráðanlegan pytt heldur botnlaust gímald! Það er orðin full ástæða til að taka saman svartbók yfir öll þessi atriði því það er vonlaust að halda utan um þetta allt saman öðru vísi en skrifa það niður.

MótmæliEftir að ísköld spillingartuska Ingibjargar Sólrúnar small á andlitum þjóðarinnar undir táknrænum hæðnishlátri (eða var þetta fliss til að fela skömmina?) heyrist mér að enn fleiri séu að komast til meðvitundar. Það stendur nefnilega alls ekki til að bjarga almenningi í landinu. Enginn af núverandi valdhöfum hefur áhuga á því. Þeir eru að verja allt annarra hagsmuni. Hagsmunum skjólstæðinga þeirra er best borgið með því að velta skaðanum sem þeir ullu yfir á almenning vegna þess að almenningur á engra annarra kosta völ en að borga og hlýða... eða hvað?

Er fók ekki að vakna til meðvitundar um að þetta gengur ekki lengur? Það mun enginn koma okkur til bjargar nema við sjálf. Við gerum það ekki heima hjá okkur eða á kaffistofunni í vinnunni. Við þurfum að taka okkur saman við stærri hópa og safnast saman þar sem eftir okkur er tekið. Mótmælum öll sem eitt á morgun og kannski tökum við okkur svo jólafrí en það er alveg ljóst að við megum ekki gefast upp því það þýðir ekki annað en við sitjum uppi með spillingaröflin áfram gínandi yfir stærra og stærra hlutfalli af lífsafkomunni okkar. 

Ef einhvern vantar enn ástæðu til að koma sér í vetrarflíkurnar og út í mótmælin langar mig að brýna viðkomandi með vísun í stórmerkilegan pistil sem ég var að rekast á inni á síðunni hans Egils Helgasonar. Hér er fjallað um tengsl Kaupþingsmanna í Austurlöndum og ýmislegt fleira sem ætti að ýta undir heilbrigðar áhyggjur varðandi afleiðingar þess að sömu menn og komu bönkunum í þrot skuli vera að eignast þá aftur.

Í umræddum pistli er minnt á að fjárglæframennirnir, skjólstæðingar núverandi valdhafa á Íslandi,  höfðu fullar veiðiheimildir í öllum efnahagslindum þjóðarinnar nema þeim hafði ekki enn tekist að sölsa undir sig orkugeirann. Það eru vonandi flestir ef ekki allir meðvitaðir um að það var og er enn mjög einbeittur vilji þessarar sveitar að komast yfir þessar auðlindir líka.

Það ætti öllum að vera fullkomlega nóg boðið nú þegar! En spillingin sem hefur hreiðrað um sig hér á Íslandi er búin að koma sér upp þvílíku gímaldi að enn sést ekki til botns. Fyrrnefndur pistill, sem er eftir Jón Þórisson, undirstrikar það svo sannarlega:

Drengirnir „okkar“,  bæði í banka- og orkugeiranum, hafa notið stuðnings opinberra aðila í hinum austræna leiðangri og á þessu ári fór Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt fríðu föruneyti, m.a. Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra, í opinbera heimsókn til Katar, en áður hafði forsetinn tekið þátt í Heimsráðstefnu um orkumál sem haldin var í Abu Dhabi í Sameinuðu arbísku furstadæmunum. Á ráðstefnunni var Ólafur Ragnar Grímsson einn ræðumanna.

Forsetinn í Katar 2008Ég hvet alla til að lesa þennan pistil vandlega. Þar er margt afar athyglisvert. Takið t.d. eftir því hve margir fulltrúar fylgdu forsetanum á umrædda heimráðstefnu fyrr á þessu ári. Ráðstefnan var haldin í Austurlöndum og fjallaði um orkumál.

Þegar fjöldi Íslendinga er  borinn saman við fjölda þátttakenda frá öðrum löndum eins og t.d. Danmörku (9), Svíþjóð (7), Þýskalandi (85), Noregi (25), Kanada (43) sést að hér er vel í lagt.  Í hópnum eru m. a. 4 Kaupþingsmenn, 4 fulltrúar Novator og 2 frá Landsbankanum en  t.d. var Royal Bank of Scotland með 1 fulltrúa á ráðstefnunni og Citibank með 3!

Ég bendi á að í skrifum Jóns Þórissonar er listi yfir íslensku þátttakendurna en þar vekur athygli hve margir eru frá íslensku bönkunum. Takið líka eftir því að tala þeirra sem nutu föruneytis forsetans á þessa ráðstefnu er sama tala og Katrín Snæhólm auglýsir eftir á blogginu sínu. Skyldi þó ekki vera að karlarnir væru fundnir!!

Ekki missa af því heldur að í þessari ferð undirritaði iðnaðarráðherra samning milli Íslands og Katar um að ríkin starfi saman m.a. í iðnaði og orkumálum!

Viðbót: Þú ættir líka að lesa þessa færslu Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur ef þú ert ekki þegar búin/-inn að því!


mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir það Ég er kannski magnaður miðlari því þessi færsla er hrærigrautur af stældu og stolnu og eigin hugmyndum til hálfs

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:50

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tinna Jónsdóttir, ungfrú heimur....og fleiri ????? ...Valhallarsmit????...eins og hver annar tölvuvírus.

Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 03:57

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekki Tinna!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 04:21

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Rakel mín....þú bara verður að halda áfram að skrifa og halda utan um það sem er að geraset eins og þú hefur gert. Þetta eru heimilidir sem við verðum að eiga aðgengi að síðar...það gerist svo margt og svo hratt að ég er stundum hrædd um að við týnum eða gleymum einhverju mikilvægu til að setja í "svartbókina"

Heyrðu þú ættir að smsa númerinu þínu til mín..ok?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú gerir mig eiginlega orðlausa Katrín mín Ég held hins vegar að ég hafi ekki alveg nógu góða yfirsýn til að að ég geti tekið að mér að skrá í „svartbókina“ en ef við hjálpumst að þá skal ég vera með. Það er einmitt það sem við erum að gera ekki satt? En ég tek undir það með þér að ég er stundum hrædd um að við týnum og gleymum mikilvægum atriðum sem mega ekki gleymast.

Es: Sendi þér gemsanúmerið mitt um leið og ég stend upp frá tölvunni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband