Síðasti borgarfundurinn á Akureyri fyrir jól

Sumir ætluðu sér að hafa það náðugt í forsætisráðherrastólnum og neita að viðurkenna að slíkir draumar heyra svo sannarlega liðinni tíð. Sennilega rennur það heldur aldrei upp fyrir manninum að það var hans eigin sauðsháttur og fortakalaus tilbeiðsla hans á Davíð Oddssyni sem gerðu út af við stjórnmálaframa hans.

Mér þykir leiðinlegt að tala illa um annað fólk. Ég tek m.a.s. út fyrir það að nota neikvæð orð um eðli og innræti einstakra manna og kvenna en mér finnst enn verra að sitja þegjandi undir þeirri hrópandi valdníðslu sem ég sit undir núna. Hvaða skýring getur verið á þeim einbeitta hroka Geirs H. Haarde og stjórnar hans gagnvart þeirri neyð sem er að verða til við nefið á þeim önnur en illt innræti?

Hvernig er hægt að sitja stilltur og hljóður undir því efnahagslega og andlega ofbeldi sem ég má þola með þjóð minni upp á hvern einasta dag vegna gjörða forsætisráðherra og stjórnarinnar sem hann ver með kjafti og klóm. Það er greinilegt að límið sem heldur samstarfi núverandi ríkisstjórnar saman er ást þeirra á stólunum sínum en það er spurning hvort að baki þessari stólaást búi ekki eitthvað miklu stærra og hættulegra, svo ekki sé meira sagt.

Í þessu samhengi langar mig til að vekja athygli á síðasta borgarfundinum fyrir jól sem verður haldinn hér á Akureyri.  Fundurinn verður haldinn í Rósenborg (gamla Barnaskólahúsinu) n.k. fimmtudagskvöld. Fundurinn hefst kl. 20:00 eins og venjulega en fyrir fundinn verður myndin Zeitgeist Addendum sýnd. Sýning hennar hefst kl. 18:00.

Myndin hefur hlotið slíkt umtal að hana ætti að vera óþarft að kynna en í tilkynningu frá Byltingu fíflanna, sem stendur að sýningu myndarinnar og borgarafundinum á eftir, segir: Zeitgeist Addendum

Bylting fíflanna kynnir með stolti myndina: ZEITGEIST ADDENDUM

Myndin hlaut verðlaun á Artivist Film Festival 2007 og verður sýnd í Rósenborg fimmtudaginn 11. desember klukkan 18:00. Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir.

Að því loknu, klukkan 20:00, verður síðasti borgarafundur fyrir jól. Á fundinum verður horft yfir farinn veg, staðan metin og hugað að næstu aðgerðum og verkefnum.

Mætum öll því valdið er okkar!

Brjótum múra og gleymum flokkapólitík.
Ræðum stöðuna og leitum lausna.

Oft var þörf – nú er nauðsyn.

Bylting fíflanna eru grasrótarsamtök sem vilja virkja lýðræðið.


mbl.is Ræða við samtök um horfurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Rakel,

gaman að segja þér frá því að ég hef aldrei heyrt minnst á fyrrnefnda kvikmynd. Ég horfi nefnilega ekkert á sjónvarp og það eru bara nokkrar vikur síðan ég vissi hvað Dagvaktin er. Lífið er of stutt til að horfa á sjónvarp, nema þá helst veðurfréttir því þær segja okkur þó eitthvað um framtíðina.

Gangi ykkur allt í haginn fyrir norðan og vonandi eigið þið góðan Borgarafund.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.12.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hreifst af sjónvarpinu á meðan það var nýtt en svo þegar nýjabrumið var farið af því sneri ég mér að einhverju öðru. Tek undir það með þér að sjónvarpið er bara tímaþjófur. Sest reyndar stundum fyrir framan það til að slökkva algerlega á heilastarfseminni. Hef ekki fundið neitt sem virkar jafnvel til þess

Myndin, sem á að sýna á undan borgarafundinum hérna fyrir norðan, hefur sjónvarpið ekki sýnt enn þrátt fyrir ítrekaðar óskir margra þar um. Sumir vilja meina að það sé vegna þess að umfjöllunarefnið sé of viðkvæmt. Sjónvarpið hafi það sér til afsökunar að þarna séu settar fram illa rökstuddar samsæriskenningar ofsóknarbrjálaðra einstaklinga. Meðal hugmyndanna sem þarna koma fram er ein sem segir að fámennar auðmannaklíkur hafi fingurnar á allflestu sem kemur upp á í hinu vestræna menningarsamfélagi og tilgangurinn sé að stýra fjármagninu í „réttar“ áttir.

Þetta er sú kenning sem mér hefur skilist að fari mest fyrir brjóstið á þeim sem hafa fordæmt þessa mynd Menn hafa reyndar skipst í tvær andstæðar fylkingar; með og á móti myndinni. Ég hef ekki séð myndina enn en ætla mér að sjá hana á morgun. Það verður spennandi

Langar til að benda þér á fjörugar umræður sem spunnust um þessa mynd á blogginu hennar Katrínar Snæhólms fyrr í haust.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Rakel og sæll Skúli og ég vona að flensan sé á batavegi. Rakel ég þakka þér fyrir að vekja athygli á óskiljanlegum athöfnum stjórnmálamanna sem ekki verður séð að hafi þann tilgang að bæta hag þjóðarinnar.

Zeitgeist er áhrifamikil. Ég sá hana fyrir tveim mánuðum og hún vekur verulega til umhugsunar.

Ég hitti Katrínu á fundi í dag. Þeim er alltaf að fjölga bloggvinunum sem maður hittir í mannsmynd

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það verður spennandi að sjá þessa umtöluðu mynd ef hún er jafnmögnuð og af er látið efast ég ekki um að hugur minn fari á flug. Hann er reyndar á þvílíku flugi þessa daganna að ég næ ekki alltaf upp í hann sjálf. Mig er reyndar farið að dreyma þannig á nóttunni líka að mér stendur ekki alveg á sama. Vildi að þeir segðu mér eitthvað en þeir snúast um mótmæli, aðgerðir og miður fallegar uppljóstranir. Heldurðu að ég ætti að fara að hafa áhyggjur af sjálfri mér

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.12.2008 kl. 10:04

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei hafðu engar áhyggjur af þér..þú ert alveg eðlileg en hins vegar held ég að miður fallegar uppljóstranir séu bara að verða okkar daglega brauð og batnar ekkert þar.

Klukkan að ganga ellefu og dagbirtan farin að láta kræla á sér...það býr eitthvað mikið í henni núna og það berast vonarvindar utan af hafinu alla leið inn um gluggann minn í vesturbænum.  Hafðu það gott Rakel mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 10:11

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Klukkan er orðin ellefu hjá mér og dagurinn að taka við sér en það er snjóföl hér yfir öllu en heldur hlýrra en hefur verið. Ég tek undir með Katrínu þú ert mjög eðlilegt. Það er ekki hægt að sofa af sér þetta ástand eða þá að sofa sig í burtu fráð því. Annars dreymdi mig að hundurinn minn hefði sloppið út um gluggan og á lóðatík sem var fyrir utan. Ég veit ekki hvað það segir? Kannski hef ég of miklar áhyggjur af hundinum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:04

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hlakka til að heyra hvað þér fannst um myndina!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: Heidi Strand

Byltingin tekur ekki jólafrí.
Annars eru ráðmenn að fara í frí og er ég búin að skipuleggja fyrir þeim ferð til Póllands.

Heidi Strand, 11.12.2008 kl. 21:30

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Katrín: Ég er svo sérkennileg tilfinningavera að þegar ég verð fyrir tilfinningalegu áfalli þá liggur mér við að sofna. Ég steinrotaðist þess vegna um leið og ég kom heim og var eiginlega bara að vakna

Ég komst að því hjá George að hann hélt að hann væri með seinni myndina en sýndi okkur fyrri myndina sem byrjar á kenningunni um að Jesú sé tilbúningur. Þegar kom í þriðja hlutann um mennina á bak við gluggatjöldin þá var svo af mér gengið að ég var við það að líða út af. Ég sem sofna aldrei undir myndum!

Myndin er vel unnin, flott upp sett og þar eru dregið fram margt mjög athyglisvert. Því miður held ég að of margt sem þar er sett fram eigi við rök að styðjast Ein tilvitnunin sem ég man ekki eftir hverjum var höfð stakk mig inn að kviku: Ég er búinn að sölsa undir mig allan auðinn ykkar hvern fjandann haldið þið að mér komi lögin ykkar við? (þetta er sennilega svolítið frjálsleg þýðing en þetta er samt innihaldið í því sem viðkomandi sagði).

Er það ekki nákvæmlega þetta sem við erum að upplifa hér á Íslandi. Læt þetta nægja um vangaveltur mínar um myndina í bili. Ætla að reyna að koma einhverju frá mér á morgun... Bestu kveðjur til þín.

Es: Heidi: Ég skal svo sannarlega styðja þig í því!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband