Önnur gangan til lýðræðis á Akureyri

Næsta laugardag (15. nóvember) verður önnur gangan til lýðræðis á Akureyri. Mæting er við Samkomuhúsið (leikhúsið) kl. 15.00 þaðan verður svo gengið inn á Ráðhústorg. Í tilkynningu um þessa göngu segir: Tilgangurinn með göngunni er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug og láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að hér sé um óflokkspólitíska uppákomu að ræða, aðeins andsvar við því hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi og áskorun um að hafist verði handa við að byggja upp nýtt samfélag þar sem mannauður verði í fyrirrúmi. Einnig er verið að sýna samstöðu með friðsælum mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykjavík.
 
Látið boðin berast!

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórs í síma 663 2949

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Flott framtak. Hvet alla Akureyringa til þess að mæta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, það er ómögulegt að vera að láta íbúa á höfuðborgarbúa standa í þessu alveg eina

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband