Þegjandalegir græðgisvæðingarsinnar

Íslenska þjóðin getur ekki liðið framkomu stjórnvalda. Það er líka útlit fyrir að margir séu að vakna til þessarar vitundar þessa dagana. Ég upplifi það þannig að margir séu að komast upp úr geðlægðinni sem áfallið um þarsíðustu mánaðarmót leiddi yfir þá. Ég hef t.d. orðið vör við þetta á mínum vinnustað þar sem fólk er farið að ræða alvarleika málsins af einurð og festu eftir nokkurra vikna þögn.

graedgi_726470.jpgÞær raddir sem ég heyri þar, og yfirleitt alls staðar annars staðar, eru í aðalatriðum sammála um eitt grundvallaratriði: Íslenska ríkisstjórnin er rúin trausti. Það vita þetta allir og þeir eru alltaf fleiri og fleiri sem þora að horfast í augu við þá staðreynd að hún veldur ekki hlutverki sínu. Stjórnin ræður einfaldlega ekki við það verkefni að koma okkur út úr efnahagsþrengingunum og ávinna íslensku þjóðinni traust á ný. Þess vegna verður hún að víkja!

Því miður er eins og þeir sem stýra þjóðarskútunni ætli að verða síðastir til að viðurkenna þessa staðreynd. Almenningur hefur þó lagt sig fram um að koma þessum skilaboðum til stjónvalda á ýmsan hátt m.a. með reglulegum mótmælafundum á Austurvelli. Þrátt fyrir friðsamleg mótmæli og skynsamlegan málflutning hafa fulltrúar þeirra hundsað skilaboð mótmælenda og skýlt sér á bak við alls konar hártoganir og flimtingar.

Íslenskur almenningur er þó ekki af baki dottinn. Næsta laugardag er boðað til enn eins mótmælafundarins á Austurvelli. Fundurinn hefst klukkan 15 eins og undanfarna laugardaga. Ræðumenn eru ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn en þeir eru:

Andri Snær rithöfundur,
Viðar Þorsteinsson heimspekingur,
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur

Margir spá því að mótmælafundurinn næsta laugardag verði enn fjölmennari en síðast eða sá fjölmennasti síðan íslensku bankarnir hrundu.

                 ___________   ___________   ___________

Ég er að velta því fyrir mér hvort einhver sjái um að safna ræðum þeirra sem flytja erindi á þessum mómælafundum saman líkt og þeim sem hafa verið fluttir á borgarafundunum í Iðnó. Þær eiga það nefnilega örugglega allar skilið að varðveitast.

Myndin hér að ofan er tekin úr myndasafni Jóhanns Þrastar Pálmasonar sem hann tók á mótmælafundinum sl. laugardag.


mbl.is Boða friðsamleg mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband