„Honum verður erfiður dauðinn“
13.11.2008 | 01:40
Þegar Akureyringar gegnu til lýðræðis nú fyrr í haust söng Þórarinn Hjartarson við eigin undirleik nokkur ættjarðarljóð. Eitt þeirra fékk alveg nýja merkingu í mínum huga eftir flutning hans við þetta tækifæri. Þetta er Völuvísa sem er eftir Guðmund Böðvarsson. Af einhverjum ástæðum hljóma tvær síðustu hendingar hennar í huga mínum æ síðan.
Ég rakst á myndband inni á youtube.com þar sem þetta kvæði er flutt undir myndum og myndatexta sem leggja áherslu á verndun náttúru landsins. Þetta myndband var notað í síðustu kosningarbaráttu og það fer sennilega ekki á milli mála hvaða stjórnmálaflokkur lét gera það. Tilgangur minn með birtingu myndbandsins er ekki sá að flytja einhvern áróður fyrir þann flokk heldur hinn að deila flutningi lagsins með ykkur. Flutningur þess hér er töluvert hugljúfari en Þórarins fyrr í haust.
Það má þó benda á að lok myndbandsins eru mjög í stíl við þá nýju tengingu sem varð til í mínum huga hvað varðar hendingarnar sem hafa ómað í höfði mínu að undanförnu. Textinn er hér:
Völuvísa
Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey,enda skalt þú börnum mínum kenna fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,
sögðu mé það gullinmura og gleym mér ei
og gleymdu því ei:
Að hefnist þeim er svíkur sína huldumey
honum verður erfiður dauðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fer að gráta þega ég hlusta á þetta. Það er vert að fara að syngja þetta aftur og söngvana hennar Bergþóru Árna og margt fleira sem við herstöðvarandstæðingar sungum forðum. Nú sjá menn kannski það sem lá milli línanna í þeim sögn. Bara að það sé ekki of seint.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 02:55
Æi, hvað mér finnst vænt um að heyra að ég er ekki ein um að finna til þegar ég heyri þetta lag. Einkum þó núna. Það er ekki síst fyrir það sem liggur á milli línana í þessum orðfáa og hnitmiðaða texta. Mér sýnist að við höfum skilið það nokkuð svipuðum skilningi.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 03:26
Hæ Rakel þetta er ofsalega fallegur texti og mér finnst nú alveg full ástæða til að taka undir þennan áróður en það er bara ég ;) Nú skil ég hvers vegna ég næ aldrei tali af þér þú ert alltaf hér að blogga :(
Ósk Geirsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:15
Þetta er magnað. Ennþá skalt þú kenna börnum fræðin mín. Virðing fyrir gildum sem hafa í fyrirrúmi mannkosti og velferð einstaklinga.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:52
Jakobína: Nákvæmlega, þetta er fáorður texti en inniheldur mikinn og fallegan boðskap sem fellur aldrei úr gildi.
Ósk: Það er nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt að skýringin á því hve ég er upptekin liggi í blogginu heldur er það árstíðabundið álag í vinnunni sem veldur.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.