Ekki ástæðulausar áhyggjur

hungur.jpgLeiðtogar hópsins, Ákall til þjóðarinnar, hafa sent bréf til félaga sinna þar sem það er fullyrt að OECD hafi nú nýverið bent á að ef ríkisstjórnin víkur ekki nú þegar sé staða íslensku þjóðar- innar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heims- styrjöldinni!

Vísa í frétt hjá RÚV þar sem talað er um að „viðamiklar endurbætur á stjórnmálaflokkum og stofnunum sem hafa brugðist“ séu nauðsyn- legar til að endurheimta orðsti Íslands á alþjóða- vettvangi að áliti OECD.


Eftirfarandi texti er að miklu leyti byggður á fyrrnefndu bréfi. Þar eru allir hvattir til að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við Íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er. Við látum ekki bjóða okkur meira af spennunni og kvíðanum sem hörmungunarnar sem hafa gengið yfir íslenskt efnahagslíf hafa valdið okkur og framkoma stjórnvalda viðhaldið. Við getum ekki lengur búið við yfirvöld sem einkennast af spillingu, valdagræðgi, dómgreindarleysi og hroka. Með verkum sínum hafa yfirmenn þjóðarinnar komið þjóð sinni í mjög alvarlegar aðstæður en þeim er mest umhugað um að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna borgar.

Viljum við leyfa yfirvöldum að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg?

Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána Íslendingum peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi ríkisstjórn. Þetta kostar íslenskan almenning gífurlegar fjárhæðir sem hleður utan á sig með hverri mínútu sem líður. Ríkisstjórnin vill hins vegar ekki víkja af ótta við að upp komist um spillinguna sem hún heldur utan um.

Hverju höfum við að tapa? Er þjóðin ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota? Er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?
Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um alþingishús okkar Íslendinga!

Friðsamleg mótmæli við alþingishúsið klukkan 12:00 á morgun! (miðvikudaginn 12 nóvember).

Hvetjið alla - ALLA - til að taka sér hádegishlé, mæta, og sýna samstöðu.

Burt með spillingarliðið NÚ ÞEGAR!

Es: Þessi texti er að miklu leyti byggður á bréfi frá hópi sem kallar sig Ákall til þjóðarinnar. Þessi hópur hefur komið að mótmælunum á Austurvelli sl. laugardaga ásamt fleiri hópum. Vona að það mæti nógu margir á morgun til að mynda a.m.k. einn hring utan um alþingishúsið. Vonandi fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kem þessu á framfæri

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Endilega

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband