Til verndar Alþingi

Var að fá eftirfarandi frá hópnum, Ákall til þjóðarinnar, og langaði til að vekja athygli á því hér:

Mikill áhugi er fyrir því að „slá“ skjaldborg utan um alþingishúsið þar sem fólk helst í hendur og myndar hring utan um húsið og garðinn. Helst marga hringi þannig að þingmenn þurfi að beygja sig undir hendur okkar til að komast inn og út.
althingishusid.jpg

Við meinum þeim ekki útgang en það verður erfitt fyrir þá að beygja sigWink

Þetta eiga að vera friðsamleg mótmæli en ákveðin.

Skilaboðin eru skýr:

  • Við stöndum vörð um lýðræðið.
  • Við stöndum saman.
  • Við eigum alþingishúsið.
  • Alþingismenn eiga að vinna fyrir okkur ekki gegn okkur.
  • Við ráðum hverjir eiga að vinna þar - ekki þeir.
  • Þeim er sagt upp en neita að hætta!
Klukkan 12:00 miðvikudaginn 12. nóvember.

Þeir sem ætla að mæta eru beðnir að skrá sig inn á skjalið Mótmæli á miðvikudag (sem ég geri ráð fyrir verði opnað inni á Facebook. Get þó ekki ímyndað mér annað en þeir sem ekki eru þar inni séu velkomnir til að taka þátt í þessum aðgerðum líka).

Cilla Ragnarsdóttir sem skrifar undir þessa orðsendinu lýkur henni með því að hvetja alla til að vera með og segir í lokaorðum sínum: „það verður að þrýsta þéttar á mannskapinn því nú er komin þögn aftur í kringum þá og þá erum við komin á byrjunarreit aftur. Það gengur ekki!“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta hljómar vel

Sigurveig Eysteins, 11.11.2008 kl. 07:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð hugmynd og táknræn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, og vonandi fær maður einhverjar fréttir af því hvernig tekst til

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vona innilega að nógu margir mæti svo skjaldborgin virki. Ég myndi sjálfur gera það en er fastur útí heimi.

Villi Asgeirsson, 12.11.2008 kl. 08:46

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú getur séð myndir sem Jóhann Þröstur Pálmason tók af þessu tilefni hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.11.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband