Enginn handtekinn og ekki nema 2000 manns??

handtaka.jpgGeir Jón segir „að lögregla hafi ekki handtekið neinn í mótmælunum“. Þessi mynd Jóhanns Þrastar Pálmasonar segir aðra sögu.  Ég sé a.m.k. ekki annað út úr þessari mynd en að það sé verið að handtaka manninn. Ég geri líka ráð fyrir því að hann hafi verið að taka þátt í mótmælunum þegar hann var handtekinn. Hins vegar veit ég ekkert af hverju hann var tekinn fastur og get þess vegna ekkert sagt um réttmæti handtökunnar.

Hins vegar er ljóst að staðhæfing Geirs Jóns er tæplega rétt. Það sem mælir enn frekar með því að hann fari ekki með rétt mál hvað þetta varðar er að það er haft eftir honum í þessari sömu frétt að „um tvö þúsund manns [hafi tekið] þátt í mótmælum á Austurvelli nú síðdegis“. Ég reikna með að þessi mynd, sem líka er tekin úr myndasafni Jóhanns Þrastar frá mótmælunum í dag, sýni svo ekki verði um villst að annaðhvort lýgur Geir Jón vísvitandi motmaeli_722748.jpgeða að hann kann ekki að telja.

Að lokum langar mig til að lýsa yfir furðu minni, enn og aftur, á umfjöllun fjölmiðla á mótmælunum að undanförnu. Mig langar til að benda á mjög góða samantekt Láru Hönnu hvað þetta varðar. Í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar 2 nú kvöld var t.d. mikið gert úr eggja- og mjólkurvörukasti á alþingishúsið sem Bifhjólasamtökin Ruddarnir stóðu fyrir. Það kemur fram á heimasíðu þeirra að þeir hafa ekki tekið þátt í mótmælunum áður en þar hvetja þeir líka félaga sína til þessa framlags til nýliðinna mótmæla.

Ég skil reiði Ruddanna en tel gjörðir þeirra ekki vera vænlegar til þess árangurs sem aðstandendur borgarafundanna í Iðnó og aðstandendur mótmælafundanna á Austurvelli eru að sækjast eftir. Það sem mér finnst þó fyrst og fremst gagnrýnivert í þessu sambandi er að fjölmiðlar skuli beina kastljósi sínu að aðgerðum þessa fámenna hóps en víkja ekkert að því sem ræðumenn dagsins höfðu að segja.

Sjálfri finnst mér miklu athyglisverðara hvað mótmælendur eru friðsamir miðað við þær efnahagshörmungar sem stjórnendur landsins hafa leitt yfir þjóðina. Þess vegna finnst mér vera kominn tími til að það sé hlustað á kröfur þeirra en ekki gert lítið úr þeim með því að draga vísvitandi úr fjölda þeirra annars vegar og láta líta út fyrir að þeir séu upp til hópa óagaður skríll þó einstaka verði ber af slíku.

Það er nefnilega löngu orðið tímabært að farið verði að kröfu okkar um að spillingarliðið verði látið víkja vegna þess að það er óvinur íslensks almennings!


mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Maðurinn sem var handtekinn var vitorðsmaður þess sem klifraði uppá alþingishúsið og dróg bónus fánan að húni.

Johann Trast Palmason, 8.11.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Fjölmiðlamenn vilja æsing. Ég heyrði einn kvarta yfir því í Kastljósi að hann þyrfti að vera hlutlaus. Auðvitað eiga þeir að vitna í ræðurnar en þetta er bara allt orðið á hvolfi í þjóðfélaginu, eins og í myndlistinni hjá mér. Jájájájá.... Burt með spillingarliðið Rakel.

Bergur Thorberg, 8.11.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ég vil bæta við að ég ræddi við lögreglustjóran í reykjavik og hann talaði við mig um að það væru um 3000 manns á staðnum.

Fólk reindi á umburðarlyndi lögreglunar til hinns ýtrasta og sagði hann að það væru takmörk fyrir hvað það væri hægt að lata þetta ganga svona lengi. voru menn hanns allir þá i eggjaklessum og vorkendi ég þeim fyrir ða þurfa að standa í þessu þvi ekki eru þessir menn a haum launum og þetta er jú bara fólk eins og þú og ég en tilbúnir vour þeir með kylfurnar og það vakti athyggli mina.

annars var lögreglan mjög næs miðað við hvernig löggjafa valdið er oft og þakka ég lögreglustjoranum sjálfum það þar sem hann var sjálfur á staðnum og mat aðstæður.

Johann Trast Palmason, 8.11.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að fá það fram hjá þér Jóhann um hvern er að ræða á myndinni Þó það sé kannski ljótt að skreyta alþingishúsið með bónusfánanum þá finnst mér þessi gjörningur svo táknrænn að ég fæ mig ekki til að áfellast þá fyrir að koma óorði á mótmælin. En það er bara ég...

Ég vona að ég skiljist ekki þannig að mér sé eitthvað illa við lögregluna. Mér þykir það miður að reiði fólks hafi beinst gegn þjónum hennar og grunar hvað það er sem hefur kynt undir hana þó ég fari ekki nánar út í það hér. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kannski hafa þeir gleimt að lesa yfir honum réttindin. You have a right to remain silent.......

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fólk var mjög hrifið þegar Bónusfáninn var dreginn að hún. Ég held að lögreglan hafi verið frekar róleg og þetta voru bara strákalæti. Mótmælin leystust ekki upp fyrr en að ræðum loknum. Fjölmiðlar segja frá þessu á misvísandi hátt. Þetta var friðsælt og ræðumenn magnaðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:17

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er frábært að hafa trausta heimildamenn sem voru á staðnum Myndirnar hans Jóhanns Þrastar sýna það svo ekki verður um villst að fjölmiðlar fara alls ekki rétt með tölur yfir mótmælendur og þess vegna tortryggi ég eðlilega annað sem þeir segja um atburðarrásina á vettvangi. Mér finnst það þess vegna ómetanlegt að fá tækifæri til að sjá á myndum og lesa hér á blogginum upplifun þeirra sem tóku þátt í mótmælunum á því sem átti sér stað. Treysti ykkur miklu betur til að upplýsa mig en fjölmiðlum sem eru staðnir af því aftur og aftur að afskræma staðreyndir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:34

8 Smámynd: Himmalingur

Sammála þér Rakel mín góð! Ferlega skondið þetta með Bónus fánann!

Kveðja: Hilmar

Himmalingur, 9.11.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Strákalæti, það er orðið. Já, fólki var heitt í hamsi en löggan var að mestu leyti spök. Þó var það löggan sem hóf stympingar fyrir aftan Alþingishúsið þegar fánamaðurinn kom niður. Sá slapp burt á hlaupum en vitorðsmaðurinn tekinn fastur. Já -- tekinn fastur, ég talaði við hann í kvöld.

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 01:12

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

(...sem sagt eftir að honum hafði verið sleppt).

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 01:13

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott að vita að hann er laus Mér finnst þetta framtak eiginlega fyrst og fremst kómískt og um leið afar táknrænt. Ég vona að ég misbjóði engum þegar ég segi að ég finn mig miklu frekar knúin til að taka ofan fyrir þessum mönnum fyrir frumleika en áfellast þá fyrir óspektir eða spjöll.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:23

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég verð að segja að mér fannst lögreglan standa sig með mikilli prýði og greinilegt var að þeir vildu ekki hleypa neinum látum af stað sem þeir hefðu þó getað gert með því að bregðast mun harðar við eggjaárásinni. Geir Jón stóð þarna með sínum mönnum og mat aðstæður..það er rétt. OG takk fyrir frábæra pistla Rakel ..ég er alltaf hér til að lesa það sem þú skrifar af yfirvegun og skýrleika. Bara frábært.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 02:31

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið finnst mér vænt um að heyra það Katrín mín Mér finnst pistlarnir þínir líka yndislegir. Það er einhver fegurð og hlýja í orðum þínum og framsetningu sem ylja mér. Ég sæki í þá andlega næringu. Sérstaklega þessar síðustu vikur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 03:07

14 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Lögreglan var að mestu leyti frekar spök eins og aðrir viðstaddir. Enda svosem ekki ástæða til annars.

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 03:42

15 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Mótmæli - Skipanir að ofan neyða lögreglu til að sýna vald?

Megum við búast við þessu næsta laugardag?

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 15:25

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ævar Rafn, ég vona svo sannarlega ekki. Hins vegar er ljóst að þögn, lygi og yfirhylming margra ráððamanna er síst til þess fallin að draga úr reiði almennings. Eftir því sem fleiri missa atvinnuna og lenda í greiðsluþroti, ég tala nú ekki um ef einhverjir eru að missa íbúðirnar sínar eins og ég hef heyrt, þá eru meiri líkur á að upp úr sjóði.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:24

17 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ja, nóg var reiðin á borgarafundinum. Ég hef verulegar áhyggjur af næsta laugardag.  Ástandið er orðið eldfimt og ráðamenn ekki í sama veruleika og við hin. Það hljómar líka fáránlega þegar fólk með 600000-1200000kr. mánaðarlaunin segir okkur hinum orðnum atvinnulausum að allir þurfi að standa saman og taka á sig auknar byrðar. Ég kúgast við að sjá aulaglottið á forsætisráðherraluðrunni þegar hann lætur svona út úr sér.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 18:57

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir það með þér Ævar Rafn. Mér finnst það reyndar hámark fáránleikans að þeir sömu og komu þjóðinni í þetta alvarlega þrot skuli treysta sjálfum sér best til að leysa þann hörmulega vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Ég treysti þeim síst af öllum til þess og ekki hefur það sem hefur komið fram á sl. vikum um aðgerðir þeirra orðið til þess að auka á trúverðugleika þeirra og getu. Þvert á móti. Á meðan þessu gengur fram þá magnast óöryggið og kvíðinn meðal almennings. Það er þess vegna sennilega bara tímaspursmál hvenær upp úr sýður

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:09

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ævar ég tek undir það að þeir sem telja sig hafa sig tryggt síg sjálfa sýna örðum hroka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:16

20 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Rakel það er athyglisvert hvað þessir einstaklingar hafa skrumskælt sjálfsmat.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:04

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:05

23 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jakobína, í mínum augum þá þjáist meiri hluti þeirra sem situr í ríkisstjórn af skertri dómgreind og það sem verra er sumir þeirra eru fullkomlega siðblindir. Ég veit að þetta eru stór orð en verk þeirra og framkoma færir mér þessa niðurstöðu, því miður

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:54

24 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og ekkert sérlega greindir sumir þeirra

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:59

25 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að benda á það líka: Hrokafullir, heimskir, dómgreindarlausir, siðspilltir... Dálaglegur listi en alltof sannur því miður Treysti mér kannski ekki til að setja hvern einn og einasta þingmann í ríkisstjórninni undir þennan hatt en alla sem vissu hvað var í gangi og neita að segja frá því núna en taka frekar þátt í þögninni og leynimakkinu.

Ef ég er á villigötum og dæmi of hart þá er það einfaldlega vegna þess að ég er sannfærð um að þetta stórfenglega efnahagshrun er af mannavöldum. Við vitum að sprenglærðir sérfræðingar vöruðu við þenslunni hér en ráðherrarnir í núverandi ríkisstjórn sussuðu á þá og stungu álitum þeirra undir stól.

Af hverju gerðu þeir það? Mitt svar er það að þeir voru þátttakendur í þenslunni og voru að græða eitthvað á henni. Það gætu líka verið að einhverjir þeirra hafi áttað sig á því að þeir hafi verið blekktir af fjármálarefunum og séu að reyna að klóra yfir það.

Við þekkjum a.m.k. öll framkomu þessara ágætu herra eftir bankahrunið. Í mínum augum einkennist hún af algerri firringu; samkenndar- og ábyrgðarleysi. Mér finnst það svo greinilegt að þeir eru ekki að vinna fyrir þjóðina heldur eru þeir að bjarga einhverju allt öðru en íslenskum almenningi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:18

26 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel ég trúi því barta blákalt að sumir þeirra sem núna sitja að völdum hafi ekki dómgreind til þess að ráða við viðfangsefnin.

Þess vegna er verið að grípa til billegra lausna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:37

27 Smámynd: Heidi Strand

Rakel ég er líka sannfærð um að þetta stórfenglega efnahagshrun er af mannavöldum. Þetta er sífelld að versna og Geir og co. ráða ekkert við þessu. Þeir eru eins og karlinn sem var búin að mála sig út í horn. Mér finnst að Geir litur illa út og hann verður sennilega veikur ef hann dregur sig ekki í hlé.Þetta er of erfitt fyrir hann. Hann er ekki öfundsverður.

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 22:20

28 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heidi: Það er fallegt af þér að finna svolítið til með Geir. Ég er ekki svona góð í mér. Ég myndi kannski finna til með honum ef hann sýndi þann manndóm að viðurkenna mistök sín og helst við ég að hann segi af sér og taki a.m.k. Davíð með sér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.11.2008 kl. 04:44

29 Smámynd: Heidi Strand

Hann velur og hefur valið þetta hlutverk sjálfur. Ég hef bara séð þetta áður hvernig mikið álag hefur farið með fólk.
Ég trúi ekki að meira en helming þjóðarinnar vera ánægðir með Geir og Björgvin. Trúi ekki að þjóðin sé enn ekki kominn á fætur.


Forseti ASI vill að Björgvin og Arni Matt fari frá, en hann "gleymdi" einum.


Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 06:24

30 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

... ég vil að stjórnendur Seðlabankans fari líka og að það verði hreinsað til í Fjármálaeftirlitinu sömuleiðis.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.11.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband