Meðvituð afneitun

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að sumarþing var sett í gær. Fréttir þaðan voru líka fyrirferðarmiklar í allflestum miðlum þó lítið sem ekkert hafi verið gert af því að benda á þá hróplegu staðreynd að hér er allt við það sama. Kyrrstaðan og afneitunin er æpandi en allir stærstu fjölmiðlarnir þykast ekkert sjá. Á vellinum fyrir framan Alþingishúsið birtist þó samfélagsleg meðvitund í formi táknræns gjörnings sem vakti verðskuldaða athygli allra hugsandi einstaklinga.
Grafreitur svikinna loforðaInnan úr þinginu bárust spurnir af því að sumir þingmenn þóttust ekkert skilja fyrir hvað þessi gjörningur stæði en giskuðu helst á að þetta væri eitthvert uppátæki nemenda Kvikmyndaháskólans. Slík rörsýn og afneitun vakti furðu fleiri en mín og hafði einn það á orði að þessi tilgáta svo og fleira sem frá stjórnarheimilinu hefur komið beri meðvitaðri afneitun innanbúðarmanna gleggst vitni.

Mikill meiri hluti stærstu fjölmiðlanna opinberuðu slíka afneitun líka skýrt og greinilega með því að fjalla annaðhvort ekki um þennan myndræna og táknræna gjörning eða gæta þess að setja hann í ekkert samhengi við raunverulegar aðstæður úti í samfélaginu sem full ástæða er til að fái ýtarlega umfjöllun. ruv.is og pressan.is eru þeir miðlar sem sýndu einhverja viðleitni (Sjá fréttir á ruv.is: hér hér og hér  og á pressan.is: hér. Það skal tekið fram að einhverra hluta vegna er fjöldi krossanna lækkaður um helming á pressan.is) 

Fyrir þá sem eru haldnir sama skilningsleysi og umræddir má kannski gera tilraun til að varpa örlitlu ljósi á merkingu þessa gjörnings með samanburðarmynd. Sú er valin vegna textans sem ætti að gera það að verkum að ekkert fer á milli mála.
FórnarkostnaðurinnFyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa misst af þessum gjörningi þá fylgja hér fleiri myndir sem voru teknar niður á Austurvelli í gærmorgun. Ljósmyndarnir sem tóku þær heita: Halldór Grétar Gunnarsson, Indriði Helgason og Kristján Jóhann Matthíasson. Þessa myndaröð nefni ég Minningargrafreit um fórnarkostnaðinn:

Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn
Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn
 Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn
 Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn Minningargrafreitur um fórnarkostnaðinn

mbl.is Fagnar kínverskum fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er flottur gjörningu og ætti að vera hverri manneskju með glóru í kollinum augljós.  En fólkið við Austurvöll, sem nóta bena eru okkar vinnumenn skilja ekkert, það er bara hangið á roðinu með lokuð augu, eyru og munn eins og aparnir þrír.  En það er samt að byrja að kvarnast úr þessum slímsetum.  Sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, þetta minnir auðvitað ekki á neitt annað en apana þrjá.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.9.2011 kl. 12:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er komin með svo mikið óþol gagnvart ríkisstjórninni og fólkinu sem er þar innanborðs, að ég fæ klýgju þegar þau birtast á skjánum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 13:03

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Því miður finnst mér þeir engu skárri í stjórnarandstöðunni. Þeir eru þó teljandi á fingrum annarrar handar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.9.2011 kl. 13:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er eins og allt sé í dróma.  Er fólk bara svona sjokkerað, eða er það sumarið sem hefur dregið áhugann annað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2011 kl. 13:49

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli það sé ekki sitt lítið af hvoru tveggja og kannski fleiru til viðbótar. Kannski lýsir þetta innlegg af Fésbókarvegg mínum ástandinu best: „Þetta lýsir sorg almennings vegna allra þeirra sem hafa orðið að yfirgefa landið, tekið líf sitt, misst aleigu sína,og /eða atvinnuna,tapað fyrir fjármálafyrirtækjunum án þess að fá úrlausn frá stjórnvöldum. Mér finnst sorgin vera orðin allsráðandi,því nú er svo komið að fólk hefur tapað baráttuvijanum, sjálfstæðinu,og trúnni á að eitthvað réttlæti sé til. Þess vegna eru þessir krossar líka tákn fyrir alla þá, sem sitja heima í þunglyndi og sorg, og treysta sér ekki til að mæta sjálfir.“

Þetta innlegg setti ein við frétt mbl.is sem ég krækti þar inn af þessum viðburði undir yfirskriftinni táknrænt. Það voru greinilega ekki allir sem lásu það sama út úr táknunum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.9.2011 kl. 13:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er sennilega ferlið fyrst reiði síðan sorg, en hvað svo? Það er undir okkur sjálfum komið hvort við ákveðum að láta það fólk fá endalaust völdin sem hefur hagað sér svona gagnvart okkur öllum, eða farið að mótmæla og takast á við vandann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2011 kl. 13:53

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.9.2011 kl. 01:23

9 identicon

Kannski eru allir að reyna að fatta síðasta gjörning Margrétar og Þórs - þennan með reykingarnar. Þeir sem hafa fattað hann fara örugglega hægt í næstu skref.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/05/30/tobak_verdi_bara_selt_i_apotekum/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband