Upplýsingatæknin hefur orðið lyginni að bráð!

Hönd eyðingarinnarÍ heimi lyginnar eru alltaf til afvegaleið- andi svör. Svör sem eru til þess ætluð að drepa sannleikanum á dreif þannig að hann leysist í sundur og verði að engu. Lygin er varasöm skepna og það er sagt að hún sé ávanabindandi þannig að hver sem henni ánetjast verður þræll hennar og hættir að þekkja muninn á réttu og röngu.

Það má með sanni segja að lygin sé fylgifiskur allra lasta því þeir sem grípa til hennar gera það til að fela það sem þolir illa dagsljósið. Nú er svo komið að lygin er orðin að viður- kenndu stjórntæki sem er beitt óhikað gegn íslenskum almenningi og reyndar almenningi almennt í heiminum. Það er að sjálfsögðu engin nýlunda að stjórnarherrar og aðrir þeir sem vilja verja forréttindi sín grípi til slíkra meðala sem lygin er.

Æðruleysisbæn fyrir þá sem vilja óbreytt ástanHitt er kannski öllu merkilegra að nútíminn hefur tæknina og tækin til að afla upp- lýsinga um það hvort það sem þessir herrar segja er byggt á staðreyndum eða lygi. En nú eru miðlarnir og það sem rennur í gegnum þá orðið ópíum fólksins í stað trúarinnar áður. Það lítur út fyrir að mörgum þyki það mun þægilegra að láta mata sig á upplýsingum en afla þeirra sjálfir.

Þetta eru auðvitað kjöraðstæður fyrir lygina sem hefur notað tækifærið og lagt fjölmiðlanna þannig undir sig. Þjónar lyginnar eru ekki aðeins þeir sem koma fram í þessum miðlum heldur líka þeir sem eiga þá og stýra því sem þar er boðið upp á. Þegar það er skoðað hverjir þetta eru þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum að eignarhlutinn er að langmestu leyti í höndum þeirra sem er akkur í því að lyginni sé viðhaldið.

Í bandalagi með þjófum Því miður vinna fjölmiðlar ekki lengur að því að upplýsa þjóðina heldur þjóna þeir peningaöflunum sem hafa lagt þá undir sig. Því miður eru margir sem eru ginkeyptir fyrir þeim svæfingar- meðulum sem heilbrigðri meðvitund og gagnrýninni hugsun er boðið upp á í þessum miðlum. Margir eru svo ginkeyptir að þeir treysta sér ekki til að mynda sér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut nema það hafi komið fram í þessum miðlum.

Það sem er e.t.v. enn verra er hversu gagnrýnislaust sú hálfvitavæðing, sem þar fer fram, fær að vaða uppi. Á meðan fjölmiðlar fjalla lítið sem ekkert um verkefni stjórnlagaþings, mismunandi leiðir í auðlindamálum þjóðarinnar, afleita kjarasamninga og hvað veldur eða þá samfélagslegu meðvitundarvakningu sem hefur átt sér stað, þrátt fyrir allt, bjóða þeir upp á síbylju einhæfs meðvitundar- leysis sem snýst um afþreyingarumræðu um útlit og fleira af því tagi.

Þannig hefur stór hluti íslensks almennings myndað sér skoðun um það hvað telst viðhlýtandi klæðnaður við ýmis tækifæri en veit nánast ekkert um það sem hefur farið fram á þeim fjölda mótmæla sem fóru af stað árið 2008. Þessir áhorfendur, en ekki þátttakendur, standa þess vegna í þeirri meiningu að engar skýrar kröfur hafi komið fram í þessum mótmælum. Að mótmælendur séu jafnvel einhverjir „atvinnumótmælendur“ sem hafi ekkert annað að gera en mótmæla enda séu þeir upp til hópa öryrkjar eða atvinnulausir.

Sumir hafa reynt að halda því fram að þeir sem mótmæla séu reyndar ekkert betri en þeir sem þeir eru að mótmæla. Einhverjir eru líka vissir um það að þeir sem eru að mótmæla séu tengdir hagsmunaöflum sem vilji koma Sjálfstæðisflokknum aftur til valda. Allt er þetta byggt á því sem hefur komið fram í fjölmiðlum en er víðs fjarri þeim raunveruleika sem blasir við þeim sem taka þátt.

Frá því að mótmælin byrjuðu hefur ríkt ótrúleg þöggun og áhugaleysi gagnvart hvers kyns framtaki til viðspyrnu. Mótmælin eru bara ein birtingarmynd hennar en meðal þeirra sem hafa sýnd þá samfélagslegu meðvitund að láta ekkert tækifæri ónýtt til samstöðu eru einstaklingar sem hafa unnið ötullega að því að setja fram hugmyndir að lausnum á núverandi ástandi. Um þetta er kyrfilega þagað enda stórhættulegt þeim sem vilja ekkert annað en viðhalda núverandi kerfi.

Stjórntæki vanhæfninnarMargir þeirra sem hafa unnið að því að kynna nýjar hugmyndir og aðrar leiðir, en þær sem stjónvöld hafa haldið á lofti að séu hagsælastar landi og þjóð, hafa nýtt sér annars konar miðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Þessir miðlar eru einkum einstaklingsblogg, Facebook og You Tube. Þeir skeinuhættustu eru gjarnan teknir fyrir af öðrum þóknanlegum og skitnir út og gerðir tortryggilegir.

Þessir eru gjarnan vændir um að hafa gerst sekir um skort á vitsmunum eða jafnvel óhóf af einhverju tagi. Nú er það ljóst að það sem setti landið á hausinn var ekki óhóf einstaklinga meðal almennings sem þurfa að taka út fyrir allt sitt „óhóf“ í einhverri mynd. Það var heldur ekki „heimska“ einstaklinga meðal mótmælenda sem hafa reynt að benda á það sem aflaga hefur farið og hvaða leiðir mætti fara til að bæta úr.

Þvert á móti virðist það vera skortur á hófi og vitsmunum þeirra sem hafa komið sér þannig fyrir í samfélaginu að þeirra er mátturinn og dýrðin þegar kemur að helstu „upplýsingamiðlum“ landsins. Miðlarnir, sem þessi hafa sölsað undir sig, duga nefnilega ekki bara til að ljúga að notendum þeirra og svæfa meðvitundina heldur hafa þeir reynst prýðilega til hvers kyns heilaþvottar.

Aðgerðarleysið færir landið í gálgann

Af og til taka þessir miðlar sig til og þykjast upplýsa notendur um alls kyns ósóma sem fram fór innan fjármálastofnanna og stjórnsýslunnar í aðdraganda hrunsins; ósóma sem viðgengst reyndar í mörgum tilvikum enn! Hins vegar orka þessar upplýsingar eins og enn eitt svæfingarmeðalið þar sem þessum upplýsingum fylgir aldrei neitt nema enn meiri ósómi. Sömu menn og gerðust brotlegir halda stöðum sínum eða eru færðir úr einni ábyrgðarstöðunni yfir í aðra án þess að þurfa að sæta neinum refsingum fyrir brot sín.

Ef til er „venjulegt“ fólk þá reikna ég með að langstærstur hluti þess sé búinn að missa alla trú á stjórnvöldum og íslensku fjármálakerfi. Samt situr meiri hluti íslensks almennings og heldur hlífiskildi yfir óbreyttu ástandi með aðgerðarleysi sínu.

Þess vegna er ástæða til að skora á alla þá sem treysta á stjórnmálamenn sem þáðu „kosningastyrki“ af sömu fjármálafyrirtækjunum og settu okkur á hausinn að hugsa sig vandlega um! Þeir ættu líka að endurskoða það hvað hægt er að treysta fjölmiðlum sem eru í eigu fyrrum hrunverja og stórfyrirtækja sem hafa komið sér þannig fyrir að þeir sjálfir og meðreiðarsveinar þeirra sitja að ákvörðunum um framtíð lands og þjóðar.

Þykir einhverjum það virkilega líklegt að þessum sé best treystandi til að nota upplýsingatæknina til heiðarlegrar upplýsingar?!

„Venjulegt“ fólk mótmælir líka

Það er ljóst að við óbreytt ástand verður ekki lifað mikið lengur nema þjóðin sé tilbúin til að verða leiguliðar og þrælar erlendra stóreignamanna sem hafa verið að slá sér í bandalög með hrunverjunum frá haustinu 2008. Hverjum þeim sem er umhugað um það sem hann hefur byggt upp fram að þessu, svo og forfeðurnir á undan honum, verða hins vegar að taka ákvörðun um það hvort hann vill frekar horfa upp á það renna úr greipum sér eða kreppa hnefann til aðgerða með þeim fámenna hópi sem hefur staðið í því einn hingað til að vekja athygli á því sem ætti að vera öllum sýnilegt.

Við búum við lygi en við höfum gáfur, tækni og tæki til að greina hana frá sannleikanum! Við ættum að einbeita okkur að því að sniðganga allt það „ópíum“ sem fjölmiðlarnir bjóða upp á þar sem þjóðinni veitir ekkert af skýrri og ómengaðri hugsun við að skrúfa niður í þeirri lygi sem elur á óréttlætinu sem almenningi er ætlað að kyngja!

Myndirnar sem fylgja þessari færslu eru frá mótmælunum 8. júní sl. og eru allar fengnar að láni hjá Dóra Sig.
mbl.is Eru Kardashian-systurnar búnar að missa það?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú hefðir verið á netinu, og í kringum tölvutæknina jafn lengi og ég.  Þá hefðir þú séð, hvernig Bandaríkin tóku sig til í kjölfar 2001, með að þurrka út almennar upplýsingar á netinu.  Google segir að Kína, sé að fela upplýsingar, og mikið rétt þeir gera það að vissu marki.  En í Kína hefurðu aðgang að fleiri almennum upplýsingum en í Evrópu.  Í dag, er stór hluti þeirra gagna sem til var ... horfinn.  Þetta er herför, sem hafinn er ... gegn "óheilbrigðum áhrifum netsins".  En sannleikurinn er sá, að hvers kyns "censorship" er í óhag fólksins, og í hag þeirra sem stjórna.

Þið hér á vesturlöndum, eruð orðin svo "þæg" að þið gerið ykkur ekki lengur grein fyrir því "af hverju" menn risu upp með vopnum hér áður.  Því miður, því að sannleikurinn er sá, að með því að vera svona "trúgjörn", þá opnið þið fyrir að andstæðingarnir verði hatrammari með tímanum.  Þið stofnið til ófriðar, en skapið ekki frið.

Ykkur færi betur, að rísa upp með hörku ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 08:00

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Takk fyrir góðun pistill sem vekur mann til umhugsunar.

Jón Baldur Lorange, 13.6.2011 kl. 11:13

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mjög góður pistill!

Sumarliði Einar Daðason, 13.6.2011 kl. 12:23

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég þakka ykkur fyrir innlit og innlegg. Innlegg Bjarne er afar fróðlegt og þar sem hann talar um „herför gegn óheilbrigðum áhrifum Netsins“ rímar mjög vel við það sem ég vildi draga fram í þessum skrifum. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.6.2011 kl. 15:06

5 identicon

Takk fyrir þessi skrif Rakel. Þú tilheyrir þeim fámenna hópi sem ég mundi helst vilja kalla idolin mín. En ég býst svo sem ekki við að þú sért par hrifin af þeirri nafnbót :-)  Það er vegna fólks eins og þín sem ég vil að verði gerð tilraun til að kjósa persónur í stað flokka í næstu kosningum.

Sigríður Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 17:21

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sennilega voru þær bara að fara á grímuball, þarna þessar systur..

Mjög góður pistill Rakel og mjög þörf hugsun. 

Reyndar fór ég að velta því fyrir mér hvort að svæfingalæknar stundi hálvitavæðingu í stað svæfinga og því ætti að kalla okkur hálvitalækna...

Gunnar Skúli Ármannsson, 13.6.2011 kl. 17:36

7 identicon

Alveg dúndur skrif Rakel! Ég get ekki lýst "hálfvitafílingnum" sem fór um mig við lesturinn á þessari "frétt" ! :/

Það er löngu tímabært að fjöldinn fari að átta sig á samhenginu sem þú bendir svo skýrt á í þessum pistli. Ef ekki, þá verður of seint að snúa við, tíminn er ekki endalaus þótt margir haldi það. Kæra fólk, í öllum bænum VAKNIÐ - til góðra verka!!

elkris (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 01:34

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sigríður, þú hittir naglann á höfuð þegar þú dregur þá ályktun að mig langar ekkert til að vera idol Ástæðan fyrir því að ég skrifa það sem ég skrifa er sú að ég stenst ekki mátið. Ég veit ekki hvort ég myndi nokkurn tímann standa undir væntingum um neitt annað sem lýtur að þjóðmálum en vera gagnrýnin á það sem mér finnst fara miður á þeim vettvangi

Gunnar, þú veist að ég var ekki að tala um doktora í svæfingalækningum undir sjúkrahúsaðgerðir en spurning hvort niðurskurðurinn í heilbrigðisgeiranum verði til þess að þið þurftið að fara að finna upp aðrar aðferðir til svæfinga en þær sem eru framkallaðir með lyfjum.

elkris, ég þakka kraftmikla og hrífandi kveðju!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.6.2011 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband