Að þeir skuli voga sér!
16.2.2011 | 05:34
Menn hafa velt því fyrir sér bæði innan og utan veggja alþingishússins hvort sú flýtimeðferð sem Icesave-frumvarpið gengur í gegnum núna stafi af þeim góðu undirtektum sem undirskriftarsöfnunin inni á kjosum.is
Í þessum skrifuðu orðum eru þeir að komast upp í 28.000 sem hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að vísa því til þjóðaratkvæðagreiðslu hvort almenningur eigi að greiða Icesave-reikninga Landsbankans. Undirtektir eru framast björtustu vonum en það var þó ljóst strax og undirskriftarsíðan fór í loftið að langstærsti hluti almennings tók henni fagnandi.
Hinir sem hafa hag af dekri stjórnvalda við fjármagnseigendur og stofnanirnar sem þeir stýra hafa reynt að reka alls kyns áróður varðandi þá sem höfðu frumkvæðið að því að koma henni í loftið. Þeirra á meðal er Björn Valur Gíslson sem kallar þá sem standa að baki henni m.a. hægri öfgamann en virðist um leið algerlega fyrirmunað að átta sig á öfgunum í því sem hann stendur fyrir með orðum sínum og gjörðum inni á þingi þessa daganna. (Sjá hér)
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir hefur tekið að sér að benda honum á öfganna í því sem hann gerir sig beran af fyrir framgöngu hans bæði á þingi og öðrum opinberum vettvangi. Jakobína segir m.a: Fátt hef ég rekist á öfgafyllra um daganna en eindreginn vilja til þess að verða við ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga.
Ég hef starfað í mörgum aðgerðar- og/eða viðspyrnuhópum en engum sem er eins stór og þessi. Það sem vekur sérstaka athygli mína við þennan hóp er það hve fjölbreyttur hann er en um leið fókuseraður á meginmarkið sitt sem er það að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um svo afdrifaríkan samning sem Icesave-samingurinn er. Það er líka annað sem vekur sérstaka athygli mína en það er hversu lýðræðislega meðvitaðir allir í hópnum eru sem kemur best fram í því hvernig við vinnum saman þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, aðstæður og skoðanir til jafnvel annarra þátta sem viðvíkur Icesave.
Auðvitað þarf að hafa fyrir því að koma skoðun sinni að í svona stórum hópi en þannig virkar lýðræðið. Það þarf nefnilega að ræða málin til að komast að niðurstöðu. Slíkt tekur ekki aðeins tíma heldur reynir líka á þolinmæðina oft og tíðum. Þessi vinna er það sem hvert og eitt okkar verður að læra til að við sitjum ekki uppi með spillta stjórnmálamenn sem voga sér að leggja þjóð sína í klafa fyrir [...] glæpahunda og þjófa. Hlustið á þessa áttræðu konu sem ég hef þessi orð eftir en hún hringdi inn á Útvarp Sögu á dögunum og las bæði þingi og þjóð pistilinn:
Að lokum vil ég benda öllum að lesa þessa færslu Völu Andrésdóttur. Mig langar mest til að birta hann allan fyrir það hvað hvað hann er kynngimagnaður en ákvað að fara millileiðina og vísa í tvo valda kafla úr þessari kynngimögnuðu færslu hennar:
Hvort núverandi Icesave tilbúningur er örlítið "betri" en einhver fyrri tilbúningur skiptir mig nánast engu máli því ég er einnig þeirrar skoðunar að allir erlendir einkabankaskuldafjötrar sem Alþingi reynir að setja á íslenskan almenning (án þess að skuldaþrælarnir íslensku gefi fyrir því skýrt samþykki með þjóðaratkvæði eða stjórnarskrárbreytingu) eru ekki bara siðlausir heldur ganga þeir þvert á náttúrurétt einstaklinga sem búa í stjórnarformi því sem við köllum lýðveldi.
Náttúruréttur einstaklinga eru hin óafsalanlegu mannréttindi sem við fáum frá skaparanum/náttúrunni. Í lýðveldi heldur þjóðin þessum grundvallarréttindum utan stjórnvaldsins og því getur stjórnvaldið hvorki veitt þau né tekið. Þessi grundvallarréttindi saklauss manns til lífs (sem er tími hans á þessari jörð), frelsis og eigna eru þó ekki nema stafur í bók ef ódæmdur einstaklingur getur, án síns samþykkis, verið neyddur af stjórnvaldi til þess að gefa líf sitt og eigir (í hluta eða heild) til aðila sem eru honum réttarfarslega ótengdir.
Pistlinum lýkur hún á þessum sterku lokaorðum:
Ég get ekki spáð fyrir um afleiðingar þess að hafna samningnum en ég tel síðustu mánuði og ár hafa sýnt það að gagnaðilarnir ýkja þær stórum. Ég tel einnig að þó þær verði slæmar geta þær seint verið jafn slæmar og það fordæmi að hægt sé fyrir vel tengda menn að fara til útlanda, láta greipar sópa, skeina sig á stjórnarskránni og senda skuldirnar á saklausa íslenska skattgreiðendur, börn þeirra og barnabörn. Né heldur það fordæmi að leyfa almannaþjónunum á Alþingi að breyta hinni heilögu goggunarröð íslensks lýðveldis:
1. Skaparinn/Náttúran
2. Maðurinn
3. Stjórnarskráin
4. Stjórnkerfið
Það er alveg sama hvernig Icesave er pakkað inn, innihaldið er alltaf það sama - frekari kollvörpun stjórnarskrárinnar og íslensks lýðveldis í þágu erlends skuldaþrældóms af þriðjaheimsklassanum. Íslendingar eru betri þjóð en svo að láta jafn blygðunarlaust óréttlæti líðast hvort sem heldur innanlands eða utan.
Versta frelsi er betra en besti þrældómur. (Vala Andrésdóttir (leturbreytingar eru mínar)
Gagnrýna leynd um skuldastöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:10 | Facebook
Athugasemdir
Allir á Austurvöll nú er nóg komið við getum ekki látið bjóða okkur meira!
Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 07:06
flott hjá þér Vala
gisli (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 08:06
Björn Valur Gíslason er gott dæmi um hægri öfgamann sem ver hryðjuverkamennina í Landsbankanum með kjafti og klóm. Þetta á reyndar við um ríkisstjórnina eins og hún leggur sig. Þetta er hægri öfga stjórn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 08:39
Flottur pistill Rakel og ég vil vera þarna með, sennilega öfgahægrimanneskja fyrir vikið. En það er hingað og ekki lengra burt með Icesave og burt með þessa ríkisstjórn og fjórflokkinn í heild.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2011 kl. 09:18
Takk fyrir góðan pistil.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2011 kl. 10:53
Þakka ykkur fyrir innlit og innlegg. Það kemur alltaf betur og betur í ljós að hagsmunir þings og þjóðar fara ekki saman lengur enda hvernig getur það gert það þegar þingið berst fyrir því að verja gerendur bankahrunsins og velta skuldum þeirra yfir á almenning. Þessi gjá sem er orðin milli þings og þjóðar kemur ekki síst í því óðagoti og kapphlaupi sem langstærstur hluti þingheims er undan því. Þingheimur óttast ekkert frekar en þjóðin nái að beita fyrir sig lýðræðislegri viðspyrnu gegn því að hún verði hneppt í þrælafjötra fyrir peningavélar heimsins.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.2.2011 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.