Þeir vinna skipulega gegn lýðræðinu

Það er undarlegt að búa í samfélagi þar sem ráðandi stéttir; s.s. stjórnmálamenn og fjármagnseigendur, leggjast af öllum sínum þunga gegn lýðræðinu. Það er dapurlegt að horfa upp á subbulegar aðferðir þeirra. Það er virkilega sorglegt að sjá hve margir skíta sjálfa sig út á því að gegna erindum þessara stétta í þeim tilgangi að hindra það beinlínis að þjóðin geti haft afgerandi áhrif á tilveru sína og framtíð.

Það er ekki bara stjórnlagaþingið sem hefur orðið fórnarlamb þess konar skæruhernaðar heldur hvers konar viðleitni fjölmargra einstaklinga sem leggja sumir hverjir nótt við dag við að sporna gegn því einræði sem stjórnvöld hafa snúist til á undanförnum árum. Ein þeirra leiða er að ná til fólks með undirskriftarlistum. Með því móti er gjarnan sett fram krafa og/eða áskorun sem stríðir gegn hugmyndum stjórnvalda. Áskoruninni er þá gjarnan beint til stjórnmálamanna og/eða forsetans.

kjosum.is

Þetta á t.d. við um áskorunina sem hópurinn Samstaða þjóðar gegn Icesave setti fram nú á dögunum undir slóðinni kjósum.is Það er greinilegt að þeir eru margir sem styðja þessa áskorun enda varla við öðru að búast miðað við það að nýleg skoðanakönnun MMR sýndi að 62% aðspurðra vildu að íslenska þjóðin fengi „að segja álit sitt á nýjasta Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ (Sjá frétt á mbl.is hér)

„Tillaga um að bera Icesavesamninginn undir atkvæði þjóðarinnar var felld á Alþingi með 33 atkvæðum gegn 30.“ (sjá hér) Þrátt fyrir þennan litla mun er ljóst að það eru valdamiklir einstaklingar og ráðandi öfl sem óttast ekkert meira en það að lagafrumvarið um Icesave-samninginn verði fellt ef það ratar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá því að áskorunin um þjóðaratkvæði kom fram á kjosum.is  hefur meiri hluti þingheims verið í spretthlaupi undan lýðræðinu. Þessir hafa algerlega hundsað þann hluta áskorunarinnar sem er beint til þeirra og beitt ýmis konar vopnum til að draga úr gildi þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um lagafrumvarpið.

Áróðursrefir og alltof margir fjölmiðlar hafa lagst á sveif með þeim og reynt að draga úr trúverðugleika undirskriftarsöfnunarinnar. Það er vissulega sorglegt að horfa upp á það að fulltrúar valdsins, sem ættu ávallt að hafa hag þjóðarinnar í fyrirrúmi, skuli leggja allt sitt hugvit í það að grafa undan tækifærum almennings til að hafna samningi sem mun hafa verulegar og afgerandi afleiðingar á lífskjör hans í framtíðinni.

Jónas KristjánssonMerkilegast hefur verið að fylgjast með tveimur bloggurum sem hafa áunnið sér þann vafasama sess að stýra skoðunum lesenda sinna. Hér á ég við þá Teit Atlason og Jónas Kristjánsson sem hafa gert sig seka um allt annað en það að umgangast þann sess af virðingu við þá meginreglu að „hafa það sem sannara reynist“. Upphrópanirnar og sleggjudómarnir, sem þeir viðhafa án þess að vísa til heimilda eða geta þess hvað gerir þá að sérfræðingum í þeim málefnum sem þeir gerast æðstu dómarar í, bera hvorki vott um virðingu fyrir sannleikanum né fólki almennt. 

Í reynd hafa þeir lesendur sína að ginningarfíflum og þess vegna virkilega umhugsunarvert hvers vegna fólk yfirleitt hefur fyrir því að fylgjast með þeirri sorpblaðamennsku sem þeir viðhafa á bloggum sínum. Þeim er sennilega báðum fullkunnugt um vald sitt sem þeir beita af svívirðilega lítilli virðingu fyrir lesendum sínum. Óneitanlega veltir maður markmiðum þeirra fyrir sér þar sem það liggur í augum uppi að þeir kunna hvorki að koma fram af yfirvegun eða heiðarleika. Þetta mátti m.a. sjá í Kastljósinu í gærkvöldi þar sem Teitur opinberaðist í þeim eina tilgangi sínum að eyðileggja fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave III næði fram að ganga. (sjá hér)

Teitur AtlasonEf Teitur hefði útskýrt það fyrir mér hvað gerði hann að sérfræðingi í undirskriftarsöfnunum af þessu tagi. Ef hann hefði sleppt öllum upphrópununum og sleggjudómum. Ef hann hefði einhvern tímann hlustað á Frosta í öðrum tilgangi en snúa út úr einstaka orðalagi sem andmælandi hans viðhafði.  Ef hann hefði verið málefnalegur í gagnrýni sinni. Ef hann hefði útskýrt tilgang sinn þá gæti hann gert þá kröfu að á hann sé hlustað en í augnablikinu verður hann að horfast í augu við það að hann er búinn að skjóta sjálfan sig út af borðinu sem álitsgjafi sem mark er takandi á

Allt hugsandi fólk ætti að vera búið að sjá í gegnum það að Teitur og Jónas eru ekkert annað en áróðursvélar. Þetta hafa skynsamir og málefnalegir menn sýnt fram á á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Sjá þessa færslu Marinós G. Njálssonar og þessa frá Viggó H. Viggóssyni. Marinó segir á sínu bloggi varðandi það sem Teitur hefur einkum gagnrýnt.

Sumir eru bara ekki stærri persónur en svo, að þeir hafa þörfina til að skemma fyrir öðrum.  Þeir verða að eiga það við sína siðgæðisvitund.  Ekkert ferli stoppar einstakling í þeim eindregna ásetningi sínum að koma fram illum vilja.  Hlutverk öryggisráðstafana í þessu tilfelli er ekki að koma í veg fyrir bullskráningar heldur að uppgötva þær áður en listinn er sendur forseta Íslands.

Viggó bendir á það augljósa þegar hann segir: „Þeir sem halda því fram að aðrar undirskriftasafnanir hafi verið "betri" þurfa að sýna fram á það, ekki dugir að slengja því fram án stuðnings.“ en mig langar til að bæta því við að þó hægt væri að sýna fram á það að aðrar „undirskriftarsafnanir hafi verið betri“ þá teljast það engan vegin gild rök varðandi það að þeir sem standa að baki kjosum.is hafi viðhaft eitthvert svindl.

Teitur hefur hins vegar verið staðinn að slíku sjálfur. Honum virðist nefnilega vera svo umhugað um öryggi skoðanakannanna að hann gleymir að til að koma upp um  „falsarana“ þá gengur ekki að nota fölsuð gögn sjálfur (sjá hér) nema tilgangurinn sé áróður sem getur leitt til múgæsingar...


mbl.is Sjálfstæðismenn í Kópavogi skora á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ættir að lesa athugasemdir Cillu á blogginu hjá Teiti,  þar kemur ýmislegt í ljós um manninn....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2011 kl. 01:24

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er búin að sjá það.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.2.2011 kl. 01:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

svo eru orð Jóhönnu sjálfrar árið 1998...  þá var hún að vísu í stjórnarnandstöðu, " OFFORS RÍKISSTJÓRNARINNAR KNÝR Á UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU"  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2011 kl. 01:38

4 Smámynd: Andrés.si

Hvar er linkur Jóna?

Andrés.si, 18.2.2011 kl. 01:41

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

á mínu bloggi er öll færslan, en ég skar leita að hlekkinum...  Brb.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2011 kl. 02:15

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.althingi.is/johanna/pistlar/safn/000155.shtml    <- hér er hlekkurinn á síðu Samfylkingarinnar....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2011 kl. 02:16

7 Smámynd: Andrés.si

Takk fyrir það Jóna . Engin tími hér til að leita, því ég er á alt öðrum stöðum.

http://www.firstcameras.net/index.php

Skal lesa þetta sem þú fannst fyrir mig. 

Andrés.si, 18.2.2011 kl. 02:26

8 identicon

Er þessi náungi að öðru leyti góður og skemmtilegur bloggari?

Hrottalega biluð ljósmyndin af honum greyinu :(

Eygló (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 02:36

9 identicon

Já, sammála! Ég fæ pínu gubb upp í munninn þegar ég horfi á myndina af Jónasi, hann er eins og einhver aftanúrkreistingur úr Gollum úr Hringadrottinssögu. Teitur er síðan án efa pappakassi aldarinnar sem hefur með sínum barnalegu tilburðum afhjúpað sig sem beinan eða óbeinan áróðursmeistara "aflana". Fyrir mér kemur hann út úr þessu eins og satisti sem vill troða skuldavíxlum ofan í kokið á okkur og börnunum okkar með því að draga úr trúverðugleika undirskriftarlistann sem er til þess búin að verja okkur fyrir slíku. Mér finnst hann vera eeheemm.... sorrí - fábjáni!

Hákon Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 02:37

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir krækjuna sem þú bendir á Jóna Kolla. Þar má lesa m.a. þetta: &#132;Þessi mál, sem hafa grundvallarþýðingu fyrir hag og velferð þjóðarinnar og sem knúin voru í gegn mörg hver í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar sýna að nauðsynlegt er að hafa slíkan málskotsrétt sem þjóðaratkvæðagreiðslan er í stórum og umdeildum málum.&#147; (af bloggi Jóhönnu Sigurðardóttur 29. desember 1998)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.2.2011 kl. 02:56

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Viðsnúningur Jóhönnu er ótrúlegur, hún er ekki jafnaðarmanneskja fyrir fimm aura í dag.  Hún er orðin hægri manneskja, um það vitna allar áherslur hennar, öfga hægri manneskja...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2011 kl. 03:03

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég get nú ekki annað en glott út í það dónalega yfir vísun þinni í ummæli eins úr samstarfsflokki hennar um þann &#132;flokk&#147; sem stendur að baki kjosum.is

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.2.2011 kl. 03:40

13 Smámynd: Sævar Einarsson

"Er þessi náungi að öðru leyti góður og skemmtilegur bloggari?" ekki get ég nú sagt það, hann er sjálfsdýrkandi egóisti "Teitur Atlason er búsettur í Gautaborg og hefur bloggað bráðum í 3 ár. Á þeim tíma hefur hann fest sig í sessi sem einn beittasti bloggari landsins." hver gerði þá könnunn að hann væri einn beittasti bloggari landsins ? hann sjálfur?

Sævar Einarsson, 18.2.2011 kl. 04:25

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðan pistil.  Sammála um þessa tvo boggara, þeir hafa gjörsamlega gert sig ómarktæka, lítilmenni sem hafa sjálfir svipt sig öllum trúverðugleika.  Ég var ánægð með Frosta í Kastljósinu kurteis málefnalegur og prúður, gegn þessu öskurdýri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2011 kl. 09:30

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rakel. þetta er vel mælt og satt. Þessir tveir jónas og teitur (með litlum stöfum) eru sem skemmd epli eins og þau þorgerður og hún Ríkharðsdóttir. Það er ekki nóg fyrir þetta fólk að hafa sína skoðun heldur stundar það skemmdarstarfsemi gagnvarð Borgurum þessa lands sem héldu að þeir væru óhultir.  

Valdimar Samúelsson, 18.2.2011 kl. 10:21

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vá!!! Var að lesa lýsingu þína á þér. Haltu áfram að vera þú sjálf.

Valdimar Samúelsson, 18.2.2011 kl. 10:25

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sævarinn, ég hef oft velt þessu fyrir mér sjálf hvað það er sem gerir suma að ofurbloggurum og hvað þær heita allar þessar nafngiftir sem slíkum pennum er gefin. Auðvitað halda sum bloggsvæði utan um heimsóknartölur sem hægt er að byggja á einhverjar fullyrðingar varðandi það hvort viðkomandi er mikið lesinn eða ekki.

Það hlýtur að vera markmið allra sem skrifa á annað borð að koma hugsunum sínum og skoðunum á framfæri við aðra. Að mínu mati fer það mjög eftir eðli skrifanna svo og markmiðum hvaða umgjörð hæfir þeim best. Sumir setja sig í þá stöðu að telja sig þess umkomna að segja stórum hópi fólks hvað því á að finnast. Það er ekki annað að sjá á skrifum þeirra Teits Atlasonar og Jónasar Kristjánssonar en síkt sé markmið þeirra tveggja.

Það væri óskandi að þeir sem vilja hafa skoðanir annarra, hvað þá sannreynt það að þeir hafa slíkt vald, bæru þá virðingu fyrir lesendum sínum að þeir bæru a.m.k. virðingu fyrir sannleikanum í þeim málum þar sem hann er aðgengilegur. Það er ljóst að báðir hljóta að skrifa mjög aðgegnilegan stíl sem laðar að lesendur en hitt er mér hulin ráðgáta að lesendur skuli láta skrif þeirra hafa áhrif á skoðanir sínar eins áberandi og áróðurinn og aðferðir áróðursins er í skrifum þeirra.

Ég lærði nýtt orð í gærkvöldi sem mér finnst eiga vel við það hvernig umræddir fara með þann sess sem þeir hafa skipað sér í bloggheimu. Það er: &#132;alþýðusvæfingameistarar&#147;.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.2.2011 kl. 15:11

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er merkileg umræða hér um hvað það er sem gerir menn að einhverskonar "ofurbloggurum". Mér finnst hæpið að setja menn upp á einhvern stall fyrir það eitt að þeir haldi úti vefsíðu, sérstaklega ef þeir gera það ekki einu sinni sjálfir heldur eru bara notendur í vefkerfi fjölmiðils. Ef það er sami fjölmiðill sem upphefur viðkomandi bloggara, þá er hann ekki lengur bloggari heldur þar með orðinn einn af pistlahöfundum viðkomandi fjölmiðils. Ein af ástæðum þess að fjölmiðlar sem halda úti bloggkerfum vilja að menn skrái sig þar með nafni og kennitölu (sem vel að merkja er sami verknaður og kjósa.is hefur verið gagnrýnt fyrir) er að þeir kunna að bera lagalega og/eða siðferðilega ábyrgð á því efni sem birt er opinberlega.

Jóna Kolbrún: Ekki "öfga hægri manneskja" heldur öfug hægri manneskja! (Þetta er að sjálfsögðu grín sem hefur ekkert með kynhneigðina að gera, bara pínu skondið.)

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband