Nei þýðir NEI. Icesave er glæpur!

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að farin er af stað undirskriftarsöfnun með áskorun á Alþingi um „að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans“ Ef að líkum lætur munu fæstir þar innan veggja hlusta eftir vilja þjóðarinnar og því er líka skorað á forsetann að vísa ákvörðuninni til þjóðarinnar. (Sjá hér)

Það er skemmst frá því að segja að undirtektir hafa verið hreint frábærar. Nú þegar þessar línur eru skrifaðar hafa 5291 skrifað undir þessa áskorun sem þýðir að frá því að það var opnað fyrir undirskriftir hafa nær 200 manns skrifað undir á hverjum klukkutíma. Með sama áframhaldi ætti fjöldinn að vera kominn upp í a.m.k. 10.000 fyrir blaðamannafundinn sem verður haldinn kl 11:00 í Þjóðmenningarhúsinu á morgun. Á þeim fundi verða þeir sem standa á bak við þessa áskorun kynntir.

Það væri nær

Þeir sem stofnuðu til svokallaðra Icesave-skulda eru allir þekktir braskarar og samkvæmt ýtarlegum gögnum, sem fram koma í Rannsóknarskýrslunni og miklu víðar, voru þeir allir afar liðtækir við ýmis konar fjármálamisferli. Því miður virðist lítið lát á! Af þessum sökum er það stórundarlegt hve stjórnmálaelítan sækir það fram af mikilli hörku að koma skuldum þessa glæpagengis yfir á þjóðina.

Ég hef lengi velt því fyrir mér hverju sætir. Það er borðleggjandi að niðurstaðan sem ég hef komist að er tæplega að allra skapi en enn og aftur vísa ég til raka, sem er að finna í Rannsóknarskýrslunni, máli mínu til stuðnings. Þar kemur nefnilega fram besti vitnisburðurinn um þau vafasömu tengsl sem voru/eru á milli stjórnmála- og fjármálaelítunnar. Það er því engan veginn út í hött að halda því fram að stjórnmálamennirnir styðja það að skuldum stjórnenda Landsbankans sé velt yfir á almenning fyrir hreina eiginhagsmunagæslu!

Ég ætla ekki að hafa þessi orð mikið fleiri en langar til að vísa í aðra færslu sem ég skrifaði um Icesave II þann 6. janúar í fyrra (sjá hér). Undir lok hans sagði ég þetta: 

Að lokum ítreka ég enn og aftur það sem ég hef sagt aftur og aftur með mismunandi orðum: Gamli tíminn er liðinn og af honum hefur nýr tími tekið við! Gömlu aðferðirnar duga ekki til uppbyggingarinnar. Við þurfum hugarfarsbreytingu til að byggja upp það samfélag sem við höfum tækifæri til að reisa okkur og framtíðinni núna.

Hugmyndafræðin sem byggir á sérhagsmunagæslu peningavaldsins er stærsti óvinurinn í þeirri uppbyggingu sem ég er tilbúin til að taka þátt í. Ég vil samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti ríkja! Samfélag þar sem ég get snúið mér aftur að hversdagslífinu án þess að hafa stöðugar áhyggjur af því að þeir sem veljast til valda séu að vinna að duldum hagsmunum örfárra útvaldra.

Ég skora á þig sem lest þessar línur að taka afstöðu til þess hvort þú ert tilbúinn til að fórna öllu til viðreisnar samfélagi þar sem fjármálaelítan hefur svo skefjalausan forgang að lífskjör almennings eru skorin niður til örbirgðar til að viðhalda forréttindum hennar á öllum sviðum! Í því sambandi er rétt að minna þig á að með því að samþykkja Icesave verður ríkissjóður keyrður í gjaldþrot. Honum verður boðinn leið til að forða því sem er sú að selja auðlindirnar...

Innskot: Við erum ekki að tala um kvótann því það er búið að tryggja aðlinum í LÍÚ eignarhaldið yfir honum. Það getur því enginn selt hann úr landi nema þeir sjálfir.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að skrifa undir, takk fyrir ábendinguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil að greiðslu byrðin af íbúðláni ungu fjölskyldunar sé farin að léttast um 15 % eftir 5 ár við við sömu verðbólgu og í UK. Barnanna vegna. 

Burt með subprime lánagrunnin til að búa til falsað eiginfé handa glæpamönnum.

Júlíus Björnsson, 14.2.2011 kl. 09:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband