Sálarheill þjóðar á krepputímum
11.1.2010 | 00:13
Þar sem Magnús Árni Skúlason, liðsmaður InDefence talar um sektarkennd þjóðarinnar fyrir ósvífna hegðun íslenskra bankamanna í þessari grein má ég til að nota tækifærið og vekja athygli á efni næsta borgarafundi sem haldinn verður hér á Akureyri n.k. fimmtudag undir yfirskriftinni: Sárlarheill þjóðar á krepputímum.
Auglýsingin um þennan fyrsta borgarafund ársins er svohljóðandi:
Hvernig komumst við heil í gegnum það ástand sem nú er uppi í samfélaginu? Hvernig er andleg og félagsleg staða almennings? Er einhver ástæða til að hafa áhyggjur af sálarheill þjóðarinnar?
Þessum og fleiri spurningum verður velt upp og leitast við að svara á fyrsta borgarafundinum á þessu ári sem verður haldinn í Deiglunni þann 14. janúar n.k. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Framsögumenn:
Sigmundur Sigfússon geðlæknir
Pétur Maack sálfræðingur
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla
Fundarstjóri:
Edward H. Huijbens
Pallborð:
Sigmundur Sigfússon geðlæknir
Pétur Maack sálfræðingur
Steinunn Jónsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Brekkuskóla
Þorsteinn E. Arnórsson þjónustufulltrúi Einingar-Iðju
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar
Hafsteinn Jakobsson framkvæmdarstjóri Rauða krossins á Akureyri
Jóna Lovísa Jónsdóttir prestur í Akureyrarkirju og framkvæmdarstjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar
Skammast sín fyrir bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var nú ekkert sérstaklega hrifinn af vælutóninum í þessu. Hann hefði getað verið beittari drengurinn. Það er þó sannleikskorn í því að við erum öll orðin eins og alkabörn, sem búið er að sannfæra um að eigi sökina á upplausninni á heimilinu. Drykkfelld foreldrin þola ekki að horfast í eigin skömm og beina sökinni á sakleysingjanna, sem trúa og treysta í blindni.
Ég þarf ekki að segja þér hverjir þessir foreldrar eru í myndlíkingunni. Þau eru á góðri leið með leggja þjóðina í varanlega andlega kröm.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 01:06
Ef þú bara vissir! Ég er nefnilega búin að vera lengi með pistil um meðvirkni þjóðarinnar í undirbúningi. Verst að það er alltaf eitthvað annað sem mér þykir meira aðkallandi að fjalla um eða beina kröftum mínum að
Núna í jólafríinu sá ég leikritið Fjölskylduna í Borgaraleikhúsinu en það fjallaði einmitt um meðvirknisambönd milli foreldra og barna, maka, systkina o.s.frv. Það hefðu allir ótrúlega gott af því að sjá þetta leikrit en ég er hrædd um að þeir séu ekkert mjög margir sem sjá yfirfærslugildið í því...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.1.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.