Ráđherrasamanburđur: Önnur pólitísk reynsla
3.5.2014 | 14:40
Ţađ hefur tíđkast frá örófi alda ađ sá sem vill ná tökum á ákveđinni iđn eđa fagi hefur leitađ í smiđju meistara í greininni. Í gamla samfélaginu héldu meistararnir ţekkingunni á verklaginu og samskiptanetinu, sem ţeir höfđu komiđ sér upp í kringum hana, fyrir sig og sína nánustu. Í Evrópu stofnuđu faggreinarnar gildi til ađ verja einkarétt sinn til iđjunnar og afleiddra viđskipta.
Ţađ er eđlilegt ađ líta á ţessi gildi sem upphaf stéttarfélaga en saga sumra ţeirra bendir mun frekar til klíkusamtaka sem voru stofnuđ til ađ ryđja keppinautunum úr vegi. Í ţessu sambandi má nefna ađ ţegar rýnt er í upphaf galdraofsóknanna í Evrópu kemur fram lítt ţekkt saga ţar sem ný stétt háskólamenntađra karllćkna gekk í bandalag međ kaţólsku kirkjunni og öđrum landeigendum sem höfđu lýst yfir stríđi gegn ţeim sem stunduđu ţađ sem í nútímanum er kallađ einu nafni óhefđbundnar lćkningar (sjá Anderson, S. Bonnie og Judith P. Zinsser: A History of their own - Women in Europe from Prehistory to the Present).
Ţađ er ekki ćtlunin ađ rýna frekar ofan í ţessa sögu í ţessari fćrslu en ţetta er nefnt hér ţar sem ţađ tengist meginviđfangsefni ţessarar skrifa međ óbeinum hćtti ţó ţađ verđi ekki útskýrt frekar fyrr en í niđurlaginu. Hér er ćtlunin ađ skođa hverjir, međal ţeirra sem gegna ráđherraembćttum í núverandi ríkisstjórn eđa voru ráđherrar ţeirrar síđustu, höfđu sótt sér reynslu af pólitískum vettvangi međ störfum á vegum fyrri ríkisstjórna.
Miđađ viđ ţá aldagömlu hefđ ađ leita ţekkingar og reynslu á tilteknu sviđi hjá ţeim, sem eru fyrir í ţeirri grein ţar sem viđkomandi hefur í hyggju ađ hasla sér völl, er ekki óeđlilegt ađ ćtla ađ störf á vegum eldri ríkisstjórna hafi skipt miklu varđandi mótun starfsađferđa og viđhorfa en ekki síđur í ţví ađ afla sambanda. Hér verđa ţeir ţví taldir sem voru skipađir í nefndir og störfuđu innan ráđuneyta eđa sem ráđgjafar ráđherra í tíđ eldri ríkisstjórna; ţ.e. ríkisstjórna sem sátu viđ stjórnvölinn fyrir 1. febrúar 2009.
Engin ţeirra sem var leystur frá ráđherraembćtti, viđ ţađ ađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur fékk lausn voriđ 2013, hefur starfsreynslu af ţví tagi sem hér er til skođunar. Hins vegar hafa allir sem sátu tímabundiđ á ráđherrastóli í valdatíđ hennar slíka reynslu. Ţađ verđur rakiđ um hvers konar reynslu er ađ rćđa undir lok ţessarar fćrslu. Hér er hins vegar yfirlit yfir ţá sem hafa slíka reynslu međal núverandi ráđherra ásamt upptalningu á ţeim ábyrgđar- og trúnađarstörfum sem um rćđir.
Í vinstri dálkinum eru nöfn og núverandi embćttisheiti ţeirra talin ásamt ţví sem ţađ er tekiđ fram frá hvađa tíma viđkomandi hefur setiđ inni á ţingi og heildarstarfsaldur af ţví tagi sem hér er til skođunar. Ef viđkomandi starf snertir núverandi ráđherraembćtti er ţađ feitletrađ. Í hćgra dálki kemur fram um hvađa ábyrgđar- og trúnađarstörf er ađ rćđa, svo og tímabil og á vegum hvađa ráđherra viđkomandi starfađi. Eins og áđur eru svo krćkjur inn á ferilskrá viđkomandi ráđherra á alţingisvefnum undir nafni hans.
Ráđherrar núverandi stjórnar | Trúnađarstörf á vegum fyrri ríkisstjórna |
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála- ráđherra 5 ár. Á ţingi frá 2007 | Ađstođarmađur Davíđs Oddssonar, forsćtisráđherra 2000-2005. |
Ragnheiđur Elín Árnadóttir, iđnađar- og viđskiptaráđherra 12 ár. Á ţingi frá 2007 | Ađstođarmađur Geirs H. Haarde, fjármálaráđherra 1998-2005, utanríkisráđherra 2005-2006 og forsćtisráđherra 2006-2007. Starfsmađur Útflutningsráđs 1995-1998. Í nefnd um nýtt fćđingarorlof 1999. Í samninganefnd ríkisins 1999-2005. Varamađur í jafnréttisráđi 2000-2005. Varamađur í bankaráđi Norrćna fjárfestingarbankans 2000-2006. Í viđrćđunefnd um varnarmál 2005-2006. Í fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar 2005-2007. |
Sigurđur Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnađar- ráđherra umhverfis- og auđlindaráđherra 2 ár. Á ţingi frá 2009 | Í ráđherraskipađri nefnd sem vann ađ breytingum á dýralćknalögum 1996-1998. (Guđmundur Bjarnason, landbúnađar- og umhverfisráđherra) |
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráđherra 2 ár. Á ţingi frá 2009 | Ađstođarmađur Páls Péturssonar, félagsmálaráđherra 1997-1999. |
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráđherra 3 ár. Á ţingi frá 2013
| Starfsmađur Öryggismálanefndar 1990-1991. (undir Forsćtisráđuneyti Steingríms Hermannssonar) Deildarsérfrćđingur í Menntamála-ráđuneytinu 19941995. (Ólafur G. Einarsson, menntamálaráđherra) Formađur nefndar Björns Bjarnasonar, menntamálaráđherra, um mótun símenntunarstefnu 19971998. |
Illugi Jökulsson, Ragnheiđur Elín Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa öll unniđ sem ađstođarmenn ráđherra sem gegndu embćttum á vegum sama flokks og ţau sitja á ţingi fyrir nú. Ţađ vekur athygli ađ bćđi Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ragnheiđur Elín Árnadóttir eiga eingöngu starfsferil af pólitískum toga.
Ragnheiđur Elín hóf sinn starfsferil sem starfsmađur Útflutningsráđs ţar sem hún byrjađi sem ađstođarviđskiptafulltrúi en varđ síđar viđskiptafulltrúi í New York og síđar verkefnisstjóri í Reykjavík (sjá hér). Upphaf starfsferils Hönnu Birnu verđur til umfjöllunar í nćsta kafla ţar sem verđur fjallađ um trúnađar- og ábyrgđarstöđur á vegum stjórnmálaflokkanna.
Illugi og Ragnheiđur Elín hafa bćđi veriđ ađstođarmenn ráđherra Sjálfstćđisflokksins. Illugi var ađstođarmađur Davíđ Oddssonar á árunum 2000-2005. Fyrst í Forsćtisráđuneytinu og svo vćntanlega ţađ eina ár sem Davíđ sat í Utanríkisráđuneytinu (sjá hér). Ţađ kemur ekki fram á ferilskrá Illuga Gunnarssonar hvađ hann gerđi á árunum 2005 til 2007 en voriđ 2007 settist hann inn á ţing fyrir Sjálfstćđisflokkinn.
Ragnheiđur Elín var ađstođarmađur Geirs H. Haarde í níu ár. Fyrst í ţau sjö ár sem hann sat í Fjármálaráđuneytinu (sjá hér). Áriđ 2005 fylgdi hún honum í Utanríkisráđuneytiđ ţegar hann tók viđ utanríkisráđherraembćttinu af Davíđ Oddssyni. Ţegar Geir H. Haarde varđ forsćtisráđherra áriđ 2006 fylgdi Ragnheiđur Elín honum svo í Forsćtisráđuneytiđ. Áriđ eftir settist hún inn á ţing fyrir Sjálfstćđisflokkinn.
Lög um Útflutningsráđ Íslands voru sett fram í stjórnartíđ Jóns Baldvins Hannibalssonar yfir Utanríkisráđuneytinu. Fimm árum síđar varđ Halldór Ásgrímsson utanríkisráđherra (sjá hér) en á ţeim tíma hóf Ragnheiđur Elín störf hjá Útflutningsráđinu. Ţremur árum seinna réđi Geir H. Haarde hana til sín sem ađstođarmann. Á međan hún starfađi sem ađstođarmađur hans átti hún sćti í ýmsum nefndum og ráđum á vegum stjórnvalda; ţ.á m. samninganefnd ríkisins sem sér um kjarasamninga viđ opinbera starfsmenn.
Hanna Birna er ţriđji ráđherra núverandi ríkisstjórnar sem kemur úr röđum Sjálfstćđisflokksins sem á starfferil af ţví tagi sem hér er til umfjöllunar. Áriđ 1990 var hún starfsmađur Öryggismálanefndar sem heyrđi undir Forsćtisráđuneytiđ en á ţeim tíma var framsóknarţingmađurinn, Steingrímur Hermannsson, forsćtisráđherra í ríkisstjórn Framsóknar, Alţýđubandalags og Alţýđuflokks (sjá hér).
Áriđ 1994 var Hanna Birna deildarsérfrćđingur í Menntamálaráđuneytinu á ţeim tíma sem sjálfstćđisţingmađurinn, Ólafur G. Einarsson, var yfir ráđuneytinu (sjá hér). Ţremur árum síđar skipađi Björn Bjarnason, ţáverandi menntamálaráđherra (sjá hér), Hönnu Birnu sem formann nefndar sem starfađi á hans vegum í ţeim tilgangi ađ móta stefnu í símenntunarmálum.
Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráđherra, á ţađ sameiginlegt međ Illuga Gunnarssyni og Ragnheiđi Elínu Árnadóttur ađ hafa veriđ ađstođarmađur ráđherra í sama flokki og hann situr á ţingi fyrir nú. Gunnar Bragi var ađstođarmađur Páls Péturssonar sem var félagsmálaráđherra á árunum 1995 til 2003 en Gunnar Bragi var ađstođarmađur hans í tvö ár. Ţá átti Sigurđur Ingi Jóhannsson sćti í nefnd um breytingar á dýralćknalögum. Í nefndina skipađi Guđmundur Bjarnason sem var landbúnađar- og umhverfisráđherra á árunum 1995 til 1999 (sjá hér).
Hér á eftir eru ţeir ráđherrar núverandi ríkisstjórnar sem hafa reynslu af ábyrgđar- og/eđa trúnađarstörfum á vegum fyrri ríkisstjórna taldir upp ásamt tímabilinu sem ţeir störfuđu, ráđherrunum sem skipađi ţá til starfans, eđa sá sem ţeir störfuđu lengst međ, og forsćtisráđherranum sem fór fyrir ţeirri ríkisstjórn/-um sem ţeir störfuđu fyrir.
Röđin miđast viđ byrjunarár en ţađ skal tekiđ fram ađ Hanna Birna er ađeins talin einu sinni. Ástćđan er sú ađ hún starfađi ekki samfellt. Hún var starfsmađur Öryggismálanefndar í tíđ Steingríms Hermannssonar eins og hefur komiđ fram hér á undan og síđar starfađi hún í nefnd sem Björn Bjarnason skipađi til. Ţađ er svo rétt ađ taka ţađ fram ađ ţađ er mjög hćpiđ ađ halda ţví fram ađ ađrir en Illugi Gunnarsson og Ragnheiđur Elín Árnadóttir hafi í reynd notiđ leiđsagnar ţeirra sem eru kallađir lćrifeđur í töflunni hér ađ neđan.
Núverandi ráđherra | tímabil | Lćrifađir | forsćtisráđherra |
Hanna Birna Kristjánsdóttir | 1994-1995 | Ólafur G. Einarsson | Davíđ Oddsson |
Ragnheiđur Elín Árnadóttir | 1995-2007 | Geir H. Haarde | Davíđ Oddsson Halldór Ásgrímsson Geir H. Haarde |
Sigurđur Ingi Jóhannsson | 1996-1998 | Guđmundur Bjarnason | Davíđ Oddsson |
Gunnar Bragi Sveinsson | 1997-1999 | Páll Pétursson | Davíđ Oddsson |
Illugi Gunnarsson | 2000-2005 | Davíđ Oddsson | Davíđ Oddsson Halldór Ásgrímsson |
Eins og kemur fram í töflunni hér ađ ofan ţá störfuđu ţrír af fimm núverandi ráđherrum á vegum ríkisstjórnar Sjálfstćđis- og Framsóknarflokks sem var viđ stjórnvölinn, undir forystu Davíđs Oddssonar, á árunum 1995 til 1999 (sjá hér). Ţó ţađ komi ekki fram í töflunni hér ađ ofan ţá starfađi Hanna Birna Kristjánsdóttir líka á vegum ráđherra í ţessari ríkisstjórn ţegar hún var skipuđ formađur nefndar Björns Bjarnasonar, ţáverandi menntamálaráđherra, um mótun símenntunarstefnu.
Illugi Gunnarsson og Ragnheiđur Elín Árnadóttir voru ađstođarmenn ráđherra í ţriđja og fjórđa ráđuneyti Davíđs Oddssonar (sjá hér) og ráđuneyti Halldórs Ásgrímssonar (sjá hér). Auk ţessara starfađi Ragnheiđur Elín líka á vegum fyrsta ráđuneytis Geirs H. Haarde (sjá hér) eđa ţar til hún var kosin inn á ţing fyrir Sjálfstćđisflokkinn voriđ 2007.
Ţau störfuđu líka á vegum fyrri ríkisstjórna
Ţađ vekur vissulega athygli ađ á međan meiri hluti ţeirra sem gegna ráđherraembćttum nú eiga forsögu af ábyrgđar- og trúnađarstörfum á vegum ţeirra ríkisstjórna sem voru viđ stjórnvölin áratugina í kringum síđustu aldamót ţá á engin ţeirra sem sat á ráđherrastóli í undanfara stjórnarskiptana síđastliđiđ vor slíka forsögu.
Ţetta er ekki síđur athyglisvert í ljósi ţess ađ allir ţeir sem sátu tímabundiđ á ráđherrastóli í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur eiga slíka forsögu. Ţessi verđa talin hér en ţađ er rétt ađ hafa ţađ í huga ađ í sumum tilvikum eru nefndir og stjórnir sem starfa á vegum viđkomandi ríkisstjórna skipađar af öllum stjórnmálaflokkunum á Alţingi ţannig ađ hver flokkur skipar sinn fulltrúa í viđkomandi nefnd eđa stjórn. Einhverjir ţeirra sem eru taldir hér ađ neđan hafa ţví ađ öllum líkindum veriđ tilnefndir af ţeim stjórnmálaflokkum sem ţeir gegndu ráđherraembćttum fyrir á síđasta kjörtímabili.
Jón Bjarnason var fulltrúi í búfrćđslunefnd á árunum 1981 til 1999 eđa í átján ár. Á ţeim tíma voru ţessir landbúnađarráđherrar: Pálmi Jónsson, Jón Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Halldór Blöndal og Guđmundur Bjarnason. Jón var kosinn inn á ţing fyrir Vinstri grćna áriđ 1999. Sama ár tók Kristján L. Möller sćti á ţingi fyrir Samfylkinguna. Hann var skipađur í byggđanefnd Davíđs Oddssonar, forsćtisráđherra árinu á undan og átti ţví sćti í henni í eitt ár.
Oddný G. Harđardóttir, sem kom inn á ţing fyrir Samfylkinguna áriđ 2009, var verkefnisstjóri í Menntamálaráđuneytinu áriđ 2003 til 2004. Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráđherra á ţessum tíma. Álfheiđur Ingadóttir, sem hefur veriđ á ţingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2007, var í stjórn Landsvirkjunar frá árinu 2003 til 2006 Geir H. Haarde, ţáverandi fjármálaráđherra, skipađi í nefndina.
Gylfi Magnússon var formađur stjórnar Samkeppniseftirlitsins á árunum 2005 til 2009. Valgerđur Sverrisdóttir, sem var iđnađar- og viđskiptaráđherra áriđ 2005, skipađi í stjórnina en Gylfi gegndi formennsku í henni áfram í tíđ Jóns Sigurđssonar og Björgvins G. Sigurđssonar. Gylfi Magnússon var annar tveggja utanţingsráđherra sem Jóhanna Sigurđardóttir skipađi til ráđherraembćttis áriđ 2009 en leysti frá störfum haustiđ 2010.
Árni Páll Árnason er sá fyrrverandi ráđherra Samfylkingarinnar sem á fjölskrúđugasta starfsferilinn af ţessu tagi. Hann var ráđgjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráđherra í Evrópumálum á árunum 1992 til 1994. Ţá var hann embćttismađur á viđskiptaskrifstofu og varnarmálaskrifstofu Utanríkisráđuneytisins síđasta áriđ sem Jón Baldvin sat yfir ţví.
Í framhaldinu var hann sendiráđsritari í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og Vestur-Evrópusambandinu í Brussel og fulltrúi Íslands í stjórnmálanefnd Atlantshafsbandalagsins á árunum 1995 til 1998. Halldór Ásgrímsson var utanríkisráđherra á ţessum tíma. Ţá var hann í ráđgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur frá 1999 til 2009. Nefndin er á vegum Forsćtisráđuneytisins en forsćtisráđherrar á ţeim tíma sem Árni Páll var varamađur í nefndinni (sjá hér) voru: Davíđ Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde.
Á sama tíma var hann starfsmađur ráđherraskipađra nefnda um endurskipulagningu utanríkisţjónustunnar, eđa áriđ 2004, og um fjármál stjórnmálaflokkanna áriđ 2005 til 2006. Áriđ 2004 var Davíđ Oddsson utanríkisráđherra en á árunum 2005 til 2006 var Halldór Ásgrímsson forsćtisráđherra en ţađ er forsćtisráđherra sem skipar í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka. Árni Páll hefur setiđ á ţingi fyrir Samfylkinguna frá 2007.
Ragna Árnadóttir er önnur ţeirra tveggja utanţingsráđherra sem Jóhanna skipađi í embćtti áriđ 2009 en leysti frá störfum haustiđ 2010. Ragna átti átta ára starfsferil ađ baki innan úr stjórnsýslu fyrri ríkisstjórna ţegar Jóhanna Sigurđardóttir skipađi hana til embćttis dóms- og kirkjumálaráđherra í febrúar 2009.
Ferill Rögnu hófst í Heilbrigđis- og tryggingamálaráđuneytinu. Hún var deildarstjóri ţar áriđ 2001 til 2002 eđa á ţeim tíma sem Jón Kristjánsson var yfir ráđuneytinu. Ţá var hún skrifstofustjóri í Dóms- og kirkjumálaráđuneytinu í sjö ár eđa frá árinu 2002 til 2009. Auk ţess var hún stađgengill ráđuneytisstjóra ţrjú síđustu árin sín ţar og ráđuneytisstjóri ţess yfir sex mánađa tímabil á árinu 2008.
Sólveig Pétursdóttir var Dóms- og kirkjumálaráđherra ţegar Ragna hóf störf í ráđuneytinu en Björn Bjarnason tók viđ af Sólveigu og sat yfir ráđuneytinu fram til stjórnarslita í upphafi ársins 2009. Ţađ var ţví í tíđ Björns Bjarnasonar sem Ragna var sett ráđuneytisstjóri. Skömmu fyrir stjórnarslitin í janúar 2009 hafđi Geir H. Haarde fengiđ Rögnu yfir í Forsćtisráđuneytiđ ţar sem hún var skrifstofustjóri og stađgengill ráđuneytisstjóra í janúar 2009.
Á sama tíma og Ragna var starfsmađur í Dóms- og kirkjumálaráđuneytinu gegndi hún ýmsum öđrum störfum á vegum ţess og annarra ráđuneyta. Hér verđa ţau verkefni sem hún var skipuđ til af ráđherrum annarra ráđuneyta talin. Ragna var starfsmađur áfrýjunarnefndar samkeppnismála áriđ 2002 til 2003. Hún var skipuđ af viđskiptaráđherra sem ţá var Finnur Ingólfsson. Ári síđar var hún skipuđ starfsmađur kćrunefndar samkvćmt lögum um opinbert eftirlit međ fjármálastarfsemi. Hún var skipuđ af ţáverandi viđskiptaráđherra sem var Valgerđur Sverrisdóttir.
Ragna átti líka sćti í nefnd viđskiptaráđherra um ađgerđir gegn peningaţvćtti á árunum 2005 til 2007. Hún var ţví skipuđ í tíđ Valgerđar Sverrisdóttur en starfađi áfram ţegar Jón Sigurđsson var viđskiptaráđherra. Ţá var Ragna í nefnd forsćtisráđherra til ađ fara yfir viđurlög viđ efnahagsbrotum á árunum 2004 til 2006 en Halldór Ásgrímsson var forsćtisráđherra á ţessum tíma.
Auk framantalins gegndi Ragna Árnadóttir fjölda trúnađarstarfa á vettvangi Evrópuráđsins og Sameinuđu ţjóđanna á árabilinu 2002 til 2009. Á ţessum tíma voru Valgerđur Sverrisdóttir, Halldór Ásgrímsson, Davíđ Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráđherrar. Hvađ ađrar trúnađarstöđur og ábyrgđarstöđur á vegum Dóms- og kirkjumálaráđuneytisins varđar er vísađ til ferilskrár Rögnu á síđu Alţingis.
Samantekt og samanburđur
Ađ lokum er vel viđ hćfi ađ taka saman í töflu á hvađa tímabili ofantalin gegndu ábyrgđar- og/eđa trúnađarstöđum á vegum eldri ríkisstjórna. Ţar sem ekkert ţessara starfađi sem ađstođarmađur ráđherra ţá er upptalningu ţeirra ráđherra sem skipađi ţau eđa réđi sleppt ásamt ţeim sem veitti ţeim áframhaldandi umbođ ţar sem um slíkt er ađ rćđa.
Ţađ er líka hćpiđ ađ tala um lćrifeđur nema helst í tilviki Árna Páls Árnasonar sem starfađi í ţrjú ár međ Jóni Baldvini Hannibalssyni í Utanríkisráđuneytinu, Oddnýjar G. Harđardóttur, sem var verkefnisstjóri í eitt ár í embćttistíđ Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur, og Rögnu Árnadóttur, sem starfađi í nćr sex ár viđ hliđ Björns Bjarnasonar í Dóms- og kirkjumálaráđuneytinu.
Eins og áđur sagđi er dálkinum lćrifađir sleppt hér en í ţess stađ er tekin saman árafjöldi hvers og eins í ábyrgđarstöđum af ţví tagi sem hér hafa veriđ tekin saman svo og áriđ sem viđkomandi kom inn á ţing. Í tilviki utanţingsráđherranna er vera ţeirra á ţingi tilgreind í aftasta dálkinum. Ţađ er svo rétt ađ taka ţađ fram í sambandi viđ starfsaldur Árna Páls Árnasonar ađ ţá er hann ađeins talinn fram ađ ţví ađ hann settist inn á ţing voriđ 2007.
Nöfn ráđherra | tímabil | árafj. | forsćtisráđherra | á ţingi frá: |
Jón Bjarnason | 1981-1999 | 18 ár | Steingrímur Hermannsson Ţorsteinn Pálsson Steingrímur Hermannsson Davíđ Oddsson | 1999 |
Árni Páll Árnason | 1992-2009 | 15 ár | Davíđ Oddsson Halldór Ásgrímsson Geir H. Haarde | 2007 |
Kristján L. Möller | 1998-1999 | 1 ár | Davíđ Oddsson | 1999 |
Ragna Árnadóttir | 2001-2009 | 8 ár | Davíđ Oddsson Halldór Ásgrímsson Geir H. Haarde | 2009-2010 |
Oddný G. Harđardóttir | 2003-2004 | 1 ár | Davíđ Oddsson | 2009 |
Álheiđur Ingadóttir | 2003-2006 | 3 ár | Davíđ Oddsson Halldór Ásgrímsson | 2007 |
Gylfi Magnússon | 2005 -2009 | 4 ár | Halldór Ásgrímsson Geir H. Haarde | 2009-2010 |
Ţađ sem vekur e.t.v. mesta athygli er ađ framantaldir ráđherrar, sem allir sátu tímabundiđ í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur, hafa margir hverjir töluverđa reynslu af ábyrđar- og trúnađarstörfum á vegum ríkisstjórna sem voru undir forsćti ráđherra Framsóknar- eđa Sjálfstćđisflokks. Af núverandi ráđherrum hefur Ragnheiđur Elín Árnadóttir langlengstu starfsreynsluna af ţessu tagi eđa tólf ár. Af ţeim sem eru taldir hér ađ ofan hafa Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason hćsta starfsaldurinn ţó ţess beri ađ geta ađ starf Jóns Bjarnasonar í nefnd um búfrćđslu hefur alls ekki veriđ jafnviđamikiđ og ţeirra Árna Páls og Ragnheiđar Elínar í sínum störfum.
Ragna Árnadóttir hefur líka hćrri starfsaldur, í ábyrgđar- og trúnađarstörfum fyrir fyrri ríkisstjórnir Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks og síđar Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar, en allir ráđherrar núverandi ríkisstjórnar ađ Ragnheiđi Elínu einni undanskilinni. Ef starfsaldri ráđherra núverandi ríkisstjórnar er deild út á ţá fimm sem hér hafa veriđ taldir og fundiđ međaltal er ţađ fjögur ár á hvern ţeirra samanboriđ viđ ađ starfsaldur ţeirra sjö sem eru taldir í töflunni hér ađ ofan er sjö ár.
Niđurlag
Í upphafi ţessarar fćrslu var vikiđ í nokkrum orđum ađ svonefndum gildum sem gjarnan er litiđ á sem undanfara stétta- eđa faggreinasamtaka ţó ýmislegt í sögu ţeirra minni frekar á klíkubandalög. Gildin voru stofnuđ utan um ýmis konar faggreinaţekkingu í ţeim tilgangi ađ verja sérţekkingu og viđskiptasambönd. Ćđstráđendur veittu nýliđum inngöngu sem höfđu lćrt á vegum viđurkenndra meistara í viđkomandi grein ef umsćkjandinn stóđst faggreinaprófiđ sem ţeir höfđu sett. Fćstir komust ţó ađ til náms nema ţeir vćru tengdir meistara innan gildisins einhverjum böndum.
Ţađ er hćpiđ ađ skilgreina pólitíkina sem faggrein af ţví tagi sem gildin og síđar faggreinafélögin voru stofnuđ utan um. Hins vegar eru tilefni stofnunar stjórnmálaflokka ekki óskylt ţar sem ţeim var frá upphafi ćtlađ ađ gegna hlutverki hagsmunasamtaka til ađ tryggja samvinnu um sameiginleg mál og viđhalda samböndum. Sumir vilja jafnvel meina ađ hlutverk stjórnmálaflokka sé miklu frekar ţađ ađ tryggja viđgang stjórnmálaflokksins og sérhagsmuni ţeirra sem tilheyra honum en ađ standa vörđ um hugsjónir og hagsmunamál sem varđa samfélagslega hagsmuni.
Hér hefur veriđ fjallađ um ţá sem gegna ráđherraembćttum nú og ţá sem fóru međ slík embćtti á síđasta kjörtímabili. Ţeir hafa veriđ taldir sem hafa reynslu af ábyrgđar- og/eđa trúnađarstörfum fyrir ríkisstjórnirnar sem stýrđu ţjóđarskútunni áratugina í undanfara ţess ađ ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingar - grćns frambođs tók viđ völdum í upphafi árs 2009. Ţessir höfđu aflađ sér reynslu innan úr stjórnsýslunni og einhverjir vćntanlega stöđu innan sinna stjórnmálaflokka međ verkefnum á ţeirra vegum.
Nokkrir störfuđu í slíku návígi viđ fyrri ráđherra ađ ţađ má kannski líkja samvinnunni ađ einhverju leyti viđ samband meistara og lćrlings ekki síst ţegar ţađ er tekiđ međ inn í dćmiđ ađ leiđ viđkomandi lá inn á ţing í framhaldinu. Hér er einkum átt viđ Ragnheiđi Elínu Árnadóttur, núverandi iđnađar- og viđskiptaráđherra, sem var ađstođarmađur Geirs H. Haarde í níu ár áđur en hún settist inn á ţing fyrir Sjálfstćđisflokkinn áriđ 2007, og Illuga Gunnarsson, núverandi mennta- og menningarmálaráđherra, sem var ađstođarmađur Davíđs Oddssonar í fimm ár áđur en hann var kosinn inn á ţing fyrir sama flokk.
Ţađ er heldur ekki útilokađ ađ telja Árna Pál Árnason, Rögnu Árnadóttur og Oddnýju G. Harđardóttur til ţessa hóps. Árni Páll var ráđgjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar í Evrópumálum á ţeim tíma sem sá síđarnefndi barđist fyrir ađild Íslands ađ EES-samningnum (sjá hér) eđa frá árinu 1992 til 1994 og embćttismađur á hans vegum í Utanríkisráđuneytinu ţađ sem eftir lifđi kjörtímabilsins sem Jón Baldvin var utanríkisráđherra í ríkisstjórn Sjálfstćđis- og Alţýđuflokks (sjá hér) eđa fram til 1995.
Ragna Árnadóttir átti sjö ára feril í ábyrgđarstöđum innan ráđuneyta Sjálfstćđis- og Framsóknarflokks og síđar Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar ţegar Jóhanna Sigurđardóttir skipađi hana dóms- og kirkjumálaráđherra í ţeirri ríkisstjórn sem tók viđ völdum 1. febrúar 2009. Ragna hafđi lengst unniđ međ Birni Bjarnasyni sem var dóms- og kirkjumálaráđherra í sex ár. Oddný G. Harđardóttir var deildarstjóri í Menntamálaráđuneytinu undir stjórn Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur. Ţar sem starfstímabil hennar í ţeirri stöđu er ekki nema eitt ár er ţađ vćntanlega hćpnast ađ telja hana međ í ţeim hópi sem hafa notiđ leiđsagnar í verklagi og viđhorfum hjá viđkomandi ráđherra.
Ţađ verđur hins vegar ađ teljast líklegt ađ starfsreynsla af ţví tagi, sem hér hefur veriđ talin, sé ţeim sem hafa veriđ tiltekin hér ađ framan dýrmćtur reynslubrunnur. Hitt er ekki síđur líklegt ađ hún hafi reynst ţeim mikilvćg í ađ komast til ţeirrar ađstöđu ađ vera skipuđ í ráđherraembćtti. Vissulega má gera ráđ fyrir ađ međ störfum sínum á vegum fyrri ríkisstjórna hafi umrćdd fengiđ mikilsverđa innsýn inn í verkefni og starfsađferđir auk ţess ađ kynnast og jafnvel tengjast ţeim sem láta mest til sín taka innan viđkomandi málefnasviđs.
Miđađ viđ ţá stjórnmálahefđ sem er útlit fyrir ađ hafi fest rćtur í íslenskri pólitík má gera ráđ fyrir ađ mikilvćgasta veganestiđ sé ţađ ađ fyrir ţau sambönd sem urđu til á ţessum starfsvettvangi hafi orđiđ til einhvers konar forgangur ţegar kemur ađ möguleikanum til metorđa á pólitískum vettvangi. Hér er heldur ekki útilokađ ađ ćtla ađ árangur ţess sem mćtti kalla viđhorfamótun hafi haft eitthvađ ađ segja. Ţegar rćtt er um ađ komast til metorđa innan pólitíkunnar er bćđi vísađ til valdastöđu innan ráđuneyta og innan ţess stjórnmálaflokks sem viđkomandi starfar fyrir.
Í nćstu fćrslu verđur fariđ yfir stöđu núverandi og fyrrverandi ráđherra innan ţeirra stjórnmálaflokka sem ţeir starfa fyrir. Ţar verđa hlutverk viđkomandi innan síns stjórnmálaflokks bćđi í nútíđ og fortíđ dregin saman. Í framhaldinu verđur ţingreynsla sama hóps sett fram í sérstakri fćrslu og ţá kemur loks ađ lokum međ niđurstöđum og almennum vangaveltum bundnar ţeirri samantekt sem ţetta blogg hefur veriđ undirlagt af frá ţví í ágústmánuđi á síđasta ári.
Ađrar fćrslur í ţessum sama flokki:
Ráđherrasamanburđur: Aldur viđ skipun
Ráđherrasamanburđur: Menntun
Ráđherrasamanburđur: Starfsreynsla
Ráđherrasamanburđur: Sveitarstjórnarreynsla
Heimildir um skipun ráđuneyta:
Ráđuneyti 1917-2013
Ferilskrá ráđherra núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar:
Menntunar- og hćfniskröfur til ráđherraembćtta
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)