Til kvótastýrđs sjávarútvegs I

Í síđustu fćrslu var fariđ yfir ţá embćttissögu og stjórnsýslulegu ákvarđanir sem liggja núverandi stöđu í  landbúnađarmálum til grundvallar. Hér er meiningin ađ fara svipađa leiđ hvađ varđar sjávarútveginn međ ţeirri undantekningu ţó ađ umfjölluninni um sjávarútvegsmálin verđur skipti í tvennt. Hér verđur ţví fariđ yfir embćttissöguna en í nćstu fćrslu verđur fariđ yfir ţćr ákvarđanir sem liggja núverandi stöđu í málefnum sjávarútvegsins til grundvallar.

Fćrslurnar ţrjár eru undanfarar ađ framhaldi á ţeim samanburđi sem ţetta blogg hefur veriđ lagt undir síđastliđnar vikur ţar sem menntun, reynsla og ţekking ráđherranna í núverandi og síđustu ríkisstjórn hafa veriđ bornar saman. Ţessi og síđasta fćrsla eru sem sagt undanfarar ađ sjöundu fćrslunni í ţví verkefni sem snýr ađ Landbúnađar- og sjávarútvegsráđuneytinu.

Ţađ var Steingrímur J. Sigfússon sem gegndi ţessu embćtti undir lok síđasta kjörtímabils en Sigurđur Ingi Jóhannsson gegnir ţví nú. Eins og kom fram í síđustu fćrslu hefur Steingrímur samtals verđiđ ćđstráđandi í Landbúnađarráđinu í u.ţ.b. sex ár.

Undirstöđuatvinnuvegirnir

Embćttissaga sjávarútvegsmála

Ţađ var sagt frá ţví í síđustu fćrslu ađ Sigurđur Jónsson, gjarnan kenndur viđ bćinn Ystafell í Köldukinn, er elsti atvinnumálaráđherrann í ríkisstjórnarsögu Íslands. Atvinnumálaráđherra var eitt ţeirra ţriggja ráđherraembćtta sem skipađ var til í fyrstu íslensku ríkisstjórninni og hélst sú hefđ ţar til heitiđ var lagt niđur áriđ 1949. Ţá höfđu viđskipta-, iđnađar-, landbúnađar- og sjávarútvegsmálin fest sig í sessi sem málaflokkar sem komu fram í embćttisheitum ţeirra ráđherra sem fóru međ viđkomandi málefni. 

Magnús Guđmundsson Magnús Guđmundsson, sem hefur komiđ áđur viđ sögu, var fyrsti ráđherrann til ađ fara međ sjávarútvegsmálin. Ţetta var í sjöundu ríkisstjórninni sem var mynduđ hér á landi. Hún var sett saman áriđ 1932 af Ásgeiri Ásgeirssyni (síđar forseta). Ásgeir skipađi Magnús dómsmálaráđherra í ţessari fyrstu og einu ríkisstjórn sem hann fór fyrir en Magnús fór einnig međ sjávarútvegs-, iđnađar-, samgöngu- og félagsmálin.

Magnús fékk lausn frá embćtti 11. nóvember 1932.  Ólafur Thors tók viđ embćttinu til 23. desember 1932 en ţá tók Magnús viđ ađ nýju (sjá um ástćđur ţessa hér). Ţađ vekur líka athygli ađ ráđuneyti Ásgeirs fékk lausn 16. nóvember 1933 en gegndi ţó störfum til 28. júlí 1934.

Ferilskrá Magnúsar er sannarlega athyglisverđ miđađ viđ tímann og tćkifćrin sem sögulegar heimildir benda til ađ hafi veriđ hér í upphafi fjórđa áratugarins.  Áđur en Skagfirđingar kusu hann inn á ţing hafđi hann veriđ ađstođarmađur í atvinnu- og samgönguráđuneytinu í fimm ár. Af ţessum tíma var hann reyndar ţrjá mánuđi í dóms- og kirkjumálaráđuneytinu. Tveimur árum eftir ađ hann var kosinn inn á ţing, ţar sem hann sat í 21 ár eđa frá 38 ára aldri til dauđadags, var hann skipađur skrifstofustjóri Fjármálaráđuneytisins.

Annađ sem vekur athygli í ferilskrá Magnúsar er ađ hann var sýslumađur Skagfirđinga á árunum 1912-1918 en hann var kosinn inn á ţing áriđ 1916. Á međan hann starfađi sem ađstođarmađur á ráđuneytisskrifstofunum í Stjórnarráđinu var hann jafnframt fulltrúi Eggerts Claessens, yfirréttarmálaflutningsmanns  og málaflutningsmađur Landsbankans. Áriđ 1912 var hann skipađur til ađ „takast á hendur rannsókn á gjaldkeramáli Landsbankans“ (sjá hér og nánar um gjaldkeramáliđ hér).

Jóhann Ţ. Jósefsson Jóhann Ţ. Jósefsson var sá fyrsti sem var skipađur sjávarútvegsráđherra en hann gegndi ţví embćtti ekki nema í rúma ţrjá mánuđi. Á sama tíma var hann líka ćđstráđandi í Iđnađarráđuneytinu auk ţess ađ fara međ bćđi heilbrigđis- og flugmál. Ţetta var á tíma ţriđja ráđuneytis Ólafs Thors sem var starfandi frá ţví í desember 1949 fram í miđjan mars áriđ eftir. Kjörtímabiliđ á undan (1947-1949) var Jóhann fjármála- og atvinnumálaráđherra (sjá hér)

Ekki er getiđ um neina skólagöngu í ferilskrá Jóhanns sem er ađ finna inni á alţingisvefnum. Aftur á móti kemur ţađ fram annars stađar ađ hann hafi aflađ „sér [...] góđrar menntunar ađ mestu án skólagöngu.“ (sjá hér) Af ferilskrá hans má ráđa ađ hann var umsvifamikill bćđi í nćrsamfélaginu í Vestmannaeyjum og á vettvangi félagssamtaka útvegsmanna en auk ţess var hann í ýmsum opinberum samskiptum viđ erlenda pólitíkusa og viđskiptaađila; einkum ţýska (sjá nánar hér).

Jóhann rak verslun og útgerđ í Vestmannaeyjum í nćr hálfa öld í félagi viđ annan alţingismann. Ţetta var á árunum 1909 til 1955. „Höfđu ţeir umsvifamikinn atvinnurekstur bćđi í verslun og útgerđ.“ (sjá hér) Áriđ 1918 var Jóhann kjörinn í fyrstu bćjarstjórn Vestmannaeyja ţar sem hann sat í tuttugu ár eđa fram til ársins 1938. Hann var kjörinn inn á ţing áriđ 1923 og var alţingismađur til ársins 1959 eđa alls í 36 ár.

Í upphafi fjórđa áratugarins var Jóhann í milliţinganefnd í sjávarútvegsmálum og á sama tíma gerđist  hann afar atkvćđamikill innan ýmissa félagssamtaka á sviđi útgerđarmála. Ţar má nefna ađ hann var í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiđenda frá stofnun ţess áriđ 1932. Útgerđarmenn kusu hann í síldarútvegsnefnd áriđ 1938. Viđ stofnun Samlags skreiđarframleiđenda áriđ 1953 var Jóhann svo skipađur framkvćmdastjóri ţess. Ţví embćtti gegndi hann nćstu sjö árin eđa til ársins 1960. Ţess má svo geta ađ nánast allan fjórđa áratuginn var Jóhann fulltrúi ríkisstjórnarinnar viđ verslunarsamninga í Ţýskalandi (sjá nánar hér).

Eins og áđur hefur komiđ fram staldrađi Jóhann Ţ. Jósefsson stutt viđ í sćti sjávarútvegsráđherra en engu ađ síđur hefur hann lagt grunn ađ umgjörđ sjávarútvegsins í öđrum embćttisbundnum verkefnum. Ţó er líklegt ađ hann sé flestum gleymdur í dag svo og margir ţeirra sem gegndu embćtti sjávarútvegsráđherra á síđustu öld. Ţó verđur ţađ ađ teljast líklegra ađ einhverjir ţeirra sem gegndu embćttinu í meira en eitt kjörtímabil séu ţeim sem hafa fylgst međ innlendum sjávarútvegsmálum enn í fersku minni.

Nokkrir sjávarútvegsráđherrar frá 20. öld

Ólafur Thors er vćntanlega öllum sem hafa sett sig eitthvađ inn í íslenska pólitík ţokkalega kunnugur ţó ţeir séu líklega fćrri sem hafa sett ţađ á sig ađ hann sat í sex ár yfir sjávarútvegsráđuneytinu. Fyrst var ţađ á árunum 1950 til 1953 en ţá var Steingrímur Steinţórsson forsćtisráđherra. Á ţessum tíma fór Ólafur líka međ iđnađarráđuneytiđ. Nćsta kjörtímabil á eftir var Ólafur forsćtisráđherra í ţriđja skipti og fór ţá líka yfir Sjávarútvegsráđuneytinu.

Ţess má geta ađ enginn nema Hermann Jónasson hefur veriđ forsćtisráđherra jafnoft og Ólafur Thors. Alls fimm sinnum báđir. Í ţessu samhengi er forvitnilegt ađ staldra ögn viđ og bera ţá tvo lítillega saman. Hermann Jónasson var fćddur 1896 í Skagafirđi. Ólafur í Borgarnesi áriđ 1892.

Ólafur varđ stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík áriđ 1912. Í framhaldinu las hann lög viđ Hafnarháskóla og Háskóla Íslands en lauk aldrei náminu. Hermann varđ stúdent frá sama skóla og Ólafur áriđ 1920. Fjórum árum síđar tók hann lögfrćđipróf frá Háskóla Íslands. Hann varđ hćstaréttarlögmađur áriđ 1945.

Hermann var 37 ára ţegar hann var fyrst kosinn inn á ţing fyrir Framsóknarflokkinn ţar sem hann átti sćti í 33 ár. Ţađ sem vekur ekki sísta athygli í sambandi viđ feril Hermanns er ađ hann varđ forsćtisráđherra sama ár og hann var kjörinn inn á ţing í fyrsta skipti áriđ 1934. Ţessu embćtti gegndi hann alls fimm sinnum eđa í átta ár. Samhliđa forsćtisráđherraembćttinu fór hann allan tímann međ dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ ásamt fleiri málefnum. Oftast landbúnađarmálunum. Alls gegndi Hermann fjórum ráđherraembćttum og fór međ 9 ólíka málaflokka fyrir utan málefni forsćtisráđherra (sjá nánar hér).

Ólafur var 33ja ára ţegar hann var kosinn inn á ţing í fyrsta skipti fyrir Íhaldsflokkinn (síđar Sjálfstćđisflokkinn) áriđ 1926. Ólafur hafđi ţví setiđ inni á ţingi í 8 ár ţegar Hermann kom ţar fyrst. Fyrsta ráđherraembćttiđ sem Ólafur gegndi var afleysing í Dómsmálaráđuneytinu á međan flokksbróđir hans, Magnús Guđmundsson, stóđ í málaferlum ţar sem Hermann Jónasson kom nokkuđ viđ sögu (sjá hér). Magnús var fjarrverandi í hálft ár eđa ţar til hann var sýknađur. Ţá sneri hann aftur og tók viđ embćtti dómsmálaráđherra ađ nýju (sjá nánar hér ofar ţar sem fjallađ er um ţetta atriđi).

Skreiđarstulkan starir á hafiđ

Í ţriđja ráđuneyti Hermanns Jónassonar (1939-1941) var Ólafur Thors skipađur atvinnu- og samgönguráđherra og aftur í ţví fjórđa (1941-1942). Á ţeim tíma tók hann líka viđ Utanríkisráđuneytinu ţegar hálft ár var eftir af kjörtímabilinu. Ólíkt Hermanni hafđi Ólafur setiđ á Alţingi í 16 ár ţegar hann varđ forsćtisráđherra í fyrsta skipti áriđ 1942. Hann varđ hins vegar forsćtisráđherra jafnoft og hann eđa í fimm skipti en sat alls í 10 ár sem slíkur. Ađ síđasta forsćtisráđherratímabili hans undanskildu ţá fór hann ávallt međ fleiri ráđuneyti og málaflokka en forsćtisráđuneytisins.

Sjávarútvegsmálin voru einn ţeirra málaflokka en hann stýrđi ţví í fyrsta skipti á árunum 1950-1953 eins og hefur komiđ fram hér áđur. Á ţeim tíma fór Hermann Jónasson međ landbúnađarmálin. Ţann tíma sem Ólafur sat inni á ţingi fór hann međ alls fimm ráđherraembćtti og níu málaflokka (sjá nánar hér).

Ţađ er svo vel viđ hćfi ađ ljúka ţessum samanburđi á ţví ađ benda á ađ Hermann Jónasson var formađur Framsóknarflokksins í 18 ár eđa á árunum 1944 til 1962. Ólafur Thors var formađur Sjálfstćđisflokksins frá 1934 til 1961 eđa í 27 ár!

Líkt og flokksbróđir Ólafs Thors, Jóhann Ţ. Jósefsson, hafđi Ólafur veriđ í útgerđ áđur en hann var kosinn inn á ţing. Hann var framkvćmdastjóri togarafélagsins Kveldúlfs hf. í Reykjavík frá árinu 1914 til ársins 1939. Lengst af var hann líka formađur Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda eđa á árunum 1918 til ársins 1935.

Á einćringi gegn ógnum hafsins

Emils Jónsonar hefur veriđ getiđ áđur (sjá hér) ţar sem hann var fyrsti iđnađarráđherrann (sjá hér). Emil, sem var međ verkfrćđipróf frá Kaupmannahöfn, var ćđstráđandi í alls sex málaflokkum á ţeim samtals 18 árum sem hann var ráđherra. Hann var skipađur ráđherra í fyrsta skipti áriđ 1944 en lét af sínu síđasta ráđherraembćtti áriđ 1971. Í fyrsta skipti sem hann var skipađur til ráđherraembćttis var hann settur yfir Samgönguráđuneytiđ í öđru ráđuneyti Ólafs Thors

Áriđ 1958 hlaut Alţýđuflokkurinn stjórnunarmyndunarumbođiđ. Samkvćmt ţeirri hefđ sem hafđi orđiđ til viđ fyrri ríkisstjórnarmyndanir tók Emil Jónsson, sem var  formađur Alţýđuflokksins á árunum 1956 til 1968 (12 ár), stól forsćtisráđherra (sjá hér). Og samkvćmt ţeirri venju sem er útlit fyrir ađ hafi skapast frá tíđ fyrstu ríkisstjórnanna fór hann međ fleiri mál samhliđa ríkisráđsforystunni. Ţ.á m. sjávarútvegsmálin. Ríkisstjórn Emils sat ekki nema í eitt ár en ţá tók viđ 12 ára stjórnartíđ Sjálfstćđis- og Alţýđuflokks. Emil Jónsson var ráđherra allan ţann tíma. Ţar af sex ár í Sjávarútvegsráđuneytinu.

Emil á ekki síđur athyglisverđan feril, bćđi utan og innan ţings, en margir ţeirra sem hafa veriđ skođađir hér á undan. Hann sat á ţingi frá árinu 1934 til ársins 1971 eđa hátt á fjórđa áratug. Átta árum áđur en hann settist inn á ţing stofnađi hann Iđnskólann í Hafnarfirđi, eđa áriđ 1926, samkvćmt ferilskrá hans hefur hann veriđ embćttissćkinn og gegnt mörgum opinberum ábyrgđarstörfum á sama tímanum. Einkum er ţetta áberandi á fjórđa áratugnum.

Ţá hefur hann veriđ skólastjóri Iđnskólans í Hafnarfirđi, bćjarstjóri ţar frá 1930 til 1937 og alţingismađur frá 1934. Eftir ađ Emil lét af bćjarstjórastöđunni tók hann viđ stöđu vita- og hafnamálastjóra. Fyrst á árunum 1937 til 1944 og síđar frá 1949 til 1957. Ţađ er rétt ađ benda á ţađ ađ ţó Emil hafi ekki veriđ í embćtti bćjarstjóra í Hafnarfirđi eftir 1937 ţá var hann fulltrúi í bćjarstjórn ţar fram til ársins 1962. Annađ sem vekur athygli er ađ Emil hefur veriđ bankastjóri Landsbankans á sama tíma og hann sat inni á ţingi eđa frá 1957 til 1958. Hann sat síđan í bankaráđi Seđlabankans 1968—1972. (sjá hér).

Ţađ er útlit fyrir ađ sú ţekking og reynsla sem skipun Emils í embćtti sjávarútvegsráđherra hafi grundvallast á stöđu hans sem  vita- og hafnamálastjóri á árunum 1937 til 1944 og 1949 til 1957 en auk ţess hafđi hann setiđ í fiskimálanefnd á árunum 1938 til 1939. Af ţessu og fleiri dćmum sem hér hafa veriđ talin má vera ljóst ađ sú hefđ hefur fest snemma í sessi ađ skipun í embćtti ráđherra byggir ekki á stađgóđri ţekkingu í ţeim málaflokkum sem framkvćmdavaldinu er ćtlađ ađ fara međ í umbođi íslenskra kjósenda.

Síldin kom og gaf og tók

Eggert G. Ţorsteinsson var flokksbróđir Emils Jónssonar og tók viđ sjávarútvegsráđuneytinu af honum ţegar Emil var fćrđur yfir í annađ ráđuneyti í forsćtisráđherratíđ Bjarna Benedikssonar eldri (sjá hér). Eggert hefur komiđ viđ ţessa sögu tvisvar sinnum áđur. Fyrst ţar sem Heilbrigđisráđuneytiđ var til umfjöllunar og síđar í umfjöllun um Félagsmálaráđuneytiđ.

Eggert sat inni á ţingi fyrir Alţýđuflokkinn í 25 ár. Af ţeim tíma var hann ráđherra í 6 ár. Eins og áđur kom fram var hann settur yfir Sjávarútvegsráđuneytiđ í stađ Emils í tilefni ţess ađ hann var fćrđur yfir annađ ráđuneyti. Ţetta var áriđ 1965. Eggert var sjávarútvegsráđherra í sex ár en fór auk ţess m.a. yfir ţeim ráđuneytum sem ţegar hafa veriđ talin á sama tíma.

Eggert á sannarlega athyglisverđan feril eins og ađrir sem hafa veriđ skođađir hér en ţađ er ekkert á ferli hans sem rökstyđur ţađ ađ hann hafi haft nokkra reynslu eđa ţekkingu á sjávarútvegsmálum ađ ţví undanskildu ađ hann er skipstjórasonur sem er fćddur og vćntanlega uppalinn í Keflavík. Sex árum áđur en hann settist inn á ţing, eđa ţegar hann var 28 ára gamall, hafđi hann útskrifast frá Iđnskólanum í Reykjavík í múrsmíđi (sjá hér).

Gunnlaugur Scheving

Af ţeim sem hér eru taldir átti Norđfirđingurinn og Alţýđubandalagsmađurinn, Lúđvík Jósepsson, stystu viđdvölina í Sjávarútvegsráđuneytinu. Hann var fyrst skipađur sjávarútvegsráđherra í fimmtu og síđustu forsćtisráđherratíđ Hermanns Jónssonar sem stóđ frá árinu 1956 til ársins 1958 (sjá hér) og síđar í fyrra ráđuneyti Ólafs Jóhannessonar (sjá hér) sem sat á árunum 1971 til 1974. Ef ađ líkum lćtur eru ţeir ţó fleiri sem muna eftir Lúđvík í Sjávarútvegsráđuneytinu en ţeim sem hafa veriđ taldir hér á undan.

Eina menntunin sem tekiđ er fram ađ Lúđvík hafi lokiđ er gagnfrćđapróf sem hann lauk 19 ára gamall. Í framhaldinu starfađi hann sem kennari viđ Gagnfrćđaskólann á Norđfirđi í 9 ár. Hann var 29 ára gamall ţegar hann var kosinn inn á ţing ţar sem hann sat í 37 ár. Ţar af var hann sjávarútvegsráđherra í 5 ár eins og áđur hefur komiđ fram en međ ţví fór hann međ Viđskiptaráđuneytiđ líka. 

Lúđvík átti ţađ sameiginlegt međ Eggert G. Ţorsteinssyni ađ vera sjómannssonur. Hann átti ţađ svo sameiginlegt međ Jóhanni Ţ. Jósefssyni og Ólafi Thors ađ standa í útgerđ međfram ţingstörfunum. Í ferilskrá hans segir ađ hann hafi starfađ ađ útgerđ í Neskaupsstađ á árunum 1944 til 1948 en ţá orđiđ forstjóri Bćjarútgerđar kaupstađarins og gegnt ţví embćtti fram til ársins 1952 (sjá hér).

Hann á ţađ svo sameiginlegt međ Emil ađ međfram ţingmennskunni hefur hann haldiđ í stöđu sína í bćjarmálum sinnar heimabyggđar. Lúđvík var bćjarfulltrúi í Neskaupstađ í 42 ár eđa frá 1938 til 1970. Ţar af var hann forseti bćjarstjórnar á árunum 1942 til 1943 og 1944 til 1956. Ţađ má vekja athygli á ţví ađ ţetta var eftir ađ hann var kosinn inn á ţing. Ţess má svo geta ţess ađ Lúđvík varđ ekki formađur Alţýđubandalagsins fyrr en undir lok ţingferils síns eđa á árunum 1977 til 1980.

Af ferilskrá Lúđvíks má ráđa ađ hann hefur stađiđ opinn fyrir ţví sem sneri ađ útvegsmálum. Auk ţess ađ standa ađ útgerđ sjálfur á árunum 1944 til 1952 var hann í stjórn Fiskimálasjóđs á árunum 1947 til 1953 og í bankaráđi Útvegsbanka Íslands frá 1957 til 1971. Hann starfađi tvisvar í milliţinganefnd Alţingis í sjávarútvegsmálum eđa árin 1942 og 1956. Auk ţessa má nefna ađ hann var kosinn í togaranefnd áriđ 1954 og var fulltrúi á Genfar-ráđstefnu um réttarreglur á hafinu árin: 1958, 1960 og síđan frá árinu 1975 til ársins 1982.

Ayn Rand

Halldór Ásgrímsson var kosinn inn á ţing fyrir Framsóknarflokkinn áriđ 1974 og sat ţar í 32 ár. Samkvćmt ferilskrá hans sem er ađ finna inni á vef Alţingis  er hann međ samvinnuskólapróf frá árinu 1965. Áriđ 1970 hefur hann öđlast réttindi sem löggiltur endurskođandi og í framhaldinu haldiđ út í framhaldsnám viđ verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn á árunum 1971 til 1973. Ţess er ekki getiđ ađ hann hafi lokiđ námi frá hvorugum skólanum.

Halldór var 26 ára ţegar hann var kosinn inn á ţing í fyrsta skipti. Tíu árum síđar var hann skipađur sjávarútvegsráđherra í fyrsta ráđuneyti Steingríms Hermannsson (sjá hér). Ţessu embćtti gegndi hann nćstu átta árin eđa frá árinu 1983 til ársins 1991. Af ţeim 32ur árum sem Halldór Ásgrímsson sat inni á ţingi var hann ráđherra í 19 ár.

Halldór var varaformađur Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 en ţá varđ hann formađur flokksins. Ţeirri stöđu gegndi hann til ársins 2006. Halldór hafđi ţví setiđ í stjórn Framsóknarflokksins í ríflega aldarfjórđung ţegar hann lét af formennsku flokksins. Ţađ vekur líka athygli í ferilskrá Halldórs ađ hann sat í  bankaráđi Seđlabanka Íslands í sex ár eđa frá árinu 1976 til 1983. Ţrjú síđustu árin var hann formađur ţess.

Ólíkt ţeim Jóhanni Ţ. Jósefsyni, Ólafi Thors og Lúđvík Jósepssyni, sem hafa ađ öllum líkindum ţótt vćnlegir kostir í stöđu sjávarútvegsráđherra fyrir ţađ ađ ţeir stóđu í útgerđ sjálfir, er útlit fyrir ađ Halldór Ásgrímsson hafi komist yfir ţrjú útgerđarfyrirtćki vegna stöđu sinnar sem ráđherra. Ţetta varđ reyndar ekki opinbert fyrr en síđar (sjá t.d. hér) en sameining ţeirra útgerđarfyrirtćkja sem hann á hlut í fór fram áriđ 1999 en ţá var Halldór utanríkisráđherra (sjá t.d. um sameininguna hér).

Ţeir róa ekki alltaf sem fiska

Ţorsteinn Pálsson var kosinn inn á Alţingi fyrir Sjálfstćđisflokkinn áriđ 1983 og sat ţar í 16 ár. Hann varđ stúdent frá Verzlunarskólanum 21s árs ađ aldri. Sex árum síđar útskrifađist hann međ lögfrćđipróf frá Háskóla Íslands og tveimur árum síđar hefur hann öđlast réttindi hérađsdómslögmanns. Ferill Ţorsteins í pólitíkinni hófst í Háskólanum  ţar sem hann var formađur Vöku í eitt ár, eđa áriđ 1969-1970. Hann var svo í stúdentaráđi skólans frá 1971 til 1973 og í háskólaráđi á sama tíma.

Áđur en hann settist inn á ţing átti hann líka sćti í ýmsum nefndum en engin ţeirra tengist sjávarútvegi. Áriđ 1981 settist hann í miđstjórn Sjálfstćđisflokksins en varđ formađur hans sama ár og hann var kosinn inn á ţing ţá 36 ára. Formennskunni gegndi hann til ársins 1991.

Af ţeim 16 árum sem Ţorsteinn sat á ţingi sat hann á ráđherrastóli í 11 ár ţar sem hann fór samtals međ fjögur ólík ráđherraembćtti. Ţar af sat hann átta ár sem sjávarútvegsráđherra en fór međ dóms- og kirkjumálaráđuneytiđ samhliđa ţví. Ţetta var á árunum 1987 til 1999.

Í lok ţessa yfirlits má svo geta ţess ađ áriđ 2007 var landbúnađar- og sjávarútvegsráđuneytiđ sameinađ međ breytingu á lögum 73/1969. Lögin tóku gildi 1. janúar 2008 (sjá hér). Einar K. Guđfinnsson var fyrsti ráđherrann til ađ fara međ mál ţessa sameinađa ráđuneytis.

Stutt samantekt

Ţađ er margt sem vekur athygli í yfirlitinu hér á undan ţó ţađ verđi ekki dregiđ fram fyrr en síđar eđa ţegar kemur ađ úrvinnslu ţess efnis sem hefur veriđ aflađ í ţví verkefni ađ vekja athygli á ţví m.a. ađ í hefđinni sem hefur orđiđ til viđ skipun ráđherra liggur ađ öllum líkindum sá Akkilesarhćll sem hefur rúiđ íslensku stjórnmálaflokkanna trausti og stjórnsýsluna virđingunni. Ţeir ráđherrar sem hafa gegnt stöđu sjávarútvegsráđherra hingađ til hafa ađ jafnađi haft litla ef nokkra ţekkingu á sjávarútvegsmálun.

Ţeir sem hafa haft reynslu af sjávarútvegi gegndu jafnvel embćtti sjávarútvegsráđherra í hagsmunaárekstri viđ sína eigin útgerđ ásamt ţví ađ sitja í ýmsum stjórnum og ráđum útgerđarmanna. Af ţessum ástćđum hefur löngum veriđ grunnt á tortryggni landsmanna gagnvart meintum tengslum útgerđarinnar viđ ađallega stćrstu stjórnmálaflokkana í landinu.

Af yfirlitinu hér ađ framan er ekki annađ ađ sjá en ástćđan sé fyrir hendi og hćtt viđ ađ frekari rannsóknarvinna varđandi embćttisfćrslur liđinna áratuga í sjávarútvegsmálum ţjóđarinnar eigi eftir ađ draga ástćđur tortryggninnar enn skýrar fram.

Horft til vinstri og hćgri

Heimildir um ráherra og ráđuneyti

Atvinnuvega- og nýsköpunarráđuneytiđ: Ráđuneyti: Sögulegt yfirlit

Ríkisstjórnir og ráđherrar frá 1904-1942
Ríkisstjórnartal frá stofnun lýđveldis

Ráherraskipan í síđara ráđuneyti Jóhönnu Sigurđardóttir
Ráđherrar í núverandi ríkisstjórn


mbl.is Tekjur af lođnu gćtu snarminnkađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 12. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband