Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Töluleg pólitík

Sumir héldu því fram í aðdraganda kosninganna að besta leiðin til uppbyggingar væri sú að hreinsa fjórflokkinn svokallaða út af þinginu og skipa það algerlega upp á nýtt með nýjum og óreyndum einstaklingum nýrra og óreyndra flokka. Sumir þeirra hafa reyndar áhyggjur af því nú að nýskipuð ríkisstjórn búi ekki yfir nægilegri reynslu til að valda verkefninu framundan. Í þessu ljósi er vissulega forvitnilegt að skoða nokkrar tölur varðandi nýskipað þing. 

Reynsluboltarnir á þingi

Úrslit síðustu alþingiskosninga urðu þau að flokkarnir sem hafa nú myndað stjórnarsamstarf fengu alls 38 þingmenn kjörna. Framsóknarflokkur 19 og Sjálfstæðisflokkur 19. Af þessum 38 eru 18 þingmenn með einhverja þingreynslu.

Stjórnarþingmenn með reynslu

Þetta eru þau Ásmundur Einar Daðason (F), Birgir Ármannsson (S), Bjarni Benediksson (S), Einar K. Guðfinnsson (S), Eygló Harðardóttir (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (S), Gunnar Bragi Sveinsson (F), Höskuldur Þórhallsson (F), Illugi Gunnarsson (S), Jón Gunnarsson (S), Kristján Þór Júlíusson (S), Pétur H. Blöndal (S), Ragnheiður E. Árnadóttir (S), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S), Sigmundur Davíð Guðlaugsson (F), Sigurður Ingi Jóhannsson (F), Unnur Brá Konráðsdóttir (S) og Vigdís Hauksdóttir (F).

Sjö Framsóknarmenn og ellefu Sjálfstæðismenn. Það vekur reyndar athygli að af þessum 18 eru aðeins fimm konur. Kynjahlutfallið er aðeins skárra hjá stjórnarandstöðuflokkunum en hún er mynduð af fjórum flokkum sem fengu alls 27 þingmenn kjörna. Þar af eru 18 með einhverja þingreynslu.

Stjórnarandstöðuþingmenn með reynslu

Þetta eru þau: Árni Páll Árnason (Sf), Árni Þór Sigurðsson (VG), Birgitta Jónsdóttir (P), Guðbjartur Hannesson (Sf), Guðmundur Steingrímsson (BF), Helgi Hjörvar (Sf), Katrín Jakobsdóttir (VG), Katrín Júlíusdóttir (Sf), Kristján Möller (Sf), Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG), Oddný G. Harðardóttir (Sf), Róbert Marshall (BF), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf), Steingrímur J. Sigfússon (VG), Svandís Svavarsdóttir (VG), Valgerður Bjarnadóttir (Sf), Ögmundur Jónasson (VG) og Össur Skarphéðinsson (Sf).

Hér eru konurnar átta en reyndu þingmennirnir skiptast þannig milli stjórnarandstöðuflokkanna: að Píratar eiga einn þingmann með reynslu, Björt framtíð tvo, Vinstri grænir sex og Samfylkingin níu sem þýðir að þar varð engin endurnýjun eða með öðrum orðum allir þingmenn Samfylkingarinnar á þessu þingi áttu líka sæti á því síðasta.

Tekið saman:

karlar

konur

samtals

Framsóknarflokkur

5

2

7

Sjálfstæðisflokkur

8

3

11

 Stjórn

13

5

18

Samfylking

5

4

9

Vinstri grænir

3

3

6

Björt framtíð

2

 

2

Píratar

 

1

1

 Stjórnarandstaða

10

8

18

Samtals

23

13

36

Minnsta nýliðunin meðal stjórnarandstöðunnar

Einn þingmaður Vinstri grænna er nýr á þingi en hefur setið þar af og til sem varamaður frá árinu 2004 þannig að hann er ekki alveg óreyndur. Fjórir þingmenn Bjartar framtíðar eru nýir og tveir af þremur þingmönnum Pírata. Því má svo bæta við að átta af nítján þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru nýir inni á þingi en tólf af jafnmörgum þingmönnum Framsóknarflokksins.

Til að draga þetta enn skýrar fram er vert að benda á að engin nýliðun átti sér stað hjá Samfylkingu og sennilega hæpið að tala um slíka heldur hjá Vinstri grænum. Píratar og Björt framtíð leggja einir til alla nýliðun meðal stjórnarandstöðunnar sem er nærri því að vera 1/4 nýliðunarinnar á þinginu öllu. Þeir eiga samtals sex nýja þingmenn sem er tveimur færri en framlag Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum en Framsóknarflokkurinn skarar fram úr hvað þetta varðar. Nánast helmingur nýliðunarinnar er fyrir þá þingmenn sem komust inn á þing undir merkjum hans eða alls tólf þingmenn.

Tekið saman:

með reynslu

nýir

samtals

Framsóknarflokkur

7

12

19

Sjálfstæðisflokkur

11

8

19

 Stjórn

18

20

38

Samfylking

9

 

9

Vinstri grænir

6-7

0-1

7

Björt framtíð

2

4

6

Píratar

1

2

3

 Stjórnarandstaða

19

6

25

Samtals

37

26

63

Miðað við umræðu síðustu daga er reyndar óvíst að það þyki lengur skynsamlegt að hreinsa út alla reynslu út af þinginu og skipa það nýjum og óþekktum einstaklingum. Það er a.m.k. ljóst að kjósendur féllu ekki fyrir „sölutrixi“ nýju framboðanna sem spruttu fram eins og gorkúlur og héldu því fram að nýr flokkur og nýtt fólk væri vísasta leiðin til umbóta.

Þingflokkar 2013

Miðað við útkomuna út úr síðustu kosningum er líklegra að offramboð á slíkri hugmyndafræði hafi ekki aðeins þótt ótrúverðug heldur líka fráhrindandi. Staðreyndin er a.m.k. sú að stærstur hluti kjósenda valdi að styðja þá stjórnmálaflokka sem eiga elstu stjórnmálasöguna. Hins vegar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós þegar nánar er litið til þingreynslu þingmanna núverandi stjórnar og stjórnarandstöðu.

Kynlegt staðreyndatal

Það eru alls 36 þingmenn inni á núverandi þingi sem hafa reynslu 37 ef fyrrverandi varamaður Vinstri grænna er talinn með. Það þýðir að 26 nýir og óreyndir þingmenn munu taka þar sæti nú í þingbyrjun. Það er hins vegar forvitnilegt að rýna betur í talnafræðina á bak við reynsluboltana 36.

Mestu reynsluboltarnir inni á núverandi þingi

Steingrímur J. Sigfússon (VG) er með langmestu reynsluna á bakinu af þingstörfum eða 30 ár. Næstur honum er Össur Skarphéðinsson (Sf) með 22 ár. Þá Pétur H. Blöndal (S) og Ögmundur Jónasson (VG) með 18 ár og loks Einar H. Guðfinnsson (S) og Kristján Möller (Sf) með 14 ár.

Það vekur e.t.v. athygli að mestu reynsluboltarnir deilast jafnt á Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna eða tveir þingmenn á hvern flokk. Það hlýtur líka að teljast merkilegt að þetta eru allt karlar.

Tíu ára starfsreynsla

Birgir Ármannsson (S), Bjarni Benediktsson (S), Guðlaugur Þór Þórðarson (S), Helgi Hjörvar (Sf) og Katrín Júlíusdóttir eru öll með tíu ára starfsreynslu af þingstörfum og hafa þar af leiðandi öll reynslu af því af því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Guðlaugur Þór og Katrín hafa gengt ráðherraembættum á þingferli sínum.

Hér eru sem sagt þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og tveir þingmenn Samfylkingar. Það er líka vert að benda á það sem blasir e.t.v. við að Katrín Júlíusdóttir er sú kona inni á núverandi þingi sem hefur mesta þingreynslu af núverandi þingkonum.

Sex ára starfsreynsla

Þessi settust inn á þing vorið sem hrunstjórnin svokallaða tók við völdum og hafa því sex ára reynslu af þingstörfum. Þessi eru: Árni Páll Árnason (Sf), Árni Þór Sigursson (Vg), Guðbjartur Hannesson (Sf), Höskuldur Þórhallsson (F), Illugi Gunnarsson (S), Jón Gunnarsson (S), Katrín Jakobsdóttir (VG), Kristján Þór Júlíusson (S), Ragnheiður E. Árnadóttir (S) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S).

Höskuldur Þórhallsson hefur verið í stjórnarandstöðu frá því hann settist inn á þing en Árni Páll og Guðbjartur hafa hvorugur reynt að vera í stjórnarandstöðu áður. Báðir hafa gengt ráðherraembættum. Kynjahlutfallið hlýtur áfram að vekja athygli þar sem af tíu þingmönnum eru aðeins þrjár konur. Ein þeirra var ráðherra í síðustu ríkisstjórn og önnur er nýskipaður ráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn.

Hér er sem sagt einn Framsóknarmaður, tveir Samfylkingarmenn, fimm Sjálfstæðismenn sem er helmingur þeirra þingmanna sem eiga tíu ára starfsreynslu að baki og tveir Vinstri grænir. Það hlýtur líka að vekja athygli að sá þingmaður sem hefur mesta reynslu af þingstörfum hefur aðeins setið sex ár á þingi eða eitt og hálft kjörtímabil.

Fjögurra ára starfsreynsla

Rúmur þriðjungur reynsluboltanna sem skipa næsta þing komu nýir inn við þar síðustu alþingiskosningar. Þessir eru: Ásmundur Einar Daðason (F), Birgitta Jónsdóttir (P), Eygló Harðardóttir (F) sem var reyndar varaþingmaður árið 2006 og tók sæti 2008 þannig að hún er með fimm ára þingreynslu), Guðmundur Steingrímsson (BF), Gunnar Bragi Sveinsson (F), Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG), Oddný G. Harðardóttir (Sf), Róbert Marshall (Bf), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf), Sigurður Ingi Jóhannsson (F), Svandís Svavarsdóttir (VG), Unnur Brá Konráðsdóttir (S), Valgerður Bjarnadóttir (Sf) og Vigdís Hauksdóttir (F).

Það sem vekur e.t.v. mesta athygli hér er að af þessum fimmtán eru níu konur og eru þar af leiðandi í meiri hluta í þessum hópi. Við upphaf síðasta þings voru átta framantaldra þingmanna í stjórn en sjö í stjórnarandstöðu. Áður en yfir lauk voru fimm þeirra í stjórn en tíu í stjórnarandstöðu. Sjö þeirra eru í nýmyndaðri ríkisstjórn en átta í stjórnarandstöðu.

Tveir hafa reynslu af því að vera ráðherra. Þrír eru ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Það er líka athyglisvert að þeir í þessum hópi sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn eru konur en þeir í þessum hópi sem eru ráðherrar í nýskipaðri ríkisstjórn eru karlar.

Námundað meðaltal

14-30 ár

10 ár

6 ár

4 (5) ár

meðaltal

Framsóknarflokkur

 

 

1

6

4 ár

Sjálfstæðisflokkur

2

3

5

1

9 ár

Stjórn

2

3

6

7

7 ár

Samfylking

2

2

2

3

9 ár

Vinstri grænir

2

 

2

2

11 ár

Björt framtíð

 

 

 

2

4 ár

Píratar

 

 

 

1

4 ár

Stjórnarandstaða

4

2

4

8

9 ár

Þingmannafjöldi

6

5

10

15

 

Kynleg talnafræði

Af því sem blasir við af myndunum hér að ofan þá er ljóst að Steingrímur J. Sigfússon verður mesti reynsluboltinn meðal þingkarla á næsta þingi en Katrín Júlíusdóttir á meðal þingkvenna. Það blasir líka við að konurnar í hópi reynsluboltanna sem sitja inni á nýskipuðu þingi hafa bæði minni þingreynslu og eru hlutfallslega færri.

Af 36 reyndum þingmönnum eru karlarnir 23 og konurnar 13 sem skiptist þannig á milli stjórnar og stjórnarandstöðu:

Tekið saman

karlar

konur

samtals

Stjórn

13

5

18

Stjórnarandstaða

10

8

18

Samtals

23

13

36

Það er líka forvitnilegt að skoða það enn nánar hvernig þingreynslan skitist á milli þingflokkanna sem skipa stjórn annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar. Þegar þetta er skoðað vekur það kannski athygli að það eru eingöngu karlar sem hafa þingreynslu sem spannar frá 4 til 8 kjörtímabil. Enginn þeirra eru þó í Framsóknarflokknum.

Karlar eru líka í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa setið í þrjú kjörtímabil. Þar eru fjórir karlar en aðeins ein kona. Þrír karlanna eru í Sjálfstæðisflokknum. Konan er Katrín Júlíusdóttir (Sf) sem hefur lengstu starfsreynsluna meðal kvenna inni á núverandi þingi. 

Karlarnir sem hafa átt sæti inni á þingi í tvö kjörtímabil eru rúmlega helmingi fleiri en konurnar. Þeir eru sjö en þær eru þrjár. Helmingur þeirra sem hafa verið inni á þingi í tvö kjörtímabil eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Þeir þingmenn sem hafa eingöngu reynslu af síðasta þingi eru alls 15. Tveir fimmtu eru þingmenn Framsóknarflokksins. Þingmenn núverandi stjórnarandstöðu sem eiga fjögurra ára þingreynslu að baki eru einum fleiri en stjórnarinnar.

Þrír fimmtu þessa hóps eru konur eða alls níu. Sex þeirra eru í stjórnarandstöðu og þrjár í stjórn. Karlarnir í þessum hópi skiptast þannig að fjórir eru í stjórn og tveir í stjórnarandstöðu.

Tekið saman út frá kyni

14-30 ár

10 ár

6 ár

4 (5) ár

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

Framsóknarflokkur

 

 

 

 

1

 

4

2

Sjálfstæðisflokkur

2

 

3

 

3

2

 

1

Stjórn

2

 

3

 

4

2

4

3

Samfylking

2

 

1

1

2

 

 

3

Vinstri grænir

2

 

 

 

1

1

 

2

Björt framtíð

 

 

 

 

 

 

2

 

Píratar

 

 

 

 

 

 

 

1

Stjórnarandstaða

4

 

1

1

3

1

2

6

Samtals

6

 

4

1

7

3

6

9

Þegar meðaltalsstarfsreynsla á milli flokka og kynja er skoðuð kemur líka ýmislegt athyglisvert í ljós. Það markverðasta er e.t.v. það að sá flokkanna sem er yngstur fjórflokkanna hefur hæstu meðaltalsreynsluna og munar þar mestu um Steingrím J. Sigfússon, sem er með 30 ára þingreynslu að baki, og Ögmund Jónasson, sem er með 18 ára reynslu.

Annað sem vekur athygli er lítill sem enginn munur á milli meðaltalsstarfsreynslu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þar eru það Össur Skarphéðinsson, sem er með 22ja ára þingreynslu, Kristján Möller, sem er með 14 ára þingreynslu, og Helgi Hörvar og Katrín Júlíusdóttir, sem eru með 10 ára reynslu, sem hífa upp meðaltalið fyrir Samfylkinguna. En Pétur H. Blöndal, sem er með 18 ára reynslu af þingstörfum að baki, Einar K. Guðfinnsson, sem er með 14 ár, og Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór, sem hafa setið 10 ár á þingi, sem hífa upp meðaltalsstarfsreynslu þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Það hlýtur og að vekja athygli að þingmenn annars tveggja elstu stjórnmálaflokkanna eru með litlu hærri starfsreynslu en tveir hinna nýju flokka sem fengu þingmenn kjörna inn á þing í nýliðnum kosningum.

Tekið saman

karlar

konur

meðaltal

Framsóknarflokkur

4,4

4,5

4,4 ár

Sjálfstæðisflokkur

10

5,3

8,7 ár

Stjórn

7,8

5

6,7 ár

Samfylking

11,6

5,5

8,8 ár

Vinstri grænir

18

4,7

11,3 ár

Björt framtíð

4

 

4 ár

Píratar

 

4

4 ár

Stjórnarandstaða

12

5

8,8

Meðaltalsreynsla

9,6

5

8

Það ætti líka að vekja athygli að þegar meðaltalsreynsla þeirra sem hafa einhverja reynslu af þingstörfum er borin saman út frá kyni þá hafa þingkonurnar sömu meðaltalstölu bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Það er líka vert að vekja athygli á því að meðal stjórnarandstöðu er meiri munur á milli kynja hvað þingreynslu varðar en meðal stjórnarinnar. Þar munar heilu kjörtímabili.

Kynlegt brotthvarf

Það er næsta víst að skýringarnar á því að karlarnir meðal reynsluboltanna hafa almennt meiri reynslu og eru fleiri en konurnar eru margvíslegar. Hluti skýringarinnar liggur þó í þessu brotthvarfi.

Konurnar sem hættu

Á síðasta þingi voru miklar sviptingar. Tvær konur sögðu af sér þingmennsku á kjörtímabilinu eða þær Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf). Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (VG) hvarf líka af þingi um síðustu áramót. Aðrar sem gáfu ekki kost á sér til endurkjörs af ýmsum ástæðum eru: Jóhanna Sigurðardóttir (Sf), Lilja Mósesdóttir (kjörin inn á þing fyrir VG og núverandi formaður SAMSTÖÐU), Ólöf Nordal (S), Siv Friðleifsdóttir (F), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) og Þuríður Bachman (VG).

Með þessum konum hvarf mislöng þingreynsla en meðaltalið eru rétt rúm 12 ár eða þrjú kjörtímabil. Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) hafði setið níu kjörtímabil þegar hún lét af störfum nú í vor og Sif Friðleifsdóttir fimm. Þorgerður Katrín og Þuríður Bachman fjögur. Þrjár þessara kvenna höfðu gengt ráðherraembætti. Þorgerður Katrín og Siv gegndu báðar ráðherrastöðum; samtals í sex ár hvor.

Þessir karlar gáfu heldur ekki kost á sér til endurkjörs: Birkir Jón Jónsson (F), sem á 10 ára þingreynslu að baki, og Ásbjörn Óttarsson (S), Tryggvi Þór Herbertsson (S) og Þráinn Bertelsson (kosinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna en gekk til liðs við VG skömmu eftir kosningar), sem allir komu nýir inn á þing í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009.

Þegar Þuríður Bachman kvaddi vakti það athygli að hún hafði nokkrar áhyggjur af því hvernig þingstörfin hefðu mótast á síðasta þingi og um leið af þróun þeirra á því næsta. Þetta er haft eftir henni í viðtali við Austurgluggann:

Mikil endurnýjun varð í þingkosningunum 2009 og kom þá um þriðjungur þingmanna nýr inn. Þuríður hefur áhyggjur af því hvernig umhverfið undanfarin fjögur ár hafi mótað þessa þingmenn.

„Á þessu kjörtímabili hefur þriðjungur þingmanna verið nýr á þingi. Hann hefur ekki kynnst neinu öðru en því starfsumhverfi sem nú hefur skapast. Mér finnst áhyggjuefni að horfa til næsta kjörtímabils þegar koma nýir þingmenn og læra það sem fyrir þeim er haft.“ (sjá hér)

Þetta er ekki síst áhugaverð athugasemd í því ljósi að Þuríður Bachman var annar varaforseti Alþingis sex síðastliðin ár en  í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2009 settust 27 nýir þingmenn inn á þing. Því má bæta við að 15 þeirra eru meðal þeirra sem taka sæti á nýju þingi, fimm þeirra gáfu ekki kost á sér aftur, þrír karlar og þrjár konur, en sjö náðu ekki endurkjöri.

Í lok þessa kynlega pistils, sem hefur snúist til kynjaðra vangaveltna um reynslu af þingstörfum, þykir mér við hæfi að vitna í afar athyglisverð svör Lilju Mósesdóttur sem var kosin inn á þing í kosningunum vorið 2009 fyrir Vinstri græna. Hún hlaut afburða kosningu ekki síst fyrir lausnarmiðaðar hugmyndir sínar sem hún hafði sett fram á Opnum borgarafundum og á útifundi Radda fólksins á Austurvelli í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 en sagði sig úr þingflokknum, ásamt Atla Gíslasyni, vorið 2011 eftir að útséð var um að lausnarmiðaður málflutningur hennar naut einskis stuðnings innan ríkisstjórnarinnar.

Í kjölfar þess að hún stofnaði flokkinn SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar sem var tekinn út af lista í skoðanakönnunum Gallups og hlaut fádæma útreið í fjölmiðlum, sem fældi kjósendur frá stuðningi við flokkinn, dró hún fyrirhugað framboð sitt til baka. Af þessum ástæðum var hún ein þeirra þingkvenna sem DV lagði fyrir spurningar varðandi reynsluna af því að sitja á þingi. Viðtalið má lesa í heild hér

Konur dæmdar harðar en karlar

“Telur þú að það skipti máli að konur séu í áhrifastöðum og af hverju?

Ísland sker sig úr hvað varðar atvinnuþátttöku kvenna og hlutfall þeirra meðal kjörinna fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum eftir hrun. Mikilvægt er að halda þessari sérstöðu  en tiltölulega jöfn þátttaka kvenna og karla er forsenda þess að samfélagið fái notið ávinningsins af fjölbreyttum skoðunum og vinnulagi. Einsleitar skoðanir um ágæti óhefts markaðsbúskapar og vinnubrögð sem einkenndust af mikilli áhættuhegðun áttu sinn þátt í hruninu.

Hefur þú orðið vör við einhvern mun á því hvernig kynin nálgast völd og valdastöður?

Karlar eru gjarnan óhræddari en konur að nota valdastöður til að tryggja og jafnvel auka völd sín enn frekar.  Völd kvenna eru oftar dregin í efa af öðrum í nefndum og jafnvel komið í veg fyrir að konurnar geti beitt þeim með sama hætti og karlar t.d. með því að hafna tillögum kvenna um breytingar á fyrirkomulagi funda og fundarefni. Dæmin sýna þó að kyn viðkomandi er ekki endilega trygging fyrir bættum og lýðræðislegri vinnubrögðum.

Lilja Mósesdóttir í ræðustól Alþingis

Er Alþingi karllægur vinnustaður og hefur þú merkt einhverjar breytingar þar á þeim tíma sem þú hefur setið á þingi?

Já, Alþingi er karllægur vinnustaður þar sem formenn flokka ráða mestu um störf þingsins, þ.e. hvaða mál komast í gegn fyrir jóla- og sumarfrí. Þegar slíkar samningaviðræður áttu sér stað fóru margir karlar á flug í allskonar plotti. Fæstar konur fundu sig í plottinu og áttu oft erfitt með að skilja hvað væri í gangi dögum saman á þingi. Þeir þingmenn (konur og karlar) sem stóðu fyrir utan samningaviðræðurnar gramdist hvernig farið var með fullkláruð frumvörp sem fórnað var í valdaspili formanna stærstu þingflokkanna. Engin breyting varð á þessu á meðan ég sat á þingi.

Eiga konur erfiðara uppdráttar á þingi en karlmenn?

Já, á meðan völd snúast um plott í bakherbergjum og samtryggingarkerfi karla en ekki þekkingu og hæfni. Fæstar konur kunna öll klækjabrögðin sem tíðkast í pólitík og valdaleysi þeirra í pólitík þýðir að þær geta ekki treyst á jafn víðtækt stuðningsnet og karlar þegar á þarf að halda. Konum hefur verið innrætt í meira mæli en körlum að þær þurfi að mennta sig til að ná árangri. Þær missa því margar fótanna þegar inn á þing er komið og í ljós kemur að hollusta við flokksforystuna ræður mestu um hvaða trúnaðarstörf þingmenn fá.

Standa konur jafnfætis körlum þegar það kemur að ákvarðanatöku á þingi eða öðrum störfum þingmanna? Hvar eru ákvarðanir teknar? Er munur á því hvernig kynin vinna saman og nálgast hvort annað?

Mín reynsla er að karlar voru oftar búnir að „heyra hljóðið“ í öðrum þingmönnum þvert á flokka varðandi afstöðu til ákveðinna mála í umræðu eða vinnslu mála í þinginu. Mér fannst konurnar halda sig meira við samskipti við þingmenn í eigin flokki.

Er komið öðruvísi fram við þingkonur en þingmenn?

Ég upplifði mun meiri dómhörku gagnvart konum bæði í fjölmiðlum og meðal kjósenda. Þetta varð til þess að margar konurnar á þingi lögðu meiri áherslu á að kynna sér ítarlega mál í stað þess að eyða tíma í að kanna eða móta afstöðu annarra þingmanna til mála. Mér fannst kjósendur oft sýna konum sem ekki voru með eitthvað á hreinu meiri ósvífni en körlum á fundum.

Lilja Mósesdóttir í þingsal

Hefur þú orðið vör við að almenn umræða um þingkonur sé að einhverju leyti frábrugðin umræðunni um þingmenn? Hvernig þá? Hefur þú persónulega reynslu af því?

Mér hefur oft fundist þekkingu og málflutningi þingkvenna sýnd minni virðing en þingkarla. Menntun mín og hagfræðiþekking var mjög oft dregin í efa í umræðum um flókin efnahagsmál af fólki sem hafði afar litlar forsendur til að gera það.

Þekktir bloggarar og fjölmiðlar fjalla auk þess mun meira um ummæli og tillögur karla í pólitík en kvenna. Þöggunin takmarkar mjög möguleika kvenna til að eiga samtal við kjósendur með sama hætti og karlar í pólitík. Ég fór framhjá þessari hindrun með því að tjá mig á Facebook um hugmyndir mínar og tillögur ásamt því að leiðrétta rangfærslur og útúrsnúninga.

Nú í aðdraganda kosninga er nánast eingöngu fjallað um og vitnað í karla í almennri umræðu um kosningarnar. Það eru vonbrigði hvað þessi kynjahalli vekur litla athygli.

Voru gerðar aðrar væntingar til þín sem konu en þeirra karla sem þú hefur unnið með?

Mér fannst fleiri vænta þess að karlar sem voru nýir á þingi tækju að sér forystuhlutverk í stjórnmálum en konur. Ég heyrði t.d. oftar að einhver þingmaður væri efnilegur en þingkona. Þetta er hluti af þeirri karllægu menningu sem ríkir á Alþingi.

Finnst þér þú hafa verið metin að verðleikum á Alþingi?

Já, að einhverju leyti. Á meðan ég var í stjórnarmeirihlutanum hafði ég það hlutverk að koma stjórnarfrumvörpum í gegnum þingið. Ég hafði ekkert um efni frumvarpanna að segja en gat haft frumkvæði að því að breyta einstökum  ákvæðum. Í því sambandi get ég nefnt frumvarp um breytingar á lögum um einkahlutafélag og hlutafélög en ég lagði mikið á mig sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að inn kæmi ákvæði um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn.

Hlutverk mitt á Alþingi sem þingmaður utan þingflokka takmarkaðist fyrst og fremst við að koma fram með gagnrýni og tillögur um úrbætur á málum í vinnslu eða til umræðu í þinginu. Síðan réði hagsmunapólitík því hvort stóru þingflokkarnir tóku eitthvað upp af því sem ég varaði við eða lagði til.“ (sjá hér)


Áskorun á nýja ríkisstjórn

Í aðdraganda nýafstaðinna kosninga var ekki annað að sjá en allir sem hafa látið sig pólitík einhverju varða væru svo uppteknir af því að berjast um atkvæðin að samstaðan hefði týnst. Það þarf ekki að vera og því líklegt að fólk með sama markmið geti tekið sig saman og myndað pólitískan þrýsting um brýn mál rétt eins og þegar kom að viðspyrnunni gegn Icesave á síðasta kjörtímabili.

Í gærkvöldi var þingmönnum nýstofnaðrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks send áskorun um að binda endi á aðlögun Íslands að Evrópusambandinu og standa þannig við ályktanir síðustu landsfunda flokkanna um stefnu í utanríkismálum. Umræður um Evrópusambandsaðild hafa risið mishátt allt síðasta kjörtímabil, valdið klofningi og deilum en hins vegar má finna andstæðinga aðilar í öllu litrófi pólitíkunnar.

Ekki spurning um hvort heldur hvenær

Það er þannig hópur sem hefur skrifað undir áskorunina sem er birt hér fyrir neðan ásamt greinargerð og nöfnum þeirra 39 einstaklinga sem settu nafn sitt undir áskorunina. Þessir einstaklingar eiga það allir sameiginlegt að vilja að aðlögun Íslands að Evrópusambandinu verði hætt. Þeir hafa líka allir lagt sitt á vogarskálarnar í baráttunni gegn aðild að Evrópusambandinu á undanförnum árum.

Um helmingur þeirra, sem settu nöfn sín undir meðfylgjandi áskorun til nýskipaðrar ríkisstjórnar, eru frambjóðendur Regnbogans í nýliðnum kosningum, félagar í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velverðar og félagar í öðrum samtökum sem hafa lýst sig andsnúna Evrópusambandsaðild. Þessi félög eru: Heimssýn - Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold - Félag ungs fólks gegn ESB aðild og Herjan - Félag stúdenta gegn ESB-aðild.

Reykjavík, 22. maí 2013

Við undirrituð skorum á ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að binda enda á frekari aðlögun Íslands að Evrópusambandinu með formlegum hætti og standa þannig við síðustu landsfundarályktanir um stefnu flokkanna í utanríkismálum.

Greinargerð:

Eitt þeirra atriða sem má lesa út úr niðurstöðu nýafstaðinna alþingiskosninga, þar sem 51,1% kjósenda greiddu núverandi ríkisstjórnarflokkum atkvæði sitt, eru skýr skilaboð um aðrar málefnaáherslur en fyrrverandi ríkisstjórnar; m.a. varðandi Evrópusambandsaðild.

Evrópusambandið glímir sjálft við gjaldmiðils- og skuldakreppu sem ekki er séð fyrir endann á. Í þessu sambandi er vert að draga það fram að fyrrverandi fjármálaráðherrar bæði Bretlands og Þýskalands, sem mæltu með og stuðluðu að aðild landa sinna að Evrópusambandinu á sínum tíma, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stefnu ESB og þeirri áherslu sem sambandið leggur á viðhald evrunnar.

Nigel Lawson, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, staðhæfir að efnahag Bretlands sé betur komið utan ESB auk þess sem útganga úr sambandinu muni hafa jákvæðar afleiðingar innanlands í lýðræðisátt. Oskar Lafontaine, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, gengur sínu lengra þar sem hann hefur hvatt til þess að evrusamstarfið verði leyst upp til að forða frekari efnahags- og samfélagshörmungum ýmissa ríkja Suður Evrópu (sjá hér).

Afstaða fyrrverandi fjármálaráðherra er í fullu samræmi við viðvörun Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins,  frá upphafi ársins. Í viðtali við danska blaðið Politiken varaði hann við vaxandi fátækt í löndum Suður- og Austur-Evrópu vegna efnahags-kreppunnar (sjá hér). Með orðum sínum staðfestir Oskar Lafontaine ekki aðeins það sem kemur fram hjá framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins heldur dregur hann myntbandalagið fram sem orsakavald.

Aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu hefur dregið dýrmætan tíma, fjármuni og orku fráfarandi stjórnvalda frá brýnni verkefnum. Nú er tækifæri til að snúa þessu við með því að binda endi á aðlögunina og byggja upp samstöðu um uppbyggingu fullvalda ríkis sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir um grundvallarmálefni eins og efnahagsmál og milliríkjaviðskipti.

Undirskriftir:

Anna Ólafsdóttir Björnsson, frambjóðandi Regnbogans í nýliðnum kosningum

Atli Gíslason, frambjóðandi Regnbogans í nýliðnum kosningum

Árdís Magnúsdóttir, tækniteiknari

Ásgeir Geirsson, formaður Herjans, félags stúdenta gegn ESB-aðild

Baldvin H. Sigurðsson, oddviti  Regnbogans í Norðausturkjördæmi í nýliðnum kosningum

Bjarni Bergmann

Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og stjórnarmaður í Heimssýn

Björg Sigurðardóttir, frambjóðandi Regnbogans í nýliðnum kosningum

Björgvin Rúnar Leifsson, framhaldsskólakennari

Eiríkur Ingi Garðarsson, í stjórn SAMSTÖÐU

Elinborg K. Kristjánsdóttir, frambjóðandi Regnbogans í nýliðnum kosningum

Friðrik Atlason, oddviti Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi suður í nýliðnum kosningum
Guðjón Halldór Höskuldsson, iðnaðarmaður

Guðni Karl Harðarson, félagi í SAMSTÖÐU

Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni

Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Gunnar Guttormsson, vélfræðingur

Gunnar Waage, stjórnarmaður í Heimssýn

Gunnlaugur Ingvarsson ráðgjafi og stjórnarmaður í Heimssýn

Gústaf Skúlason, meðlimur í Heimssýn

Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB

Hallgeir Jónsson, í stjórn SAMSTÖÐU

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði

Helga Garðarsdóttir, félagi í SAMSTÖÐU

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra

Hörður Guðbrandsson, stjórnarmaður í Heimssýn

Jón Bjarnason, oddviti Regnbogans í Norðvesturkjördæmi í nýliðnum kosningum

Jón Reginbald Ívarsson, nemi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur og félagi í SAMSTÖÐU

Karólína Einarsdóttir, frambjóðandi Regnbogans í nýliðnum kosningum
Kristján Jóhann Matthíasson, fyrrverandi sjómaður

Rakel Sigurgeirsdóttir, varaformaður stjórnar SAMSTÖÐU

Rannveig Sigurðardóttir, skrifstofumaður

Sif Cortes, viðskiptafræðingur

Sædís Ósk Harðardóttir, frambjóðandi Regnbogans í nýliðnum kosningum

Valdís Steinarsdóttir, oddviti Regnbogans í Suðvesturkjördæmi í nýliðnum kosningum

Þollý Rósmundsdóttir, stjórnarmaður í Heimssýn

Þórarinn Baldursson, vélamaður

Þórarinn Einarsson, aktívisti


mbl.is Engar yfirlýsingar um ESB-atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af pólitískri tiltekt

Undanfarna daga og vikur hef ég staðið í tiltekt í fleiri en einum skilningi. Sú fyrirferðarmesta hefur verið á pólitíska sviðinu. Umfang hennar hefur teygt sig töluvert langt út fyrir pappírsflóðið sem hefur safnast upp í nánasta umhverfi heimilistölvunnar.

Tilefni þess að ég sest við skriftir að þessu sinni er þó útprent sem ég rakst á í slíkum bunka. Um er að ræða innlegg sem ég setti saman í tilefni af því að ég var beðin um að ávarpa gesti á málþingi sem Rauður vettvangur boðaði til 9. október 2010. Þegar til kom var þó tæplega hægt að tala um málþing heldur frekar hringborðsumræður eða semínar.

Ég hafði verið boðuð sem fulltrúi almennings sem hafði spyrnt við fótum frá bankahruni og látið það skýlaust í ljós að heillavænlegasta leiðin til árangurs væri sú að auka á samvinnu. Ég hef hvorki fyrr né síðar orðið þess vör að það sem ég sagði á þessum vettvangi hafi skipt neinu máli en ég ætla samt að birta upphaf þess sem ég setti saman fyrir þetta tilefni áður en það fer í ruslið með mörgum af þeim pappírum sem hafa safnast saman á undanförnum þremur árum.

**********************************************

Upphaf erindis fyrir Rauðan vettvang þ. 9. október 2010

Það segir einhvers staðar að „Vitræn auðmýkt kannast við að maður ætti ekki að þykjast vita meira en maður veit.“ Mér þykir rétt að minna á þetta hér til að undirstrika það að ég er ekki sérfræðingur í því hvernig ólíkir hópar geta unnið saman og hvernig er best að ná árangri. Hins vegar er ég búin að vinna að svo mörgum og ólíkum viðspyrnuverkefnum síðastliðin tvö ár að ég get vissulega lagt eitthvað gagnlegt fram í slíka umræðu. Margt af því liggur e.t.v. í augum uppi en stundum þarf að draga slík atriði fram til að gera þau gildandi.

Mennskuna í forgang

Það vita t.d. allir að samvinnan er mikilvæg og að því fleiri sem vinna saman að því meiri verður árangurinn. Þetta er þó mjög háð markmiðum hópsins; þ.e. hvert verkefni hans er og í hverju hann ætlar að ná árangri. Í þessu sambandi langar mig til að nefna að ég hef bæði tekið þátt í undirbúningi á borgarafundum á Akureyri og mótmælaaðgerðum hér í Reykjavík. Ég kem svolítið nánar að þessu síðar.

[...]

Á Akureyri tók ég þátt í laugardagsmótmælum og samstöðu við janúarbyltinguna sem skapaði núverandi stjórnvöldum [þ.e. ríkisstjórn Samfylkingar og VG] tækifærið til að komast til valda. Þó fjöldinn sem tók þátt í þessum aðgerðum fyrir norðan hafi aldrei orðið neitt viðlíka því sem gerðist hér í Reykjavík þá finnst mér þeir hafa verið mikilvægir ekki síst fyrir mig sjálfa svo og aðra sem tóku þátt. Mikilvægið liggur ekki síst í samstöðunni og þeirri samkennd sem hún vakti okkur þátttakendum.

Við stöndum nefnilega öll í sömu sporum gagnvart stjórnvöldum sem styðja bankana í því að bæta sér upp eignatjónið sem þeir halda fram að þeir hafi orðið fyrir við hrun bankanna. Það þarf ekki mikið fjármálavit til að átta sig á því að peningar gufa ekki upp. Okkur grunar líka hvað hefur orðið um þá en hversu undarlega sem það hljómar þá standa stjórnvöld í vegi fyrir því að eðlilegt uppgjör, sem er í samræmi við fyrrgreinda staðreynd, fari fram.

Vegna þess að við stöndum í sömu sporum er auðvitað mikilvægt að við stöndum saman. En hvað stendur í veginum fyrir því að af því verði? Mitt svar byggir á ályktunum sem ég hef dregið af því fjölbreytta grasrótarstarfi, sem ég hef tekið þátt í á undanförnum tveimur árum, bæði hér og fyrir norðan. Síðastliðin tvö ár hef ég rekist á hreint ótrúlega marga einstaklinga sem búa yfir frábærum hugmyndum um það hvernig megi bregðast við núverandi ástandi á mun árangursríkari hátt en mun nást með viðbrögðum núverandi stjórnvalda [ath. að þetta er úr erindi sem var flutt haustið 2010].

Svipmynd frá síðasta þingi

Því miður hafa nokkrir þeirra viljað taka alltof mikið að sér en líka viljað stjórna allri atburðarrásinni eftir að hún var farin af stað. Í þessu sambandi verður mér hugsað til tveggja einstaklinga sem stóðu að stofnun grasrótarsamtaka fyrir norðan sem fengu það skemmtilega heiti Bylting fíflanna. Ég vil ekki lýsa yfir andláti þessa grasrótarafls, það lifir a.m.k. í fánanum sem grasrótarsamtökin kenna sig við, en sama og engin starfsemi fer lengur fram innan samtakanna sjálfra.

Þetta hef ég líka horft upp á hér í Reykjavík. Ég hef líka horft upp á það að sumir eiga í erfiðleikum með að starfa með öðrum. Meginástæðan er eflaust sú að okkur skortir reynsluna af því að vinna saman undir sambærilegum kringumstæðum og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna. Það verður þó ekki sagt að við höfum ekki reynt. Það hafa verið haldnir fjölmennir fundir þar sem markmiðið hefur verið það að hrinda af stað einhverju áhrifaríku verkefni sem því miður hefur sjaldnast tekist.

Mér sýnist að það væri hægt að leysa þetta með því að við byrjuðum á því að átta okkur á því öll að við búum yfir hæfileikum og eigum þess vegna erindi en við megum ekki gleyma því að við búum yfir mismunandi hæfileikum og það er ekki síst þess vegna sem það er mikilvægt að við vinnum saman.

Ég man eftir konu úr mótmælunum hér í Reykjavík sem er mjög mikilvirk í mómælum og þar sem það er við hæfi að rífa kjaft en hún á í erfiðleikum með að vinna að friðsamlegri verkefnum. Ég hef líka haft kynni af manni sem er mjög duglegur að koma sér á framfæri við fjölmiðla og áhrifamenn í samfélaginu, hafa áhrif á fólk og vekja það til athafna en hann rekst illa í hópi sem hann stjórnar ekki sjálfur.

Fleiri sjónarmið

Ég tel mikilvægt að við áttum okkur á hverjir hæfileikar okkar eru og hvar þeir nýtast best. Ég tel ekki síður mikilvægt að við áttum okkur á því að það búa ekki allir yfir sömu hæfileikunum en til að vinna að jafnstóru verkefni eins og það er að breyta ósanngjörnu kerfi, sem er varið af áhrifaríkri og þaulsetinni valdastétt, þurfum við einmitt margt fólk með fjölbreytta hæfileika.

[...]

********************************************** 

Það er e.t.v. ekki úr vegi að taka það fram að erindið sem brotið hér að ofan er tekið úr var sett saman undir áhrifum þess að nokkrum dögum fyrr hafði ég séð hvernig hugmynd eins manns, sem mætti með olíutunnu fyrir framan alþingishúsið við þingsetninguna 1. október 2010, margfaldaðist nokkrum dögum síðar. Tunnumótmælin voru nefnilega samstarfsverkefni margra einstaklinga og þátta.

Mótmæli eru aðeins ein mynd samstöðu

Í mínum huga verður 4. október 2010 alltaf mynd samstöðu sem því miður tókst að sundra og hefur ekki náðst að skapa síðan. Ég er á því að það sem ég benti á í orðum mínum hér að ofan sé stór þáttur. Tveimur árum eftir að ég flutti þessa tölu hafði ég reyndar gert mér enn gleggri grein fyrir því hvaða mannlegu brestir riðluðu samstöðunni hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég dró þessi atriði saman í tveimur bloggpistlum sem ég birti fyrir síðustu jól.

Annar fékk heitið: Þetta var aldrei einleikið en hinn Vegvillt viðspyrna. Það sorglegasta er að það sem gróf undan samstöðu grasrótarinnar voru innanmein hennar sjálfrar. Þau alvarlegustu voru þau að meðal grasrótarinnar voru frá upphafi einstaklingar sem voru of uppteknir af sjálfum sér til að ráða við það mikilvæga verkefni að vinna saman. Eftir á að hyggja er líka útlit fyrir að grunnaflið í grasrót höfuðborgarvettvangsins hafi miklu frekar verið áhrifagjörn og hávaðasöm hvatvísin en íhugul og grandvör skynsemin.

En vissulega naut gróskan í grasrótinni, sem lofaði svo góðu í lok árs 2010 og upphafi ársins 2011, dyggar aðstoðar utanaðkomandi sinnuelda til að brennast upp og tortíma sjálfri sér. Hvort upp af eldhafinu, sem náði hámarki nú undir síðustu kosningar, vaxi upp ný, öflugri og skynsamari grasrót er ómögulegt að segja. Tíminn verður að leiða það í ljós.

Olíkir kraftar=Ólík útkoma

Vaxtarskilyrðin eru tæplega nokkuð skárri en reynsla síðustu missera ætti vissulega að vera víti til varnaðar þeim sam sækjast frekar eftir því að vinna að samfélagsumbótum en koma sjálfum sér á framfæri við kastljós athyglinnar og pólitísk metorð.


Pólitískir verðurvitar

Þetta er þriðji og síðasti hluti framhaldsbloggsins sem byrjaði á Egómiðuð geðþóttapólitík og var framhaldið með Þegar pólitískt innsæi þrýtur sem var birt hér síðastliðinni sunnudag. Í þessum lokahluta verður fullyrðing Egils Helgasonar um það að stjórnmálamenn séu áhrifalausir nema þeir eigi sæti á þingi skoðuð ásamt sérstæðum opinberunum hins fullyrðingaglaða Jónasar m.a. um það sem hafði farið framhjá honum varðandi offjölgun Dögunar. 

Á þeim tíma sem sú sem þetta skrifar starfaði með Hreyfingunni furðaði það hana alltaf jafnmikið að sjá það í hve miklu uppáhaldi bæði Egill Helgason og Jónas Kristjánsson voru meðal bæði þingmanna Hreyfingarinnar og annarra mestráðandi þar innanborðs. Auðvitað hefur það borið við að báðir hafa sagt eitthvað spaklegt um pólitík en ef betur er að gáð eru þeir langt frá því að vera þeir einu sem segja einstaka sinnum eitthvað gáfulegt um það efni án þess að hafa uppskorið viðlíka dreifingu og þessir tveir.

Það sem er verra, er að báðir virðast vera óþarflega háðir geðþóttamiðuðum dægursveiflum auk þess að vera bæði hlutdrægir og hallir til sleggjudóma. Hvorugur hefur heldur sýnt því mikinn áhuga að rökstyðja dóma sína sem er sínu alvarlegra í tilviki Egils Helgasonar miðað við stöðu hans sem þáttastjórnanda í einum vinsælasta stjórnmálaumræðuþætti landsins.

Sporgengill eða villuljós

Egill Helgason er meðal þeirra fjölmiðlamanna sem hafa af einhverjum ástæðum verið mjög hlutdrægir gagnvart SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar. Hlutdrægni hans hefur m.a. komið fram í því að fulltrúum flokksins hefur almennt ekki staðið til boða að taka þátt í umræðuþættinum sem hann stýrir í sjónvarpi allra landsmanna. Þannig var einum fulltrúa, og stundum fleirum, allra nýju flokkanna, sem komu fram fyrir síðustu jól, boðið í Silfrið til kynningar á framboðum sínum og málaefnaáherslum  nema SAMSTÖÐU.

Egill Helgason í settinu

Þó athugasemdir hafi verið gerðar við þetta af hálfu SAMSTÖÐU hefur Egill Helgason enga tilburði sýnt til að bæta ráð sitt. Auk útilokunar SAMSTÖÐU frá Silfrinu hefur Egill birt lítilsvirðandi skrif um núverandi formann hans; Lilju Mósesdóttur (sjá hér). Þannig hefur hann ekki aðeins lagt sitt af mörkum í því að grafa undan starfsferli hennar sem stjórnmálamanns heldur tekið þátt í því að viðhalda orðrómi um persónu hennar sem er ekki útilokað að geti haft skaðleg áhrif á starfsferil Lilju utan pólitíkunnar.

Þrátt fyrir að alþingiskosningar án þátttöku Lilju Mósesdóttur séu nú um garð gengnar skiptir Egill Helgason ekki um kúrs í geðþóttamiðaðri dægursveiflupólitík sinna:

Stór hópur yfirgaf flokkinn [VG] á síðasta kjörtímabili, þingmennirnir Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason.

Ásmundur gekk í Framsókn, Guðfríður Lilja hætti, hin reyndu fyrir sér í pólitík á öðrum vettvangi og mistókst hrapallega. Áhrif þeirra eru engin –  (sjá hér)

Það er ekki nóg með að Egill Helgason geri sig sekan um þá vafasömu fullyrðingu að áhrif viðkomandi einstaklinga í pólitík eigi upphaf sitt og endi í þingveru viðkomandi heldur stappar hann þessari staðhæfingu fram með gildishlöðnu orðavali eins og „reyndu fyrir sér í pólitík“, „mistókst hrapalega“ og svo loks „áhrif þeirra eru engin“.

Sjálfur virðist hann svo leggja sig fram við það að tryggja það að áhrif Lilju Mósesdóttur verði að engu með því að boða hana hvorki í panel né einkaviðtal þó sérsvið hennar og/eða útfærslur á lausnum hennar við efnahagsvanda Íslands séu til umræðu. Þetta kom vel fram í upphafspanel síðasta Silfurs. (sjá hér) Ég geri ráð fyrir að þeir hafi verið fleiri en ég sem söknuðu þess að sérfræðingur síðasta þings í efnahagsáföllum skyldi ekki vera boðaður til að fjalla um Skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og tillögur svokallaðs samráðsvettvang um aðgerðir til að efla hagvöxt á Íslandi.

Það vakti ekki síður athygli í Silfri síðastliðins sunnudags hvernig Gunnar Tómasson var skyndilega orðinn einn helsti talsmaður skiptigengisleiðarinnar í munni Egils Helgasonar. Það var reyndar ekki hægt að skilja framsetningu hans öðru vísi en svo að enginn nema Gunnar Tómasson hafi komið nálægt því að benda á hana frá því að Vestur-Þjóðverjar nýttu þessa leið til að rétta úr efnahagskútnum.

Því miður eru þessi dæmi ekki einsdæmi um það sem mætti e.t.v. kalla meinfýsna hlutdrægni Egils Helgasonar og af þeim ástæðum hefur mér þótt það undarlegt hve þeir sem vilja kenna sig við byltingu og ný stjórnmál og/eða vinnubrögð hafa verið uppteknir af því að halda skoðunum hans og skrifum á lofti. Enn meiri furðu hefur það þó vakið hve örblogg Jónasar Kristjánssonar hefur notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem vilja rekja pólitískan uppruna sinn til umróta Austurvallar í kjölfar bankahrunsins.

Meinvillandi álitshnekkjari

Það hlýtur að vera öllum þeim sem gera kröfur um vönduð vinnubrögð og faglega framsetningu hulin ráðgáta hvers vegna „séð og heyrt“-vædd dægurmálaumræða Jónasar Kristjánssonar hafi það vægi sem hún í raun hefur hvað varðar það hvað ber hæst á umræðuvettvangi þeirra sem hafa hann að veðurvita í pólitík. Jónas byggir nefnilega almennt öll sín örskots-blogg á því sem honum finnst eða hann heldur. Það er spurning hvort það er akkúrat fyrir þetta samkenni sem hópurinn, sem bauð fram þrí- eða fjórklofið fyrir nýliðnar kosningar, hefur haldið bloggum hans svo á lofti.

Það væri synd að segja að Jónas hafi ekki launað aðdáendahópnum, sem tilheyrði Borgarahreyfingunni upphaflega en dreifði sér síðan í margklofning Dögunar, fyrir það hve mjög hann hefur haldið örbloggi hans á lofti. Í aðdraganda nýliðinna alþingiskosninga reyndist hann afar liðtæk málpípa þeirrar sundrungar- og sundurlyndispólitíkur sem þar var/er undirliggjandi og hvatti kjósendur til að velja einhvern þeirra flokka sem urðu til út úr tilrauninni „til að sameina í eina breiðfylkingu fólk sem gæti komið raunverulegu málefnaframboði inn á þing til höfuðs Fjórflokknum.“ (sjá hér).

Jónas Kristjánsson opinberar fáfræði sínaÞað má reyndar vera að aðdáendahópur hans innan Dögunarþrennurnar segi örbloggsskrifum hans upp nú í kjölfar þess að hann beindi spjótum sínum að þessum margklofna stjórnmálaflokki í einu þeirra örblogga sem hann birti 30. apríl sl:

Smám saman heyrast hálfar og heilar fréttir af sundrun Dögunar. Einn segir Andreu Ólafsdóttur hafa hafnað framboði Þorvalda Gylfasonar og viljað stýra öllu. Andrea segir Lýð Árnason hafa klofið Lýðræðisvaktina út úr flokknum. Flokkur heimilanna sé líka klofningur, bæði framboð byggð á eins manns egó. Friðrik Þór Guðmundsson segir Pírata líka vera klofning úr Dögun.

Allt er þetta mjög forvitnilegt. Hvernig verður flokkur til, hvernig sogast menn að starfinu og af hverju klofnar flokkurinn vikulega kruss og þvers. Er ekki að tala um að finna sökudólg, heldur bara heyra um sérstæð samskipti fólks. (sjá hér)

Það hlýtur að vekja upp spurningar af hverju Jónas Kristjánsson nýtur svo mikils lestur í bloggheimum þegar hann ástundar ekki betri vinnubrögð en þau sem hann opinberar hér. Fyrst hvetur hann kjósendur ítrekað til að velja einhvern flokk Dögunarþrennunnar en svo rétt eftir kosningar opinberar hann það að hann hafði í raun bara bitið það í sig að þetta væri álitlegri kostur en „bófarnir og bjánarnir í fjórflokknum“.

Prédikarinn

Jónas opinberar það með öðrum orðum að hann gerir engar kröfur til sjálfs sín sem örbloggara heldur nýtir afburðastöðu sína sem eins mest lesna bloggarans skv. Blogggáttinni (sjá r) til að hjala og slúðra um grafalvarlega hluti eins og það hvaða stjórnmálaflokkum er treystandi og hverjum ekki. Hins vegar sleppir hann alveg að færa gild rök fyrir því hvers vena hann treystir sumum alfarið en öðrum alls ekki.

Nokkrum dögum eftir að hann birti traustsyfirlýsingu sína á Dögunarþrennunni, en þó ekki fyrr en eftir kosningar, opinberar hann það að hann hefur fylgst svo illa með því pólitíska umróti sem átti sér stað í aðdraganda nýliðinna kosninga að hann vissi ekki einu sinni hvað lá stofnun þeirra sem hann gæðavottar til grundvallar.

Hann lætur það hins vegar undir höfuð leggjast að biðja lesendur sína afsökunar á því fáviskulega ábyrgðarleysi sem varð til þess að hann hvatti þá til að  flykkja sér um þrjá sundurlyndisættaða stjórnmálaflokka í þeim tilgangi að hreinsa Alþingi 100% af  „bófum og bjánum í fjórflokksins“. (sbr. örbloggspistil Jónasar á myndinni hér aðofan). 

Viðhaldið er undir lesendum komið

Það fer varla fram hjá þeim sem vilja byggja á staðreyndum hvernig Jónas Kristjánsson opinberar það með ýmsum hætti hve óáreiðanlegur hann er í örbloggspistli sínum frá 24. mars sl. Það er ekki nóg með að hann kalli alla þingmenn fjórflokksins: „bófa og bjána“ og hvetji kjósendur til að kjósa þrjá flokka, sem hann viðurkennir rétt rúmum mánuði síðar að hann þekki lítið sem ekkert til, heldur minnist hann á SAMSTÖÐU eins og sá stjórnmálaflokkur hafi enn verið valkostur þegar hann skrifaði umræddan texta og notar tækifærið til að opinbera smásálarlega óvild sína gagnvart þeirri sem hann nefnir gjarnan Lilju Mós. 

Eins og öllum, sem fylgjast með í pólitík, má vera fullkunnugt um þá dró Lilja Mósesdóttir fyrirhugað framboð sitt til baka 22. desember á síðasta ári með opinberri yfirlýsingu (sjá hér). Landsfundur SAMSTÖÐU sem var haldinn 9. febrúar á þessu ári tók síðan þá ákvörðun að draga fyrirhugað framboð til nýafstaðinna alþingiskosninga til baka (sjá hér). Jónas Kristjánsson heldur því sem sagt blákalt fram að  Lilja Móseddóttir verði meðal valkosta sem fulltrúi SAMSTÖÐU í kosningunum þremur mánuðum eftir að Lilja dró fyrirhugað framboð sitt til baka og rúmum einum  og hálfum mánuði eftir að öllum þeim sem fylgjast þokkalega vel með mátti vera það ljóst að ekkert yrði af framboðinu.

Jónas Kristjánsson hefur margsinnis opinberað óútskýrða óvild sína í garð Lilju Mósesdóttur (sjá hér) og SAMSTÖÐU (sjá hér). Þar hefur hann ekki aðeins opinberað þá eineltislegu skaðvaldapólitík sem virðist vera í uppáhaldi hjá honum heldur fáfræði sem vekur upp enn frekari spurningar um það hvers vegna nokkrum dettur í hug að hafa hann að pólitískum veðurvita.

Það er ekki útlit fyrir að „Bófinn og bjáninn“ sem ástundar svo ófagleg vinnubrögð sem raun ber vitni hafi í hyggju að bæta ráð sitt. Það er heldur ekkert útlit fyrir að lesendum hans þyki það nokkurt tiltökumál þó ekkert sé að marka skrif Jónasar því enn trónir hann á toppnum meðal mest lesnu bloggarana (sjá hér).

Það væri sannarlega óskandi að þeir sem hér hafa verið til umfjöllunar horfðust í augu við þá ábyrgð sem því er samfara að vera í þeirri aðstöðu að festa sig í sessi sem „marktækur“ álitsgjafi um bæði innanflokksmálefni svo og pólitík almennt.

Pólitískir veðurvitar

Á meðan Egill Helgason er enn þáttastjórnandi eins fárra stjórnmálaumræðuþátta í sjónvarpi er hann í góðri aðstöðu til að breyta ímynd sinni með því að vanda bæði val sitt á viðmælendum og leggja af þá persónulegu og eineltismiðuðu pólitík sem honum hættir til að ástunda á bloggvettvangi sínum. Jónas Kristjánsson ætti, miðað við það sem Egill heldur fram um þau: Atla Gíslason, Jón Bjarnason og Lilju Mósesdóttur, að vera áhrifalaus í pólitískri umræðu þar sem hann er ekki lengur í stöðu ritstjóra eða blaðamanns. En er hann það?

Hvað Jónas Kristjánsson varðar er ljóst að það eru fyrst og fremst lesendur hans sem halda sundrungarfullum örbloggum hans á lofti. Það er á þeirra ábyrgð að hann kemst upp með það að halda áfram að skemmta skrattanum með því að leggja því helst lið að brjóta það niður sem til framfara horfir en upphefja þá sem ástunda sömu sundrungarpólitíkina og hann sjálfur. Ef hann heldur áfram að efast um Dögunarþrennuna má þó vera að tími hans í bloggheimum muni loks líða undir lok!


Þegar pólitískt innsæi þrýtur

Þetta er framhald af bloggpistli gærdagsins, Egómiðuð geðþóttapólitík, sem lauk á því að ég gaf til kynna hvert yrði efni framhaldsins sem verður í tveimur hlutum. Í þessum hluta verða skoðaðar fullyrðingar tveggja frambjóðenda Dögunar um að Lilja Mósesdóttir og/eða SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar beri ábyrgð á slöku brautargengi stjórnmálaflokksins sem þeir voru í forsvari fyrir í nýliðnum alþingiskosningum.

Afbökun Þórs

Á þessum bloggvettvangi hefur áður (sjá hér) verið vikið að þeirri afbökun sem Þór Saari setti fram í bloggpistli sínum daginn fyrir kosningar eða þann 26. apríl sl. Þar er ýmsu haldið fram sem væri þess vert að skoða betur en í því samhengi sem hér er til umfjöllunar vekur þetta mesta athygli:

Hvað nýju framboðin varðar þá er um marga ágæta valkosti að ræða og engin afsökun til staðar um að þar sé ekki að finna hæft fólk. Mannvalið á listum sumra þessara nýju framboða er með eindæmum gott og ber af miðað við þreyttan klíkuhóp Fjórflokksins. Sjálfur er ég á lista hjá Dögun sem var tilraun til að sameina í eina breiðfylkingu fólk sem gæti komið raunverulegu málefnaframboði inn á þing til höfuðs Fjórflokknum.

Því miður náðu egóin tökum á sumum upprunalegu félögum okkar og til urðu Lýðræðisvaktin, Píratar, Samstaða (sem svo hvarf), Hægri grænir og fleiri. Flokkar með ágætis fólk innan borðs en byggðir upp í kringum einstaklinga og fá eða jafnvel bara eitt mál og sem slíkir munu þeir ekki ná mikilli vigt á Alþingi. (sjá hér (feitletrunin er blogghöfundar)

Þór Saari 18. mars 2013Hér lætur Þór að því liggja að SAMSTAÐA sé ekki aðeins flokksbrot úr Dögun heldur segir að flokkurinn sé horfinn án þess að færa fyrir hvorugu nokkur rök. Hægri grænir eru heldur ekki flokksbrot úr Dögun eins og mætti skiljast á framsetningunni enda stofnaður tveimur árum áður en stjórnmálaflokkur Dögunar varð til.

Hvað ræður þessari framsetningu bráðum fyrrverandi þingmanns er ekki gott að segja en hún er þó í stíl við þau vinnubrögð sem Árni Páll Árnason gerði þessa eftirminnilegu athugasemd við varðandi framgöngu Hreyfingarþingmannanna á lokadögum nýliðins þings (sjá ummæli Árna Páls í samhengi hér).

Álit Árna Páls á framgöngu þingmanna Hreyfingarinnar

Eins og lesendur eru e.t.v. meðvitaðir um þá varð útséð um að af nokkru samstarfi gæti orðið á milli Hreyfingarinnar annars vegar og Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur hins vegar við þingsetninguna haustið 2011. Þetta hefur reyndar verið rakið áður í samhengi við þessa vafasömu staðhæfingu Þórs:

Hér er ástæða til að minna á að haustið 2011 tók Þór Saari nefndarsæti af Atla Gíslasyni í Íslandsdeild vestnorræna ráðsins (sjá hér og hér) meðvitaður um það hversu mikils virði sætið var Atla. Enginn Hreyfingarþingmannanna hafði heldur neitt við það að athuga að á sama tíma var Þuríður Bachman sett í sæti Lilju Mósesdóttur í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins (sjá hér og hér). Þetta var gert þremur dögum áður en Lilja átti að fara til Strassborgar og flytja ræðu sem fulltrúi flokkahópsins hennar um skýrslu OECD um efnahagsmál (sjá hér). (þennan tekst má lesa í samhengi hér)

Það ætti því að vera fullljóst að pólitískt höfðu þingmenn Hreyfingarinnar útilokað Lilju Mósesdóttur fyrirfram frá tilrauninni sem hófst í Grasrótarmiðstöðinni síðla haustið 2011 „til að sameina í eina breiðfylkingu fólk sem gæti komið raunverulegu málefnaframboði inn á þing til höfuðs Fjórflokknum“ (sjá hér).

Það skal svo áréttað SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar var stofnaður 15. janúar 2012, tæpum fjórum mánuðum eftir að Hreyfingarþingmennirnir höfðu opinberað þjónkun sína við ríkisstjórnina. Dögun var ekki stofnuð fyrr en tveimur mánuðum eftir að SAMSTAÐA var stofnuð eða 18. mars það sama ár.

Þegar málefnagrundvöllinn vantar

Þegar kemur að samstarfi í pólitík hljóta allir að gera sér góða grein fyrir því að ef vel á að takast þarft slíkt samstarf að byggja á grundvelli málefna eða m.ö.o. því að málsaðilar séu sammála um stjórnmálastefnuna í grundvallaratriðum. Miðað við það að Borgarahreyfingin bauð fram efnahagsstefnu á sínum tíma sem var grundvölluð á hugmyndum Lilju Mósesdóttur og í ljósi þess að í nýliðnum alþingiskosningum höfðu tveir oddvitar Dögunar lært lausnarmiðaðar hugmyndir Lilju Mósesdóttur til efnahagsumbóta utanbókar er ekki óeðlilegt að það komi einhverjum spánskt fyrir sjónir að fulltrúar Dögunar og SAMSTÖÐU hafi ekki lagt meira á sig til að af einhvers konar samstarfi gæti orðið.

Það blasir þó væntanlega við hverjum þeim sem eitthvað þekkir til í pólitík að með framkomu Þórs haustið 2011 gaf hann mjög skýr skilaboð um bæði hæfni sína og vilja sinn til pólitísks samstarfs. Hér má líka minna á að mánuði eftir að Atli Gíslson og Lilja Mósesdóttir gegnu út úr ríkisstjórninni með því að segja skilið við þingflokk VG vorið 2011 sendu þingmenn Hreyfingarinnar frá sér þessa yfirlýsingu:

Þingmenn Hreyfingarinnar eru ekki fráhverfir samvinnu eða samstarfi við núverandi ríkisstjórn, jafnvel stjórnarþátttöku um tiltekin mál. (sjá hér á vef Hreyfingarinnar og hér á vef DV)

Hér má minna á að Atli og Lilja héldu blaðamannafund þann 21. mars 2011 þar sem þau opinberuðu þá ákvörðun sína að segja skilið við þingflokk VG (sjá hér). Viljayfirlýsing Hreyfingarinnar til samstarfs við ríkisstjórnina var gerð opinber þ. 27. apríl 2011. 

Ferill Atla og Lilju með ríkisstjórninni 22. apríl 2011

Það verður varla skýrara að það voru Hreyfingarþingmennirnir sjálfir sem kipptu öllum stoðum undan því að Lilja Mósesdóttir gæti átt samleið með breiðfylkingunni sem átti stefnumót í Grasrótarmiðstöðinni með það að markmiði að koma saman „raunverulegu málefnaframboði til höfuðs Fjórflokknum“ (sjá hér).

Áður en fyrsti fundur höfuðpauranna, sem fundu sig sem „félaga“ undir þessum málefnahatti, var boðaður höfðu Hreyfingarþingmennirnir tekið þátt í refsiaðgerðum Samfylkingar og Vinstri grænna gegn Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur fyrir það að yfirgefa ríkisstjórnina. Eins og glöggir lesendur átta sig væntanlega á þá hafa báðir flokkar almennt verið taldir til þess sama fjórflokks og fulltrúar Dögunar hafa haldið fram að flokkur þeirra sé teflt gegn til höfuðsetningar.

Það skal svo áréttað að vorinu áður höfðu Hreyfingarþingmennirnir gefið út opinbera yfirlýsingu um það að þeir væru tilbúnir til samstarfs við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.  Áður en kom til stofnunar SAMSTÖÐU í janúar 2012 og svo Dögunar í mars það sama ár höfðu þessir sömu þingmenn Hreyfingarinnar nýtt meginpart jólafrísins síns með ríkisstjórnarparinu, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, á samningafundum um stuðning við þann hluta fjórflokksins sem myndaði síðustu ríkisstjórn (sjá hér).

Viðhaldsafbökun

Gunnar Skúli Ármannsson kemur inn í Dögun í gegnum Frjálslynda flokkinn sem hefur væntanlega ákveðið að ganga í breiðfylkingu með Borgarahreyfingunni og Hreyfingunni í þeirri von að ná þannig aftur fimmtaflokksfylginu sem Borgarahreyfingin tók frá Frjálslyndum vorið 2009.

Til að uppfylla þennan draum er líklegt að stjórn flokksins hafi endanlega tekist að jarða sinn gamla flokk sem hafði átt mjög í vök að verjast ekki síst vegna þungrar áróðursöldu um meintan rasisma flokksmeðlima. Vinstri grænir héldu slíkum áróðri mjög á lofti í þingkosningunum vorið 2007 og svo ýmsir frambjóðendur og stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar i þingkosningunum vorið 2009.

Gunnar Skúli ÁrmannssonÞrátt fyrir yfirlýsingar um eindregna samstöðu flokkanna sem komu saman til myndunar breiðfylkingarinnar sem síðar varð Dögun (sjá hér) þá var Gunnar Skúli einn af fáum fyrrverandi félagsmönnum Frjálslynda flokksins sem nutu þeirrar náðar kjördæmaráðs Dögunar að fá sæti á framboðslista flokksins.

Enginn fulltrúi Frjálslyndra fékk oddvitasæti en eiginkona Gunnars Skúla og mágur voru meðal þeirra fjögurra flokksmeðlima sem komu úr Frjálslynda flokknum sem hlutu sæti í fimm efstu sætum framboðslista Dögunar (sjá hér). Þrátt fyrir þá meðferð sem samherjar Gunnars Skúla úr Frjálslyndum hlutu frá þeim sem höfðu með röðun á lista Dögunar að gera hefur hann séð ástæðu til að styðja við þá afbökun Þórs Saari sem gerð hefur verið grein fyrir hér að ofan.

Þetta er ekki síst merkilegt í ljósi þess að Gunnari Skúla var fullkunnug um framkomu Hreyfingarþingmannanna gagnvart Atla og Lilju haustið 2011. Þá fannst honum hún ámælisverð. Nú tekur hann undir með  Þór varðandi það að Lilja Mósesdóttur sé meðal þeirra sem eiga sök á því að grafa undan vaxtarmöguleikum Dögunar. Hann lætur sér þó ekki nægja að halda þessu fram fyrir nýliðnar alþingiskosningarnar (sjá hér) heldur tekur afbaksturinn upp aftur að þeim loknum:

Stofnaður var samráðshópur sem gekk undir vinnuheitinu Breiðfylkingin. Reynt var að bjóða öllum sem unnið höfðu í grasrótinni. Eftir nokkra mánaða vinnu fæddist Dögun í mars 2012. Því miður vildi Lilja Mósesdóttir ekki vera með og stofnaði Samstöðu. Sá flokkur bauð síðan aldrei til þings. [...]

Alveg fram í rauðan dauðann reyndi Dögun að sameina öll þessi atkvæði en allt kom fyrir ekki, menn vildu endilega bjóða fram klofið. (sjá hér)

Af málflutningi Gunnars Skúla verður ekki önnur ályktun dregin en stjórnmálaflokkur SAMSTÖÐU hafi verið stofnaður á eftir Dögun. Auk þess má skilja það sem svo að öll þau framboð sem komu fram í kjölfar stofnunar SAMSTÖÐU, þ. 15. janúar í fyrra, hafi fyrst og fremst verið stefnt til höfuðs Dögunar.

M.ö.o. þá kýs Gunnar Skúli að setja mál sitt þannig fram að eðlilegast er að álykta að Dögun hafi verið fyrst nýju stjórnmálaflokkanna til að koma fram og þess vegna hefði verið eðlilegast að hin framboðin hefðu sameinast undir hatti Dögunar. Þannig hefði það líka verið tryggt að þau atkvæði sem önnur ný framboð fengu í nýafstöðnum alþingiskosningum hefðu ratað til Dögunar og orðið að gagni.

Merki nýju flokanna sem buðu fram í alþingiskosningunum 2013

Ekki veit ég hvort Gunnar Skúli og Þór séu sannfærðir um það sjálfir að þeir mæli af mikilli pólitískri visku í umræddum bloggpistlum en væntanlega sjá það flestir, sem hafa á annað borð gefið sig út fyrir það að setja höfuðið inn í raunheim pólitíkunnar, að ef t.d. fimmflokkurinn sameinaðist í einn er útilokað að öllum hefði líkað ráðahagurinn svo stórkostlega að samanlagt fylgi sameinaðra flokka hefði verið 83,1% (sjá hér).

Þetta er sú prósentutala sem fæst út ef fylgi Bjartrar Framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í nýliðnum alþingiskosningum er lagt saman. Fylgistölur nýju framboðanna, að Bjartri framtíð undanskilinni, var samtals 17%. (sjá hér)

Svo má böl bæta...

Það væri óskandi að þeir tveir sem hér hefur verið vitnað til horfðust í augu við þá ábyrgð sem þeir bera sjálfir á því hvernig pólitískt landslag hefur skipast draumum þeirra og framboði í óhag. Geri þeir það þá átta frambjóðendur Dögunar sig á því að þeir skaða engan meir en sjálfan sig með því að halda því fram að aðrir stjórnmálaflokkar, félagsmenn þeirra og/eða frambjóðendur beri meiri ábyrgð á áhugaleysi kjósenda gagnvart Dögun en þeir sjálfir. 

Sú skýring sem liggur beinast við varðandi áhugaleysi kjósenda er vissulega sá skortur á trausti sem Hreyfingarþingmennirnir höfðu skapað sér með störfum sínum inni á þingi. Ekki síst stuðningur þeirra við ríkisstjórnina og það að fórna hagsmunum heimilanna fyrir óstýriláta stjórnarskráráráttu. Af einhverjum ástæðum ákváðu kjósendur þó að treysta Birgittu Jónsdóttur og flokknum sem hún stofnaði.

Þrátt fyrir ýmis skakkaföll varðandi frambjóðendur á lista Pírata ákváðu samt 5,1% kjósenda að treysta flokk hennar og fyrirgefa Birgittu það sem kollegum hennar innan þingflokks Hreyfingarinnar var refsað fyrir með því að sniðganga framboð Dögunar.

Það má líka vera að það hafi ekki farið fram hjá öllum kjósendum hvernig Dögun komst yfir það ríkisframlag sem hafði verið stílað á kennitölu Borgarahreyfingarinnar frá síðustu alþingiskosningum (sjá hér) þó fjölmiðlar hafi sýnt gjörningnum lítinn sem engan áhuga. Þeir sem voru upplýstir um þetta atriði hafa að öllum líkindum þótt það ótrúverðugt að framboð sem grundvallaði áberandi þátttöku sína í kosningabaráttunni á kennitölufifferí væri líklegt til að reynast betur en þeir flokkar sem Dögun hélt svo mjög á lofti að þyrfti að hreinsa út af Alþingi m.a. vegna þess að framboð fjórflokksins hafi einkennst af  þreyttum klíkuhópi (sbr. orð Þórs Saari hér ofar).

Stjörnuframbjóðendur Dögunar

Það segir sig væntanlega sjálft að þeir oddvitar Dögunar sem voru í stjörnuhlutverkum í nýafstaðinni kosningabaráttu hafi  ekki þótt trúverðugir til stórra afreka með efnahagsstefnu sérfræðings í efnahagsmálum meðal oddamála (sjá hér.) Það er líka mögulegt að kjósendur hafi kynnt sér það að þessir frambjóðendur höfðu hvorki menntun né afrekaskrá á bak við sig sem studdi það að þeir hefðu til að bera þekkingu eða reynslu til að hrinda henni í framkvæmd. Það má líka vera að einhverjir hafi þekkt til uppruna efnahagsstefnunnar og líkað það illa hvernig oddvitar Dögunar sneiddu hjá því að nefna upprunann og brugðust sumir ókvæða við væri þeim bent á þetta atriði (sjá hér).

Þess má svo að lokum geta að fylgi Dögunar hefur aldrei mælst hærra en á bilinu 0,7-5,4% (sjá hér) frá því flokkurinn var stofnaður í mars í fyrra. Það er auðvitað hlutdrægt mat að það sé með ólíkindum að flokkurinn hafi fengið 3,1% fylgi út úr nýliðnum kosningum en væntanlega líta frambjóðendur og félagsmenn Dögunar svo á að hér vanti ekki nema herslumuninn.

Í ljósi þess að næstu fjögur árin mun flokkurinn fá úthlutað ríkisframlagi er ekki ólíklegt að þeir stefni að því að halda áfram og bjóða fram aftur. Það kemur e.t.v. í ljós þegar í næstu sveitarstjórnakosningum hvort flokksmenn hafi lært eitthvað af reynslu nýafstaðinna kosninga og bæti þau innanflokksmein sem orkuðu fráhrindandi á kjósendur þannig að þeir treystu þeim ekki til þess verkefnis að verða þingmenn þjóðarinnar á nýhöfnu kjörtímabili.

*******************************************************

Í þriðja og síðasta hluta þessa framhaldsbloggs, sem nefnist Pólitískir veðurvitar, verður fullyrðing Egils Helgasonar um að vísasta leiðin til áhrifaleysis í pólitík sé að vera ekki inni á þingi fyrir Vinstri græna skoðuð ásamt sérstæðum játningum hins fullyrðingaglaða Jónasar Kristjánssonar um það sem hafði farið framhjá honum varðandi offjölgun Dögunar. Af einhverjum ástæðum treysti hann sér samt til að mæla með Dögunarþrennunni í aðdraganda alþingiskosninganna.


Egómiðuð geðþóttapólitík

Þeir sem fylgdust með þessum bloggvettvangi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga komust að raun um að á þeim tíma var megináherslan lögð á að draga fram atvik og vangaveltur sem sneru að þeim framboðum sem komu fram á nýliðnu ári í kringum Grasrótarmiðstöðina. Einhverjir hafa eflaust velt ástæðu þessarar áherslu fyrir sér.

Ein ástæðanna er sú að vorið 2009 taldi ég það skynsamlegt að verða við því að taka sæti á framboðslista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi. Á þeim tíma féll ég fyrir þeim rökum að þeir sem hefðu tekið opinbera afstöðu í viðspyrnuátt í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 bæri skylda til að fylgja viðspyrnu sinni eftir með því að bjóða upp á valmöguleika í alþingiskosningunum sem voru boðaðar í kjölfar þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sagði af sér.

Ég er enn á því að það vanti valkost fyrir íslenska kjósendur. Valkost sem er óháður flokkseigendafélögum og öðrum egómiðuðum smáhópum og þar af leiðandi óbundinn af því að setja sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Borgarahreyfingin lofaði góðu á sínum tíma hvað þetta varðaði og það gerðu þingmennirnir þrír, sem tóku upp stefnuskrá hennar sem Hreyfingin, líka framan af.

Breiðfylking andlita og nafna

Straumhvörf urðu síðan árið 2011 sem staðfestist enn frekar í þeim margklofningi sem kom fram í kjölfar stofnunar Dögunar. Í stuttu máli er Dögun byggð á grunni einhvers konar tilraunar, þeirra sem trúðu á að Borgarahreyfingin væri upphaf og endir alls sem kynni að leiða til framfara á stjórnmálasviðinu, til að sameina öll þekktustu andlitin og nöfnin úr viðspyrnunni frá haustinu 2008.

Væntanlega eru allir lesendur nokkuð vel upplýstir um það hverjir komu að þeirri breiðfylkingu sem síðar varð Dögun og hvar þessar umræður fóru fram. Hins vegar er ekki jafnauðvelt að gera sér grein fyrir því hvaða einstaklingar og sjónarmið vógu þyngst í þeirri atburðarrás sem leiddi þessa hópa saman til viðræðna, flokksstofnunarinnar í kjölfarið og sundrungarinnar í framhaldinu. 

Breiðfylkingarfulltrúar

Í þessu samhengi er þó forvitnilegt að horfa til klofnings Hreyfingarinnar frá Borgarahreyfingunni haustið 2009, náins samgangs Hreyfingarþingmannanna við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem opinberaðist smátt og smátt árið 2011, áhersluatriði ýmissa fulltrúa stjórnlagaráðs varðandi „nýja stjórnarskrá“, áherslu einstakra fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna á að samtökin væru upphaf og endir væntinga skuldugra heimila um leiðréttingar á sínum kjörum og svo þess hvernig stefnumál Frjálslynda flokksins fóru saman með áherslum ofantalinna hópa. 

Það er ljóst að sagan í kringum Borgarahreyfinguna, síðar Dögun, og flokksbrotin sem urðu til út úr breiðfylkingarhópnum sem stofnaði Dögun verður seint sögð að fullu og veldur e.t.v. mestu að það er útlit fyrir að þeir sem eru nátengdastir söguviðburðunum séu af einhverjum ástæðum ekki tilbúnir til að horfast afdráttarlaust í augu við það hvað liggur hinni eiginlegu atburðarrás til grundvallar ásamt því að fjölmiðlar láta sem allt sé þar með kyrrum kjörum.

Atvikastýring keyrð áfram af geðþótta

Hér í framhaldinu verða dregnir fram mjög afmarkaðir punktar sem lúta allir að óvönduðum staðhæfingum og skaðlegum áhrifum þeirra. Þeir sem verður vitnað til eru allt saman einstaklingar sem hafa viljað láta taka sig alvarlega í pólitískri umræðu.

Einn verður brátt fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, tveir eru fyrrverandi frambjóðendur Dögunar, einn er þáttastjórnandi Silfursins og einn er fyrrverandi ritstjóri fjölmiðils sem hefur lengst af verið hvað umdeildastur og þá einkum fyrir það sem hingað til hefur verið kennt við „gula pressu“. Tveir þeir síðarnefndu hafa verið í töluverðu uppáhaldi hjá mörgum þeirra sem hafa viljað láta kenna sig við byltingu og mótmælaframboð ef mið er tekið af því hvernig slíkir hafa látið með það sem frá þeim tveimur hefur komið á nýliðnu kjörtímabili.

Þetta sætir ekki síst furðu þar sem báðir virðast oft og tíðum helst vera háðir egómiðaðri geðþóttapólitík. Egill Helgason á þó sannarlega til vitsmunamiðari hliðar sem væri óskandi að hann legði meiri rækt við.

Fjórir

Þessir fjórir eiga það allir sameiginlegt að halda úti bloggsíðum þar sem þeir hafa gjarnan sett fram lítt rökstuddar fullyrðingar varðandi pólitískar hræringar. Áhrif þeirra varðandi túlkun og skoðanamyndun verður væntanlega seint fullmetin nema að undangenginni vandaðri rannsókn. Hér í framhaldinu verður þess freistað að vekja athygli á afmörkuðum þáttum sem hljóta að vekja upp spurningar varðandi áreiðanleika viðkomandi og þá um leið hvað þeim gengur til.

Í þessum tilgangi verða skoðaðar fullyrðingar beggja frambjóðenda Dögunar um að Lilja Mósesdóttir og/eða SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar beri ábyrgð á slöku brautargengi stjórnmálaflokksins sem þeir voru í forsvari fyrir. Þá verður fullyrðing Egils Helgasonar um að vísasta leiðin til áhrifaleysis í pólitík sé að vera ekki inni á þingi fyrir Vinstri græna skoðuð ásamt sérstæðum játningum hins fullyrðingaglaða Jónasar um það sem hafði farið framhjá honum varðandi offjölgun Dögunar. Af einhverjum ástæðum treysti hann sér samt til að mæla með Dögunarþrennunni í aðdraganda alþingiskosninga.

Þetta verður skoðað í tveimur framhaldsbloggum sem bera titlana: Þegar pólitískt innsæi þrýtur og Pólitískir verðurvitar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband