Töluleg pólitík

Sumir héldu því fram í aðdraganda kosninganna að besta leiðin til uppbyggingar væri sú að hreinsa fjórflokkinn svokallaða út af þinginu og skipa það algerlega upp á nýtt með nýjum og óreyndum einstaklingum nýrra og óreyndra flokka. Sumir þeirra hafa reyndar áhyggjur af því nú að nýskipuð ríkisstjórn búi ekki yfir nægilegri reynslu til að valda verkefninu framundan. Í þessu ljósi er vissulega forvitnilegt að skoða nokkrar tölur varðandi nýskipað þing. 

Reynsluboltarnir á þingi

Úrslit síðustu alþingiskosninga urðu þau að flokkarnir sem hafa nú myndað stjórnarsamstarf fengu alls 38 þingmenn kjörna. Framsóknarflokkur 19 og Sjálfstæðisflokkur 19. Af þessum 38 eru 18 þingmenn með einhverja þingreynslu.

Stjórnarþingmenn með reynslu

Þetta eru þau Ásmundur Einar Daðason (F), Birgir Ármannsson (S), Bjarni Benediksson (S), Einar K. Guðfinnsson (S), Eygló Harðardóttir (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (S), Gunnar Bragi Sveinsson (F), Höskuldur Þórhallsson (F), Illugi Gunnarsson (S), Jón Gunnarsson (S), Kristján Þór Júlíusson (S), Pétur H. Blöndal (S), Ragnheiður E. Árnadóttir (S), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S), Sigmundur Davíð Guðlaugsson (F), Sigurður Ingi Jóhannsson (F), Unnur Brá Konráðsdóttir (S) og Vigdís Hauksdóttir (F).

Sjö Framsóknarmenn og ellefu Sjálfstæðismenn. Það vekur reyndar athygli að af þessum 18 eru aðeins fimm konur. Kynjahlutfallið er aðeins skárra hjá stjórnarandstöðuflokkunum en hún er mynduð af fjórum flokkum sem fengu alls 27 þingmenn kjörna. Þar af eru 18 með einhverja þingreynslu.

Stjórnarandstöðuþingmenn með reynslu

Þetta eru þau: Árni Páll Árnason (Sf), Árni Þór Sigurðsson (VG), Birgitta Jónsdóttir (P), Guðbjartur Hannesson (Sf), Guðmundur Steingrímsson (BF), Helgi Hjörvar (Sf), Katrín Jakobsdóttir (VG), Katrín Júlíusdóttir (Sf), Kristján Möller (Sf), Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG), Oddný G. Harðardóttir (Sf), Róbert Marshall (BF), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf), Steingrímur J. Sigfússon (VG), Svandís Svavarsdóttir (VG), Valgerður Bjarnadóttir (Sf), Ögmundur Jónasson (VG) og Össur Skarphéðinsson (Sf).

Hér eru konurnar átta en reyndu þingmennirnir skiptast þannig milli stjórnarandstöðuflokkanna: að Píratar eiga einn þingmann með reynslu, Björt framtíð tvo, Vinstri grænir sex og Samfylkingin níu sem þýðir að þar varð engin endurnýjun eða með öðrum orðum allir þingmenn Samfylkingarinnar á þessu þingi áttu líka sæti á því síðasta.

Tekið saman:

karlar

konur

samtals

Framsóknarflokkur

5

2

7

Sjálfstæðisflokkur

8

3

11

 Stjórn

13

5

18

Samfylking

5

4

9

Vinstri grænir

3

3

6

Björt framtíð

2

 

2

Píratar

 

1

1

 Stjórnarandstaða

10

8

18

Samtals

23

13

36

Minnsta nýliðunin meðal stjórnarandstöðunnar

Einn þingmaður Vinstri grænna er nýr á þingi en hefur setið þar af og til sem varamaður frá árinu 2004 þannig að hann er ekki alveg óreyndur. Fjórir þingmenn Bjartar framtíðar eru nýir og tveir af þremur þingmönnum Pírata. Því má svo bæta við að átta af nítján þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru nýir inni á þingi en tólf af jafnmörgum þingmönnum Framsóknarflokksins.

Til að draga þetta enn skýrar fram er vert að benda á að engin nýliðun átti sér stað hjá Samfylkingu og sennilega hæpið að tala um slíka heldur hjá Vinstri grænum. Píratar og Björt framtíð leggja einir til alla nýliðun meðal stjórnarandstöðunnar sem er nærri því að vera 1/4 nýliðunarinnar á þinginu öllu. Þeir eiga samtals sex nýja þingmenn sem er tveimur færri en framlag Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum en Framsóknarflokkurinn skarar fram úr hvað þetta varðar. Nánast helmingur nýliðunarinnar er fyrir þá þingmenn sem komust inn á þing undir merkjum hans eða alls tólf þingmenn.

Tekið saman:

með reynslu

nýir

samtals

Framsóknarflokkur

7

12

19

Sjálfstæðisflokkur

11

8

19

 Stjórn

18

20

38

Samfylking

9

 

9

Vinstri grænir

6-7

0-1

7

Björt framtíð

2

4

6

Píratar

1

2

3

 Stjórnarandstaða

19

6

25

Samtals

37

26

63

Miðað við umræðu síðustu daga er reyndar óvíst að það þyki lengur skynsamlegt að hreinsa út alla reynslu út af þinginu og skipa það nýjum og óþekktum einstaklingum. Það er a.m.k. ljóst að kjósendur féllu ekki fyrir „sölutrixi“ nýju framboðanna sem spruttu fram eins og gorkúlur og héldu því fram að nýr flokkur og nýtt fólk væri vísasta leiðin til umbóta.

Þingflokkar 2013

Miðað við útkomuna út úr síðustu kosningum er líklegra að offramboð á slíkri hugmyndafræði hafi ekki aðeins þótt ótrúverðug heldur líka fráhrindandi. Staðreyndin er a.m.k. sú að stærstur hluti kjósenda valdi að styðja þá stjórnmálaflokka sem eiga elstu stjórnmálasöguna. Hins vegar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós þegar nánar er litið til þingreynslu þingmanna núverandi stjórnar og stjórnarandstöðu.

Kynlegt staðreyndatal

Það eru alls 36 þingmenn inni á núverandi þingi sem hafa reynslu 37 ef fyrrverandi varamaður Vinstri grænna er talinn með. Það þýðir að 26 nýir og óreyndir þingmenn munu taka þar sæti nú í þingbyrjun. Það er hins vegar forvitnilegt að rýna betur í talnafræðina á bak við reynsluboltana 36.

Mestu reynsluboltarnir inni á núverandi þingi

Steingrímur J. Sigfússon (VG) er með langmestu reynsluna á bakinu af þingstörfum eða 30 ár. Næstur honum er Össur Skarphéðinsson (Sf) með 22 ár. Þá Pétur H. Blöndal (S) og Ögmundur Jónasson (VG) með 18 ár og loks Einar H. Guðfinnsson (S) og Kristján Möller (Sf) með 14 ár.

Það vekur e.t.v. athygli að mestu reynsluboltarnir deilast jafnt á Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna eða tveir þingmenn á hvern flokk. Það hlýtur líka að teljast merkilegt að þetta eru allt karlar.

Tíu ára starfsreynsla

Birgir Ármannsson (S), Bjarni Benediktsson (S), Guðlaugur Þór Þórðarson (S), Helgi Hjörvar (Sf) og Katrín Júlíusdóttir eru öll með tíu ára starfsreynslu af þingstörfum og hafa þar af leiðandi öll reynslu af því af því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Guðlaugur Þór og Katrín hafa gengt ráðherraembættum á þingferli sínum.

Hér eru sem sagt þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og tveir þingmenn Samfylkingar. Það er líka vert að benda á það sem blasir e.t.v. við að Katrín Júlíusdóttir er sú kona inni á núverandi þingi sem hefur mesta þingreynslu af núverandi þingkonum.

Sex ára starfsreynsla

Þessi settust inn á þing vorið sem hrunstjórnin svokallaða tók við völdum og hafa því sex ára reynslu af þingstörfum. Þessi eru: Árni Páll Árnason (Sf), Árni Þór Sigursson (Vg), Guðbjartur Hannesson (Sf), Höskuldur Þórhallsson (F), Illugi Gunnarsson (S), Jón Gunnarsson (S), Katrín Jakobsdóttir (VG), Kristján Þór Júlíusson (S), Ragnheiður E. Árnadóttir (S) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S).

Höskuldur Þórhallsson hefur verið í stjórnarandstöðu frá því hann settist inn á þing en Árni Páll og Guðbjartur hafa hvorugur reynt að vera í stjórnarandstöðu áður. Báðir hafa gengt ráðherraembættum. Kynjahlutfallið hlýtur áfram að vekja athygli þar sem af tíu þingmönnum eru aðeins þrjár konur. Ein þeirra var ráðherra í síðustu ríkisstjórn og önnur er nýskipaður ráðherra í nýskipaðri ríkisstjórn.

Hér er sem sagt einn Framsóknarmaður, tveir Samfylkingarmenn, fimm Sjálfstæðismenn sem er helmingur þeirra þingmanna sem eiga tíu ára starfsreynslu að baki og tveir Vinstri grænir. Það hlýtur líka að vekja athygli að sá þingmaður sem hefur mesta reynslu af þingstörfum hefur aðeins setið sex ár á þingi eða eitt og hálft kjörtímabil.

Fjögurra ára starfsreynsla

Rúmur þriðjungur reynsluboltanna sem skipa næsta þing komu nýir inn við þar síðustu alþingiskosningar. Þessir eru: Ásmundur Einar Daðason (F), Birgitta Jónsdóttir (P), Eygló Harðardóttir (F) sem var reyndar varaþingmaður árið 2006 og tók sæti 2008 þannig að hún er með fimm ára þingreynslu), Guðmundur Steingrímsson (BF), Gunnar Bragi Sveinsson (F), Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG), Oddný G. Harðardóttir (Sf), Róbert Marshall (Bf), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf), Sigurður Ingi Jóhannsson (F), Svandís Svavarsdóttir (VG), Unnur Brá Konráðsdóttir (S), Valgerður Bjarnadóttir (Sf) og Vigdís Hauksdóttir (F).

Það sem vekur e.t.v. mesta athygli hér er að af þessum fimmtán eru níu konur og eru þar af leiðandi í meiri hluta í þessum hópi. Við upphaf síðasta þings voru átta framantaldra þingmanna í stjórn en sjö í stjórnarandstöðu. Áður en yfir lauk voru fimm þeirra í stjórn en tíu í stjórnarandstöðu. Sjö þeirra eru í nýmyndaðri ríkisstjórn en átta í stjórnarandstöðu.

Tveir hafa reynslu af því að vera ráðherra. Þrír eru ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Það er líka athyglisvert að þeir í þessum hópi sem voru ráðherrar í síðustu ríkisstjórn eru konur en þeir í þessum hópi sem eru ráðherrar í nýskipaðri ríkisstjórn eru karlar.

Námundað meðaltal

14-30 ár

10 ár

6 ár

4 (5) ár

meðaltal

Framsóknarflokkur

 

 

1

6

4 ár

Sjálfstæðisflokkur

2

3

5

1

9 ár

Stjórn

2

3

6

7

7 ár

Samfylking

2

2

2

3

9 ár

Vinstri grænir

2

 

2

2

11 ár

Björt framtíð

 

 

 

2

4 ár

Píratar

 

 

 

1

4 ár

Stjórnarandstaða

4

2

4

8

9 ár

Þingmannafjöldi

6

5

10

15

 

Kynleg talnafræði

Af því sem blasir við af myndunum hér að ofan þá er ljóst að Steingrímur J. Sigfússon verður mesti reynsluboltinn meðal þingkarla á næsta þingi en Katrín Júlíusdóttir á meðal þingkvenna. Það blasir líka við að konurnar í hópi reynsluboltanna sem sitja inni á nýskipuðu þingi hafa bæði minni þingreynslu og eru hlutfallslega færri.

Af 36 reyndum þingmönnum eru karlarnir 23 og konurnar 13 sem skiptist þannig á milli stjórnar og stjórnarandstöðu:

Tekið saman

karlar

konur

samtals

Stjórn

13

5

18

Stjórnarandstaða

10

8

18

Samtals

23

13

36

Það er líka forvitnilegt að skoða það enn nánar hvernig þingreynslan skitist á milli þingflokkanna sem skipa stjórn annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar. Þegar þetta er skoðað vekur það kannski athygli að það eru eingöngu karlar sem hafa þingreynslu sem spannar frá 4 til 8 kjörtímabil. Enginn þeirra eru þó í Framsóknarflokknum.

Karlar eru líka í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa setið í þrjú kjörtímabil. Þar eru fjórir karlar en aðeins ein kona. Þrír karlanna eru í Sjálfstæðisflokknum. Konan er Katrín Júlíusdóttir (Sf) sem hefur lengstu starfsreynsluna meðal kvenna inni á núverandi þingi. 

Karlarnir sem hafa átt sæti inni á þingi í tvö kjörtímabil eru rúmlega helmingi fleiri en konurnar. Þeir eru sjö en þær eru þrjár. Helmingur þeirra sem hafa verið inni á þingi í tvö kjörtímabil eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Þeir þingmenn sem hafa eingöngu reynslu af síðasta þingi eru alls 15. Tveir fimmtu eru þingmenn Framsóknarflokksins. Þingmenn núverandi stjórnarandstöðu sem eiga fjögurra ára þingreynslu að baki eru einum fleiri en stjórnarinnar.

Þrír fimmtu þessa hóps eru konur eða alls níu. Sex þeirra eru í stjórnarandstöðu og þrjár í stjórn. Karlarnir í þessum hópi skiptast þannig að fjórir eru í stjórn og tveir í stjórnarandstöðu.

Tekið saman út frá kyni

14-30 ár

10 ár

6 ár

4 (5) ár

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

karlar

konur

Framsóknarflokkur

 

 

 

 

1

 

4

2

Sjálfstæðisflokkur

2

 

3

 

3

2

 

1

Stjórn

2

 

3

 

4

2

4

3

Samfylking

2

 

1

1

2

 

 

3

Vinstri grænir

2

 

 

 

1

1

 

2

Björt framtíð

 

 

 

 

 

 

2

 

Píratar

 

 

 

 

 

 

 

1

Stjórnarandstaða

4

 

1

1

3

1

2

6

Samtals

6

 

4

1

7

3

6

9

Þegar meðaltalsstarfsreynsla á milli flokka og kynja er skoðuð kemur líka ýmislegt athyglisvert í ljós. Það markverðasta er e.t.v. það að sá flokkanna sem er yngstur fjórflokkanna hefur hæstu meðaltalsreynsluna og munar þar mestu um Steingrím J. Sigfússon, sem er með 30 ára þingreynslu að baki, og Ögmund Jónasson, sem er með 18 ára reynslu.

Annað sem vekur athygli er lítill sem enginn munur á milli meðaltalsstarfsreynslu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þar eru það Össur Skarphéðinsson, sem er með 22ja ára þingreynslu, Kristján Möller, sem er með 14 ára þingreynslu, og Helgi Hörvar og Katrín Júlíusdóttir, sem eru með 10 ára reynslu, sem hífa upp meðaltalið fyrir Samfylkinguna. En Pétur H. Blöndal, sem er með 18 ára reynslu af þingstörfum að baki, Einar K. Guðfinnsson, sem er með 14 ár, og Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór, sem hafa setið 10 ár á þingi, sem hífa upp meðaltalsstarfsreynslu þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Það hlýtur og að vekja athygli að þingmenn annars tveggja elstu stjórnmálaflokkanna eru með litlu hærri starfsreynslu en tveir hinna nýju flokka sem fengu þingmenn kjörna inn á þing í nýliðnum kosningum.

Tekið saman

karlar

konur

meðaltal

Framsóknarflokkur

4,4

4,5

4,4 ár

Sjálfstæðisflokkur

10

5,3

8,7 ár

Stjórn

7,8

5

6,7 ár

Samfylking

11,6

5,5

8,8 ár

Vinstri grænir

18

4,7

11,3 ár

Björt framtíð

4

 

4 ár

Píratar

 

4

4 ár

Stjórnarandstaða

12

5

8,8

Meðaltalsreynsla

9,6

5

8

Það ætti líka að vekja athygli að þegar meðaltalsreynsla þeirra sem hafa einhverja reynslu af þingstörfum er borin saman út frá kyni þá hafa þingkonurnar sömu meðaltalstölu bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Það er líka vert að vekja athygli á því að meðal stjórnarandstöðu er meiri munur á milli kynja hvað þingreynslu varðar en meðal stjórnarinnar. Þar munar heilu kjörtímabili.

Kynlegt brotthvarf

Það er næsta víst að skýringarnar á því að karlarnir meðal reynsluboltanna hafa almennt meiri reynslu og eru fleiri en konurnar eru margvíslegar. Hluti skýringarinnar liggur þó í þessu brotthvarfi.

Konurnar sem hættu

Á síðasta þingi voru miklar sviptingar. Tvær konur sögðu af sér þingmennsku á kjörtímabilinu eða þær Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf). Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (VG) hvarf líka af þingi um síðustu áramót. Aðrar sem gáfu ekki kost á sér til endurkjörs af ýmsum ástæðum eru: Jóhanna Sigurðardóttir (Sf), Lilja Mósesdóttir (kjörin inn á þing fyrir VG og núverandi formaður SAMSTÖÐU), Ólöf Nordal (S), Siv Friðleifsdóttir (F), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) og Þuríður Bachman (VG).

Með þessum konum hvarf mislöng þingreynsla en meðaltalið eru rétt rúm 12 ár eða þrjú kjörtímabil. Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) hafði setið níu kjörtímabil þegar hún lét af störfum nú í vor og Sif Friðleifsdóttir fimm. Þorgerður Katrín og Þuríður Bachman fjögur. Þrjár þessara kvenna höfðu gengt ráðherraembætti. Þorgerður Katrín og Siv gegndu báðar ráðherrastöðum; samtals í sex ár hvor.

Þessir karlar gáfu heldur ekki kost á sér til endurkjörs: Birkir Jón Jónsson (F), sem á 10 ára þingreynslu að baki, og Ásbjörn Óttarsson (S), Tryggvi Þór Herbertsson (S) og Þráinn Bertelsson (kosinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna en gekk til liðs við VG skömmu eftir kosningar), sem allir komu nýir inn á þing í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009.

Þegar Þuríður Bachman kvaddi vakti það athygli að hún hafði nokkrar áhyggjur af því hvernig þingstörfin hefðu mótast á síðasta þingi og um leið af þróun þeirra á því næsta. Þetta er haft eftir henni í viðtali við Austurgluggann:

Mikil endurnýjun varð í þingkosningunum 2009 og kom þá um þriðjungur þingmanna nýr inn. Þuríður hefur áhyggjur af því hvernig umhverfið undanfarin fjögur ár hafi mótað þessa þingmenn.

„Á þessu kjörtímabili hefur þriðjungur þingmanna verið nýr á þingi. Hann hefur ekki kynnst neinu öðru en því starfsumhverfi sem nú hefur skapast. Mér finnst áhyggjuefni að horfa til næsta kjörtímabils þegar koma nýir þingmenn og læra það sem fyrir þeim er haft.“ (sjá hér)

Þetta er ekki síst áhugaverð athugasemd í því ljósi að Þuríður Bachman var annar varaforseti Alþingis sex síðastliðin ár en  í kjölfar alþingiskosninganna vorið 2009 settust 27 nýir þingmenn inn á þing. Því má bæta við að 15 þeirra eru meðal þeirra sem taka sæti á nýju þingi, fimm þeirra gáfu ekki kost á sér aftur, þrír karlar og þrjár konur, en sjö náðu ekki endurkjöri.

Í lok þessa kynlega pistils, sem hefur snúist til kynjaðra vangaveltna um reynslu af þingstörfum, þykir mér við hæfi að vitna í afar athyglisverð svör Lilju Mósesdóttur sem var kosin inn á þing í kosningunum vorið 2009 fyrir Vinstri græna. Hún hlaut afburða kosningu ekki síst fyrir lausnarmiðaðar hugmyndir sínar sem hún hafði sett fram á Opnum borgarafundum og á útifundi Radda fólksins á Austurvelli í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 en sagði sig úr þingflokknum, ásamt Atla Gíslasyni, vorið 2011 eftir að útséð var um að lausnarmiðaður málflutningur hennar naut einskis stuðnings innan ríkisstjórnarinnar.

Í kjölfar þess að hún stofnaði flokkinn SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar sem var tekinn út af lista í skoðanakönnunum Gallups og hlaut fádæma útreið í fjölmiðlum, sem fældi kjósendur frá stuðningi við flokkinn, dró hún fyrirhugað framboð sitt til baka. Af þessum ástæðum var hún ein þeirra þingkvenna sem DV lagði fyrir spurningar varðandi reynsluna af því að sitja á þingi. Viðtalið má lesa í heild hér

Konur dæmdar harðar en karlar

“Telur þú að það skipti máli að konur séu í áhrifastöðum og af hverju?

Ísland sker sig úr hvað varðar atvinnuþátttöku kvenna og hlutfall þeirra meðal kjörinna fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum eftir hrun. Mikilvægt er að halda þessari sérstöðu  en tiltölulega jöfn þátttaka kvenna og karla er forsenda þess að samfélagið fái notið ávinningsins af fjölbreyttum skoðunum og vinnulagi. Einsleitar skoðanir um ágæti óhefts markaðsbúskapar og vinnubrögð sem einkenndust af mikilli áhættuhegðun áttu sinn þátt í hruninu.

Hefur þú orðið vör við einhvern mun á því hvernig kynin nálgast völd og valdastöður?

Karlar eru gjarnan óhræddari en konur að nota valdastöður til að tryggja og jafnvel auka völd sín enn frekar.  Völd kvenna eru oftar dregin í efa af öðrum í nefndum og jafnvel komið í veg fyrir að konurnar geti beitt þeim með sama hætti og karlar t.d. með því að hafna tillögum kvenna um breytingar á fyrirkomulagi funda og fundarefni. Dæmin sýna þó að kyn viðkomandi er ekki endilega trygging fyrir bættum og lýðræðislegri vinnubrögðum.

Lilja Mósesdóttir í ræðustól Alþingis

Er Alþingi karllægur vinnustaður og hefur þú merkt einhverjar breytingar þar á þeim tíma sem þú hefur setið á þingi?

Já, Alþingi er karllægur vinnustaður þar sem formenn flokka ráða mestu um störf þingsins, þ.e. hvaða mál komast í gegn fyrir jóla- og sumarfrí. Þegar slíkar samningaviðræður áttu sér stað fóru margir karlar á flug í allskonar plotti. Fæstar konur fundu sig í plottinu og áttu oft erfitt með að skilja hvað væri í gangi dögum saman á þingi. Þeir þingmenn (konur og karlar) sem stóðu fyrir utan samningaviðræðurnar gramdist hvernig farið var með fullkláruð frumvörp sem fórnað var í valdaspili formanna stærstu þingflokkanna. Engin breyting varð á þessu á meðan ég sat á þingi.

Eiga konur erfiðara uppdráttar á þingi en karlmenn?

Já, á meðan völd snúast um plott í bakherbergjum og samtryggingarkerfi karla en ekki þekkingu og hæfni. Fæstar konur kunna öll klækjabrögðin sem tíðkast í pólitík og valdaleysi þeirra í pólitík þýðir að þær geta ekki treyst á jafn víðtækt stuðningsnet og karlar þegar á þarf að halda. Konum hefur verið innrætt í meira mæli en körlum að þær þurfi að mennta sig til að ná árangri. Þær missa því margar fótanna þegar inn á þing er komið og í ljós kemur að hollusta við flokksforystuna ræður mestu um hvaða trúnaðarstörf þingmenn fá.

Standa konur jafnfætis körlum þegar það kemur að ákvarðanatöku á þingi eða öðrum störfum þingmanna? Hvar eru ákvarðanir teknar? Er munur á því hvernig kynin vinna saman og nálgast hvort annað?

Mín reynsla er að karlar voru oftar búnir að „heyra hljóðið“ í öðrum þingmönnum þvert á flokka varðandi afstöðu til ákveðinna mála í umræðu eða vinnslu mála í þinginu. Mér fannst konurnar halda sig meira við samskipti við þingmenn í eigin flokki.

Er komið öðruvísi fram við þingkonur en þingmenn?

Ég upplifði mun meiri dómhörku gagnvart konum bæði í fjölmiðlum og meðal kjósenda. Þetta varð til þess að margar konurnar á þingi lögðu meiri áherslu á að kynna sér ítarlega mál í stað þess að eyða tíma í að kanna eða móta afstöðu annarra þingmanna til mála. Mér fannst kjósendur oft sýna konum sem ekki voru með eitthvað á hreinu meiri ósvífni en körlum á fundum.

Lilja Mósesdóttir í þingsal

Hefur þú orðið vör við að almenn umræða um þingkonur sé að einhverju leyti frábrugðin umræðunni um þingmenn? Hvernig þá? Hefur þú persónulega reynslu af því?

Mér hefur oft fundist þekkingu og málflutningi þingkvenna sýnd minni virðing en þingkarla. Menntun mín og hagfræðiþekking var mjög oft dregin í efa í umræðum um flókin efnahagsmál af fólki sem hafði afar litlar forsendur til að gera það.

Þekktir bloggarar og fjölmiðlar fjalla auk þess mun meira um ummæli og tillögur karla í pólitík en kvenna. Þöggunin takmarkar mjög möguleika kvenna til að eiga samtal við kjósendur með sama hætti og karlar í pólitík. Ég fór framhjá þessari hindrun með því að tjá mig á Facebook um hugmyndir mínar og tillögur ásamt því að leiðrétta rangfærslur og útúrsnúninga.

Nú í aðdraganda kosninga er nánast eingöngu fjallað um og vitnað í karla í almennri umræðu um kosningarnar. Það eru vonbrigði hvað þessi kynjahalli vekur litla athygli.

Voru gerðar aðrar væntingar til þín sem konu en þeirra karla sem þú hefur unnið með?

Mér fannst fleiri vænta þess að karlar sem voru nýir á þingi tækju að sér forystuhlutverk í stjórnmálum en konur. Ég heyrði t.d. oftar að einhver þingmaður væri efnilegur en þingkona. Þetta er hluti af þeirri karllægu menningu sem ríkir á Alþingi.

Finnst þér þú hafa verið metin að verðleikum á Alþingi?

Já, að einhverju leyti. Á meðan ég var í stjórnarmeirihlutanum hafði ég það hlutverk að koma stjórnarfrumvörpum í gegnum þingið. Ég hafði ekkert um efni frumvarpanna að segja en gat haft frumkvæði að því að breyta einstökum  ákvæðum. Í því sambandi get ég nefnt frumvarp um breytingar á lögum um einkahlutafélag og hlutafélög en ég lagði mikið á mig sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að inn kæmi ákvæði um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn.

Hlutverk mitt á Alþingi sem þingmaður utan þingflokka takmarkaðist fyrst og fremst við að koma fram með gagnrýni og tillögur um úrbætur á málum í vinnslu eða til umræðu í þinginu. Síðan réði hagsmunapólitík því hvort stóru þingflokkarnir tóku eitthvað upp af því sem ég varaði við eða lagði til.“ (sjá hér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér þykir leitt að það vantar línur í töflurnar sem eru eingöngu til að draga skýrar fram það sem kemur fram í textanum. Ég reyndi að bregðast við þessu með litaaðgreiningum en hvað línurnar varðar þá valda tæknilegir örðugleikar eða vankunnátta nema hvort tveggja sé.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.5.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ja, nú er ég svo aldeilis forviða bit! Línurnar hafa ákveðið að haga sér eins og þeim var ætlað og blasa bara við svona svartar og fínar á hárréttum stöðum Ekki veit ég hvað olli óþekkt þeirra hér á dögunum en er auðvitað alsæl yfir því að þær séu sýnilegar á sínum stöðum eins og þeim var ætlað þegar þær voru settar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.5.2013 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband