Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Einkavæðing gróðans og þjóðnýting tapsins

Frá bankahruninu haustið 2008 hefur það blasað við öllum sem vilja skilja að krafa fjármálaelítunnar á kostaða stjórnmálastétt er sú að hún tryggi það að gróði hennar verði einkavæddur en tapið þjóðnýtt. Þetta er kjarni þess sem skilur að hinar andstæðu fylkingar sem hafa verið kenndar við JÁ-ið og NEI-ið.
 
Einhverjir hafa reynt að halda því fram að Icesave-málið væri alltof flókið fyrir „venjulegt“ fólk. Ég bið fólk um að varast slíkan áróður. Í reynd snýst málið fyrst og síðast um tvo andstæða póla sem má kalla A og B.
 

A) Snýst þá um það hvort hagsmunir fjármagnseigenda eru settir á oddinn með því að herða að kjörum almennings í gegnum skatta- og velferðarkerfið.

B) Snýst um það hvort réttlætið verður látið ráða ríkjum þannig að sömu lög gildi um hvítflibbaglæpi og aðra auðgunarglæpi eins og bókhaldssvik og innbrot.

Það er okkar almennings að gera upp hug okkar hvað þetta varðar. Ef við segjum JÁ erum við þar með að viðurkenna að almenningi beri að taka á sig skuldir einkafyrirtækja en ef við segjum NEI erum við að kalla eftir því að þeir sem stofnuðu til Icesave-skuldanna verði látnir bera tjónið af sinni glæfrastarfsemi sjálfir.

Hér er stutt tveggja mínútna myndband sem skýrir Icesave-málið á myndrænan og einfaldan hátt:

 

Ég bið kjósendur að hafa það hugfast að íslenskur almenningur nýtur þeirra öfundsverðu forréttinda að fá að segja til um það sjálfur hvort hann tekur á sig skuldir Landsbankans eða ekki. Ég bið kjósendur líka um að hafa það hugfast að þeir sem reka stífan áróður fyrir því að almenningur eigi að taka þessar skuldir á sig er sama eigna- og valdastétt sem leiddi okkur í hrunið haustið 2008.

Hér hefur nefnilega ekkert uppgjör farið fram þannig að það eru sömu spillingaröflin sem reyna að afvegaleiða okkur nú og þau sem töldu okkur trú um að allt væri í himnalagi í aðdraganda hrunsins. Þetta eru þeir sem vilja viðhalda því kerfi sem er dregið upp í þessu breska myndbandi:



Að lokum bið ég lesendur að spyrja sig þessara spurninga:

Auðvitað segjum við NEI

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem hafa ekkert að verja nema lífið

Það hefur verið merkilegt að uppgötva það að þeir sem JÁ-sinnarnir tefla fram eru langflestir framkvæmdastjórar og eða fyrrum ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þegar allt er skoðað er ljóst að hér, eins og í langflestum þeirra mála sem gengur hvorki né rekur með, er hyldýpi á milli þeirra sem svífast einskis til að verja eignir sínar og völd og þeirra sem hafa ekkert að verja nema líf sitt.

Langstærstur hluti þeirra sem sem útskýra af hverju þeir ætla að segja NEI við nýju Icesave-lögunum í myndböndunum hér að neðan draga fram óeigingjörn réttlætisrök sem taka mið af meðbræðrum og -systrum í öðrum löndum svo og kynslóðum framtíðarinnar.

Á fyrra myndbandinu sem ég birti hér tala þau: Hákon Einar Júlíusson, Björg Fríður Elíasdóttir, Viktor Vigfússon og Tholly Rosmunds.



Á seinna myndbandinu heita þeir sem tala: Þórarinn Einarsson, Lísa Björk Ingólfsdóttir, Kristján Jóhann Matthíasson, Jóna Kolbrún Garðarsdóttir og Jakob Þór Haraldsson.



Ég hef þegar birt fyrsta og annan hluta þessarar viðtalasyrpu hér á blogginu mínu en læt fylgja krækjur í þau líka fyrir þá sem hafa ekki séð þau. Hér er 1. hlutinn og hér 2. hlutinn.
mbl.is Tvöfalt fleiri atkvæði utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna segjum við NEI!

 Það eru margir sem styðja NEI-ið en það vekur athygli að fæstir þeirra eiga peninga til að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagböðum. Þess vegna verðum við sem viljum kynna rökin fyrir NEI-inu að nota blogg, Fés og aðra fría netmiðla til að koma þeim á framfæri.

Flott NEI-auglýsing


mbl.is Íhuga mál á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilji íslenskra ráðamanna til að greiða Icesave er mjög sérstakur

Helga Þórðardóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir„Vilji íslenskra ráðamanna til að greiða Icesave er mjög sérstakur“ er blaðagrein eftir þær Helgu Þórðardóttur og Rakel Sigurgeirsdóttur sem þær birtu í Morgunblaðinu 1. apríl 2011. Í blaðagreininni vísa þær í bréf sem hópur Íslendinga sendi þann 18. mars sl. forseta Evrópusambandsins Herman Van Rompuy. Tveimur vikum síðar hefur Rompuy ekki svarað bréfinu. Hér að neðan er blaðagrein Helgu og Rakelar og íslensk þýðing af bréfinu til Rompuy.

Vilji íslenskra ráðamanna til að greiða Icesave er mjög sérstakur

eftir Helgu Þórðardóttur og Rakel Sigurgeirsdóttur

Við ásamt nokkrum öðrum Íslendingum sendum bréf til forseta Evrópusambandsins með nokkrum spurningum um Icesave. Spurningum sem við teljum að nauðsynlegt sé að fá svör við áður en þjóðin ákveður sig hvernig hún greiðir atkvæði þann 9. apríl n.k.

Aðalatriði þeirra mótmæla sem eiga sér stað í Evrópu í dag er hvort ríkisvæða eigi mistök einkabanka og um það stendur Icesave-deilan. Sú pólitík er kölluð pilsfaldakapítalismi. Hvorki sannir frjálshyggjumenn né vinstrimenn vilja tilheyra þeim hópi. Þess vegna er barátta íslenskra alþingismanna mjög sérkennileg.

Í stað þess að berjast með kjafti og klóm fyrir hagsmunum almennings á Íslandi, eins og þeir voru kosnir til, vilja margir þeirra leggja enn meiri skuldir á almenning sem gæti leitt til greiðsluþrots. Þar er illa farið með umboðið að okkar mati. Bankasamsteypan hagnast augljóslega mest þar sem kjörnir fulltrúar fólksins berjast fyrir hagsmunum hennar en ekki almennings. Því hefur orðið forsendubrestur milli þings og þjóðar.

Við höfum fengið nokkur viðbrögð frá erlendum aðilum við bréfinu sem við sendum forseta Evrópusambandsins. Nigel Farage, Evrópuþingmaður, svarar okkur á þann hátt að við höfum rétt fyrir okkur. Auk þess er ljóst að nei við Icesave mun gefa mönnum styrk til að andmæla pilsfaldakapítalismanum á vettvangi Evrópuþingsins.

Michael Hudson, heimsþekktur hagfræðingur og sagnfræðingur, hefur einnig svarað okkur. Í þeim bréfaskrifum kemur glöggt fram að Icesave-skuldin er ólögvarin skuld. Icesave-reikningarnir eru mistök óheiðarlegra bankamanna og á að meðhöndla sem slík. Þar sem hvorki er lagaleg né siðferðileg skylda til að greiða Icesave er vilji íslenskra ráðamanna til að greiða Icesave mjög sérstakur. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort um sé að ræða yfirhylmingu hjá þeim alþingismönnum sem styðja Icesave. Yfirhylmingu á þeirra mistökum eða þátttöku í kúlulánafylliríi bólunnar fyrir hrun. Á almenningur að borga fyrir slíkt sukk?

„Glöggt er gests augað“ og það er mjög sérkennilegt þegar þessir aðilar úti í heimi sjá enga aðra raunverulega skýringu á greiðsluvilja íslenskrar valdastéttar en spillingu. Reyndar er sú niðurstaða í takt við upplifun almennings á Íslandi því við finnum að ekkert hefur í raun breyst. Hið nýja Ísland er enn langt utan seilingar. Það er fullkomlega ljóst að stinga þarf á þeirri spillingu sem þrífst í skjóli leyndar og hleypa soranum út. Að samþykkja Icesave-skuldina eru enn einar umbúðirnar utan um spillinguna en nei við Icesave heggur skarð í völd sérhagsmunahópa. Nei við Icesave er varða á leiðinni að hinu nýja Íslandi sem við ætluðum að koma á eftir búsáhaldabyltinguna.


mbl.is Sakar fjármálaráðuneytið um spuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband