Þeir sem hafa ekkert að verja nema lífið

Það hefur verið merkilegt að uppgötva það að þeir sem JÁ-sinnarnir tefla fram eru langflestir framkvæmdastjórar og eða fyrrum ráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þegar allt er skoðað er ljóst að hér, eins og í langflestum þeirra mála sem gengur hvorki né rekur með, er hyldýpi á milli þeirra sem svífast einskis til að verja eignir sínar og völd og þeirra sem hafa ekkert að verja nema líf sitt.

Langstærstur hluti þeirra sem sem útskýra af hverju þeir ætla að segja NEI við nýju Icesave-lögunum í myndböndunum hér að neðan draga fram óeigingjörn réttlætisrök sem taka mið af meðbræðrum og -systrum í öðrum löndum svo og kynslóðum framtíðarinnar.

Á fyrra myndbandinu sem ég birti hér tala þau: Hákon Einar Júlíusson, Björg Fríður Elíasdóttir, Viktor Vigfússon og Tholly Rosmunds.



Á seinna myndbandinu heita þeir sem tala: Þórarinn Einarsson, Lísa Björk Ingólfsdóttir, Kristján Jóhann Matthíasson, Jóna Kolbrún Garðarsdóttir og Jakob Þór Haraldsson.



Ég hef þegar birt fyrsta og annan hluta þessarar viðtalasyrpu hér á blogginu mínu en læt fylgja krækjur í þau líka fyrir þá sem hafa ekki séð þau. Hér er 1. hlutinn og hér 2. hlutinn.
mbl.is Tvöfalt fleiri atkvæði utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég bið og vona að niðurstaðan verði NEI. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband