Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Perlan sem skín í sorpinu

Það er kannski til marks um firringuna, upplausnina og hið alvarlega ástand sem þetta tvennt hefur valdið að manni skuli finnast það sértstakt fagnaðarefni að það finnist enn einhver sem starfar í umboði stjórnsýslunnar með heilbrigða siðferðiskennd! Miðað við aðstæður þá gefur það mér þó einhverja von um að siðspillingin geti ekki vaðið uppi endalaust. 

Því fleiri opinberir embættismenn sem stíga fram og benda á að breytinga sé þörf, þeim mun líklegra er að þeir sem bera ábyrgðina á núverandi ástandi neyðist til að axla sína ábyrgð. Þess vegna fagna ég viljayfirlýsingu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem ég gerði að umtalsefni í færslunni hér að neðan og því að Bogi Nilsson skuli hafa ákveðið að draga sig út úr rannsókninni á íslensku bönkunum.

Eins og ég vék að í upphafi þessarar færslu finnst mér það reyndar sjálfsagt mál að Bogi lýsi sig óhæfan til að koma að þessari rannsókn. Það ætti þess vegna ekki að vera tilefni til að fagna því sérstaklega að hann hafi áttað sig á því sem lá í augum uppi. Hins vegar finnst mér full ástæða til að fagna því sem kemur fram í tilkynningunni sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af ákvörðuninni að segja sig frá ransókninni. Þar segir hann m.a:

Umfang tjónsins, eitt út af fyrir sig, vekur grunsemdir um að refsiverð lögbrot hafi verið framin í starfsemi bankanna.  Þá hafa komið fram vísbendingar um margvísleg kross eigna- og eigendatengsl hjá bönkunum og helstu viðskiptavinum þeirra sem ástæða er til að kanna rækilega.  Kvittur er um sitthvað misjafnt varðandi peningamarkaðssjóði bankanna; um óeðlileg lán til stjórnenda þeirra og um grunsamlegar ráðstafanir og fjármagnsflutninga skömmu fyrir hrunið svo eitthvað sé nefnt. 

Ég ætla að taka það fram að feitletrunin í tilvituninni hér á undan og eftir er mín. Það er kemur nefnilega fleira fram í tilkynningu Boga Nilssonar sem mér finnst ástæða til að vekja athygli á:

Ljóst er að ákæruvaldið hefur ekki á að skipa starfsmönnum sem geta innt af hendi þá sérfræðilegu athugun sem nauðsynlega þarf að framkvæma á þess vegum í bönkunum.  Þá verður að hafa í huga að flest eða öll stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins hafa með einum eða öðrum hætti tengst eftirliti og endurskoðun á íslensku bönkunum eða helstu viðskiptavinum þeirra. Loks hafa margir íslenskir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði bankamála tjáð sig um bankahrunið í fjölmiðlum.

Í raun eru örfáir ef nokkrir hér á landi sem búa yfir sérfræðiþekkingu til að sinna nákvæmri  úttekt á starfsemi bankanna síðustu mánuðina og geta um leið talist óvilhallir og trúverðugir í því starfi, skrifar Bogi og bendir á að hann hafi ítrekað í bréfum til ríkissaksóknara bent á nauðsyn þess að leita til erlendra óháðra sérfræðinga sem framkvæmi úttekt á starfsemi bankanna, útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar fyrir hrun þeirra.  

Ég tel að Bogi Nilsson sé með þessu að segja að hann hafi rekist á ýmislegt sem þarf að taka á en hann treysti hvorki sjálfum sér eða öðrum íslenskum sérfræðingum til að taka á því vegna þess hvað það er umfangsmikið og alvarlegt. Kannski er ég að oftúlka eitthvað. Það á vonandi eftir að koma í ljós innan skamms. Ég trúi nefnilega ekki öðru en endirinn verði sá að aðrir komist að sömu niðurstöðu og Bogi dregur fram í lok tilkynningar sinnar. Ég vona að þess sé ekki langt að bíða.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eiga þeir að víkja!

 Mér finnst mjög jákvætt að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokkins, skuli lýsa því yfir að hún vilji „að bankastjórar og bankaráð Seðlabankanns víki sæti.“ Þess vegna ætla ég ekkert að velta því fyrir mér hvort henni gangi eitthvað annað til en það að þessir sæti ábyrgð á þeim alvarlegu „mistökum“ sem þeim urðu á sem hæstráðendur í íslensku efnahagslífi.

Mér finnst það ekki síður jákvætt að einhver innan Sjálfstæðisflokksins skuli stíga fram og lýsa þessu yfir. Ég er reyndar alls ekki viss um það, að það að þessir víki sæti nægi til að „svo hægt [verði] að byggja upp traust og trúnað á ný“. Það eru fleiri sem þurfa að sæta ábyrgð á því hvernig komið er.

Hins vegar er ég sammála Ragnheiði um að það er nauðsynlegt „að breyta lögum um Seðlabanka Íslands“. Nú er bara að vona að fleiri fylgi í kjölfar Ragnheiðar og styðji þessa sjálfsögðu kröfu. Það er ekki hægt að búa við það lengur að þeir sem áttu að standa vörð um fjármálaumsvif bankanna og ríkisins sitji áfram í sætum sínum þegar það er morgunljóst að þeir ráða alls ekki við hlutverkið. 

Það væri fróðlegt að reyna að reikna það út hvað það kostar íslenska þjóðarbúið að enginn innan opinberu stjórnsýslunnar sé látinn sæta ábyrgð. Það er nefnilega nokkuð ljóst að inn i þeim kostnaði er ekki bara launakostnaður heldur umtalsvert tap sem kemur til vegna þess að á meðan þessir sitja við stjónvölinn eykst fjármálaóreiðan dag frá degi og traustið rýrnar jafnt og þétt út á við. Sumir hafa m.a.s. lýst því yfir að þeir treysti sér ekki til að koma þjóðarbúinu til bjargar miðað við það að sömu og komu landinu út í þetta skuldafen ráðstafi því sem þeir lána.


mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitir glæpurinn landráð af gáleysi?

hrunid.jpgÉg velti því fyrir mér hvort hér er komið nafn á glæpnum sem stjórnvöld og auðmannaklíkan, vinir þeirra, hafa unnið íslensku samfélagi? Þegar ég skoða það sem þeir sem áttu að fylgjast með hafa sagt þá finnst mér ekki ósanngjarnt að kalla glæp þeirra einmitt þessu nafni.

Er það ekki rétt að ríkisstjórnin og stjórnendur bankamála vildu ekki hlusta? Sáu ekki það sem þau áttu að hafa kunnáttu til að sjá? Almenningur hafði áhyggjur af þeirri efnahagsstefnu sem ríkisstjórnin viðhélt en fulltrúar hennar hlustuðu bara alls ekki á úrtöluraddir almennings sem ef miðað er við kosningatölur tilheyrðu minnihlutanum.

Það er kannski hægt að fyrirgefa stjórnvöldum heyrnarleysið gagnvart almenningi í þessu tilliti einhvern tímann seinna. Hitt að þeir skelltu líka skollaeyrum við aðvörunum sprenglærðra sérfræðinga á sviði viðskipta og hagfræði er hins vegar grafalvarleg staðreynd. Það getur tæplega nokkur haldið því fram kinnroðalaust að þjóðin geti fyrirgefið slíkt hvað þá að henni beri skylda til þess.

Það má vissulega reyna að halda því fram að þeir sem héldu um stjórnartauma íslensks efnahagslífs hafi hreinlega talið að stefna þeirra í efnahagsmálum myndi ganga upp. Þegar það hefur hins vegar komið í ljós að margítrekaðar viðvaranir sérfróðra manna um hrunið, sem efnahagsstefna þeirra myndi leiða til, hefur orðið að veruleika er ljóst að þeir hafi hreinlega ekki haft nóga mikla þekkingu til að taka ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar.

Ég spyr mig líka hvernig þeir gátu talið sér trú um að efnahagsstefna eigi að leiða til farsældar þegar hún sýnir að erlendar skuldir vaxa með þvílíkum hraða að aukning þeirra stefnir í himinhæðir á meðan landsframleiðslan heldur sig niður við jörð? Héldu þeir að eitthvað annað gilti um rekstur ríkisins en um allan annan rekstur þar sem eyðslan verður að taka mið af innkomunni? Það er að segja ef maður vill ekki stefna honum í gjaldþrot. Ég get ekki betur séð en þeir sem áttu að halda utan um ríkiskassann hafi ekki haft til þess neina burði. M.ö.o. þeir hafa enga burði til að valda slíku ábyrgðarstarfi og þess vegna fór sem farið hefur.

Af því sem hefur komið fram í hinu alvarlega efnahagshruni hér á landi finnst mér við hæfi að kalla glæp þeirra sem bera ábyrgð á þessum hlutum landráð af gáleysi!

Viðbætur: Hefði auðvitað átt að tengja tengja þessa frétt á mbl.is við færsluna. En þar sem ég rakst ekki á hana fyrr en eftir að ég hafði vistað færsluna þá ætla ég að vísa í fréttina hér. Hún rökstyður í raun sakfellinguna sem er sett fram hér. Í fréttinni er haft eftir Haraldi Magnusi Andreassens hagfræðingi hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál, að það hefði átt að vera búið að stoppa bankana, ríkisstjórnina, Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og Alþingi fyrir löngu!

Svo set ég línuritið sem Stefán Ólafsson kynnti í Silfri Egils í gær hérna með líka. Það sýnir nefnilega svo vel hvurs lags óráðsíða var á rekstri landsins:

skuldasaga.png


Ég neita því ekki að ég er spennt

obama.jpgÞað verður spennandi dagur á morgun. Eflaust verða þeir líka fjölmargir sem gleyma vandamálunum hérna heima og týna sér a.m.k. um stund í eftirvæntingunni yfir því hver verða úrslitin í forsetakosningunum vestra. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég styð frambjóðandann Barack Obama.

Ég óska bandarísku þjóðinni þess að hún beri gæfu til að hann verði sigurvegari þessara kosninga. Svo vona ég að sjálfsögðu að hann standi undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans. Ég veit að hans bíða erfið verkefni en ég vona það svo sannarlega að hann reynist maður til að taka skynsamlega á þeim.

Ég trúi honum til að bæta ímynd Bandaríkjanna út á við og fara öðru vísi að en fyrirrennari hans í samskiptum við aðrar þjóðir. Þess vegna óska ég allri heimsbyggðinni þess að Barack Obama verði frekar forseti Bandaríkjanna en repúblikaninn John McCain.


mbl.is Öruggasta forustan síðan 1996
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðþæging og syndaaflausn?

Ég er svona að velta því fyrir mér hvernig beri að túlka það að mbl.is skuli birta frétt Reuters-fréttastofunnar af mótmælunum á Austurvelli  í gær.

Í frétt mbl.is er líka tekið fram að mótmælin hafi vakið athygli víða í Evrópu. Það vissu nú reyndar langflestir fyrir en hörmuðu að þau vektu jafnvel meiri athygli fjölmiðla þar og fengju yfirleitt sanngjarnari umfjöllun en í íslenskum fjölmiðlum.

E.t.v. ber að túlka þessa birtingu sem ákveðna friðþægingu og ósk um syndaaflausn. Þ.e. að þeir sem hafa tekið þátt í þessum mótmælaaðgerðum hætti að efast um heilindi fréttamannanna sem hafa fjallað um þau á mbl.isUndecided

Myndin sem fylgir þessari færslu er tekin af blogginu hans Jóhanns Þrastar Pálmasonar sem tók m.a. þessa mynd af mótmælaaðgerðum gærdagsins.


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski verður stofnaður nýr kvennalisti

Í lok fréttarinnar sem ég tengi þessari færslu segir Steingrímur J. Sigfússon að hann leggi „áherslu á að konur [verði] að vera fullgildir þátttekendur í uppbyggingu nýja Íslands.“ Í því samhengi langar mig til að vekja athygli á fundi sem verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík annað kvöld.

Hópur sem kallar sig Neyðarstjórn kvenna stendur að honum. Ég tók eftirfarandi um þennan hóp af síðu sem aðstandendur hans hafa stofnað inni á Facebook: Hópur kvenna sem hefur ákveðið, með almannaheill í fyrirrúmi, að mynda neyðarstjórn yfir landinu enda hafa valdhafar sýnt fram á ótvírætt vanhæfi.

Hópurinn er opinn öllum íslenskum konum sem langar að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum.

Þessi hópur hefur sem sagt boðað til fundar í fyrramálið (3. nóvember) undir yfirskriftinni: Hugarflæðisfundur Neyðarstjórnar kvenna. Fundurinn fer fram í stofu 131A í Háskólanum í Reykjavík og er áætlað að hann standi frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Um fundinn segir í auglýsingunni (hún er líka inni á Facebook): Fundur þar sem allar konur eru velkomnar til að ræða málin og velta upp hugmyndum um hvernig hægt er að skapa hér réttlátara samfélag.

 


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað jákvætt

Sturla JónssonÉg veit ekki hvort ég geti treyst fjölmiðli sem kallar þá sem tóku þátt í mótmælum dagsins „lýð“. Þeir sem standa friðsamir fyrir framan Alþingishúsið og hlusta á ræður eiga það nefnilega svo sannarlega ekki skilið að vera kallaðir „lýður“!

Ég reikna með að mörgum þeirra sem hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum í Reykjavík og víðar líði ekkert ósvipað og mér. Ég hef mætt í mótmælagöngu hérna á Akureyri og á borgarafund vegna þess að sjálfsvirðing mín segir mér að ég eigi engra annarra kosta völ.

Ég get bara ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar að stjórnvöld hafa farið svona með mig og þjóð mína. Mér finnst það í raun skylda mín sem þegns í lýðræðisríki að nýta rétt minn og tækifæri til að sýna stjórnvöldum hug minn. Þess vegna hef ég tekið þátt í þeim aðgerðum að undanförnu sem er ætlað að minna þau á fyrir hvern þeir eiga að vera að vinna. Ég hef ekki upplifað það að vera sammála hverjum einasta ræðumanni á þeim fundum sem ég hef farið á, langt því frá. Ég hef líka staðið mig að því að hugsa að þessi eða hinn hefði nú alveg mátt sitja heima...

Hefði ég hins vegar setið heima sjálf er ekki hægt að draga aðra ályktun af því en þá að ég ég sé að segja að ég sé sátt við núverandi ástand. Þess vegna hef ég drifið mig og ég reikna með að það sama eigi við um þá sem hafa tekið þátt í þessum aðgerðum hingað til. Það ættu auðvitað allir, sem eru ósáttir við núverandi ástand, að gera líka. Ef við erum ósátt við það sem við höfum í dag ættum við að þora að sleppa af því hendinni og treysta morgundeginum fyrir því að færa okkur eitthvað betra í staðinn.

Að lokum langar mig að taka það fram að ég fanga því að Sturla Jónsson hafi snúið aftur. Hann reyndi að vekja athygli á því ófremdarástandi sem stjórnvöld voru búnin að skapa þjóðinni sl. vor. Það voru margir sem nenntu ekki að hlusta á hann þá en væntanlega eru flestir búnir að átta sig á að hann var ekki bara að vekja athygli á því að hann er vörubílstjóri...

Ég ætla að taka það fram að ég „rændi“ myndinni af Sturlu sem fylgir þessari færslu af síðunni hans Halldórs Sigurðssonar.

Viðbætur: Ég hvet alla til að fara inn á síðuna hans Jóhanns Þrastar Pálmasonar og skoða myndirnar hans frá mótmælaaðgerðunum í dag. Það þarf ekki að skoða margar til að sannfærast um að það er alger fölsun að halda því fram að hér hafi bara verið um þúsund manns að ræða. Hvað þá að tala um mannfjöldann sem „lýð“. Læt eina af myndunum, sem Jóhann Þröstur tók í dag, og rökstyður það fylgja hér í lokin.

Eins og sést á henni er þetta bara hálfur Austurvöllur en álíka margir eru á hinum helmingi vallarins. Lára Hanna setti myndina sem ég læt fylgja færslunni minni og þá sem Jóhann Þröstur tók yfir hinn helming Austurvallar fylga sinni færslu um rangar upplýsingar frá lögreglu yfir tölu mótmælenda. Hún setur myndirnar hvora á eftir annarri og sýnir þessi samsetning sýnir svo ekki verður um villst að fjöldinn telur gott betur en eittþúsund.

Arnar Helgi Aðalsteinsson hefur líka sett inn nokkrar vel valdar myndir úr safni Jóhanns Þrastar inn á bloggið sitt. Allar þessar myndir gefa góða hugmynd um mannfjöldann sem safnaðist saman til að mótmæla í dag. Þar sést líka vel að ýmsar stórskrýtnar fullyrðingar um það hvaða fólk og/eða hvernig fólk tekur þátt í þessum aðgerðum eiga alls ekki við rök að styðjast. 


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsunaraðgerðir nauðsynlegar á strandstaðnum

breyttir.jpgÉg bíð spennt eftir fréttum morgundagsins. Ég bíð eftir því að mótmælin nái þeirri stærð að þau fái almennilega umfjöllun í fjölmiðlum. Ég bíð ekki síst eftir því að þau verði nógu stór til að þau veki athygli stjórnvalda.

Ég bíð þó fyrst og fremst eftir því að rödd þjóðarinnar nái eyrum forseta Íslands þannig að hann leysi upp þingið til að við getum farið að vinna að því uppbyggingarstarfi sem nú er nauðsynlegt.  

Kröfuganga á laugardag klukkan 14. Stöndum saman með kröfur okkar og látum rödd okkar heyrast. Ef ekki núna, hvenær þá?

Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn að Austuvelli þar sem fluttar verða ræður.

Meðal þeirra sem taka til máls eru Pétur Tyrfingsson, Óskar Ástþórsson leikskólakennari, Katrín Baldursdóttir listakona, Ragnhildur G. frá Mæðrastyrksnefnd, Lárus Páll sjúkraþjálfari ásamt fleirum.

Krafan er skýr: Að ríkisstjórnin víki og kallað verði til kosninga strax!

Fjöldi aðila úr öllum starfsstéttum og á öllum aldri kemur að göngunni og ræðuhöldunum. Sjá nánar hér. Kannski í lagi að taka það fram að það er gert ráð fyrir að gangan nái niður á Austurvöll fyrir kl. 15:00 þannig að fundurinn þar byrjar á sama tíma og tvo undanfarna laugardaga.

Auk þess skilst mér að Austfirðingar ætli að hittast á Seyðisfirði við gömlu brúna þar klukkan 14:00 á morgun.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband