Vargöld

Tími grimmra úlfaÞað hefur komið í ljós að hið svokallaða góðæri var tími úlfanna. Þessir úlfar gleyptu ekki sól og mána heldur efnahag Íslands með þeim afleiðing- um sem eru alltaf að koma betur og betur í ljós.

Á tíma varganna gleyptu þeir í sig innistæðurnar í bönkunum og fluttu þær úr landi. Þeir fjárfestu gríðarlega en bjuggu til innlend eignarhaldsfélög í kringum þær. Í gegnum þau létu þeir lánin sem þeir tóku falla á almenning en héldu fjárfesting- unum eftir kinnroðalaust.

Almenningur er að kikna undan skuldaböggunum og óréttlætinu. Hann er ekki síður beygður af skömminni yfir getulausu fjármálaeftirliti og spilltu embættismannakerfi sem lítur undan á meðan þjóðinni blæðir hægt út.

Í stað þess að stjórnvöld grípi inn í og stöðvi vargana virðist hún eiga sér það eina markmið að viðhalda sjálfri sér og tryggja að þeirra sé mátturinn og dýrðin áfram. Þau eiga sér varga að vinum og reyna allt hvað þau geta til að tryggja óargadýrunum sömu lífsskilyrði áfram.

Við, almenningur, verðum að spyrna almennilega við fótum til að binda endi á tíma úlfanna. Við verðum að krefjast þess að íslensk stjórnvöld hætti þessu vargsdekri og snúi sér að kjörum almennings. Við eigum heimtingu á því að mannúðin fái að ráða ríkjum í stað auðmagnsins. Öðruvísi mun okkur alltaf stafa ógn af grimmum og gráðugum úlfum sem svífast einskis þegar peningar eru annars vegar.

Jenný Stefanía JensdóttirMig langar til að vekja sérstaka athygli á greinaflokki Jennýar Stefaníu Stefánsdóttur þar sem hún veltir því fyrir sér hvort peningaþvætti hafi verið stundað hér á Íslandi. Þetta eru fimm greinar þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að íslenskt fjármálaumhverfi hafi ekki aðeins verið kjörinn vettvangur fyrir gráðuga peningaúlfa heldur dregur hún fram mörg fleiri rök fyrir því að þeir hafi ekki staðist mátið og nýtt sér reglugerðarleysi þess til peningaþvættis!

Mig langar líka til að vekja athygli á grein sem Marinó G. Njálsson segir að sé aðeins sú fyrsta af mörgum um efnahagshrunið og ástæðurnar sem liggja því að baki.


mbl.is Ár frá hruni bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef lesið allar greinarnar hennar Jennýar.  Svo les ég alltaf hann Marinó, að sjálfssögðu

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 22:51

2 Smámynd:

Flottir pennar þau tvö - gæsahúðarskrif oft á tíðum, enda bankamálin á Íslandi skelfilegri en nokkur hryllingssaga.

, 25.9.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þau eru nauðsynleg ásamt mörgum fleirum bloggurum sem með vönduðum skrifum sínum halda okkur hinum upplýstum og við efnið í leiðinni. Þau tvö eru ein af mínum uppáhalds!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.9.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband