Fáni samstöðu og vonar er tilbúinn til dreifingar:-)

Allir landsmenn eru nú farnir að finna fyrir áhrifum efnahagshruns landsins á eigin skinni. Sumir tilfinnanlega, aðrir minna. Langflestir eru líka búnir að átta sig á því hverjir bera ábyrgð á hinni gífurlegu lífskjaraskerðingu sem almenningi er ætlað að bera.

Það er því eðlilegt að óánægjan brjótist út á ýmsa vegu. Því miður er ein birtingarmynd hennar sú að þeir sem verða verst úti fara að rífast innbyrðist í stað þess að standa saman. Það er ljóst að þeir einu sem græða á slíku eru þeir sem vilja viðhalda óbreyttu ástandi.

Þess vegna er áríðandi að við sameinumst. En hvernig eigum við að fara að því? Ein leið er að við komum okkur upp sameingartákni. Tákni um það að við stöndum saman þó hugmyndir okkar séu ekki í öllum atriðum þær sömu. Við Ásta Hafberg tókum okkur saman fyrr í haust og einsettum okkur að hafa uppi á einhverju slíku. Fljótlega komum við auga á þennan fána:
1. maí-gangan á Akureyri 2009Ég setti saman sögu þessa fána með aðstoð höfundar hans, Kristjáns Ingimarssonar leikara, og birti hana hér. Þar segir höfundur fánans m.a. þetta: „Ef fífillin getur orðið tákn þess að við stöndum saman sem hópur þá er rétta takmarkinu náð.“

Færslan um söguna fékk mikil og jákvæð viðbrögð sem kom okkur, sem stöndum að baki þessari hugmynd, gleðilega á óvart. Ég birti eina athugasemdina hér:

Ég heillaðist af lestrinum um sögu fánans. Hugsjónin er svo falleg og svo mikilvæg fyrir andlegt jafnvægi þess mikla fjölda fólks sem upplifir sig utan sjóndeildarhrings stjórnmálamanna og annarra ráðamanna.

Það væri yndislegt ef hið mikla afl, sem býr í hugum allra þeirra sem upplifa sig sniðgengna, gæti fundið sameiginlega framrás undir slíku merki. Slíkt orkuflóð yrði ekki sniðgengið, takist að láta það fljóta fram af kærleika og mannvirðingu. (Þessa athugasemd, sem kemur frá Guðbirni Jónssyni, má sjá hér)

Sólgult túnNú er fáninn tilbúinn til dreifingar hjá Fánasmiðju Þórshafnar og er það von okkar sem stöndum að honum að hann eigi eftir að fá mikla dreifingu. Við vonum að á næstu vikum og mánuðum eigi hann eftir að birtast á fánastöngum, svölum, í gluggum og á bílum. Við vonum að fáninn dreifi sér jafnt ört og örugglega eins og fífillinn sem hann skartar.

Fánarnir eru til í þremur stærðum. Með þeim minnsta er hægt að kaupa svokallaða bílaflaggstöng (sjá hér) en tvær þær stærri má draga upp í fánastangir eða hengja upp þar sem hentar. Fánana er hægt að panta í gegnum vefverslun Fánasmiðjunnar og greiða með kreditkorti.

Þeir sem eiga ekki kreditkort geta pantað í gegnum netpóstfangið fanar@fanar.is eða hér. Þeir fá svo pöntunina senda í póstkröfu.

Mig langar til að biðja þig um að hjálpa okkur við að láta fréttina af fánanum berast. Það getur þú gert á blogginu þínu og inni á Facebook. (Sjá t.d. hér inni á Fésinu)

Þú mátt taka afrit af þessari færslu að hluta eða í heild. Þú mátt líka vísa í hana ef þú vilt það frekar. En mikið yrðum við þakklát ef þú stæðir með okkur í að kynna þetta samstöðutáknHeart


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég setti þetta inn á Fésbókina mína og á eftir set ég hlekk inn á bloggið mitt.  Mér finnst vanta svona innifána eins og börnin eru með á 17 júni sem maður getur sett út í glugga, eða tekið með sér á mótmælafundi??? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ertu svo á Facebook eftir allt saman Ég ætla sko að tékka á því á eftir og kærar þakkir fyrir að dreifa þessu þar

Ég þakka líka fyrir ábendinguna um innifánana. Hugmyndin að fánanum er í þróun þannig að allar hugmyndir í sambandi við stærð eru vel þegnar Ég held reyndar að það megi setja bílafánann á svona litla stöng eins og litlu 17 júní fánana. Ég er búin að panta einn slíkann og ætla að athuga það þegar ég fæ hann.

Eins og þú sérð á myndinni hér að ofan eru þeir sem eru með fánann þar með hann á flaggstöngum sem eru gerð úr kústsköftum. Þá eru settir naglar, skrúfur eða krókar í skaftið og krækjum sem eru á fánunum húkkað upp á þessar festingar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.9.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Börnin mín píndu mig til þess að vera á facebook. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

E-mailið mitt er jonakolla@visir.is  ef þú vilt vera fésbókarvinkona mín    Ekki kann ég að óska eftir svoleiðis vináttu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband