Fáni samstöðu og vonar

1. maí-gangan á Akureyri 2009Nú hefur saga fánans verið kynnt bæði hér og víðar. Fánans sem Kristján Ingimarsson, leikari, skapaði fyrir sýningu sína, Byltingu fíflanna. Sýningu sem á yfirborðinu var fyrst og fremst skrautleg og flott en bjó yfir boðskap sem varðar okkur öll. Boðskapur verksins snertir margt af því sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar á meðal mátt samstöðunnar og vonarinnar.

Við sem stöndum að baki þeirrar hugmyndarinnar, að fáni Kristjáns geti orðið tákn þess að við stöndum saman, erum öll sammála um að við viljum að hver og einn tengi sig við fánann á sínum eiginn forsendum. Við urðum sammála um að segja sögu fánans. Minna á mátt fífilsins. Sjá svo hvert það leiddi.

Það er ljóst af þeim athugasemdum sem við Ásta Hafberg höfum fengið á kynningar okkar á fánanum, bæði hér á blogginu og á Facebook, að það eru margir sem tengja styrk, bjartsýni og von við þennan fána. Það hefur því þegar skapast jarðvegur jákvæðni og samstöðu í kringum fánann sem er frábært!

Nú er hægt að panta fánann í vefverslun Fánasmiðjunnar á Þórshöfn. Þú klikkar bara á krækjuna hér á undan. Pantar þá stærð sem þú ætlar að fá og greiðir með kreditkorti. Það er rétt að taka það fram að það gæti dregist fram á þriðjudaginn að fáninn verði tilbúinn til dreifingar.

                                  ><>   ><>   ><>

Myndina hér að ofan tók Mads Vegas sem er tæknimaður Kristjáns Ingimarssonar. Myndin er frá 1. maí göngunni hér á Akureyri sl. vor. Höfundur fánans var þá staddur hér í fríi og tók þátt í göngunni ásamt vinum sínum sem héldu fána hans á lofti. Nú fáum við hin tækifæri til að gera slíkt hið sama, bera út boðskap hans og bæta við hann.

Es: Það eru víst einhver vandræði með vefverslunina en það er líka hægt að panta í gegnum fanar@fanar.is. Þá þarf auðvitað að gefa upp stærðina sem stendur til að panta. Stærðirnar eru gefnar upp á vefversluninni. Svo má ekki gleyma að setja fullt nafn og heimilisfang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég setti sögu fánans á fésbókina hjá mér.  Nú verð ég að fara að halla mér, það er mæting á landsfundinn í fyrramálið.  Kemur þú??? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2009 kl. 00:59

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott mál! Seinni spurningunni hefur verið svarað

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.9.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Rakel, og takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Ég heillaðist af lestrinum um sögu fánans. Hugsjónin er svo falleg og svo mikilvæg fyrir andlegt jafnvægi þess mikla fjölda fólks sem upplifir sig utan sjóndeildarhrings stjórnmálamanna og annarra ráðamanna.

Það væri yndislegt ef hið mikla afl, sem býr í hugum allra þeirra sem upplifa sig sniðgengna, gæti fundið sameiginlega framrás undir slíku merki. Slíkt orkuflóð yrði ekki sniðgengið, takist að láta það fljóta fram af kærleika og mannvirðingu.

Ég óska ykkur þess besta árangurs sem hægt er að ná, og mun koma þessu á framfæri við alla sem ég hef samskipti við.

Með kveðju, Guðbjörn 

Guðbjörn Jónsson, 14.9.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heiðurinn er greinilega minn Enda leggur þú inn svo hrífandi athugasemd að ég er nánast orðlaus af alltumlykjandi fögnuði fyrir það hvernig þú upplifir það sem ég hef sett hér fram um fánann. Þú hefur ekki aðeins náð hugmyndinni fullkomlega sem býr að baki þessu framtaki heldur hefur þú komið því í einstaklega dýrmæt orð hverju það kann að áorka. Ég þakka þér einstaklega fallegar óskir. Óskir sem gefa dirfsku, kraft og von.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.9.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gleymdi að þakka þér fyrir að taka þátt í því að láta fréttirnar af fánanum að berast. Við erum ekki alveg fyllilega sáttar við hvernig hann kemur út í prentuninni en það er verið að vinna að því að fá hann sem líkastan upphaflegu prentuninni. Vonandi næst það í þessari viku.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.9.2009 kl. 20:13

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þessa skemmtilegu og björtu hugmynd á annars erfiðum tímum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.9.2009 kl. 01:36

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það vantar sárlega að við sem erum sammála um að vilja breytta stjórnahætti og breytta forgangsröðun sameinumst um eitthvað í stað þess að beina kröftunum í innbyrðist ófrið. Vonandi fær þetta sameinginartákn einhverju breytt í þessu sambandi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.9.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband