Tækifærin svífa hjá...

Póstmódernismi eða hver höndin uppi á móti annarriÁ þeim póstmódernísku tímum sem við lifum í dag þarf það ekki að koma á óvart að margar hugmyndir séu á lofti um það hvert skuli halda. Hugmyndirnar eru reyndar ekki aðeins margar heldur líka margvísandi og sumar ósamrýmanlegar.

Á meðan hugmyndirnar streyma fram og fá að svífa stefnulaust í lausu lofti fá þeir sem sitja við stjórnvölinn að byggja í kringum okkur samfélag sem grundvallast á úreltri hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem leiddi til þess að hér hrundi allt til grunna.

Flestir ættu að kannast við það úr sjálfshjálparfræðunum að eftir áföll, eða hrun, þá þurfum við ákveðin tíma til að sleikja sárin en við megum ekki dvelja þar of lengi. Tilfinningalegt hrun skilur eftir sig orku sem þarf að beisla og nýta í hið bráðnauðsynlega uppbyggingarstarf sem blasir við á slíkum stundum.

Þegar við verðum fyrir tilfinnanlegu áfalli þurfum við að halda áfram hvort sem okkur líkar betur eða verr og reyna að sættast við orðinn hlut. Við verðum að vinna á móti neikvæðum tilfinningum yfir því sem kom okkur úr jafnvægi með því að koma auga á það hvað við getum gert úr reynslu okkar. M.ö.o. þá verðum við að finna eitthvað jákvætt í stöðu okkar til að byggja upp og koma aftur á tilfinningalegu jafnvægi til að takast á við okkar daglega líf.

Eitt af heilræðum sjálfshjálparfræðannaSjálfshjálparfræðin kennir að þegar myrkur óbærilegrar lífsreynslu skellur á þá sé besta leiðin sú að gefa einhverju nýju tækifæri til að byggja sig inn í ljósið að nýju. Sjálfshjálpin byggir þannig að miklu leyti á endurskoðun og endurmati á því sem áður var talið sjálfsagt og því að gefa einhverju nýju tækifæri.

Það sjá sennilega allir hvernig er hægt að yfirfæra þessa speki yfir á heilt samfélag. Því miður virðast þessi einföldu fræði ekki hafa skilað sér inn í íslenskan stjórnmála- og fjármálaheim. Það opinbera og þær fjármálablokkir sem eiga ítök hér á landi (eða hyggja á slík) hafa eytt tímanum yfir rústum þess sem var án nokkurra aðgerða til raunhæfrar björgunar. Þær björgunaraðgerðir sem við höfum orðið vitni að miða fyrst og fremst að því að ríghalda í það sem þeir þekktu áður.
Póstmódernisminn í hagfræðinniAðgerðaáætlun núverandi stjórnar er eftir sömu formúlu og kom samfélaginu í þá hörmulegu stöðu sem það er í nú. Meðlimir eldri ríkisstjórna og núverandi ríkisstjórnar reyna enn að telja okkur trú um að þeir séu hæfir og ærlegir. Enginn þeirra hefur þó komið heiðarlega fram við kjósendur sína og viðurkennt úrræða- og getuleysi sitt þótt það blasi við. Enginn þeirra hefur komið fram með raunhæfar hugmyndir um úrræði og lausnir til að koma þjóð sinni til bjargar og rétta samfélagið af.

Raunhæfar hugmyndir um slíkt verða til annars staðar. Hugmyndir sem innihalda lausnir sem byggja á nýjum viðhorfum, breyttri forgangsröðun og breyttri hugmyndafræði. Lausnum sem byggja á tækifærum til frambúðar. Tækifærum sem gefa fyrirheit um bjartari framtíð. Fyrirheit um að við getum lifað mannsæmandi lífi í sátt og samlyndi við hvert annað og umhverfi okkar.

Slíkar hugmyndir hafa komið fram hjá einstaklingum, sérfræðingum og grasrótarhópum. Einn þeirra sérfræðinga sem hefur nýlega kynnt hugmyndir sem byggja á nýjum tækifærum er Carsten Beck, framtíðarfræðingur. Mér sýnist hann vera ágætlega vel að sér í því hvernig maður lærir af erfiðleikunum. Hvernig maður byggir sig upp eftir hörmungar með því að læra af þeirri reynslu sem í þeim liggja.

Klikkaðu á greinina hér að neðan þar til þú færð textann í læsilega stærð.Margvísleg tækifæri(Grein sem birtist í Morgunblaðinu 18. september 2009)


mbl.is Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndin hans Halldórs er tær snilld, og andlitið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:43

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Halldór nær oft að draga fram í fáum dráttum það sem manni skortir orð til að lýsa Andlitið er sannkallaður póstmódernismi. Það mætti líka kalla myndina: hver höndin uppi á móti annarrien það er tæpast réttnefni þar sem samvinna handanna nær að mynda þetta skemmtilega andlit Ef við föngum allar hugmyndirnar sem svífa um gæti okkur e.t.v. tekist að skapa eitthvað heilstætt úr þeim líka og eitthvað sem virkar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.9.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband