Svartanótt

Konan og glugginnÉg horfi í kringum mig og leita svara. Ég reyni að fá botn í tilveruna. Hlusta vandlega. Les. Velti vöngum. Spurning- arnar eru margar en svörin liggja ekki á lausu.

Ég reyni að horfa lengra. Inn í framtíðina jafnvel. Á þessum tímum er það stundum þægilegra en horfa á fortíðina og nútíðina. Glundroðann. Falsið. Svikin. Að ég tali ekki um afleiðingarnar. Hvað þá getuleysið til að bregðast við þeim.

Framtíðin, já. Hver er hún? Jóhanna segir að það sé „ekki öll nótt úti enn“. Miðað við reynsluna hingað til af málnotkun gömlu stjórnmála- refanna. Miðað við orðaleiki þeirra og orðhengilshátt þá held ég að hún sé ekki að tala um vonina.

Ég horfi út til framtíðarinnar og það fer eftir því hvorn gluggann ég vel hvað ég sé. Ef ég vel gluggann hennar Jóhönnu sé ég sömu nóttina og skall hér á 29. september 2008.

Í þeirri nótt er áframhaldandi fals og feluleikur. Svik. „Hnípin þjóð í vanda“. Við stöndum í stað en miðar þó aðeins aftur á bak. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna hafi valið sér vitlausan glugga að horfa út um.

Ég vildi að hún legði niður frasana sína og talaði til mín eins og kona sem viðurkennir mistök sín og tekur ábyrgð á hlutverki sínu. Á meðan horfi ég út um gluggann sem snýr út í vonbjartari heim en glugginn hennar og velti fyrir mér hvað ég geti gert til að týnast ekki í nóttinni hennar Jóhönnu.


mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Rakel mín !

Sannleikur; hreinn og klár sannleikur, hvern þú kristallar, í þessarri stórkostlegu grein þinni.

Bezt; að spara, réttu orðin, yfir þessa kerlingu - hver; enn glápir út um ranga gluggann sinn, suður við Lækjartorg, í Reykjavík !

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast - Norður yfir hálendið, úr Árnesþingi  /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk Óskar Helgi! Gaman að þú takir þannig til orða að „spara [...] orðin“ því það er einmitt það sem ég ætlaði mér í þessum skrifum. Enda finnst mér stundum eins og það sem ég skrifa hér sé ekkert nema endurtekning á því sem ég og margir aðrir eru þegar búnir að segja. Ákvað þess vegna að fara svolítið aðra leið að því að koma skoðunum mínum á efninu áleiðis.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.8.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.8.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Frábær mynd, sem segir meira en mörg orð...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 00:53

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ísland þarfnast fleiri Rakela.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 12.8.2009 kl. 02:37

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekkert mál Ari minn! Komdu bara með nógu stóra ljósritunarvél. Þarf reyndar ekkert að vera voðalega stór þar sem ég er frekar smávaxin

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband