Er dómgæslan ófær um að verja hagsmuni almennings?

Er það nema von þó almenningur, og þá kannski sérstaklega viðskiptavinir Kaupþings, séu reiðir! Við hin sem vorum og erum í viðskiptum við hina bankanna höfum líka ástæðu til að vera reið en okkur hefur kannski ekki verið ögrað jafnfreklega og viðskiptavinum Kaupþings. Ekki enn þá a.m.k.

Ég skrifaði pistil hér í gær þar sem ég lýsti yfir vandlætingu minni yfir því hrópandi óréttlæti sem kemur fram í lögbanninu sem Kaupþingsmenn fengu framgengt gagnvart RÚV. Það verður að segjast eins og er að það setti að mér óraunveruleika tilfinningu þegar ég varð vitni að því að meintum hagsmunun glæpamannanna var gert svo hátt undir höfði! Í þessu sambandi langar mig til að vekja athygli á þessum umhugsunarverða pistli Harðar Svavarssonar.

Ég hef velt því upp áður hvort það sé engin leið fyrir okkur, fórnarlömbin sem eigum að bera kostnaðinn af glæpum fjárglæframannanna sem settu efnahag þjóðarinnar í uppnám, að höfða mál. Nú vík ég að þessu enn einu sinni. Mér þykir það auðvitað mjög eðlilegt að viðskiptavinir Kaupþings íhugi það alvarlega að skipta um banka en ég er að velta því fyrir mér hvort það er ekki komið fullt tilefni til að höfða mál á hendur eigendum bankans.

Mér sýnist að það liggi ljóst fyrir að fyrrum eigendur bankanna hafi látið greipar sópa um innviði bankans og hirt út úr honum öll verðmæti. Verðmætin voru innistæður viðskiptavinanna. Þegar til gjaldþrotanna kom voru það þeir sem höfðu tapað en ekki eigendurnir. Sparifjáreigendur sáu það fyrst í netbankanum sínum að innistæður inni á reikningunum þeirra höfðu lækkað umtalsvert.

Peningar á flugiMargir hafa spurt sig hvert þessir peningar hafi farið. Sumir voru með það á hreinu frá fyrstu stundu að pening- arnir hefðu ekki gufað upp eins og fyrir galdra heldur hefðu eigendur bankanna rænt viðskiptavini sína. Núna hafa viðskiptavinir Kaupþings glærupakkann sem sönnunargagn máli sínu til stuðnings! Er þess vegna ekki komið tilefni til að kæra eigendur bankans?

Auðvitað áttu lífeyrissjóðirnir að fara í slíkt mál við bankanna strax í haust en þar sem forráðamenn þeirra spiluðu með í fjárhættuspili bankanna þá hafa þeir látið það ógert. Þetta er a.m.k. sú niðurstaða sem ég fæ út úr spilunum sem okkur hafa verið rétt. Ég sé þess vegna ekki fyrir mér að mikils stuðnings sé að vænta úr þeirri átt. En hvað um lög- og dómsgæsluna í landinu?

Sýslumaðurinn í Reykjavík var ótrúlega fljótur að komast að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti að verja Kaupþingsmenn þegar þeir leituðu til hans en hvað myndi hann gera ef viðskiptavinir bankans leituðu til hans? Myndi hann verja þá? Hvernig getum við látið á það reyna?

Er enginn tilbúinn til að bjóða sig fram til að sækja mál fyrir hönd viðskiptavina Kaupþings á hendur eigendum þeirra. Það er nefnilega ekki bara orðið ljóst að þeir rændu þá heldur er til gagn sem á sér óvéfengjanlegar rætur og sýnir það svart á hvítu hvernig það var gert! Ég hengi glærupakkann við þessa færslu.

En í alvöru talað er það nokkuð vitlaus hugmynd að þeir viðskiptavinir Kaupþings sem vilja höfða mál stofni hóp á Facebook og lýsi eftir lögmönnum sem eru tilbúnir til að taka málið að sér? Er ekki a.m.k. ástæða til að láta á þetta reyna? eða eigum við að trúa því að óreyndu að dómgæslan sé ófær um að verja hagsmuni almennings? Það er auðvitað margt sem bendir til þess að almannahagsmunir vegi ekki þungt þar á bæ en gæti dæmið ekki snúist við ef breiður hópur almennings leitaði réttar síns!

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það verður spennandi að fylgjast með fréttum Kristins þegar lögbanninu verður hnekkt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eru einhverjir heiðarlegir lögfræðingar til? Bendi á að lögfræðingafélagið sjálft álítur sem svo að bankahrunið sé hugarburður.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 10:56

3 identicon

takkfyrir stórgóða grein einsog svo oft áður,og já við getum svosem verið reið en frekar held ég að við ættum að vera hrædd vegna þess að sennilega er vonlaust að ætla að stofna til málaferla hér innan um alla innvígðu og innmúruðu vinina í dómstólum landsins...

zappa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekki gleyma því að það eru til erlendir lögfræðingar. Af hverju ekki að spyrja Evu Joly ráða? Hún gæti örugglega mælt með einhverjum góðum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.8.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Rakel.

Það má fara að velta fyrir sér hvernig menntun lögfræðinga á Íslandi er farið. Margir þeirra eiga beina sök á hruninu og margir þeirra eru að gera sér hrunið að féþúfu.

Virði vera algjört siðleysi meðal þeirra stéttar (þekki nokkra sem eru ekki siðlausir)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.8.2009 kl. 13:25

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég heyrði að skjólstæðingar fyrrum Samvinnutrygginga væru með málsókn í undirbúningi. Ég vildi mjög gjarnan sjá fleiri slíkar þar sem það liggur ljóst fyrir að það hefur verið brotið á þjóðinni. Ég er hrædd um að það séu ekki bara eigendur bankanna sem brutu gegn okkur. Viðbrögðin við óréttlætinu sem þjóðin hefur orðið fyrir færa mér bestu sannanirnar fyrir því.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.8.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband