Yfirgengilegir and-skotar!

Eins og ég sagði hér í gær þá eru þær fréttir sem okkur berast af réttlætinu og viðreisn efnahag landsins svo á einn veg að ég verð sífellt vonminni. Réttlætisgleraugu löggjafans eru svo úr fókus að mann rekur í rogastans að ekki sé talað um aðgerðirnar sem reynt er að halda fram að eigi að verða okkur til viðreinsnar.

Það þarf ekki nema meðalskussa í listinni að leggja saman og draga frá til að sjá að allar aðgerðir fram að þessu færa okkur ekkert nema hærri mínustölur. Þær eru reyndar orðnar svo himinháar að helstu hagfræðingar ráða ekki betur við þær en svo að þeir geta ekki komið sér saman um það hvernig á að lesa út úr niðurstöðunni.
IceslaveÞegar við, þjóðin/ almenningur, getum ekki lengur treyst þeim sem þykjast vera þess umkomnir að stýra þjóðarskútunni, þegar við sjáum að þeir sem sitja undir stýri hafa enga burði til að vinna okkur gagn þá er ekki annað uppi á teningnum en svipta viðkomandi ökuréttindunum. Það þarf að gerast áður en okkur verður unninn frekari skaði að ég tali ekki um svo umfangsmikið tjón að aldrei verður hægt að bæta það!

Við höfum mörg reynt að tala um fyrir bílstjórunum. Við sem stóðum upp og mótmæltum vorum sammála um að reka þá sem sátu undir stýri þegar efnahagshrunið átti sér stað. Menn voru þó ekki sammála um það hvað ætti að taka við. Margir vildu neyðarstjórn eða svokallaða utanþingsstjórn. Einhverjir kölluðu eftir þjóðstjórn en enn aðrir vildu nýjar kosningar og einhverra hluta vegna varð það ofan á. Ég ætla að sleppa öllum kenningum í sambandi við það hvers vegna það varð svo.

Nú er svo komið að við stöndum í nákvæmlega sömu sporum og við gerðum framan af vetri. Einhverjir rassar hafa vikið og aðrir komið í staðinn. Hvort það eru stólarnir sem fara svona með þessa nýju skal ósagt látið en hitt er víst að þó ekki hafi staðið á framkvæmdum hjá þeim sem tóku við þá eru þær síst til meiri gæfu Þakkir til þeirra sem neita að gefast uppen framkvæmdaleysi þeirra sem sátu á undan.

Margir meðal þjóðarinnar hafa lagt orð í belg. Talað, hrópað, farið bónarleið og m.a.s. andskotast og sumir komið því sem þeir vilja leggja til málanna niður á blað eða í tölvutækt form á bloggi og víðar. Enn eru þeir nokkrir sem streitast við að ná til meðbræðra sinna og -systra með friðsamlegum aðferðum orðsins en enn hefur það ekki borið tilskilinn árangur...

Þá meina ég að sjálfsögðu að þingheimur allur vinni verkin sín af heilindum og með hagsmuni okkar sem þjóðar í sjálfstæðu lýðræðisríki að leiðarljósi.

Nú rétt í þessu var mér að berast bréf sem er ætlað þingmönnunum okkar og það með að leggja ritara bréfins lið við að ná til þeirra. Það að birta það hér á blogginu mínu er liður í því en eins og kemur fram í innihaldi bréfsins beinir höfundur þess orðum sínum til þingmanna enda samdi hann bréfið í þeim tilgangi að senda það á þá. Ef þér hugnast innihald eftirfarandi bréfs kem ég bón bréfritara þess hér með á framfæri og bið þig að leggja honum lið með mér.

Ég skora á þig að beita áhrifum þínum til að koma í veg fyrir að ríkisábyrgð á Icesavereikningunum verði staðfest.

Á meðan ekki liggur fyrir úrskurður til þess bærs dómstóls um að ríkinu beri að ábyrgjast innlánin er ekki ástæða til að setja þjóðarskútuna á hliðina í áratugi af þjónkun við önnur ríki. 

Það liggur nú fyrir að þeir sem völdust til þess verks að semja við Breta og Hollendinga höfðu ekki þjálfun eða reynslu af almennri samninga- og skjalagerð: 

Það er grundvallaratriði í samninga- og skjalagerð að í skriflegum samningi sé útlistun á tilurð og tilgangi þess að samningurinn er gerður (inngangur, forsaga, tilgangur, markmið).

  •  í skriflegum samningi séu forsendur sem byggt er á við samningsgerðina tíundaðar.
  • í skriflegum samningi komi fram skýr ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila.
  • í samningnum sé kveðið á um skýr úrræði ef ágreiningur kemur upp um efni samningsins.
  • í samningnum séu skýr ákvæði um úrræði, ef samningurinn er ekki efndur.
  • í samningnum sjálfum eiga að vera bókanir á öllum samningaumleitunum, athugasemdum, loforðum og viljayfirlýsingum sem fram hafa komið í samningaferlinu og hafa bein eða óbein áhrif á efni samningsins, skuldbindingar, efndir, túlkun og úrræði sem felast í undirritun hans.

Ef þess er kostur á að forðast að vitna í fylgiskjöl eða aðrar heimildir þar sem ávallt er hætta á að slík gögn verði viðskila við samninginn í tímans rás, sem er til þess fallið að skapa vandræði.

Þegar samningstexti er saminn er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að á því augnabliki sem hann tekur gildi öðlast hann sjálfstætt líf. Það getur enginn séð fyrir hver eða hverjir munu koma að því að túlka hann síðar, eða beita honum eftir atvikum. Það er líklegast að það verði einstaklingar sem ekki tóku þátt í gerð hans, búa ekki yfir eigin minningum um samningaferlið og muna ekki útgangspunkta eða atriði sem þóttu sjálfgefin á þeim tíma sem samningurinn var gerður, né hugsanagang og hugsanaferli sem höfðu áhrif á samningsniðurstöðuna. Þess vegna er svo gífurlega áríðandi að samningar séu ítarlegir og skýrir, þó ekki væri nema til að forðast seinnitíma misskilning.

Nú bið ég þig að lesa Icesavesamninginn vel yfir og ef þér finnst hann fullnægja þeim skilyrðum sem ég hef tíundað hér að framan og um leið að í honum felist hin rétta leið til endurreisnar góðs mannlífs á Íslandi þá skaltu greiða ríkisábyrgðinni atkvæði.

Ef þér aftur á móti finnst einhverju ábótavant um efni hans, form eða skuldbindinguna sem hann leggur okkur á herðar – og ef þú byggir ekki á fullkominni sannfæringu um að enginn önnur leið sé fær eða betri, þá skalt þú ekki greiða ríkisábyrgðinni atkvæði.

Það er þetta sem ákvæðið um að þingmenn séu aðeins bundnir af eigin sannfæringu gengur út á.

Í svona stóru og þýðingarmiklu máli er ekki rúm fyrir málamiðlun. Í þessu máli er enginn gráskali. Þetta er svart – hvítt og ef ekki er fullkomin sannfæring til staðar þá felldu málið.

Með bestu kveðju,

Magnús Axelsson, fasteignasali og matsmaður.


mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Því miður er það nú svo, að heimsku okkar og minnimáttarkennd gagnvart okkur stærri þjóðum er takmarkalaus.

Er ekki kominn tími á byltingu?!

Himmalingur, 14.7.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hilmar: Ef hin friðsama aðferð orðsins dugir ekki er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að gangast undir ógæfuna er verið að leggja á okkur eða rísa upp til byltingar. Hvorugur kosturinn er góður en aðeins önnur leiðin fær í mínum huga!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Himmalingur

Staðreynd mála í dag, er því miður sú, að hér fer allt versnandi. Það er allt niður á við, og það er allt á kosnað heimila í landinu. Ég finn fyrir því persónulega, og ekki sukkaði ég í góðærinu svokallaða. Íslenskir stjórnmálamenn eru bara of miklar gungur. Við eigum að berjast fyrir rétti okkar, ekki lúffa fyrir órétti!!!!

Himmalingur, 14.7.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir þetta með þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er allavega öruggt að kjörnir stjórnarþingmenn eru ekki þjónar okkar fólksins.  VG og Samspillingin eru ekkert betri en SjálftökuFLokkurinn og Framsótt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:56

6 Smámynd: Himmalingur

Jóna mín kæra: Vont fer því miður versnandi með hverjum deginum sem líður!!

Himmalingur, 15.7.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband