Vonlítil - vonminni...

Jörðin hefur verið sett á markaðÉg viðurkenni það alveg að ástæðan fyrir því að ég blogga svo lítið, sem raun ber vitni, er að ég verð sífellt vonminni. Fyrir því eru nokkrar ástæður en sú fyrst og fremst að ég verð alltaf sannfærðari um að við höfum orðið fyrir innrás efnahagsherliðs sem vinnur að því fyrir framan augun á okkur að leggja landið í rúst.

Ef einhver heldur að ég hafi nú endanlega misst það minni ég á orð Josephs Stiglitz í myndinni The Big Sellout þar sem hann ber saman nútímahernað og hagfræði nýfrjálshyggjunnar. (Lára Hanna Einarsdóttir hefur klippt saman það sem hann segir ímyndinni hér. Viðtalið við hann er aftast í færslunni).

Ástæðan fyrir því að ég tengi þetta blogg fréttinni, sem hér um ræðir, er fyrst og fremst sú að hún er staðfesting á því sem var margítrekað hér á blogginu og víðar um hvað lægi að baki Icesave-samningnum. Þá hundsuðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar staðhæfingar um að þessi samningur væri í raun aðgangur að ESB-samingaborðinu en hvað segir hér?

Það segir að EES-samningur hafi verið í húfi? Hvað þýðir það? Var því hótað að honum verði sagt upp ef Icesave-samningurinn verði ekki samþykktur? Ef honum verður sagt upp hvaða líkur eru þá á því að Íslendingar komist að samninga- borðinu um ESB?

Það getur verið að ég hafi misst einhvers staðar úr mjög mikilvægt atriði í þessu sambandi en mér sýnist eins og svo oft áður að fréttamaðurinn sem vann þessa frétt hafi gleymt fyrir hverja hann var að vinna. E.t.v. er fréttin líka þannig unnin vegna þess að henni er ætlað allt annað hlutverk en að upplýsa.

En eins og ég sagði hér á undan þá er það alltaf fleira og fleira sem mér finnst benda til þess að ég búi í stríðshrjáðu landi. Landið mitt er skotmark efnahagsskæruliða. Skotmörk þeirra eru bankarnir, orkufyrirtækin, fallvötnin, jarðvarminn, ræktarlandið, fiskimiðin ... Það eru engir venjulegir hermenn sem við eigum í stríði við því við erum að tala um sálfræðilegan hagfræðihernað!
Nútímahernaður

Ég veit ekki hvert bjargráðið mitt til langframa verður en undanfarna daga hef ég sótt huggun í þessa mögnuðu útsetningu á lagi sem er þekktast í flutningi hins friðelskandi réttlætissinna: Bobs Marleys. Ég má til að segja að mér finnst textinn, útsetningin og myndbandið virka eins og græðandi smyrls á mína annars blæðandi sál.


mbl.is EES-samningurinn var í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ekki missa vonina Rakel mín, hún er það eina sem við eigum eftir.

Klára að lesa þessa fínu færslu þína seinna í kvöld, og hlusta á uppáhaldið Bob Marley.

Sólarkveðja til Akureyrar

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.7.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk Jenný Stefanía! ég skal reyna svolítið lengur...

En ég reikna með að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með útsetninguna á þessu lagi þó rödd Bobs Marleys heyrist ekki. Hann sést reyndar í mynd við flutning á þessu lagi. Kíktu endilega! Ég fullyrði að þú verður ekki fyrir vonbrigðum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.7.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndbandið var alveg frábært.    Ekki er ég byrjuð að missa vonina, ég er bara að verða herskárri.  Ég er ekki svartsýn að eðlisfari, og ég ætla að vera bjartsýn alveg þangað til ég verð kannski komin í skuldafangelsi, eða eitthvað verra en það.  Þó að framtíðin virðist ekki vera björt, getur maður samt horft á björtu hliðarnar.  Ég fór til dæmis í gönguferð í gær, mánudag og safnaði lækningajurtum.  Ég fann Gulmöðru sem er m.a.  þvagdrífandi og blóðberg sem m.a.  eyðir vindverkjum.  Núna eru knippi af þessum jurtum hangandi til þerris, svo verður bruggað te af þessu fljótlega   Ég fann ekki Vallhumal í móanum hérna rétt hjá húsinu mínu, hann er víst æðavíkkandi og blóðþrýstingslækkandi.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.7.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það var ekki ætlun mín að draga úr neinum kjarkinn og gott að þessi færsla virkaði ekki þannig á þig. Ég reikna reyndar með að þetta sé bara svona tímabil hjá mér sem líður hjá... vona það a.m.k!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 00:53

5 identicon

Heilar og sælar stöllur; allar !

Nei; Rakel mín. Sízt; af öllum, hefir þú misst þráðinn, úr fréttum, frekar en við hin, sem látum okkur fjöreggið varða.

Þú hefir; líkt og þær Jenný Stefanía - Jóna Kolbrún og Þórdís, staðið þína vakt, með stakri prýði, sýnist mér.

Látið ei; deigan síga, ágætu konur ! 

Með; hinum beztu kveðjum, sem öðrum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband