Ég treysti þessum gaurum ekki!

Þess vegna langar mig til að vekja athygli á samtökum sem kalla sig Attac en nýverið var stofnuð Íslandsdeild þessara samtaka. Samanber þessa fréttatilkynningu:

Fréttatilkynning frá Íslandsdeild Attac

30. maí 2009 var Íslandsdeild Attac stofnuð. Hún er hluti alþjóðlegar hreyfingar fyrir lýðræðislegt eftirlit með fjármálamörkuðunum og stofnunum þeirra.

Attac er alþjóðleg hreyfing sem varð til í Frakklandi í júní 1998. Deildir eru í 48 löndum og nú bætist Ísland við. Af þessum 49 eru 25 Evrópulönd, 12 í Suður-Ameríku og 6 í Afríku. Félagar eru yfir 85.000 í heiminum. Samnefnari samtakanna og sameiginleg krafa er að öll velta á fjármagnsmörkuðum sé skattlögð og skatturinn eyrnamerktur til samfélagsverkefna.

Bráðabirgðastjórn [Íslandsdeildarinnar]hefur verið skipuð og verður aðalfundur haldinn í haust. Von er á heimsókn fulltrúa erlendra Attac-félaga og verður nánar tilkynnt um það þegar þar að kemur.

Öllum sem hafa áhuga á jákvæðri uppbyggingu þjóðfélags þar sem fólk er í fyrirrúmi en ekki fjármagnseigendur er boðið að taka þátt í þessu starfi. Heimasíða Attac á Íslandi verður http://www.attac.is. Áhugasamir geta skráð sig á póstlista í netfanginu attacis@gmail.com.

Talsmenn Attac á Íslandi fyrst um sinn eru Bjarni Guðbjörnsson, Salvör Gissurardóttir, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Árni Daníel Júlíusson


Sjá líka þessa færslu
Þórðar Bjarnar Sigurðssonar um þetta mál. Fyrir þá sem þekkja ekki til Þórðar Bjarnar er vert að benda á að hann er mjög virkur í starfi Hagsmunasamtaka heimilanna.

Hér er líka texti sem ég „stal“ frá Cillu Ragnars. þar sem hún svarar spurningunni: Hvað er Attac? Ég leyfði mér að myndskreyta textann.

Attac er skammstöfun og stendur fyrir: Association pour la taxation des transactions financières pour l'aide aux citoyens. Á ensku Association for the Taxation of Financial Transactions for the Aid of Citizens; ATTAC.

Upphaflegt stefnumið Attac var aðeins eitt. Það var að krefjast þess að skattur yrði lagður á gjaldeyrisbrask; svokallaður Tobin-skattur. Attac vinnur nú að fjölda málefna sem tengjast hnattvæðingu og neikvæðum afleiðingum fjárhagslegrar hnattvæðingar og einkavæðingar. Samtökin hafa eftirlit með starfi WTO, heimsviðskiptastofnunarinnar, með starfi Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF
ATTACAttac lítur ekki á sig sem andstæðing hnattvæðingar en gagnrýnir þá hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem samtökin álíta að stýri efnahagslegri hnattvæðingu. Þau styðja hnattvæðingu sem þau álíta að sé sjálfbær og félagslega réttlát. Eitt af slagorðum Attac er: „Veröldin er ekki til sölu!“. Þau fordæma líka markaðsvæðingu samfélagsins.

Samtökin urðu til árið 1998. Í desember árið 1997 skrifaði ritstjóri franska blaðsins Le Monde diplomatique, Spánverjinn Ignacio Ramonet, grein í blaðið um nauðsyn þess að koma á skatti á gjaldeyrisbrask; hinum svokallaða Tobin-skatti. Stofna þyrfti samtök sem myndu þrýsta á yfirvöld hvarvetna um að koma á þessum skatti.[...]
Jafnrétti felur í sér lýðræðiðAttac var einn af þeim sem skipu- lagði og boðaði til World Social Forum í Porto Alegre í Brasilíu 2001 en þar myndaðist vettvangur þar sem hnatt- væðingu á forsendum nýfrjálhyggju var kröftuglega mótmælt. (Nánar hér)

Skipulag samtakanna byggir á hugmyndum um valddreifingu. Hver deild skipuleggur fundi, ráðstefnur og skrifar skjöl sem innihalda rök gegn ráðandi hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar. Attac stefnir að því að bjóða upp á raunhæfa valkosti við þjóðfélag nýfrjáls- hyggjunnar sem er núverandi forsenda heimsvæðingar. Attac eru samtök sem vilja virkja almenning til baráttu og fræða almenning um þessi efni.

Eitt mikilvægasta verkefni Attac er að tryggja lýðræðislegt eftirlit með alþjóðlegum fjármálastofnunum, fjármálaævintýrum nýfrjálshyggjunnar og stórfyrirtækjum. Markaðsvæðing heimsins er auglýst sem náttúrulögmál og með henni minnkar lýðræðislegt vald borgaranna yfir samfélaginu.

Það liggur á að snúa þessari þróun við og nauðsynlegt er að stofna nýjar eftirlitsstofnanir með markaðsvæðingu og efla þær sem fyrir eru. Attac hefur oft rekið sig á að ríkisstjórnir vilja ekki gera þetta nema þær séu neyddar til þess. Hin tvöfalda ógn; niðurbrot velferðarsamfélagsins og áhugaleysi um stjórnmál, leiðir til þess að afar mikilvægt er að virkja fólk til baráttu

Aðferðir AGS

Meginbaráttumál Attac nú eru:

- Stýring á fjármálamörkuðum með skatti á gjaldeyrisbrask (svokallaður Tobin-skattur)

- Réttlát viðskipti í stað frjálsra viðskipta („fair trade, not free trade“). Markmiðinu skal náð með lýðræðislegri stýringu Heimsviðskiptastonfun- arinnar og alþjóðlegra fjármálastofnana á borð við AGS, Alþjóðabankann, Evrópusambandið, NAFTA, FTAA og G8.

- Almenn og ókeypis gæði eins og loft, vatn og upplýsingar skulu varðar fyrir ágangi nýfrjálshyggjunnar.

- Almenn félagsleg þjónusta skal varin fyrir ágangi nýfrjálshyggjunnar. Þar er átt við þjónustu á sviði heilbrigðismál, félagsþjónustu og félagslegra trygginga.

- Attac snýst gegn einkavæðingu lífeyris og heilbrigðiskerfisins.

- Það snýst einnig gegn erfðabreyttum matvælum.

- Attac berst fyrir því að skattaskjólum alþjóðafyrirtækja og auðmanna sé lokað.

- Attac berst fyrir sjálfbærri hnattvæðinu.

- Attac best fyrir því að skuldir þróunarríkja verði afskrifaðar.

- Attac berst gegn Lissabon-sáttmálanum um sameiginlega stjórnarskrá fyrir Evrópu.


Meira lesefni fyrir fróðleiksþyrsta:

 
 
Upplýsingar um samtökin á Wikipedia-vefnum.

mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef öskrað mig hásann og varað við AGS frá því hann kom hér að og hef bent á marga góða hagfræðinga, sem geta sagt misjafna sögu af þeim. Þar á meðal Stiglitz, sem var þar innsti koppur í búri þar til honum ofbauð. Hudson sá er heimsótti okkur nýlega, hefur einnig unnið fyrir þá. 

Hvað þarf til að menn leggi við eyrun?  Ég vona svo sannarlega að hér sé komið agressíft úrræði til aðhalds. Nú er orðið algert uppnám hér, meðal annars vegna afneitunnar Jóhönnu, sem send var út af örkinni til að steypa okkur í alþjóðavæðingarsúpuna hjá EU.  AGS heldur fast í hengingarólina og herðir stöðugt að.  Vindur hvern blóðdropa úr þessu landi, svo fjölþjóðarisarnir geti snætt okkur.

Er bara ekki kominn tími til að henda þessari helfararstjórn út líka og skipa hér þjóðstjórn, sem í raun átti að gera strax.  Samfylkingin rekur áfram agenda oligarkanna um inngöngu í EU þvert ofan í vilja almenninnings og keyrir upp vísitöluna með álagningu gjalda, sem er núna í þessum töluðu orðum að ganga endanlega frá húsnæðiseigendum og iðnaði.

Hvar endar þrælslund okkar?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2009 kl. 03:11

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir hvert orð þitt Jón Steinar! Það er sennilega komið langt út fyrir þrælslund okkar margra en jafnaðargeðið og þolinmæðin er ótrúlega lífseigt. Kannski er vantar bara skynsamlegt aðgerðarplan sem virkar án ofbeldis

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.6.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband