Það borgar sig að standa upp!

The big selloutÞvílík heimildamynd! Þvílíkar spurningar sem hún vekur upp! Enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna. Ég er að tala um myndina The big sellout sem Lára Hanna vakti athygli okkar á og var sýnd í Ríkisstjónvarpinu í kvöld.

Það eru margar spurningar sem myndin vekur manni en hún gefur líka svör. Hún segir mér a.m.k. að ég á bræður og systur út um allan heim. Hún sagði mér að ég hef ekki áhyggjur af ástæðulausu. Síðast en ekki síst sagði hún mér að það borgar sig að standa upp og segja sína skoðun en það er mikilvægt að við stöndum saman.

Ég grét yfir örlögum heilbrigðisþjónustunnar á Filippseyjum. Ég grét yfir því hvernig er farið með íbúa Soweto og örlögum frelsishetjunnar Bongani. Ég fáraðist yfir einkavæðingu almenningssamgangna í Brigton en ég fylltist líka stolti yfir hetjunum í Cochabamba sem hvikuðu hvergi og unnu vatnsstríðið!
Vantsstríðið í CochabambaÞegar ég var búin að horfa nokkra stund áttaði ég mig líka á því að á Filippseyjum, í Suður-Afríku og Bólivíu blandaðist AGS inn í þá staðreynd að stjórnvöld seldu opinbera þjónustu í hendur einkaaðilum í þeirri viðleitni að skera niður... Í því samhengi er eðlilegt að spyrja: Hvað blasir við okkur?

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reyna að telja okkur trú um að þeir séu saklausir af stefnu stjórnvalda!! Ég neita að hlusta á svoleiðis bull. Þeir hafa krafið ríksstjórnina um að skera niður ríkisútgjöld. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að mæta því? Með því að skera niður í mennta- og heilbrigðiskerfinu! Hversu margar heimildarmyndir þurfum við að sjá til að átta okkur á því hvaða leið verður farin til þess og hvaða afleiðingar hún mun hafa?

Er það framtíðin í heilbrigðiskerfinu að aðeins þeir sem eiga peninga fá almennilega læknisþjónustu eins og rafmangsknúna öndunarvél? Er það framtíðin að þeir einir sem geta borgað skólagjöld, bækur, nettengingu og slíkan kostnað geta tryggt börnum sínum menntun? Getur verið að vatnið verði tekið af okkur nema við látum það líðast að borga fjórðung mánaðartekna okkar fyrir það? Getur verið að við megum búast við því í framtíðinni að vera handtekin fyrir það að safna rigningarvatni?

Ég mæli með því að við tökum frelishetjurnar í Cochabamba okkur til fyrirmyndar og gefumst ekki upp fyrr en fulltrúar Alþjóðagjaldeyrisstjóðsins hafa tekið krumlurnar burt af hálsi íslensks efnahagslífs! Vonandi tekst okkur í leiðinni að endurreisa lýðræðið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Sæl, Rakel.  Sá líka þessa mynd og fannst mikið til koma.  Ágæt lexía og segir okkur að skila láni alþjóðagjaldeyrissjóðsins og segja við jöklabréfaeigendur:  Því miður, þið veðjuðuð á rangan hest.

Lýður Árnason, 28.5.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við sem þess óskum erum ekki í stjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2009 kl. 03:25

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður Lýður! Það er greinilegt á umræðunni hérna á blogginu að þessi mynd hefur hreyft við fleirum en okkur þannig að hver veit nema okkur takist að koma skilaboðunum á framfæri þannig að á okkur verði hlustað. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.5.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þeir einkavæddu líka rigninguna í Bólivíu, fólki var bannað að safna regnvatni   Það kostaði fólk 25% af launum sínum bara að fá vatnið eftir einkavæðinguna!!  Ég segi burt með AGS lánið ekki seinna en strax!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2009 kl. 01:13

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Svakalega fín mynd. Lærdómurinn er skýr: Eina leiðin er að gera uppreisn.

Vésteinn Valgarðsson, 29.5.2009 kl. 18:47

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel, flottur pistill. Þú segir: Síðast en ekki síst sagði hún mér að það borgar sig að standa upp og segja sína skoðun en það er mikilvægt að við stöndum saman.

Ég hef miklar áhyggjur af því að þjóðin átti sig ekki á því hvað er að gerast og sofi sig inn í einhverjar hörmungar.

Bólivía er ekki einstök Jóna Kolbrún. þeir einkavæddu rigninguna en á Íslandi er berjast einkaaðilar fyrir að fá einkarétt á fisknum sem syndir í sjónum.

Ég lýsi eftir byltingu í stjórnmálum...Rétt Vésteinn það verður að gera uppreisn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlitið og góð innlegg. Við verðum ekki bara að vera vakandi og vel á verði sitt í hverju horni. Við verðum að þora að standa saman gegn þeim hrunadansi sem nú er stiginn okkur til höfuðs.

Birtingarmynd fáránleikans getur verið af ýmsum toga eins og því að einkavæða uppsprettuvatn, almannaþjónustu, fiskinn, orkuna o.s.frv. Sorglegt hvernig það er ráðist að mennskunni í krafti gróðahugsjónarinnar... og hvað það fer illa með bæði einstaklinga og samfélög.

Læt þetta nægja í bili þó mig langi til að segja svo miklu meira um nákvæmlega þetta!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.5.2009 kl. 22:59

8 identicon

Heil og sæl Rakel; æfinlega - líka sem þið önnur, hver geymið hennar síðu og brúkið !

O; sei sei, gott fólk. Hygg; að margar sálir - frómar og hrekklausar, kunni nú, að sýna iðran nokkra, fyrir að fylgja þessum andskotans svika listum, O - S og V, þann 25. Apríl, síðast liðinn, í stað þess, að fylgja, af einurð, okkur Guðjóni Arnari, hverjir hugðumst auka þorskkvótann STRAX, í 100 þúsund tonn, líka sem samsvarandi, í öðrum tegundum, einnig.

Þá; að hefja smíði nýrrar áburðarverksmiðju, norður við Hrútafjörð - hvar Gufunes verksmiðjan var niður lögð, sökum sjónar lýta, gagnvart blúndu kerlingum og hálstaus körlum, suður í Reykjavík, á sinni tíð - sem; flest ykkar muna, að nokkru.

Svo; ekki sé nú talað um, að láta AGS mannskapinn, hypja sig, sem allra fyrst, héðan frá Fróni, gott fólk.   

Froða blaðurskjóðanna; hverjar nú sitja á þingi, mun okkur litlu skila, nema áframhaldandi vanhöldum, gott fólk, og tími kominn, til FRAMKVÆMDA, í þágu lands og lýðs og fénaðar alls.  

Með; hinum beztu kveðjum - sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband