Getur breytt miklu!

Sólin um helgina lýsti aðeins upp sálarmyrkrið en veðrið í dag minnti óþyrmilega á staðsetningu landsins. Eyjafjörðurinn lokaður af skýjum og norðanvindi. Það bárust þó hlýir straumar úr suðvestrinu á öldum ljósvakans af verðrinu á höfuðborgarsvæðinu. Fréttir af nýsettu þingi voru minna hlýir. Sumir a.m.k.

Stefnuræða forsætisráðherra var eins og við var að búast nema kannski heldur verri. Ég tek undir með honum að það er vor í lofti í náttúrunni en ég fann ekki fyrir neinu nema köldum haustnæðingi í málflutningi Jóhönnu Sigurðardótur, því miður. Ferskleiki vorsins var þó að finna í ræðum sumra ungliðanna á komandi þingi.

Það er greinilegt að þeir eru þó nokkrir sem taka undir það. Ræður Birgittu Jónsdóttur og Þórs Sarris vekja greinilega vorlyfta von í brjóstum margra sem á þau hlýddu. Ég heyrði ekki ræðu Birgittu en vona að hún birti hana á blogginu sínu eins og Þór hefur þegar gert. Er reyndar vongóð um að hún birtist von bráðar á bloggi Láru Hönnu Einarsdóttur ásamt fleirum.

En aðeins að ræðu Þórs sem segir margt afar skynsamlegt í ræðu sinni. Hann er greinilega með fókusinn rétt stilltan þegar hann undirstrikar að „brýnast [er] að takast á við vanda heimilanna, fyrirtækjanna og skuldir ríkissjóðs.  Í þessi verkefni ber að nota vinnutíma sumarþingsins.“ (Þeim, sem heyrðu ekki ræðu Þórs eða hafa ekki lesið hana enn, bendi ég hingað).

Áður en ég lýk þessum stuttu (og e.t.v. hálfstefnulausu) skrifum langar mig til að segja frá því að N4 - Sjónvarp Norðulands hefur tekið aftur til starfa. Ég og Björk Stefánsdóttir vorum þar í viðtali hjá Birni Þorlákssyni í Föstudagsþættinum sl. föstudag. Eins og þeir sem hafa fylgst reglulega með þessu bloggi vita tókum við báðar virkan þátt í að undirbúa og stýra borgarafundunum hér á Akureyri ásamt Sigurbjörgu Árnadóttur.

Það var líka skemmtilegt viðtal við Hlyn Hallsson, í Föstudagsþætti Björns Þorlákssonar á N4 sl. föstudag, um bindisskylduna o.fl. úreltar hefðir sem hann setti spurningarmerki við á sínum tíma sem varaþingmaður Steingríms J. Sigfússonar og sumir þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa endurvakið nú. Ég ætla að bæta því við hér að það er eindregin skoðun mín að þjóðin fari á mis við mikið að Hlynur skuli ekki vera einn þeirra sem tóku sæti inni á Alþingi í dag!

Viðtalið við Hlyn Hallsson er að finna hér en viðtalið við okkur Sóleyju er hér.


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ræða Þórs Saari var alveg frábær að mínu mati.  Ég er frekar á móti sólinni, ég vil frekar vera inni þegar sólin skín.  Nema ef ég fer í sumarbústaðinn í heita pottinn eða í sund. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er búin að hlusta á ræður þeirra Þórs, Birgittu og Margrétar á síðunni hjá Láru Hönnu. Samanlagt eru þær virkilega vonlyftandi! Annað en stefnuræða forsætisráðherra sem reynir að telja okkur trú um að ESB-aðild muni virka eins og galdraformúla á allan okkar vanda

Ég er algjör sólardýrkandi! Svekkji mig stundum á því að storkurinn hafi gefist upp á flugi sínu með mig nýskapaða og skilið mig eftir hér á ísaköldu landi í stað þess að koma mér niður í eitthvert Miðjarðarhafslandanna þar sem ríkir loftslag sem er mér meira að skapi 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2009 kl. 02:01

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sólin er undirstaða lífsins hér á jörðinni. Hún gefur og tekur - lífið fyrir rest. Eftir ca 5 milljarða ára eða svo mun blessunin gleypa jörðina, svona rétt áður en hún gefur upp öndina sjálf. Sorglegt en satt segja vísindin. Vonandi mun mannkyninu fyrir þann tíma auðnast að að finna leið til að nema önnur lífvænleg sólkerfi.

Arinbjörn Kúld, 21.5.2009 kl. 03:34

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nú klóra ég mér bara í höfðinu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.5.2009 kl. 03:23

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

heeh það geri ég líka þegar ég horfi á BBC-Space Series! En magnað efni er það samt.

Arinbjörn Kúld, 23.5.2009 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband