Ég elska hvernig þig dreymir
5.5.2009 | 01:23
Ég veit ekki hvort það eru margir sem kannast við 1 Giant Leap. Ég kynntist þeim af fræðslumynd um tónlistargerð þeirra í sjónvarpinu og heillaðist gjörsamlega! Ég pantaði diskinn þeirra í gegnum amazon.com og spilaði hann upp til anga! Ekki spyrja mig hvenær þetta var nákvæmlega
Þar sem það á eftir að líða nokkur tími þar til ég skrifa aftur á þessum vettvangi langar mig til að setja inn tvö myndbönd með lögum af þessum diski sem ættu að útskýra hvers vegna ég elska tónlistina þeirra. Í mínum eyrum er þetta hugsvölunartónlist. Tónlist sem nærir sálina af fegurð og kærleika. Tónlist sem minnir mig á hvaða tilfinningu það færir mér að upplifa réttlæti, sátt og samkennd. Tónlist sem færir mér ekki aðeins von, trú og kærleika heldur gerir mig að betri manneskju.
Fyrst er lagið The Way You Dream sem er sungið af indveskri alþýðusöngkonu, Asha Bhosli og Michael Stipe.
Svo er lagið sem stækkar við hverja hlustun: Braided hair. Það má nálgast textann hér.
Þeir tveir sem áttu hugmyndina að 1 Giant Leap endurtóku ferðalag sitt um heiminn til að sameina tónlist allra heimsálfa í einu verki. Afrakstur þess ferðalags var myndin 2sides2everything. Ég get ekki beðið eftir að tónlistin sem varð til á ferðalagi þeirra komi út á diski. Hér er kynningarmyndband fyrir seinni myndina en þar útskýra þeir m.a. hvað þeim gengur til með verkum sínum.
Vona að þið njótið tónlistarinnar eins og ég og góðar stundir

Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkur: Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Þessi lánstölva sem ég hef er hljóðlaus
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.5.2009 kl. 01:25
Þú verður þá bara að horfa á myndirnar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.5.2009 kl. 01:28
Er Rakel að fara í frí?
Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 01:59
Er einhvern veginn dottinn úr bloggstuðinu í bili
Veit ekki hvað verður...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.5.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.