Tímamótaviðburður

xoÞað hefur því miður verið lítill tími til að blogga og ekki bæti ég mikið úr því í þetta skiptið þar sem ég ætla aðallega að vísa í aðra í þessari færslu minni. Fyrst ætla ég að vísa í snilldarfærslu Hrannars Baldurssonar þar sem hann gerir upp við flokanna og útskýrir hvers vegna hann velur Borgarahreyfinguna umfram þá.

Mig langar líka til að vekja athygli á þessari færslu Katrínar Snæhólm þar sem hún segir frá því að hér á landi er staddur hópur frá London sem er að gera heimildamynd um kosningarnar. Ég veit ekki hvort Borgarahreyfingin fær meira vægi en aðrir stjórnmálahreyfingar þar en Katrín segir a.m.k: „Þau eru líka sérstaklega að skoða hvernig framboð það eru sem spretta upp í svona umhverfi og aðstæðum eins og hér hafa verið síðan í október og hvert stefnan sé tekin.“

Mér finnst þetta m.a. merkilegt vegna þess að í mínum augum er Borgarahreyfingin tímamótaframboð. Framboðið er sprottið upp úr hópnum sem tók þátt í mótmælunum og leiddi margt hvert borgarafundina hér og fyrir sunnan. Stefnuskrá okkar er líka sprottið upp úr þessum jarðvegi. Mér finnst það mjög skrýtið að það skuli ekki vekja eftirtekt fjölmiðlafólks fyrir þessar staðreyndir

Það er nefnilega svolítið sorglegt að þegar við horfum til baka til þessa tíma þá þurfum við að leita út fyrir landsteinanna eftir myndefni um þessi tímamót. Tímamótin sem urðu þegar þjóðin tók sig saman og mótmælti úti á torgum og fundaði saman viku eftir viku frammi fyrir þúsundum manna en fjölmiðlar þögðu. Við þurfum að leita út fyrir landsteinanna að heimildum um það þegar þjóðin lét ekki deigan síga heldur stofnaði Borgarahreyfinguna og bauð sig fram til alþingiskosninga en fjölmiðlamenn ypptu margir hverjir bara öxlum. Sumir settu hana jafnvel undir sama hatt og Lýðveldisbyltinguna.

Spurning hvenær þessir vakna til meðvitundar um það að við erum að upplifa tíma sem í ljósi sögunnar verður metinn sem sá tímamótaviðburður þegar þjóðinni ofbauð svo  að hún bauð sig fram til þings! Ég trúi því að þessi tímamót marki upphaf af betri tímum. Þess vegna er ástæða til að skrásetja hvað það var sem siðbætti stjórnsýsluna og efnahagslífið á Íslandi.Þjóðin á þing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er auðvitað ástæða til að vekja athygli á því að við erum með kosningaskrifstofu hér á Akureyri. Hún er opin milli kl. 12 og 18 á morgun (föstudag). Á laugardaginn verður boðið upp á kosningakaffi frá kl. 10 og a.m.k. fram til kl. 18.

Ef það verður stemming fyrir slíku ætlar unga fólkið á listanum að bjóða upp á kosningavöku á laugardagskvöldið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.4.2009 kl. 03:18

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Einlægar og hlýjar baráttukveðjur til ykkar allra, hvunndagshetjanna, sem hafa ekki gert neitt annað en að vaxa í áliti. 

Það er sannarlega óskandi að raddir þjóðarinnar fái tilhlýðileg yfirráð yfir hljóðnemann á Alþingi Íslendinga.

Beztu sumarkveðjur til Akureyrar kæra Rakel.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.4.2009 kl. 06:08

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Fjölmiðlar fá algera falleinkun, bæði fyrir og eftir hrun og ekki síst í þessari ömurlegu '2007' kosningaumfjöllun sem hefur verið í gangi. Þvílíkt froðusnakk í gangi og maður fer að halda að málefni nýju framboðanna um uppgjör, lýðræði og siðferði séu meðvitað ignoruð... Eða kunna fjölmiðlamennirnir þetta bara ekki? Eða hafa þeir bestu bara verið látnir taka pokann sinn? Held kannski að það sé bland af þessu öllu...

Rakel, ég fer út á Húsavík fyrir hádegi á morgun.  Verður þú á kosningaskrifstofunni í fyrramálið? Það væri gaman að hitta á þig áður en ég fer...

kv. Alla

Aðalheiður Ámundadóttir, 24.4.2009 kl. 15:42

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur báðar

Jenný Stefanía: Mér finnst það mikill vegsauki að vera talin með hvunndagshetjum! og þakka þér fyrir að hugsa til mín sem slíkrar Hafði ekki hugsað þetta svona en ég held að þú hafir einmitt hitt naglann á höfuðið! Við sem höfum lyft grettistaki og gert kröfu um breytingar á spilltu kerfi. Spyrnt við fótum, veitt aðhald og vakið til umhugsunar erum þvílíkar hvunndagshetjur að við áttum okkur ekki einu sinni á því sjálf þvílíku grettistaki við erum að lyfta

Alla: Við skiptum vaktinni þannig með okkur á morgun að ég kem ekki á skrifstofuna fyrr en í hádeginu. Langar hins vegar mikið til að setjast niður með þér og spjalla bara sem allra fyrst Á von á því að það fari að lengja í sólarhringnum upp úr næstu helgi

Er svo sammála þér með kosningaumfjöllun flestra fjölmiðlanna. Þeim veitir ekki af alvarlegri naflaskoðun og reyna að átta sig á því hverjum þeir vilja þjóna: sjálfum sér, eigendum sínum eða neytendum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.4.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband